Þjóðviljinn - 13.09.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Page 7
Helgin 13.—14. september 198» ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 BRÆÐRALAG ÓTTANS Um hin gífurlegu áhrif Mafi- unnar í Bandaríkjunum Carlo Gambino var foringi for- ingjanna i Mafiunni. Hann er fyrirmynd „Guðföðurins”. Enginn veit með vissu hvaðan orðið kemur. Sumir álíta það komið úr sikileyskri mállýsku og merkja hörku eða slag- hamar en aðrir að það sé arabíska orðið „mehia" sem merkir ógnvænlegur. En hver sem uppruninn er vekur orðið mafía aðeins ein viðbrögð: ótta. Mafían er stærsti og áhrifamesti glæpahringur í heiminum. Og hún vekur ekki aðeins ótta hiá fórnardýrum sínum og nauðugum viðskiptavinum heldur einnig innan eigin vébanda. Sjálfstætt þjóðfélag mafiunnar má rekja allt aftur til andspyrnu- hreyfinga á Sikiley fyrir 7 öldum. Það þreifst öldum saman sem leynilegt bræðralag sem verndaöi Sikileyinga fyrir innrásaraðilum. Eyjarbúarnir kusu frekar að beygja sig undir afskræmt réttar- far Mafiunnar heldur en alræði útlendinga. t seinni heims- styrjöldinni var Mafian svo sterk að hún gat afhent bandamönnum Vestur-Sikiley án þess að italski herinn hleypti af svo miklu sem einu byssuskoti. Nú til dags eru völd Mafiunnar langsterkust i Bandarikjunum. Hún er eins og kolkrabbi sem teygir anga sina um allt þjóðfélagið. ógnarstjórn hennar þar má að nokkru leyti rekja til tvennra mistaka sem Banda- rikjastjórn uröu á með hálfrar aldar millibili. Fyrri mistökin voru gerð i New Orleans árið 1890. Þá voru 11 innfluttir mafiósar teknir af lifi án dóms og laga og i barnaskap sinum ákvað stjórnin að greiða ekkjunum skaöabætur að upphæð 30 þúsund doliarar. Þetta fé var allt gripið af hinu glæpsímlega bræðralagi til þess að koma af stað fyrstu skipulögðu ógnarað- gerðinni. Seinni mistökin voru áfengis- bannið á 3. áratugnum. Sundrað- ar Mafiufjölskyldur gripu strax tækifærið og sameinuðust i að út- vega „skraufþurrum” Banda- rikjamönnum ólöglegt áfengi til þess að þeir gætu drekkt sorgum sinum á kreppuárunum. Þegar banninu var aflétt árið 1933 var Mafian búin að koma sér vel fyrir i alls konar giæpastarfsemi, t.d. með svokallaðri „verndun”. Og þegar ekki var lengur markaður fyrir ólöglegt áfengi setti bræðra lag Mafiunnar gifurleg auðæfi sin i „bisness” sem virtist vera heiðarlegur á yfirborðinu. Mafiufjölskyldur rikja með óttann að vopni — og milli þeirra innbyrðis rikir jafnvægi óttans. Styrjaldirnar milli þessara fjölskyldna á 4. áratugnum urðu til þess að afhjúpa hvilikt veldi þær.voru orðnar i þjóðfélaginu. Stærsta slátrunin átti sér stað i september 1931. Þá var Salvatore Maranzano, ættfaðir gamallar Mafiufjölskyldu, myrtur ásamt 40 stuðningsmönnum sinum. Banda- rikjamenn voru ekki aðeins felmtri slegnir, heldur einnig mafiósarnir sjálfir. Þeir sáu hætturnar sem voru þvi samfara að auglýsa völd sin meö blóði. Foringjar Mafiunnar, allt frá Atlantshafi til Kyrrahafs, komu saman til fundar og mynduðu „Nefnd”. 1 henni eiga sæti u.þ.b. 12 mafiósar sem eiga að vera fulltrúar hinna 24 Mafiu- fjölskyldna i Bandarikjunum. Oddviti „Nefndarinnar” er ávallt „II Capo di Tutti Capi”, foringi foringjanna, og er hlutverk hans að halda hinum yngri og ofsa- fengnari I skefjum. Hlutverk „II Capo di Tutti Capi” var forgyllt I bókinni að kvikmyndinni „Guðfaðirinn” en fyrirmyndin að aöalsöguhetjunni er saga Carlos Cambino, sem var gjörspilltur, gamall maður. Hann kunni að stjórna með hörku og mýkt i senn og á hans dögum voru blómatimar Mafiunnar. Carlo Cambino lagðist algerlega gegn opinberum morðum og rak blóðheita unga menn úr Mafiu- fjölskyldunum. A hans dögum urðu nýir félagar að sverja eið meðan bréfsnifsi brann i höndum þeirra. Eiðurinn var svona: „Á þennan hátt mun ég brenna ef ég svik þessa fjölskyldu”. Carlo Cambino fékk hægt andlát i rúmi sinu árið 1976 og var þá 73 ára gamall — en nýir menn, sem ekki nutu jafn óttabiandinn- ar virðingar, börðust um völdin. Fimmtiu nýjum félögum var óðar boðið að vinna trúnaðareiöinn og dráp byrjuðu á ný þó áð ekki yrðu þau i sama mæli og á 4. áratugn- um. Stjórnvöld og lögregla I Banda- rikjunum telja að áhrif Mafiunn- ar fari dvinandi og benda á eftir- farandi staðreyndir: A 8. áratugnum hafa meira en 800 mafiósar verið fangelsaðir. Mafiufjölskyldurnar I Chicago hafa næstum þurrkast út vegna innbyrðis átaka. — 22 Mafiu- foringjar voru myrtir á árunum 1974 tii 1978. Og i New York hefur Mafian misst stjórn á stórum um- ráðasvæðum og Itök hennar viða um Bandarikin virðast fara minnkandi. Þessar upplýsingar yfirvalda eru þóblekkjandi. Bræöralagið er enn svo sterkt að það getur eytt 20 miljónum dollara á ári i það eitt að vernda lykilmenn I Mafiunni frá þeim 2000 leynilögreglumönn- um sem eru settir henni til höfuðs af stjórnvöldum. Auk þess munar Mafiuna litið um að missa nokkra tugi félaga i hendur lögreglunnar á ári þvi að glæpamenn á hennar vegum i Bandarikjunum eru einhvers staðar á bilinu 3—5000. Einnig getur hún hæglega afskrifað tap þó að upp komist um ýmislegt ólöglegt fjármálabrall og eitur- lyfjasölu þvi að Mafian á um 10 þúsund lögleg fyrirtæki og er ágóði þeirra áætlaður um 12 miljarðar dollara á ári. Það er fimm sinnum hærri upphæð en ágóði stærsta iðnaðarfyrirtækis Bandarikjanna, Exxon. Bandariskur rikisborgari' nú á dögum getur þvi átt von á þvi að hefja lif sitt i ábreiðu sem framleidd er af Mafiunni, hlusta á rokktónlist frá hljómplötufyrir- tæki i eign Mafiunnar, borða Mafiusteik á veitingahúsi, aka bil sem keyptur er af Mafiu- kaupmanni, eyða fridögum sinum i Mafiuhóteli, kaupa hús sem Mafian hefur byggt og vera jarð- aður af Mafiu-útfararfyrirtæki. En jafnvel þessir 12 miljarðar dollara sem Mafian er talin græða á „löglegan” hátt eru smá- ræði miðað við gróðann af glæpa- starfseminni. Timaritiö Time komst að þeirri niðurstöðu að ágóðinn af henni væri 48 miljarð- ar dollara á ári, vegna áhrifa Mafiunnar á markaðinn þyrfti hver einasti borgari að borga u.þ.b. 2 cent aukalega fyrir næst- um hvað sem hann kaupir. ROKKc^HER í Laugardalshöllinni 13. september kl. 9“° Þursaflokkurinn - Bubbi T aragas - Mezzof or te Á þessum Rokk-tónleikum ársins, flytja Þursarnir splunkunýtt prógram í anda kvöldsins. Utangarösmenn og Mezzoforte flytja lög af skífum sem væntanlegar eru á næstunni og rokkleikhúsið Táragas flytur dagskrá unna upp úr gasbardaganum 1949 á Austurvelli. Miöar eru seldir f hljómplötu- verslunum Karnabæjar og bókaverslun Máls og menningar. Verö kr. 7000. Fjölmennum á ógleymanlegt kvöld. SAMTÖK HERSTÖDVAANDSTÆDINGA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.