Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 TVÆR UPPSKRIFTIR AÐ GÓÐUM SÚRRR AIIfíTTM SÚ RDEIGSBRAUÐ — ÖÐRUVlSI OG BETRI Fyrrum var siirdeig oft iagað úr ediki og ölgeri og jafnvel brennivini, en sú súrdeigslögun gaf yfirleitt ekki góða raun og vildu brauöin jafnvel veröa bragðvond. Tilgangurinn með þvi að nota súrdeig saman við venju- legt brauðdeig, bæöi létt og gróft, er að bragðbæta brauöin, jafn- framt þvi aö gera þau hollari. Það er mjólkursýran i súrdeiginu sem veldur þessu sér- kenniiega og góða bragði sem einkennir góð súrbrauö. Súra bragöiö kemur hins vegar frá ediksýru, en við gerjunina myndast vinandi sem breytist siðan I edikssýru. 1 brauðgerðum, þar sem súr er mikið notaður, er hann sérstak- lega lagaður i stórum skömmtum og siðan látinn endurnýjast dag- lega eftir þörfum. Slik endurný- unargerjun með sama grunn- súrnum getur staðið I mánuð, en þá þarf að laga nýjan súr frá grunni. Ef fylgt er gömlum og gildum reglum við súrdeigslögun tekur langan tima, allt aðfjóra daga, að gera súrinn hæfan til notkunar, auk þess sem notast þarf við ýmis efni, aðallega sýrugerla, sem ekki eru fáanlegir i verslunum hér. Það er þvi ýmislegt sem hindrar að þessa tegund súrdeigs sé hægt að laga i heimahúsum. Þá þarfaö leita hentugri lausna og þær eru til, ef við höfum fyrir- vara á um baksturinn og hversu mikið við ætlum að baka hverju sinni. LJÓST SÚRBRAUÐ Hér á eftir fer mjög auðveld en góð uppskrift af súrdeigi sem er miðuö við eitt brauð. StJRDEIG 20 gr pressuger. 1 dl vatn, ilvolgt. 100 graf hveiti. SCRBRAUÐSDEIGIÐ 2 1/2 dl súrmjólk. 2 tsk salt. 1 tsk sykur. 400 gr sigtimjöl. 1 msk kúmen. Við byrjum á að laga súrdeigið, helst tveimur dögum áður en baksturinn hefst. Fyrst er gerið leyst upp i volgu vatninu og hveitinu hellt saman við. Þessi blanda er slðan geymd við stofu- hita i tvo daga og látin súrna. Að tveimur dögum liðnum er súrmjólkinni blandað saman við súrdeigið sem þá er tilbúið og salti, sykri og kúmeni bætt saman við. Hentugast er að blanda þessu saman í stórri skál. Þvi næst er mjölinuhellt saman við og deigið hnoðað þangaö til það sleppir höndum og fati. Siðan er deigið látið lyftast i 1 1/2 tima. Þá er þvi hnoðað saman aftur og mótað i brauö eins og sýnt var i siðasta sunnudagsblaði. Best er að baka brauðið á plötu og smyrja aðeins smjörliki undir brauöið. Brauðið er iátið standa i minnst hálftima eftir að þvi hefur verið slegið upp, áður en það er sett i ofninn. Gæta verður þess að skel myndist ekki ofan á brauðið meðan það lyftist. Til að fá fallega áferð á brauðið er ágætt aö pensia fyrir það með hrærðu eggi og strá kúmeni yfir. Það er siöan bakað, fyrst við 225 gr. C 110 mínútur en siðan við 180 gr C i tæpar 40 mln.. DÖKKT SÚRBRAUÐ Þaö er frekar undantekning en hitt að súrdeig sé lagað úr hveiti, yfirleitt er það lagað úr rúgmjöli. Hér er ein góð uppskrift að grófu súrdeigsbrauði. SORDEIG 2. dl súrmjólk. 1 1/2 tsk. salt. 150 gr rúgmjöl (gróft ef til er). Þessu öllu er hrært saman i þykkan graut, sem siðan er látinn standa og súrna helst ekki minna en 4—5 daga, þó ekki meira en i viku, við 18 gr C. Best er að hafa eitthvað yfir ilátinu með súrnum, þó ekki loft- þétt. Ef hörð skán myndast ofan á súrinn verður að hreinsa bana burt þegar byrjað er að laga stóra degið. ROGBRAUÐSDEIGIÐ 5 dl vatn, ilvolgt. 2 tsk. salt. 700 gr rúgmjöl. 125 gr grófmalaður rúgur 60 gr heilkorn. Ilvolgu vatninu er hrært saman við súrinn. Siðan er mjölinu, korninu og saltinu blandað saman við i smáskömmtum. Bætið mjöli i deigið ef þarf, en deigið á að vera frekar stift. Stráið hveiti á borð og hnoðið deigið vel þangað til það sleppir höndum og borði. Skiptið deiginu i tvo parta og mót- ið það. Best er að baka brauðin i formum sem þarf að smyrja vel. Brauðdeigið má ekki fylla nema hálft formið, en eftir að það hefur staðið i forminu I 6 klst, eða jafn- vel eitthvað lengur fyllir það út i formið. Glans fáum við á brauðið tneð þvi að pensla það með eggja- hræru. Brauðin eru siðan bökuð við jafnan hita, 170 gr. C I nærri l 1/2 tima. Til að brauðið rifni siður er gott að pensla það með köldu vatni nokkrum sinnum fyrstu þrjú korterin. Ef brauðið er ekki nógu dökkt að loknum bakstrinum er ráð að baka það skamma stund til viðbótar við 230 gr. C. Sumir vilja harða skorpu, aðrir ekki. Til að losna við skorpuna er best að taka brauðið meðan það er ennþá vel heitt eftir baksturinn og vefja það innan i tusku eða viskustykki. Gróf brauð á aldrei að borða nema dagsgömul, og það sama gildir að sjálfsögðu um hveitibrauð. — Ig HENDIÐ ALDREIBRAUÐI # Þurrt franskbrauð er hægt að gera sem nýtt aftur með því að bleyta skorpuna aðeins með vatni og setja brauðið síðan inn í heitan ofn í nokkrar mínútur. En þá verður að borða brauðið fljótt, því að það þornar aftur innan skamms. • Ristið gamalt rúg- brauð. Bæði smakkast það f rábærlega og er gott fyrir meltinguna. # Notið gamla fransk- brauðið í rasp og gamla rúgbrauðið sem jafning í sósur í staðinn fyrir hveiti, það bragðbætir sósuna til muna. # Skerið gamalt rúg- brauð í þunnar sneiðar, þurrkið það í eldavélinni og hakkið það síðan í rasp. Sérstaklega gott ofan á steiktan fisk. # Notið allt gamla brauðið í brauðsúpu. # Myljið gamalt franskbrauð í kjöt- og fiskfars i staðinn fyrir mjöl. Það gerir farsið léttara. # Ristið bæði gamalt fransk- og rúgbrauð, skerið það síðan niður í teninga og notið með heit- um.sætum og söltum súp- um. • Að lokum má rista allt brauð og jafnvel steikja það i eggi, en um- fram allt hendið aldrei brauði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.