Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Laus staða hjúkrunarforstjóra Umsóknarfrestur um stöðu hjúkrunarfor- stjóra við Heilsugæslustöðina i Vest- mannaeyjum framlengist hér með til 20. september n.k. Staðan veitist frá 1. október 1980. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12. september 1980 Starfskraftur óskast Þarf að geta sinnt bókhaldi og uppgjöri. Lögfræðiskrifstofa Lnga R. Helgasonar, Laugavegi 31, Reykjavik. Sími 19185. Húsgagnasmíði Við viljum ráða röskan og ábyggilegan starfsmann i lakkdeild i verksmiðju okk- ar, helst vanan lakkvinnu. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar á staðnum og i sima 83399. KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. Lágmúla 7. Frumurannsóknir KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS óskar að ráða meinatækni og nema i frumu- rannsóknum hið fyrsta. Umsækjendur sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til Gunnlaugs Geirssonar, yfirlæknis frumurannsókna- stofu Krabbameinsfélags íslands, Suður- götu 22, Box 523, 121 Reykjavik, fyrir 20. september nk. RAFTÆKNIR Rafmagnsveita Reykjavikur óskar að ráða raftækni til eftirlitsstarfa. Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu vorri i Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð, og þar fást einnig umsóknareyðublöð. Laun eru samkvæmt launakerfi Reykja- vikurborgar. Væntanlegum umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra eigi siðar en þann 22.09. 1980. . RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Fjölbrautaskólinn á Akranesi Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða skrifstofumanns. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun skv. samningum starfsmanna Akranes- kaupstaðar. Umsóknir berist skólanefnd Fjölbrauta- skólans á Akranesi fyrir 22. september. Skólameistari ...Svo sagöi ég „Baldur Brjánsson þú ert alger sveppur aö spila svona lit” og hingaö erum viö komnir. Góður Island hafnaöi í 6. sæti I Evrópumtíti landsliöa í yngri flokki, er háö var í siðustu viku i Israel. Alls tóku 15 þjóðir þátt i mótinu og var spilað i eins kon- ar æfingabdöum rétt utan Tel Aviv. Röö efstu þjóða varö þessi: 1. Noregur 202 stig. 2. Spánn 202stig. 3. Frakkland 201 stig. 4. Þýskaland 194 stig. 5. Sviþjóð 182 stig. 6. Island 164 stig. 7. Austurriki 157 stig. Liöiö átti slakan miöjukafla þarsem töp fyrir Bretum (10.—11. sæti) og Grikkjum (neöar) meö minús fimm stig- um i báöum leikjunum geröu út um aö liöiö næöi verölaunasæti. í þremur síöustu umferöunum unnu piltarnir hreint i öllum leikjunum (Svia— Dani og íra«). t efstu liöunum spiluöu piltar sem sæti eiga I A-landsliöi þjóöa sinna. Þetta er besti árangur landsliös frá Islandi I bridge hin slðari ár. Liöiö skip- uðu: Guömundur Sv. Hermannsson, Sævar Þor- björnsson, Skúli Einarsson og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði var Jakob R. Möller. Allir eru þessir piltar I fremstu röö spilara hér heima og hafa um árabil velgt þeim eldri undir uggum. Allir hafa þeir aldur til aö spila i landsliöi næsta ár, i yngri flokki. Þetta er sama liöiö og náöi 3. sæti á siö- asta Noröurlandamóti i yngri flokk. Frá lokakvöldi í Domus: Lokakvöld i Sumarspila- mennsku BDR var sl. miöviku- dag I Domus Medica. Afhent voru verölaun sumarsins tveim efstu einstaklingunum, Sverri Kristlnssyni og Val Sigurössyni. Verölaunin voru einstök aö gæö- um, handmálaöir postulinsvas- ar eftir Kolfinnu (eftirnafn vantar þáttinn), eiginkonu Þor- steins ólafssonar stöövarstjóra á Reyöarfiröi. Trúlega glæsileg- ustu verölaun fyrir bridge- keppni hér á landi. Kannski aö þú skiljir það núna Óli aö viö tigulafmeldingu segir maöur ekki sjö grönd. Hann segir tvö grönd. árangur ytra Sigurvegari i Sumarbridge Bridgesambands Reykjavikur, Sverrir Kristinsson. Einnig var spilaöur „léttur” tvimenningur meö þátttöku um 30 para. (Jrslit uröu: A-riöill: stig: Asgeir P. Asbjömsson — VigfúsPálss. 274 Esther Jakobsd. — GuðmundurPéturss. 252 Steinunn Snorrad. — Vigdis Guðjónsd. 236 Kristin Þóröard. — JónPálss. 223 B-riöill: Jón Baldurss. — Valur Siguröss. (óstöövandi?) 135 Georg Sverriss. — RúnarMagnúss. 126 Gissur Ingólfss. — RúnarMagnUss. 126 Jón Odds. — Guölaugur Nirelsen 115 Keppnisstjóri var Hermann Lárusson. Bridgesamband Reykjavikur þakkar þeim er þátt tóku i Sumarkeppni 1980. Þátttaka var meö glæsilegasta móti og er flestir mættu til leiks voru 70 pör. Er þaö trúlega mesta þátt- taka I opnu móti hér á landi frá upphafi. Meðal þátttaka para á kvöldi var um 60 pör, sem gerir 900 pör samtals þessi 15 kvöld sem spilað var. Keppnisstjórar sumarsins voru Ólafur og Hermann Lárussynir. Frá Ásunum: Sumarkeppni Asanna 1980 lauk sl. mánudag, með sigri Georgs Sverrissonar. Alls var spilaö 113 skipti og tóku vel yfir 200 pör þátt i þeim. Orslit urðu þessi sl. mánu- dag: 1. Jón Baldurss. — ValurSigurðss. 213 2. RUnar Magnúss. — Sigf. Snorras. 194 3. Albert Þorsteinss. — Siguröur Emilss. 175 4. Gestur Jónss. — Sverrir Kristinss. 173 Efstu menn: stig: Georg Sverrisson 13.0 RúnarMagnúss. 12.5 ValurSiguröss. 11.5 ... svo ekki munaöi nema harsbreidd (Jóni-Vali) aö Rún- ar „stæli” sigrinum 1 siöustu umferö. Keppnisstjóri var Hermann Lárusson. A mánudag veröur eins kvölds tvimenningskeppni, einsog venjulega. Allir vel- komnir. Keppni hefst 19.30. Frá Bridgefél. Breið- holts: Vetrardagskrá B.B. hófst sl. þriöjudag, á 1. kvölds tvfmenn- ingskeppni. Spilaö var i einum riðli og uröu Urslit þessi: stig: 1. Hreiöar Hannss. — Hermann Láruss. 143 2. Guöm. Auöunss. — Magnús Halldórss. 129 3. Baldur Bjartmarss. — Kjartan Kristjtíferss. 121 Keppnisstjóri Hermann Lárusson. A næstunni veröa nokkur eins kvöldsmótognk. þriöjudag 16/9 hefst keppni aö venju kl. 19.30. Spilað er i húsi KjötsJg Fisks i Seljahverfi. Allir velkomnir og spilarar eindregiö hvattir til aö vera meö frá byrjun. Kveðja til Einars Þorfinnssonar Einar Þorfinnsson lést I siö- ustu viku. Meö honum er geng- inn sá spilamaður, er mestur hefurþóttá Islandihinsiöari ár. Igreinumogbókum um málefni spila er Einars minnst sem af- buröamanns á þvi sviöi. Undir- ritaöur haföi góö kynni af Ein- ari, viö spilaboröiö jafnt sem ut- an þess. Hann var ötull leiöbein- andiþeim sem skemmra voru á braut komnir, en jafnframt sá andstæöingur sem metinn var. Einar Þorfinnsson, ásamt meö- spiiara sinum Gunnari Guö- mundssyni, spilaöi i fyrstu heimsmeistarakeppninni (Bermuda Bowl) i sveit Evrtípuúrvalsins. Þaö var áriö 1950. Sama áriö varö islenska landsliöiö i bridge i 3. sæti á Evrópumótinu og átti mikla Einar Þorfinnsson möguleika á l. sætinu. Þann árangurber hæst I sögu bridge á Islandi i dag. Nöfn þeirra Einars og Gunn- ars eru merk I sögu bridge i heiminum og þeirra getið i öll- um fjölfræöibókum i kaflanum um bridge. Einar Þorfinnsson var fæddur 10. ágúst 1906 á Selfossi og var þvi nýlega oröinn 74 ára er hann lést. Hann var heiðursfélagi i Bridgefélagi Reykjavikur (einn af stofnendunum) og Bridge- félagi Selfoss. Hann gegndi mörgum trúnaöarstörfum fyrir B.R..Einar vann til allra þeirra verölauna sem hægt var aö vinna til-hér innanlands, en um árabil var hann I sveit Hjalta Eliassonar. Ég votta aðstandendum Ein- ars samúö mina, fyrir hönd bridgemanna. Ólafur Lárusson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.