Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 13
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 MY NAME SHíRL&y LE.EL................... AGE Q.S COUNTRY HON<S kjoNO............. HOBBYS C>AISÍC:i W<Sv 7.MUSíC........... PROFESSION ............................. Einkamál W ! Worid Contact. Friendship?? Marriage?? Lot’s of young Asian women like to make contact with you. Perhaps we can help them. Are you in- terested? Then send us your name, address and age, and you will recieve further information. To: W.D.C.P.O. Box 75051, 1117, ZP. Schiphol. Holland. Auglýsingin hér að ofan hefur birst af og til i öðru siðdegisblaðanna. í lauslegri þýðingu hljóðar hún svo: „Vinátta?? Hjóna- band?? Margar ungar stúlkur frá Asiu vilja hafa sambandi við þig. E.t.v. getum við hjálpað þeim. Hefurðu áhuga? Ef svo er sendu nafn, heimilisfang og aldur og við munum senda þér MY NAME 'RAHANA SAIjANI /NQíN\ i... AGE .lt? COUNTRY BAN«S*.4SA ..... HOBBYS SPORTS, SíNG-tNl^ PHOm PROFESSION ..<>TU.O&.HT................. AUST U RLAN DASTULKU R Á ÍSLENSKUM MARKAÐI MY NAME SuPHAWAN SOHSOON Sl N . AGE COUNTRY 'THAlLAND HOBBYS CbRfSeSPONOGAJCG, REAOiNG- . .tQANOíNO........................ PROFESSION ...STUQENTTQouRNaUSH, H’fcLGQWOÍ AGE QO COUNTRY THAl'LAKJD............ HOBBYS MUSIC. , ..TRAV.e.L.Ll..rM.<3r............... PROFESSION frekariupplýsingar. Til: W.D.C.P.O. Box 75051, 1117, ZP. Schiphol. Hol- land.” Einn af starfsmönnum ÞjóB- viljans sendi af forvitni bréf til viðkomandi aöila i Hollandi og fékk strax svar ásamt 10 listum ená hverjum þeirra voru myndir af fjórum stúlkum ásamt upplýs- ingum (nafn, aldur, þjóðemi, áhugamál og starf). Þarna var þvi völ á 40 stúlkum á aldrinum 18-23 ára frá nokkrum þjóðlönd- um svosem Bangla Desh, Malay- siu, Thailandi, Hong Kong, Filipseyjum, Indónesiu, Sara- wak og Brunei. A meðfylgjandi bréfi var þess getið að viðkoma ndi yrði að senda 15 dollara ef hann hefði áhuga á að ná sambandi við einhverja stúlkuna og þá fengi hann heimilisfang hennar þegar i stað. Siðan segir orðrétt: „Hvenær sem þig langar til að heimsækja hina nýju vinkonu þina eða hún þig erum við reiðu- búnir aðgreiða fyrir þeim fundi”. Einnig segir i bréfinu: Hvað er „World Contact” að gera?:Við fáum upplýsingar og ljósmyndir frá ungum konum i Austurlöndum með þvi að aug- lýsa (á ensku) i ýmsum blööum og timaritum. 1 þessum auglýs- ingum er þaö gert LJÓST aö World Contact vill koma þeim i samband við ykkur á Vesturlönd- um með vináttu oge.t.v. hjóna- band fyrir augum. Siðan auglýsum við á Vestur- löndum (svipaö og þú hefur séð) en 15 dollara gjaldið er til þess að borga auglýsingar og póst- kostnað.” Ekki kunnum við skil á þeim aðilum sem þessi viðskipti stunda i Hollandi en óneitanlega læðist aö manni sá grunur aö ekki sé um hreint hugsjóna- eöa mannúðar- mál aö ræða. Ætli hrein og klár kaupsýsla sé ekki frekar orðið yfir þessi viðskipti? Sjálfsagt er i flestum tilfellum um að ræða bláfátækar stúlkur sem eru með þessu móti að reyna að komast til Vesturlanda i von um betra hlutskipti þó að þær verði kannski beinlinis að selja sig á þennan hátt. Listarnir yfir stúlkurnar eru eins og vörulistar frá einhverju stórmagasfni. Þetta er listi nr. 14 og þetta er listi nr. 20 o.s.frv. stendur á þeim. Ósjálfrátt rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds. Er þetta kannski þræla- sala nútimans — i breyttu formi. Hversu dýru veröi þurfa stúlk- urnar að kaupa sig út úr heima- löndum sinum? Við þeim spurn- ingum væri gaman aö fá svör. — GFr MY NAME ROSE AS-NES L) M AGE QJh COUNTRY E.AST MALA^SlA HOBBYS <3re.N£l2AÍ, PROFESSION DRAUGHTSlMOMAN MY NAME ZuN Al DAM (BAtSrOL AGE COUNTRY EföUNE.1 HOBBYS TQAV£LLIN<3» . HUSlC PROFESSION ........ _______

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.