Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 32
DJOÐVHHNN Helgin 13.—14. september 1980 Baldur s Oskarsson Hér fyrrmeir voru eftir- litsmenn með vinbanni þjóð- frægar persónur með hlut- verk i mörgum alþýðusögn- um. Nú eru aðrir eftirlits- menn komnir til sögunnar sem ekki siður njóta hylli i alþýðumunni, en það eru eftirlitsmenn með rekstri Flugleiða, annar frá fés- málaráðherra og hinn frá samgönguráðherra. Baldur Óskarsson hefur verið tiður gestur á heimilum almenn- ings að undanförnu og ber meö heiðri og sóma það sæmdarheiti að vera nafn liðinnar viku. Við spurðum hann hvernig hann skil- greindi hlutverk sitt. „Ég er skipaður af fjár- málaráðherra og hlutverk mitt er að gæta hagsmuna rikisábyrgðasjóðs og þá um leið rikissjóðs og ekki hvað sist almennings i landinu. Mér ber að huga að þvi að sjóöurinn verði ekki fyrir skakkaföllum vegna veða og ábyrgða sem hann tekur á sig i sambandi við þetta fyrirtæki. Ertu að undirbúa jaröveg- inn fyrir Flugfélag alþýöu- bandalagsins? Að visu eru alþýðubanda- lagsmenn þekktir ferða- garpar og fræknir. Þrátt fyrir það held ég að við treystum okkur fyllilega til að ferðast með félagi sem er undir stjórn pólitiskra and- stæðinga okkar. Við berum það mikið traust til islend- inga allra að við treystum þeim hvar i flokki sem þeir standa fyrir lifi okkar og limum, bæði hér innanlands sem og i utanferðum. Ég er þvi ekki með áætlanir á prjónum um slikt flokks- fyrirtæki”. Nú hefur veriö haft eftir fyrri eftirlitsmönnum meö þessu fyrirtæki aö strangt trúnaöarheit hafi veriö af þeim tekiö bæöi af ráöherr- um og stjórnarnefnd Flug- leiöa. Hefur þú rofiö trúnaö I þessu máli? ,,Ég hef ekkert erindisbréf fengið um hlutverk mitt. Að visu hef ég fengið skipunar- bréf og lesið það samkomu- lag sem Flugleiðir og stjórnarvöld gerðu með sér varðandi skipan þessa eftir- lits. 1 þessum skjölum er ekkert aö finna sem gefur visbendingu um það hvernig ég eigi aö haga mér eða hvort mér sé heimilt að hafa skoöun. Ég skila reglubundiö inn skriflegum skýrslum ásamt félaga Birgi Guðjóns- syni til samgönguráðherra og fjármálaráðherra. Aö auki gefa málefni Flugleiða iöulega tilefni til þess að við- komandi ráöherrum séu gefin munnleg yfirlit. stund- um oft á dag. Ég lit á mig sem fulltrúa almennings i landinu, þeirra sem þurfa á þvi aö halda að ferðast innanlands og til útlanda og reyni að haga störfum min- um I samræmi viö þaö, þannig aö hagsmunir þessa fólks séu tryggðir”. ÖT \ftalsimi Þjöfixiljans er K1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. I tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum slmum : Ritstjórn 813H2. 81482 og 81527, umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsím! 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Ný sátta- tillaga um röðun í launa- flokka Guðlaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari afhenti samn- inganefndum Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins i gær nýja sáttatillögu frá sáttanefnd. Er i henni einungis fjallað um röðun i iaunaflokka en á þvi atriði strönduðu við- ræður þessara aðila i lok siðasta mánaðar. Engin viðbrögð fengust i gær- kvöldi við tillögu sáttanefndar og mun rikissáttasemjari hafa farið þess á leit að hann og sáttanefnd fengju að heyra af- stööu ASt og VSI áður en hún yrði kynnt i fjölmiðlum. Boðaði hann samningsaðila til fundar i dag kl. 10 f.h. til þess að fá við- brögð þeirra. — AI Það þarf oft að beita ákveðni I starfi sáttasemjara en hér má sjá Guðlaug Þorvaldsson, rikissáttasemj- ara visa samninganefndum ASt og VSt til sætis á fyrsta fundi þessara aðila siðan 29. ágúst s.l. Guð- mundur Vignir Jósepsson varasáttasemjari stendur við hlið hans. Ljósm. —gel. Styð Asmund til forseta —segir Snorri Jónsson, sem ekki gefur kost á sér á kom- andi Alþýðusambandsþingi „Já, þaö er rétt. Ég hef tilkynnt miðstjórn Alþýöusambandsins að ég mun ekki gefa kost á mér til setu i miöstjórn eða til forseta á þingi ASt I haust”, sagði Snorri Jónsson I samtali við Þjóðviljann I gær en Snorri cr varaforseti Al- þýðusambandsins og hefur gegnt störfum forseta þess I veikindum Björns Jónssonar hartnær þrjú ár, en þar áöur var hann fram- kvæmdastjóri ASt i tvo áratugi. ,,Ég er búinn að vera i þessu i 26 ár og mér finnst kominn timi til að breytt verði til og yngt upp, þó þannig að saman fari reynsla hinna eldri og kraftur þeirra ungu”, sagði Snorri. Aðspurður um hver yrði eftirmaður hans, sagði hann að erfitt væri að segja til um það. „Fulltrúar á Alþýðu- sambandsþinginu ráða þvi og þar „Hugmynd framkvæmda- stjórnar tslenska Járnblendi- félagsins um þriðja ofninn við verksmiöjuna á Grundartanga er nú til athugunar hjá báðum hlut- höfum, þaö er aö segja iðnaðar- ráðuneytinu og Elkem I Noregi. Það hefur að mfnu viti ekkert kontið fram um það að Elkem hafi verulegan áhuga á þessu máli, nema siöur sé”, sagöi Þor- steinn Vilhjálmsson stjórnar- maður i Járnblendifélaginu I samtali viö Þjóðviljann i gær I tilefni af leiöaraskrifum um verö- fall á kfsiljárni. Þorsteinn sagöi að vel mætti vera að þetta áhugaleysi Elkem stafaöi af þvi aö fyrirtækiö heföi I félagi við Kanadamenn og aðila i Noregi fest kaup á tiu járnblendi- verksmiðjum Union Carbide, og ætti ef til vill fullt i fangi með að festa þessar fjárfestingar i sessi. koma sjálfsagt fleiri en einn til greina. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að núverandi fram- kvæmdastjóri sambandsins, As- mundur Stefánsson, yrði mjög hæfur forseti og ég myndi styðja hann”, sagði Snorri. Undirbúningur fyrir Alþýöu- sambandsþingið, sem hefst 24. nóvember n.k. er nú að komast á fullt skrið. Fulltrúar sem verða um fjögur hundruð verða kosnir I hinum ýmsu félögum á timabilinu 20. september til 19. október. Fyrir utan fasta liði eins og skýrslu forseta, reikninga sam- bandsins, forseta- og mið- stjórnarkjör, mótar þing Alþýðu- sambandsins stefnu sina i atvinnu- og kjaramálum fyrir næsta fjögurra ára timabil. „Þá veröur stefnuskrá Alþýðusam- „Ég vil taka það fram að af- staöa Islendinga til þess hvort bæta eigi við þriðja ofninum að Grundartanga hlýtur meðal annars að mótast af markaðs- horfum, en einnig af þvi veröi sem fengist fyrir orku til þriöja ofnsins, og ekki siöur af þvi hvernig slik fjárfesting félli að fjárfestingarmálum okkar að ööru leyti. Ég tel ekki aö fjár- hagslegar afkomuhorfur til skemmri tima eigi einar að vera ráöandium ákvarðanir i iðnaðar- málum á borð við þaö sem hér um ræöir.” Þorsteinn gat þess einnig i sambandi viö forystugreinina i gær að framkvæmdir við járn- blendiverksmiðjuna hefðu fram að þessu gengið mjög vel og stofnkostnaður reynst mun minni en áætlaö var i upphafi. Þetta at- riði hlyti einnig beint eða óbeint Snorri Jónsson, starfandi forseti ASt. Ljósm. —gel. bandsins tekin til endurskoðunar á komandi þingi, rætt verður um aðbúnað og hollustuhætti á vinnu- stöðum og margt, margt, fleira”, sagöi Snorri Jónsson að lokum. — A1 að styrkja verksmiðjuna i fram- tiöinni hvað sem liði sveiflum á markaðinum. Þess mætti lika geta að samdráttur i framleiðsl- unni i heiminum myndi fyrst og fremst bitna á oliudrifnum verk- smiöjum sem ættu mjög erfitt uppdráttar vegna sihækkandi oliuverðs. „Ég geri ráð fyrir þvi að fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar muni gera betri grein fyrir þess- um málum á næstunni, en að lok- um við ég undirstrika það aftur að máliö er til athugunar hjá báð- um hluthöfum og hvorugur hefur tekið afstöðu til þess. Persónu- lega er ég ekki sannfærður um réttmæti þess að ráðast að svo stöddu i þessa framkvæmd, og ég tel ekki að stjórnin sem heild sé það heldur.” — ekh Fyrsta ár Arnarflugs með innan- landsáætlun: 20 þús- und far- þegar í 1300 flug- ferðum Nú 14. septembcr er liöið 1 ár frá þvi Arnarflug h.f. hóf áætlunarflug innanlands. 1 upphafi var flogið með leigu- vélum, en smám saman eignaðist Arnarflug eigin flugvélar til að sinna áætlunarfiuginu. Nú á félag- ið 4 vélar, sem notaðar eru á leiðum félagsins innanlands. Frá þvi innanlandsflugið hófst hafa veriö farnar um 1300 ferðir til 9 staöa vestan og norðanlands. Stykkis- hólms, Rifs, Bildudals, Flat- eyrar, Suðureyrar, Hólma- vikur, Gjögurs, Blönduóss og Siglufjaröar. Nú i september bættist viö 10. staðurinn i áætlun félagsins: Grundar- fjörður. Hafa i þessum ferö- um verið fluttir tæplega 20 þúsund farþegar og 170 tonn af vörum, en að auki hefur félagiö flutt bara i sumar 2200 farþega i leiguflugi og útsýnisferðum, þám. „gos- ferðum” yfir Kröflu og Heklu. I fréttatilkynningu frá Arnarflugi kemur fram, að félagið beitir sér fyrir að fá bætt flugvallarskilyrði úti á landi, en þar' telur það nú brýnast að fá lýsingu á flug- vellina og eldsneytistanka. Þorsteinn Vilhjálmsson um 3. ofninn að Grundartanga: Elkem áhugalaust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.