Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 11
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Bööyar Guðrnundsson skrifar Norðlenskt atvinnuleikhús A öndveröum stjórnarárum þeirra Ragnars Arnalds og Ing- vars Gíslasonar dó atvinnuleik- húsiö á Akureyri. Ekki veröur þó viö þá tvo sakast, enda er mér allt annaö i hug. Hins vegar þætti mér þaö meö ólikindum ef ekki kæmu til einhver ráö jafnágætra manna ogþeir eru aö blása lifi meö ein- hverjum hætti á ný i nasir hinnar norölensku leiklistar- gyöju. Þegar ég var á námskeiöi til aö læra undirstööuatriöi blástursaöferðarinnar var mér kennt þaö aö áöur en byrjaö væri aö blása skyldi hreinsa burt allt slim úr nefi og koki hins dauða og kynna sér likamlegt ástand hans eftir föngum. Nú langar mig til að hjálpa þeim Ragnari og Ingvari, af minum veika mætti til að kynnast likamlegu ástandi hins dauða ef þaö mætti eitthvað flýta fyrir upprisuhans. Þaö vill nefnilega svo til að ég hef ekki i annað leikhús oftar komið á undan- förnum árum. Hinn forsögulegi aödragandi atvinnuleikhússins á Akureyri var öflugt starf Leikfélags Akureyrar, sem um áratuga- skeiö hélt úti áhugaleikhúsi á Akureyri, stundum meö vetrar- starf upp á fjórar til sex sýn- ingar. í hópi leikfélagsfólks mynduöust auövitaö ákveönar goðsögur um frábæra hæfileika nokkurra einstaklinga til leik- rænnar tjáningar, stórleikara- hugtakiö likamnaðist þar sem annarsstaöarjminningar um einstökuglæsilegtleikafrek ein- staklinga og óvenju skemmti- legar sýningar i gamla daga lifa auövitaö góöu lifi enn 1 dag. En svo geröist þaö aö áttundi tugur aldarinnar kraföist þess aö ein- hver hluti þeirra sem aö leik- sýningum störfuöu á Akureyri færi á föst laun, — og i áföngum stækkaöi sá hópur uns nýtt al- vöru atvinnuleikhús varö til, — hiö menningarlega mót- vægi landsbyggöarinnar gegn stórreykjavikuráráttunni. Illu heilli. — það er mitt mat, — einskorðaöist það við Akureyri. Stjórn þessa leikhúss var þann veg háttaö þegar ég kynntist þvi, aö gamla leik- félagiö réöi þar lögum og lofum um tilhögun og verkefnavel, en hins vegar réðist til hinna föstu starfa hæfileikafólk á sviði leik- listar, — en aö mestu áhrifa- laust I Leikfélagi Akureyrar. Þarna kom þvi snemma fleygur merg, á báöum þessum stööum er um svo þróttmikla áhuga- fólksleiklist að ræða aö vetrar- starfiö býður upp á fleiri sýn- ingar. Hvers vegna ekki aö sameina alla þá góöu krafta sem þar- og víöar á Noröur- landi, — er aö finna i eitt norö- lenskt leikhús, — leikstofnun á vegum rikisins sem starfaði með áhugafólki, — til dæmis á Sauðárkróki, Akureyri og Húsa- vEk? Þessi stofnun getur starfaö á margan hátt, til dæmis væri hægt að hafa fastlaunaða leik- ara á öllum þessum stööum i stað þess aö loka þá alla inni 1 sama húsinu. Það væri hægt að hafa sameiginlegt leiktjalda- verkstæöi og saumastofu fyrir öll þessi leikfélög og þaö væri hægtaö fastráöa leikstjóra til aö setja upp sýningar á þessum stööum. Leikfélögin á þessum stööum gætu þannig sett upp sýningar i samvinnu viö norö- lenskt rikisleikhús, — og auð- vitaö lika á eigin vegum. Ahorfendafjöldi þessarar rikis- stofnunar, — alla vega tala þeirra sem möguleika hafa á aö sækja sýningar hennar, — myndi næstum þre- faldast frá þvi sem nú er hjá Leikfélagi Akureyrar. Ef þeir Ragnar Arnalds og Ingvar Gislason lita nú á þessi mál atvinnuleikhússins á Akur- eyri frá nógu háum sjónarhóli þá er ég ekki i vafa um að lands- byggöin eignast sitt mótvægi viö stórreykjavikuráráttuna. Aö visu gæti þaö einnig þýtt þaö aö þá yröi atvinnuleikhúsiö á Akureyri endanlega lagt i gröf- ina en viö tæki atvinnuleikhúsið á Noröurlandi. Þaö ætti þó ekki aö vera neinum hryggðarefni þviLeikfélag Akureyrar gæti þá iðkaö svolitla sjálfsgagnrýni aö hætti Kinverja og litið upp úr eigin naflaholu um stund. Hver veit nema það gæti þá komist til svipaös þroska og leikfélögin á Húsavik og á Sauðárkróki, oröiö gott áhugamannafélag á ný og tilbúiö aö vinna aö leiklist i sinni heimabyggö i samvinnu viö norölenska rikisleikhúsiö. En vilji þaö nú ekki veröa, þá er þaö von min og margra fleiri aö atvinnuleikhúsinu á Akurreyri veröi alla vega bjargaö meö einhverri blásturstilraun, hvort sem það nú verður aukinn styrkur eöa niöurfelling sölu- skatts. Þá væri kannski hægt eina kvöldstund að hvislast á kinnroöalaust um byggöastefnu rikisstjórnarinnar okkar. á milli ráöenda og framkvæm- enda, tortryggni, úlfúö og stundum blint og rótarlegt hatur. Auövitaö varö þetta til- efni til meiriháttar islendingá- sagna I litlu og lokuöu samfélagi eins og Akureyri er, pólitiskir fordómar voru magnaöir upp, rætiö slúöur var blásiö upp i stærö opinberaös sannleika. Þetta fældi auövitaö marga frá afskiptum af þessu nýja ósanngjamt aö ætla þaö vera um tuttuguþúsund manns sem búsetu vegna ættu greiðan aö- gang aö leikhúsinu á Akureyri i norðlenskri vetrarveöráttu. Þar af eru svo um tveir fimmtu ör- vasa sökum æsku eöa elli. Sem sagt ekki ósanngjarnt aö ætla aö um tólf þúsund áhorfendur komi Ileikhúsið á Akureyri ef reiknaö er með aö hver feröafær mann- eskja fari einusinni i leikhúsiö á kjör leikara,— er sennilega ekki hægt aö svara nema neit- andi, en hinum tveimur er áreiðanlega enginn vandi aö játa. Kókflaskan er dýrari á Akureyri en i Reykjavik, hvers vegna skyldi þá aðgöngumiðinn ekki vera það lika? — Og einnig er þaö vel verjandi að rikið greiöi meira til leikhússins á Akureyri en þeirra reykvisku, þvi hvert mannsbarn á Akur- óskabarni landsbyggðarinnar, öörum var sparkaö þaðan vegna róttækni eöa skyldrar fúl- mennsku. Eftir sat leikhúsiö með mikiö af áhugasömu fólki, — sem ef til vill skaraði ekki framúr hvaö varöaöi list- ræna hæfileika. Til leikhússins réðust svo leikhússtjórar og hvaö sem um þá má segja hvern um sig, þá gildir um alla aö bú- seta þeirra varð stutt noröan heiöa, — eingum þeirra vannst i raun og veru tóm til aö vinna þaö mikla starf sem þaö hlýtur aö vera aö leggja grundvöllinn aö traustri starfsemi atvinnu- leikhúss. Og ekki má gleyma áhorfend- um. Akureyri sjálf telur um þrettán þúsund ibúa. Eyja- fjörður innan Akureyrar, Sval- barö'sströnd, Hörgár- og öxna- dalur, Árskógsströnd, Svarfaðardalur, Hrisey, Dalvik og Ólafsfjöröur na ekki aö tvö- falda þá tölu. Þaö væri ekki ári. Og hvaö sem svo segja má um rekstur og verkefnaval leik- hússins á Akureyri þá er þaö staöreynd aö þessi fjöldi áhorf- enda hefur ár eftir ár komiö þangaö og stundum gott betur. Þetta sýnir og sannar á ótvi- ræöan hátt aö grundvöllur er fyrir hendi aö hafa þar atvinnu- leikhús, — spurningin er bara hvaða grundvöllur. Er hægt aö ætlast til þess aö leikarar viö at- vinnuleikhúsiö á Akureyri vinni lengri vinnutima fyrir lægra kaup en aörir atvinnuleikarar? Er hægt aö ætlast til þess aö leikhúsgestir á Akureyri greiði hærra verö fyrir aðgöngumiö- ann sinn en annars staöar? Er hægt að ætlast til þess aö rikiö,— þ.e. almanna- fé, — haldi úti á eigin kostnaö atvinnuleikhúsi á Akureyri og eyöi I þaö hlutfallslega meiru fé en I ,,hin” atvinnuleikhúsin? Fyrstu spurningunni, — um eyri og i Eyjafirði leggur hlut- fallslega miklu meira að mörk- um hvaö varöar þjóöarfram- leiöslu en Reykvikingar. Hvers vegna skyldu þeir ekki njóta þess? Min vegna mætti meira aö segja greiöa niöur fyrir Ey- firöinga bæöi kókiö og aögöngu- miöann. Þaö væri sanngjarnara en margt annaö sem kallaö er réttlætismál. Ég sagöi áöan aö illu heilli heföi atvinnuleikhúsi lands- byggöarinnar veriö valinn staöur á Akureyri. Þetta segi ég auövitað ekki vegna þess aö ég telji Akureyringa illa aö at- vinnuleikhúsi komna, heldur hins að þaö eru fleiri vel aö opinberri aöstoð viö menning- una komnir. Og þetta vita þeir Ragnar Arnalds og Ingvar Gislason manna best. I kjör- dæmi annars er Sauöárkrókur, i kjördæmi hins er Húsavlk. A báöum þessum stööum stendur leiklistarmenning á gömlum Gódóistar Leikfélags Akureyrar — þeir eru nú nýkomnir af Beckethátíð á (rlandi. •mér daU það í hug Djass og rokk frá Danmörku Á mánudaginn kemur hingaö til lands danska djass og rokksveitin Mirror, sem valin var til tónleika- feröar um Norðurlönd á vegum Nord-jazz og Norræna menningarmá lasjóösins. Mun hún koma fram á tónieikum i Reykjavik og á Akureyri dagana 15.—18. september. I hijómsveitinni eru valinkunn- ir músikantar. Stjórnandi og hljómborðsleikari Mirros er Thomas Clausen.sem áöur hefur leikiömeð Jazzhljómsveit danska útvarpsins, Waves, Creme Fraiche og V8. Einnig hefur hann leikiö meö frægum tónlistar- mönnum erlendum, sem heimsótt hafa Danmörku, leikiö inn á hljómplötur og samiö tónlist viö kvikmyndir. Aðrir i sveitinni eru: Jan Zum Vohrde (alto-saxófónn, tenór- saxófónn og flauta), Aage Tanggaard (trommur), Bo Stief (bassi) og Allan Botschinsky (trompet), en hann er e.t.v. þekktastur þeirra félaga og hefur m.a. verið kosinn tónlistarmaður ársins i Danmörku. Þaö eru Nord-Jazz og Jazzdeild FIH sem standa aö tónleikum Mirror og segja þeir i fréttatil- kynningu aö hér sé komin ein besta djass og rokk hljómsveit sem lagt hefur leið sina til Islands. Tónleikarnir veröa að Hótel Sögu á mánudag, Menntaskólan- um viö Hamrahliö á þriðjudag, HótelSögu á miövikudag og Sjall- anum á Akureyri á fimmtudag. Þeir hefjast kl. 21.00 öll kvöldin. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.