Þjóðviljinn - 13.09.1980, Page 8

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Árni Bergmann STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI , skrifar Glæpir og mannlegt eðli Það er engum blöðum um það að f letta að efst á stjórnmáladagskrá er sú spurning hvað flugfélög og verkalýðsfélög eigi til bragðs að taka. Og ætti að vera viðfangsefni þess sem skrifar um /,stjórn- mál á sunnudegi". En einhvernveginn er það svo/ að Helförin víkur ekki úr huganum og ýtir öðrum vanda til hliðar; hvernig er hægt að fremja þjóðarmorð? Og hvað þýðir það, að það er hægt? Þeir voru mannþekkjarar Magnús Bjarnfreösson var aö fást við þessa sömu spurningu i Vísi á fimmtudaginn og er hans röksemdafærsla um margt við- felldin. En hann hafnar einnig i nokkuð útbreiddri kenningu, sem rétt er að gera athugasemd við. Hann segir sem svo, að eitt- hvað svipað geti gerst viöar en með Þjóðverjum. Nasistafor- ingjarnir hafi nefnilega verið mannþekkjarar. Og undir lokin kemst Magnús svo að svofelldri niðurstöðu: „Engin þjóö er svo gáfuð að snjallir og ósvifnir loddarar geti ekki leikið ástrengihins mann- lega veikleika að búa til imynd- aöan óvin, sem er svo þægilegt að öfunda og hata til þess að þurfa ekki að lita i eigin barm. Það er þýðingarlaust að hneykslast á sögu nasismans, ef menn skilja ekki ástæðurnar fyrir velgengni hans. Hún byggðist á manneðlinu sjálfu. Ef helför milljónanna i siðari heimsstyrjöldinni veröur ein- hvern timann til þess aö neyöa mannskepnuna til að llta i eigin barm hefur hún ekki veriö til einskis farin. Annars er hún áfangi á helför mannlegrar hugsunar.” Hlekkir í keðju Þetta hljómar ekki óskyn- samlega. En um leiö lætur þessi kenning illa I eyrum. Hvers vegna? Það jákvæöa viö málflutning þennan er blátt áfram þaö, að það er lögð áhersla á að nasism- inn og gyðingamorö hans eru ekki eindæmi, ekki stórslys sem á sér ekki hliðstæöur. Þaö hafa líklega aldrei verið framdir stærri glæpir, en einnig þeir eru hlekkir á langri keðju. Þetta er ekki slst veigamikiö að undir- strika vegna þess, aö við höfum á undanförnum árum séö all- mikið af bókum og kvik- myndum sem lýsa fasisma sem einskonar geöveiki, gott ef ekki sem skuggalegri kynferðislegri tilraunastarfsemi. Slik túlkun gerir mönnum einum um of auövelt að ýta sögu nasismans frá sér segjandi sem svo: ég er ósköp venjulegur maður, þetta kemur mér ekki viö. Menn vita aö gyöingahatur og annað kynþáttahatur er ekki nýtt. En liklega rifja menn þaö ekki oft upp fyrir sér, að marg- feldiö af kynþáttarembunni, þjóðarmorðiö, er miklu al- gengara og nær okkur en sýnst gæti. Nálœgt okkur í tíma Þjóðarmorð á indjánum er gifurlega stór þáttur I sögu Bandarikjanna. 1 byrjun siðustu aldar skiptu frumbyggjar Noröur-Ameriku enn miljónum, en undir lok hennar voru eftir hundrað eða tvö hundruö þús- und. Vegna þess að viðkvæðiö „góður indjáni er dauöur ind- jáni” var ekki hótfyndni kaldra karla, heldur djúpstæð sann- færing hinna hvitu landnema, sem þeir fóru eftir jafn sam- viskusamlega og þeir iásu i Bibliunni sinni á sunnudögum. Viö munum enn Helför gyðinga, meðal annars vegna áhrifamáttar kvikmyndar- innar, en hver man Armena- moröin i Tyrklandi 1915? Þegar hálf önnur miljón Armena i Tyrkjaveldi var . myrt hvar sem til þeirra náðist, og ein miljón til viðbótar hrakin á vonarvöl. Þetta dettur engum i hug að rifja upp. Enginn vill ergja Tyrki með þvi aö minnast þessa, allir þurfa á þeim aö halda. Þeir eru mikil varöstöð fyrir NATÓ. Og þótt þeir séu þaö, vilja sovésk yfirvöld ekki styggja þá heldur og meina Armenum i Sovét-Armeniu aö minnast þessara tiðinda meö opinskáum hætti. Vel á minnst; Sovétfikin: Þar eru engin feimnismál stærri en hörm- ungar þær sem gengu yfir Krimtartara, Kalmúka og fleiri smáþjóöir, sem fluttar voru i gripavögnum til Miö-Asíu i striöslok. (Þar hefur og um meira en tiu ára skeiö veriö virt sú tilskipun, að það er bannaö að geta þess i æviskrám og endurminningum áö nafn- kenndir menn hafi látist i fanga- búðum. Þeir „bara” dóu.) Þjóðarmorð eru framin enn i dag. Enn eru litlar indjána- þjóöir i Brasiliu að hverfa úr heimsmyndinni og mun ekki til þeirra spyrjast framar. Þar er hunskan svo mikil að sú rikis- stofnun, serr^ átti að liðsinna indjánum, dreifði ekki til þeirra mat og lyfjum, heldur eitri og sýklum. (Sú aðferð var lika notuö i Bandarikjunum á nitjándu öld). Hver er ónormal? Samt viljum við ekki sætta okkur við þaö, að slikir atburöir gerist vegna þess að mannlegt eðli samþykki þá. Við getum byrjaö þau and- mæli á að spyrja: ef þaö er mannlegt eðli að samþykkja glæpi valdhafanna, eða taka þátf i þeim, beint og óbeint,— hvaö eigum við þá aö segja um þá menn, sem standast slikan þrýsting, slikar freistingar, þrátt fyrir allt? Þá sem ekki dansa með? Þá sem hjálpa gyðingum hvers tima, af þvi aö þeir eru vel kristnir, eða húmanistar, eða róttækir eöa af einhverjum ástæðum öðrum? Eru það þeirsem hafa gert upp- reisn gegn „mannlegu eöli”? Eru þeir kannski afbrigðilegir? Liklega er skynsamlegast aö segja sem fæst um mannlegt eöli — einkum af þvi að orðiö sjálft gerir ráö fyrir einhverri stöðugri stærð, einhverju sem ekki breytist. Viö vitum að viö þurfum að éta og drekka og ein- hvern félagsskap. Og að mögu- leikar manna til illra og góðra verka eru firnamiklir. Eðlið er sköpunarverk Ef höfuðþungi er lagður á „eðlið”, þá er eins og ekkert veröi aö gert. Við stöndum hjálparvana andspænis Hel- ferðunum. í stað þess að leita úrræða i þeirri staðreynd, að samfélagsleg hegðun er sköp- unarverk manna, og þeir eiga þvi fleiri kosta vöí sem þeir átta sig betur á þvi hvernig hún verður til. Barrows Dunham segir i „Hugsjónir og hindurvitni”: „Nasistarnir héldu þvi fram, að „sál kynþáttarins” (sem er hliöstæð figúra og „mannlegt eöli” — áb) stjórnaði hátterni manna, en um leiö afsönnuðu þeir alveg kenninguna, þvi þegar þeir fóru aö fást við þaö vandamál,að festa stjórn sina i sessi og búa þýsku þjóöina undir landvinningaherferð á hendur öðrum þjóöum, reiddu þeir sig alls ekki á neinn háleitan, ger- manskan persónuieika eða^ aörar goðsögulegar hégiljur. Siður en svo. Þeir tóku blöðin, útvarpið, barnaskóla og háskóla og aörar menningarstofnanir á sitt vald og notuðu þær eftir þörfum sinum. Þeir geröu meö öðrum oröum allt, notuöu öll hugsanleg tæki til að koma fólki til aö hegöa sér eins og þeim þóknaðist.”. Það er nefnilega þaö. Og þaö hlýtur að vera hægt að kenna mönnum annaö en þá hegöun sem er Hitlerum þóknanleg. Stöðugur háski Við erum nú og i þessum heimshluta ekki í- yfirvofandi hættu á þvi að Helförin sé aftur farin. En við erum alltaf i háska. Þeir timar hafa verið, að það voru virðuleg fræöi að telja arfgengar gáfur þaö djásn sem stækka ætti og þyrfti með eins- konar kynbótum: rökrétt fram- hald á þeirri hugsun er að best , sé að þeir „heimsku” auki ekki ■ kyn sitt. Sá arfur er enn á kreiki i löggjöf ýmissa þjóöa sem f siöaöar eiga að heita. Ef , „trodduþér áfram” og „hver er I sjálfum sér næstur” eru þau boðorðjSem i gildi eru höfö i | grimmum slag allra við alla, þá ■ er næsta eðlilegt aö fyrirlíta þá I sem eftir eru skildir: and- skotinn hiröi þann aftasta! Ef það eru hagvisindi i sam- ■ tlmanum, að þaö sé rangt aö tryggja fólki lágmarkslaun eða vinna gegn markaðslögmálum | með launajafnaðarstefnu • (Friedman), þá er rökrétt aö | margir telji, að þeirra eigin for- réttindi og góö kjör séu jafn sjálfsögð og fátækt annarra — og veröi ekkert viö gert. Ef alls- I herjarinnræting segir, að valdið sé frá guði eöa þjóðinni og vald- I boð sé sú nauðsyn,sem ekki • megi draga I efa, þá hefur valdiö rétt fyrir sér, hvaö sem það gerir (að minnsta kosti I meöan það lætur mig I friði). ■ Svona má halda áfram enda- laust, með upptalningu á þeim þáttum i gerð þjóðfélagsins og mannsmótun þess sem viö viss- ar aöstæöur geta sent mörg okkar i einskonar Helför — jafn- vel þótt endastööin sé ekki i Tre- blinka. Og hvorki þjóöfélagið né upp- eldið eru óbreytanlegar stæröir. Og allt eru þetta stjórnmál. A sunnudögum sem aðra daga. —áh I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.