Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Og nú hafa fyrstu gjafirnar verið lagðar á borð hinna reiðu manna í útvarpinu — hækkuð afnotagjöld og hækkaður auglýsingataxti Daginn eftir Höfuðdaginn Reiðin Já, það var einmitt eftir höfuð- daginnsem Viðsjáin mikla var flutt i útvarpinu. Þessi Viösjá minnti um margt á reiöilestur meistara Jóns, en þar segir meðal annars, ef ég man rétt: Hún, það er reiöin, lætur manninn æða með fótunum, fljúga með höndunum, hún hleypir bólgu i kinnarnar og þenur út nasirnar. Margt fleira sagöi meistari Jón um reiöina, sem ekki þætti prent- hæft i nútíðarmáli. En Viðsjáin minnti á fleira. Hún minnti á frystihúsaeiganda,' sem er að missa undan sér rekstrargrundvöllinn og hrópar á hjálp, þegar hann er að sökkva niður I kolsvart hyldýpið. Og Vlösjáin minnti á enn fleira. Hún minnti á verkalýðsforingja, sem er aö armæöast yfir vonsku atvinnurekenda og fer i fýlu og þykist ekki vilja tala við þá meir. Ógnvaldurinn En hver var þá sá ógnvaldur, sem olli þeim útvarpsmönnum slikum hrellingum? Það var rikið, ekki áfengis- verslunin, það Ríki er skrifað með stórum upphafsstaf, heldur hitt rikið, sjálft rikisbáknið sem er allsstaðar nálægt, niðri i hvers manns koppi, öllum til ills og bölvunar. Þaö er rikið, sem meinar út- varpinu að byggja sitt eigið hús. Það er ríkiö, sem hindrar út- varpið i þvi að endurnýja sin tól og tæki. Það er rikið, sem meinar útvarpinu að endurbyggja sina langbylgjustöð og það er sannar- lega rikinu til sóma, þvi jafnvel ég get skilið, að sú stöð verði úr sér gengin eftir hálfa öld. Svo kórónar rikiö allan ótuktar- skapinn, með þvi aö gera útvarpiö aö gróöalind fyrir sig. Þaö tekur söluskatt af auglýs- ingatekjum útvarpsins og af t ýmsu dóti, sem stofnunin þarf að kaupa til sinna þarfa. En margur hefir þó orðiö fyrir barðinu á söluskattinum sem ber sinn kross með þögn og þolin- mæði. Ýmsir búhnykkir Ef satt skal segja kom þessi reiðilestur þeirra útvarpsmanna yfir mig eins og köld vatnsgusa. Ég hafði gert mér það i hugar- lund, að þetta liðandi ár, það sem af er, hefði reynst útvarpinu hag- stætt fjárhagslega, svona likt og jólafastan á vetri hverjum. Kaupahéðnar af öllu tagi hafa auglýst varning sinn og þjónustu af meiri áfergju en nokkru sinni fyrr. Iþróttafélög og skemmti- kraftar af öllum stærðum hafa tekið meira rúm i auglýsinga- timum útvarpsins en nokkru sinni fyrr. 1 Mér er jafnvel ekki grunlaust um, að þeir sem yfirgefið hafa þenna heim hafi með burtferð sinni stutt betur við bakið á hinu fjárvana útvarpi en oft áður, aö •minnsta kosti hefir það farið i vöxt aö endurtaka slikar auglýs- ingar oftar en tiðkast hefir. Þó er enn ótalið þaö sem oröiö hefir útvarpinu meiri hvalreki en hvað annað. Þar má nefna Listahátið, sem þurfti mikiö aö auglýsa, meðan hún var og hét. Stærsti rekinn á f jörur útvarps- ins var þó forsetakosningarnar, lofsællar minningar. Meöan forsetaefnin óku og flugu upi landið og helltu úr skálum ástar sinnar yfir landslýðinn, helltu staðgenglar þeirra I höfuðstaðnum og aðrir umboösmenn sliku auglýsinga- flóöi yfir þennan sama landslýð gegnum útvarpið, aö slikt hefir ekki áöur þekkst og hefir þó oft áöur verið ötullega að verki staðið. Aö öllu þessu athuguðu, finnst okkur með ólikindum ekki litlum,að útvarpið hafi rekiö upp slikan harmagrát og reiöilestur út af fjárskorti sem áður hefur veriö nefndur. Lokaði oft fyrir Nú má vera að útvarpið hafi variö öllum þessum miklu aug- lýsingatekjum til þess aö gera verulega góða og skemmtilega sumardagskrá, að minnsta kosti að eigin mati og vafalitið ein- hverra annarra. Nú verð ég vesæll maður að gera þá játningu, þótt hún verði mér til háðungar, að ég hefi aldrei, þá hálfu öld sem ég hefi hlustaö á útvarp, neyðst til þess að loka fyrir jafn mikið af dag- skránni og nú i sumar. Þó eru þeir þættir verstir sem að dómi dagskrárstjórnar hafa verið svo góðir aö þörf hefur þótt á að endurtaka þá strax i næstu viku eftir frumflutning. Má sem dæmi nefna „Púkk”, „Fararheill” og svo viötöl viö ýmsa hljómlistarmenn og spilun á plötum, sem þeir hafa valið. Þess ber þó að geta, að ýmsir þættireru þess eölis, að þeir verð- skulda endurtekningu. Má þar nefna þætti Böövars Guðmunds- sonar og erindi Haralds ólafs- sonar frá Norður-Noregi. Þaö væri i raun og veru mikil framför i dagskrárgerð ef þvi yröi viðkomið aö endurtaka meira af gömlu dagskrárefni en núer gert. Ýmis af hinum gömlu leikritum, sem endurtekin hafa veriö, bera oft af hinum sem eru ný af nálinni. Morgunþættir þeir sem fluttir eru á þriðjudögum og föstudögum eru oft mjög áhugaverðir, að minnsta kosti meðal gamal- menna, enda sennilega ætlaðir okkur, hinum öldnu. Við skiljum ekki stofnanamál- ið, eða bitlatungutakið. Svona er kynslóðabilið orðið breitt. Viö hrökkvum viö, eins og við værum stungin meö tituprjóni, I hvert skipti sem við heyrum þessar æðislegu kveðjur og hið enda- lausa bæ, bæ, i bréfum unga fólksins. í nánd við Ameriku Mér finnst, að á þessu sumri hafi útvarpið færst með meiri hraöa að Ameriku, eða þá Amerika hafi færst nær þvi. Margir þættir þess bera að ein- hverju leyti vestrænt yfirbragð eöa eru aö miklu leyti vestrænir að eðli og uppruna. Ofan á allt þetta bætist sjálfur Páll Heiðar, með röð af þáttum frá Bandarikjunum og er ekki séð fyrir endann á þeim. Ég hefi reynt eftir bestu getu að hlusta á þessa þætti, þvi Páll Heiðar hefir margt gott gert. En engan þessara þátta hefi ég getaö hlustað á til enda. Svo leiðinlegir fundust mér þeir. Og hvað varðar okkur svo sem um þessi Bandariki og þeirra kóka kóla. Hefði ég vel unnt Páli þess, að fá eitthvert annaö verkefni og girnilegra til fróöleiks en þessi blessuð Bandariki. Svo mikið hefurmaðurþaðanheyrt að vart er fleiri pinklum bætandi á þá gömlu Skjónu að sinni. Likn með þraut Leggur drottinn likn með þraut. Undir lok hins margnefnda Viðsjárþáttar, birtist sjálfur menntamálaráðherrann, eins og frelsandi engill,og lofaði öllum reiðu mönnunum ef ekki öllu fögru, þá aö minnsta kosti mörgu fögru. Og nú hafa fyrstu gjafirnar verið lagðar á borö hinna reiöu manna, hækkuð afnotagjöld og nýr og hækkaður auglýsingataxti. Svo biöum við átekta og lifum i þeirri von, að Eyjólfur hressist. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum. Ritstjórnargrein kynntu það endurmat að eigin- lega heföi staða félagsins aldrei verið betri. Eina sem hrjáði Flugleiðir væri timabundið aurahallæri. Enda væru þeir nú búnir að varpa Atlantshafsleið- inni af herðum sér. Hvorki ríkisstjórn né skipuðum eftirlitsmönnum hennar vargefinn nokkur kostur á að kynna sér niðurstöður endurmats Flugleiða áöur en forstjórar félagsins negldu þær niður á fréttamannafundi. Flug- leiðir gerðu niðurstöðurnar opinberar og með þvi voru þær að sjálfsögðu orönar opinbert umf jöllunarefni. Eftirlitsmenn rikisins hafa siðan skilaö sam- eiginlcgri álitsgerð um skýrslu Flugleiða og felast i henni um 50 spurninga- og gagnrýnisatriöi. Vafalitið finnst ritstjóra Al- þýðublaðsins ekki viö hæfi aö fjalla u m þau fyrr en töskuberar i ráðuneytinu hafa sctt opin- beran stimpil á þau, og lagt hon- um orð i munn. Siödegisblöðin hafa af- þakkað tilboð Jóns Baldvins Hannibalssonar og Styrmis Gunnarssonar um ritskoðun, og meira að segja hefur Visir leyft sér að benda ritstjórum Morgunblaösins á að hann þurfi ekkiaðbiðja þá um leyfi til þess aö hafa eitthvað eftir mönnum um flugmálin. Otvarpsmenn hafa einnig afþakkaö forræðis- hugmyndir Alþýöublaðs- og Morgunblaðsritstjóranna, enda eru þær ekki i samræmi við nú- tiðarhugmyndir um frjálsa blaðamennsku. Flugmálin á Islandi i dag snúast ekkium vinnubrögð, eins og ritstjóri Alþýöublaðsins hefursvogáfulega ályktað. Þau snúastum öryggi isamgöngum, atvinnu hundruða manna, tekjur rikisins af flugi og ferða- mennsku og hlut rikisins i flug- rekstri. Umræðan hlýtur og að snúast um það hvernig staðiö Framhald á bls. 27 Einar Karl Haraldsson skrifar Viðbrögð Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Timans við gagnrýnum umræðum um við- horf i flugmálum og skýrslugerð stjórnar Flugleiða til rikis- stjórnarinnar eru afar fróðleg. öll þessiblöö hrópa með einum eða öðrum hætti á þögn um málið. Sérstaklega er broslegt að sjá Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóra Alþýðublaðsins, bregðaséri föt kerfiskarlsins og tala með vandlætingu um nauð- syn kórréttra skrifræðisvinnu- bragða, misnotkun á opinberum trúnaði og ófrægingarherferð á hendur Flugleiöum. Svo mjög kemur það við hjartaö á ný- kratanum aö hafðar skuli uppi aörar skoöanir en Flugleiöafor- stjórum likar, aö hann gleymir kratakröfunni um opnara kerfi, og vill nú hafa allt i stil leyndar- ráða gamla rentukammersins. Þaö sem fer i taugarnar á þeim sem nú tala hæst um „pólitiska aöför Alþýðubanda- lagsins að Flugleiöum” er sú staöreynd aö flokkurinn hefur stefnu I samgöngumálum, þar sem aðrir flokkar hafa viljaö láta reka á reiðanum. Alþýðu-- bandalagiðhefur krafist þess að gerðursé aðskilnaöur milli lifs- nauðsynlegra samgangna innanlands og við önnur lönd annarsvegar og hinsvegar áhættureksturs á sviði sam- gangna. Ævintýramennska í al- þjóðlegri samkeppni má ekki verða til þess aö stofna sam- göngukerfi tslendinga i hættu. Fyrir tveimur árum vakti Alþýöubandalagið fyrst allra athygli á því aö flugsamgöngur landsins og atvinnuöryggi f jölda fólks væri I gifurlegri hættu vegna fyrirsjáanlegs tap- daginn hefur komið að öll helstu atriöin i' gagnrýni talsmanna Alþýðubandalagsins reyndust eiga viö rök að styðjast. Enginn efast um það nú að öðruvisi hefði mátt standa að flugrekstrinum en gert hefur um að knésetja Flugleiðir. Það sem helst hefur fariö fyrir brjóstið á „blaðafulltrú- um” stjórnar Flugleiða á Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu er sú meinta ósvinna að gerðar skyldu athugasemdir við reksturs á Atlantshafsleiðinni. 1 kjölfariö fylgdi markviss gagn- rýni á ýmsar ákvarðanir stjórnar Flugleiöa i sambandi við rekstur, fjárfestingar og aðra stefnu félagsins. A þessa gagnrýni var ekki hlustað, en á veriö, og aö mátt heföi stemma stigu viö stóráfalli, ef tekist hefði verið á við vandann fyrr. Ekki veldur sá er varar, en samt sem áður er þvi nú haldiö fram aö þaö sé Alþýðubanda- laginu sem sé sérstaklega annt skýrslu um eiginfjár- og rekstra rstöðu Flugleiða. Eftir að stjórnarmenn Flugleiða höfðu um langt skeið málað skrattann á vegginn og barmað sér yfir stööu félagsins boðuðu þeir til blaðamannafundar og Móðursýki gegn opinni umræðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.