Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Stefán Unnsteinsson: Stattu þig drengur. Þættir af Sævari Ciesielski. Iðunn 1980. 1 upphafi þessarar bókar um Sævar Ciesielski, sem dæmdur hefur veriö til aö sitja í fangelsi til ársins 1992, gerir höfundurinn nokkra grein fyrir ætlunum sin- um, fyrir þvi hvaö þessi bók geti oröið og hvaö ekki. Stefán Unn- steinsson segir á þá leiö aö hann sé ekki aö skrifa varnarskjal fyrir dæmdan afbrotamann, ekki reyf- ara, ekki fara meö stóra sannleik um persónu bókarinnar.-Bókin er „öllu heldur myndasafn, mynd hans sjálfs og annarra aö viöbættum hugleiöingum mfnum um feril hans frá bernsku og til þessa dags, hvernig samfélagið og hann sjálfur stefna i raun aö þvi aö gera hann að afbrota- manni, og hvernig samfélagiö bregst svo viö honum þegar hann er orðinn það”. Stefán lofar ekki upp I ermina á sér, hann stendur i stórum dráttum viö þessi fyrir- heit. Það er helst að athuga viö lýsingu hans á bókinni, aö þaö má vel kalla hana „varnarskjal”, blátt áfram vegna þess hve drjúg áhersla er á þaö sem Sævar Ciesielski kynni til málsbóta aö veröa og hve mikill þungi er lagöur á haröræöi sem hann sætir I varðhaldi. Ég þekki engan... Lesandi sem kemur, eins og Stefán bókarhöfundur Unnsteins- son sjálfur úr „vernduðu” umhverfi og veit þar fyrir utan sama og ekkert um afbrotasál- fræöi og þviumlik viöfangsefni, spyr sjálfan sig fyrst af öllu: getur hann af slikri bók I raun og veru skiliö Sævar Ciesielski og feril hans? Þegar lesinn haföi veriö fyrsti hluti bókarinnar, sem er sjálfsmynd Sævars, er svariö fremur neikvætt. Lesandinn skil- ur af frásögn um bernskusem var um margt erfið, en ekki skelfileg, af vitahring samskipta drengs sem ,,ekki passar i kramiö” viö skóla og stofnanir, vissar forsendur fyrir afbrotaferli. En um leiö er eins og honum sé alltaf haldið i' verulegri fjarlægð frá sögumanni. Kannski komumst viö næst Sævari þegar hann gengur um langa ganga skólans sem hann á ekki heima i og „hugsar til þess, hvaö þaö væri gott aö kúra i hlýrri úlpunni undir einhverjum stiga og borða góöa köku og horfa á dropana dynja á húsunum og rokiö hvina”. (bls. 21) Eöa þegar hann segir nokkru siðar „Og auövitaö var ég alltaf einn, enda liöur mér vel einum innan um fólk. í stórborgum er best aö vera einn.... Svo svifur maöur um, einn i miljónaflækju, ég þekki engan og enginn þekkir mig, allt er á hreinu” (bls. 22) Ná ekki saman Þessi setning sem nú var nefnd veröur nokkuö áleitin þegar maöur les sparsama og ágrips- kennda frásögn Sævars af ýmsum atvikum sem veröa mjög afdrifa- rikir áfangar á afbrotaferli. Þá er eins og sögumaöur sleppi úr greipum lesandans, lesandinn er oröinn einsog löggan sem ekki á aö vita of mikiö. Sjálfur er Sævar andspænis þessum atburöum eins og utanaökomandi maöur, áhorf- andi, eins og efast mætti um tengsli hans viö þaö sem gerist. Sævar segir frá þvi aö um tima er hannhrifinn af viöhorfum og lífs- háttum hippanna: þeir eru á „móti kerfinu” eins og hann og vilja ,,ná saman”. En þaö er eins og Sævar og aörir menn nái aldrei saman, svo sama oröalag sé not- aö. Má vera aö hér sé lesandinn hér um bil biiinn að finna veigamik- inn lykil aö persónuleika en þaö er ekki aö vita hvaö hann dugir, kannski er hann ekki nothæfur nema fleiri komi til. Svo er annaö. Sævar lýsir fangelsisvist á þann hátt, aö „hiö tilfinningalega þurrkastút” (bls. 59) Meö öörum oröum: þaö getur veriö aö lifs- tiöarfangi geti ekki boriö sjálfum sér vitni, allra sist eftir firnaálag rannsóknar og réttarhalda. Stefán Unnsteinsson kvartar einnig yfir þvi aö þaö hafi einatt veriöerfitt ,,aö ná samhengi i þaö sem hann var aö segja” (bls. 11) Hippinn og krimminn 1 miðri bók segir geölæknir og fjórir samferöamenn frá kynnum sinum af Sævari. Þaö eru einkum frásagnir „ónefnds félaga” og „ónefnds hippa” sem veröa eftir- minnileg viöbót viö bókina. Þó ekki væri nema til aö minna lesandann hastarlega á, aö þaö gerist margt rétt fyrir framan nefiö á honum sem hann hefur ekki hugmynd um (og kærir sig kannski ekki um að vita, hver veit). Þessar frásagnir eru heil- legri i stil en frásögn Sævars: „smákrimminn” og hippinn halda sinu málfari, en þaö geta veriö áhöld um þaö I Sjálfsmynd Sævars hvort hann hefur oröið, eöa hvort bókleg heit skjóta sér inn i samþjappaöa endursögn. Túlkun Stefáns Isiöasta hluta bókarinnar kem- ur höfundur sjálfur til skjalanna og leggur Ut af sögu Sævars. Sú túlkun er i anda málsvarnar i þeim skilningi, aö hún leitast viö aöeyöa fordómum i garö afbrota- manns, sleggjudómum, hún skýr- ir feril Sævars i anda allvel þekktra hugmynda um mótunar- áhrif umhverfis: hlutur sem ligg- ur I saltvatni tekur i sig salt” sagöi organistinn i Atómstööinni. Þetta er sýnt án þess þó aö einstaklingurinn sjálfur veröi aö einskonar núlli i samspili sinu viö þjóðfélagiö. Þetta er skynsamlega og heiöarlega gert hjá Stefáni. Hann stendur frammi fyrir þeim vanda, aö þegar minnt skal á samfélagsástand, sem virkar á mótun uppvaxandi þegna, þá er erfittaövita hvarskal láta staöar numiö. Hve langt á aö ganga i aö lýsa byltingu i islenskum lifn- aðarháttum og gildismati, þegar reynt er aö skilja einn mann? Þvi veröur ekki svarað meö fullnægjandi hætti. Nema hvaö Stefán Unnsteinsson sýnir ágæta viöleitni til aö losa um oröfæri sinna félagsfræöa, lýsingar hans á ástandi og viöbrögöum i sam- félaginu eru yfirleitt læsilegur og lifandi texti. Stefán gerir og skemmtilega hrið aö gáfnapróf- um og þeim mannskilningi sem notkun þeirra lýsir, einnig fjöl- miðlarembu ýmiskonar. Lögreglan og glæpurinn Stefán Unnsteinsson notar drjúgan hluta af þeim kafla til aö fjalla um meöferö lögreglunnar á Sævari og öörum sakborningum i Guömundar- og Geirfinnsmálum. Þar eru mjög stórar ásakanir á ferö, miklu stærri en svo, aö yfir- völd réttarfarsins geti hummaö þær fram af sér. Manni sýnist, aö þó ekki væri annaö en þaö, aö fanga er haldiö I langvarandi einangrun án lesefnis og pappfrs og viö ljós sem afnemur mun á degi og nóttu, þá sé þaö miklu meira en nóg til aö vekja upp sterk mótmæli. Þaö er annars einkennilegt hve aöferöum lög- reglu viö aö „brjóta menn niður” svipar saman, hvort sem riki eru kennd viö lögreglu eöa lýöræöi. Hitt er svo annaö mál, aö meö nokkrum hætti dettur svo botninn úr bókinni: þaö er eyöa fyrir morömálunum. Sævar neitar aö ræöa þau, hann kveöst saklaus og basta. Stefán Unnsteinsson á i nokkrum vandræöum : hann segir i formála, aö „ýmislegt bendir til þess að hann sé sekur” (9) en undir lokin er hann oröinn svo óánægöur meö málsmeöferöina að hann spyr „játuöu þau eitthvaö á sig sem þau ekki geröu?” (144).Stefánhaföiáöurá trúveröugan hátt gert grein fyrir þvi, hvernig „aölögunarerfiðleik- ar” svonefndir leiöa til þess aö viöurkennt siöferöi er brotiö — og i framhaldi af þvi hefur afbrota- unglingur hafnaö i „siðferöis- leysi”, og getur þá margt gerst. En vegna þess aö þaö er drjúgt stökk frá veskjaþjófnuöum, hass- sölu, fjársvikum og yfir I manndráp, þá er lesandinn i leit sinni aö skilningi á þvi sem gerist i lifi eins samferöamanna skilinn eftir I helst til þéltri þoku, þegar sekt eöa sakleysi af þeim glæpum sem maöurinn er dæmdur fyrir koma ekki til umræöu. AB Árni Bergmann skrifar bókmenntir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.