Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 21
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 21 Á þessu ári eru liöin 90 ár frá fæðingu Ho Chi Minh, fyrsta for- seta Alþýðulýðveldisins Víetnam (The Socialist Republic of Vfet Nam). Ennfremur voru nú, 2. sept. 1980, 35 ár frá stofnun lýð- veldisins. Beggja þessara at- burða er að sjálfsögðu minnst á margvislegan hátt i Vietnam. Vináttufélag islands og Vietnams var stofnað á siðastliðnu vori og þykir félagsstjórn þvi vel við hæfi að minnast þessa einnig með þvi að rifja lítillega upp þessa atburði hér. Vietnamar telja sögu sina sem þjóðar um það bil 3000 ár aftur i timann. Þeir hafa þvi margs að minnast úr sögu sinni og sögnum sem hvetur þá til dáða sem þjóð. Þegar á blómatimum Rómverja og Grikkja i Evrópu höfðu þeir skapað sina eigin menningu. En sjaldan hafa þeir setið i friði að sinu frjósama og sólvermda landi. Fyrst var það hinn voldugi nágranni i norðri, keisaraveldið Kina, sem girntist ávöxtinn af landi þeirra og arðinn af striti fólksins. Þrem öldum fyrir tima- tal okkar, á veldisdögum keisara þess er byggja lét hinn mikla Klnamúr, komst Vietnam undir kinversk yfirráö. Margar upp- reisnir voru geröar — og bældar niður. Það var ekki fyrren árið 39 eKr. aö uppreisn var leidd fram til sigurs. Foringjarnir voru tvær konur af höfðingjaættum, Trung Trac og Trung Nhi. Þær voru systur. Kinverskur hershöfðingi hafði látiö hálshöggva mann annarrar þeirra, en hún var ekki á þvi, fremur en Ólöf okkar rika, að leggjast i eitthvert grátkonu- ástand þess vegna. Heldur safn- aði hún liöi meðal bændanna og kinverjar voruhraktir brott. Ekki naut þó þessa sigurs lengi. Lið- lega tveim árum seinna lögðu kinverskar hersveitir landið und- ir sig aö nýju, — og Trung-systur drekktu sér fremur en að verða fangar Kinverjanna. Þannig skiptust á sigrar og ósigrar i sjálfstæðisbaráttu Viet- nama. En jafnvel þótt ekki væri erlendri áþján fyrir að fara var llfið hvorki frjálst né friðsamt fyrir alþýðu manna i landinu. Likt og I Evrópu var lénsskipulag rfkjandi i landinu og landeigend- ur börðust um völdin og skatt- pindu leiguliðabændurna sem oft gerðu uppreisnir. Embættis- mannakerfi og skólar voru aö kinverskri fyrirmynd og kin- verska var hið opinbera ritmál. Þó var einnig búiö til vietnamskt ritmál eftir hinu flókna, kin- verska kerfi. En núverandi latn- Ho Chi Minh eska ritmálið var gert af portú- göiskumog frönskum trúboðum á 15. og 16. öld. í lok 17. aldar hófst bændaupp- reisn undir forystu bræðra, Fay-Son að nafni. Þessi uppreisn leiddi til þess að veldi lénsherr- anna varaflétt. Upphófst þá skeið mikilla framfara varöandi lifs- kjör og menntun almennings. Bókmenntir og visindi blómstr- uöu. En þessi dýrö stóð ekki lengi. Landeigendur náðu völdum á ný I byrjun 18. aldar og Frakkar voru þá einnig komnir i spilið. Þeir gerðu landiö aö nýlendu sinni, keyptu frið viö landeigendur en .stjórnuðu að sjálfsögðu efnahags- kerfinu sjálfir. Nú átti almenn- ingur við tvöfalda kúgun að búa. Hugvitssemi i skattaálögum á þessum tima virðist með fádæm- um. Fyrir utan skatta á húsdýr, tré, amboö og ilát skyldi hver bóndi greiða skatt af öllu heimil- isfólki sinu og tvöfalt fyrir hús- freyjuna ef hún var með barni. Lán gátu bændurnir aðeins fengið hjálandleigusölum sinum. Vextir voru 10% á mánuði, þannig að skuldir uxu hratt. Afleiöingin gát m.a. orðið sú, að bændur seldu börn sin upp i skuldir. Engir skólar voru fyrir hina fátæku, en yfirstéttarbörn fengu menntun aö vestrænum hætti. Hafa þau börn varla verið stór hluti af þjóöinni, þvi 1940 voru ekki nema 14 menntaskólar og einn háksóli i landinu. En jafnvel þeir sem nutu þeirra forréttinda að hljóta menntun voru ekki metnir til jafns við hvita menn, þegar þeir sóttu um stööur. Hefur þessi flokkun eftir hörundslit og öðrum kynþátta- einkennum eflaust aukið á sam- töðu og samkennd manna þótt þeir byggju við misjöfn lifskjör aó öðru leyti. Þrátt fyrir andspyrnu og uppreisnartilraunir var Viet- nam nýlenda Frakka til ársins 1940 þegar Japanir hernámu landiö. Tók þá kannski fyrst steininn úr hvað kúgun ibúanna snerti. Japanir neyddu bændur til að rækta fyrir herinn i staö þess að sjá landsmönnum fyrir fæðu. Af þeim og fleiri orsökum sultu um tvær milj. manna i hel. Þannig var ástandið i landinu þegar Ho Chi Minh sneri heim eft- ir 30 ára útlegö, þá fimmtugur að aldri, til þess að veita þjóðinni forystu i baráttunni gegn hinni erlenduáþján. Hann hafði fariö utan aöeins 19 ára að aldri og dvaliðsiðan i Frakklandi og raun- ar fjölmörgum þjóðlöndum öðr- um. Hann vann fyrir sér jafn- framt þvi sem hann fræddist og menntaðisig, markvisst með það fyriraugumað geta seinna orðið þjóð sinni að sem mestu liði. Hann kynnti sér mismunandi byltingarkenningar, en sigur októberbyltingarinnar 1917 varð til þess að hann sneri sér aö marx-leninisma og komst að þeirri niðurstööu, að þar væri að finna lykil aö hinni þjóöfélagslegu freslun sem hann leitaöi að. Hann stofnaði Samband vietnamskra föðurlandsvina, til þess aö sam- eina þá Vietnama sem höfðu að- setur i Frakklandi. Hann var mjög virkur bæði i franska sósial- istaflokknum og verkalýðshreyf- ingunni. Hann fann þó alltaf fyrir skilningsleysi hinna evrópsku félaga á stööu og kjörum nýlendufólks. Hann tók þátt i stofnun Sambands nýlenduþjóða 1921 og skrifaöi þekkta grein: The Paria in France, sem fjallar um málefni nýlendufólksins. Þótt Ho Chi Minh dveldi erlend- is, mun hann hafa haft samvinnu við félaga i Vietnam, lagt á ráð og skipulagt sósiaHska starfsemi heima fyrir. Eftir heimkomuna mótaði hann stefnu til þess að hrekja Japani úr landinu. 1 desember 1944 hafði hann frum- kvæði að stofnun þjóðfrelsisíélags sem var fyrsti visir að þjóðfrelsisfylkingunni eins og hun er núna. I ágúst 1945 gekkst mið- stjórn félagsins fyrir þjóðar- ráðstefnu i Tan Trao og ráðstefn- an kaus Ho Chi Minh forseta bráðabirgöastjórnar Alþýöulýð- veldisins Vietnam. 2. september 1945 lýsti Ho Chi M. i nafni stjórnarinnar yfir stofnun lýð- veldisins, sem þá náði til alls landsins. Stóö þjóðin heil að baki stjórnarinnar sem þegar i stað hóf baráttu gegn þrem skæðustu óvinum hennar: erlendri ásælni, hungursneyð og fákunnáttu. Olæsi var nú mjög algengt, náöi til um 90% fólksins. Herferð var hafin undir kjöroröinu: kunnir þú einu orði meira en granni þinn, þá kenndu honum það. Akveðið var að öll kennsla skyldi fara fram á vietnömsku i staö frönsku sem áður hafði verið notuö. Það voru þvi engin smáverkefni framund- an i menningarmálum, nýyrða- smið og útgáfu kennslubóka. Frakkar náðu enn yfirráðum i suðurhluta landsins og leppstjórn var komiö á i Saigon. En i al- mennum kosningum 1946 fékk hún mjög litiö fylgi og Frakkar gengu inn á að viðurkenna Viet- nam sem ,,frjálst riki með eigin stjórn, þing og her, hluta af franskri rikisheild”. Frakkar reyndu nú að útvikka yfirráða- svæði sitt frá suðri til norðurs og þrengja þannig meir og meir aö lýðveldinu. Ho Chi Minh gaf þá út áskorun til þjóðarinnar um við- nám gegn Frökkum og lauk þvi með sigri yfir nýlenduherjunum við Dien Bien Phu 1954. 1 júni sama ár var Genfarsam- komulagið undirritað. Norður- vietnam hélt sjálfstæði sinu en Bandarikin geröu suðurhlutann ,að hálfnýlendu. Ho Chi Minh lést 3. september 1969. Hann lifði þvi ekki aö sjá land sitt sameinað að nýju. Eins og þetta ófullkomna ágrip ber með sér varöi hann öllu lifi sinu markvisst i baráttu fyrir frelsun lands sins og þjóðar. — Sem fyrr er við marga örðugleika að etja i þessu lang-strlöshrjáöa landi. Enn þarf aðbyggja margt upp frá grunni. Enn andar köldu frá Kina (bræðralagshugsjón sósialismans viröist eiga erfitt uppdráttar) og viðar sitja óvinir á fleti fyrir. En þolgæði og þrautseigja þjóðar- innar ásamt minningum um sina bestu foringja og fyrri sigra mun vafalaust verða drjúgt veganesti i þeirri baráttu sem framundan er. Lilja Krisjánsdóttir varaformaður Vináttufélags Islands og Vietnams Heimildir: Bréf frá Vietnams Ambassade, Oslo Vietnam Bulletin, 73, Stockholm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.