Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 21

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 21
Helgin 4.-5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Jón Viöar Sigurðsson ræðir við Bubba Morthens um nýja plötu og poppið á íslandi Poppstjarnan % í kvöld hann á að fara á stóra sviðið Hann ferðast bara á fyrsta klassa. Á bak við sviðið bíður lítil stúlka, með falsaðan passa. Hér kemur hann klæddur í silki, tjásuklipptur með kókaín í hylki. Firrtur raunveruleikanum, týndur, stjörnukomplex, píndur. Þeir búa til sextákn, poppstjörnur sem klæðast glimmer á sviði og vaða reyk. Hann vill ekkert skilja, hann vill ekkert sjá. Hann er í stjörnuleik. Að morgni eftir nautnanótt hann vaknar, í lofti hanga hrímgrá tóbaksský. örvandi lyf jum í sig hakkar til að komast buxurnar í. Náhvitur með bláa bauga. Spegillinn er hans stóra synd. Sannleikanum gefur illt auga því poppstjarnan er blind. Utangarðsmenn standa nú á krossgötum tónlist- arferils síns. Nýja litla platan sem kom út nú í vikunni sýnir að um mikla stefnubreytingu er að ræða frá fsbjarnar- blúsinum. f tilefni af út- komu þessara litlu plötu og væntanlegri upptöku á nýrri plötu, brá blaða- maður Sunnudagsblaðs- ins undir sig betri fætin- um og náði tali af Bubba AAorthens. Einlægir reggae-aðdáendur Blm.Hvað olli þvi að þið fóruð að spila ,,reggae”-músik? B.M. Utangarðsmenn hafa lengi verið einlægir „reggae”- aðdáendur. Okkur þótt þvi sjálf- ságt að reyna. Að minu mati er það sama að gerast i reaggae- músikinni i dag og þegar Bitl- arnir og Rolling Stones komu fram. Ahrif ,,reggae”-músikur- innar eru alveg ótviræð á nær allra hestu nýbylgju- og pönk- hljómsveitirnar. Góð dæmi eru Public Images Limites og Plice, hjá þeim er sterkur „reggae”- taktur. Það sama má segja um Clash og fleiri nýbylgjuhljóm- sveitir. Þær spila allar „reggae”. Rolling Stones hafa spilað „reggae”, við spilum „reggae”, „reggae-ið” verður rikjandi. En að sjálfsögðu verður rokkið alltaf nærri, það er sigilt. Rækju-reggae er grín Blm. Hvað er „Rækju- Reggae”? B.M. Það er töluverður mórall i islenskri dægurmúsik gagnvart okkur. Þaö má aldrei segja neitt, allir eru hræddir um sitt bak og sitt nafn, „Rækju- Reggae” er grin hjá mér. Ekki alls fyrir löngu kom til mln „vel metinn” tónlistarmaður og sagði að þaö sem hann spilaði væri „rækju-rokk” en það sem við spiluðum væri „gúanó- rokk”. Með þessu var hann að gefa i skyn að sú músik sem Utangarðsmenn fremdu væri bölvaður úrgangur. Mér fannst þetta frábær vit- leysa i manninum og ákvaö að nefna lagið „Rækju-Reggae” honum til heiðurs en ekki Ha- Ha-Ha-Ha eins og lagiö átti að heita upphaflega. Árið 1974 lagðist íslensk dægurtónlist lœgst Blm.Hver er meiningin á bak við linurnar „Ég er löggiltur öryrki, hlusta á Brimkló og H.L.H.”? B.M. Þegar ég var 10, 11, 12 ára þá voru minir uppáhalds tónlistarmenn á Islandi, Bjöggi, Addi, Rúni Júl. og Gunni Þórð- ar. Þá hafði ég engan skilning á textum. Skipti þar engu hvort veriö var að segja eitthvað eða ekki. Þegar ég óx upp sá ég i gegn- um þaö sem þeir voru að gera þá. Ég tala um timabilið 1974, en það ár tel ég að islensk dæg- urtónlist leggist hvað lægst og er þó úr miklum árafjölda að moöa. Þetta er áriö sem Digga- ligga-læ-ló og Seinasta sjóferðin komu út. En þó eru tvær undan- tekningar, Megas og Stuðmenn. Ég var þá á vertiö I Vest- mannaeyjum og fór að velta þessu fyrir mér. Ef hægt væri að taka erlent lag og syngja digga- ligga-læ-digga-ligga-ló-allt er I stuöi-hæ-hó, eða eitthvað i lik- ingu við þetta, setja það á plötu sem fer á markað og selst, þá er öll þessi skrif þar sem reynt er að gera kyntákn úrmérerueitur i minum beinum. Ljósm.: eik. um. Ég vona að meö þvi sé hægt að opna augu yngri krakkanna. Sem dæmi um einfaldan texta sem segir það sem ég hugsa, þá er hér gott dæmi: „Hún er ekki rauðsokka og dansar sýrutangó.” Hún var alin upp tii þess að giftast liggja á bakinu og fjölga sér, hún var aiin upp sem Aristókrat dama upp á punt til að þóknast þér. Við gefum skft í það Blm. Nú hljótið þið að gera ykkur grein fyrir þvi að það er ætlast til mikils af ykkur? B.M.Við gefum skit i það. Við förum ekki eftir þvi sem fólk segir eða gagnrýnendur ællast. E:- Bubbi þetta séni sem af er látið, en það mun koma i ljós á Ég frétti að Halli og Laddi hafi búið til þátt um mig: Subbi Skorsteins. Ég er harðánægður. eitthvað að. Það verður alltaf hópur i þjóðfélaginu sem mun kaupa svona plötur. Spurningin er, hversu stór verður hann? Það er kjarni málsins. Almenningur verður að átta sig á þvi að þessir menn eru meö mikil völd i höndunum meðan þeir eru I sviðsljósinu. Sá hópur sem heldur uppi plötumarkaðnum i dag eru krakkarnir. Að bjóða krökkun- um upp á svona drasl væri að minu mati nákvæmlega það sama að ganga að einhverjum krakka og miga á hausinn á honum. Alæta á íslenska nútíma-ljóðlist Blm.Lestu mikið af ljóðabók- um? B.M. Já, segja má að ég sé hálfgerð alæta á islenska nú- tima ljóðlist. Það kom mér mik- ið á óvart hversu góðar ljóða- bækur Einars Más eru. Ahrif þessara bóka eru fyllilega sam- bærilegar við þau áhrif sem fyrsta ljóðabók Þórarins Eld- járns hafði á mig. Til dæmis finnst mér kvæðið „Sósialismi i einu herbergi” eitt besta ljóð sem ég hef lengi lesið og er ég innilega sammála höfundi. Blm. Hverjir eru þinir eftir- lætis-tónlistarmenn og textahöf- undar? B.M. Minir eftirlætis- ,,reggae”-listamenn eru Gregory Isacs og Linton Kwasi Johnson. 1 rokkinu held ég mest upp á Clash og Sham 69. Af textahöfundum finnst mér Bob Dylan, Ray Davis, Leonard Cohen og Mike Pollock bestir. Ég er sannfærður um það að textar Mikes eigi eftir að verða okkur mikil lyftistöng erlendis. Blm.A Mike mikiö efni á nýju plötunni? B.M.Á þeirri plötu sem verð- ur gefin út i Hollandi (af C.B.S.) á Mike alla textana. Þessir text- ar eru frumsamdir, með smá undantekningum þó. Blm. Eruö þið á leiö út fyrir landsteinana? B.M.Þegar nýja stóra platan kemur út i Hollandi er ætlunin aö fylgja henni eftir meö tón- leikum. C.B.S. mun sjá um alla fyrirgreiðslu fyrir okkur ytra. Siðan er ætlunin að halda eitt- hvað áfram og jafnvel ferðast um Norðurlönd. Uppgjör við fortíðina Blm. Hvenær er þessi ferð á döfinni? B.M. Þessi ferð verður farin eftir áramót, ef allt gengur vel og allar áætlanir standast. Blm.Verður nýja platan frá- brugðin tsbjarnarblúsinum? B.M. Alveg eins og svart og hvitt. A tsbjarnarblúsinum er ég að losa mig við farand- söngvara-tilfinninguna og þá hugmynd að ég ætti að hlaupa i skarð Megasar. A þeirri plötu er ég einnig að losa mig undan áhrifum frá blues og raggtime músik. Segja má aö tsbjarnar- blúsinn sé uppgjör mitt við for- tiðina. A nýju plöunni verður geysi- lega hratt og kröftugt rokk. Auk þess verða fjögur ,,reggae”-lög. „Kinverskt reggae”, „Nuclear reggae”, „Blóðið er rautt” og „Barnið sefur”. öll lögin verða með islenskum texta nema tvö lögsem Mike syngur. Þau verða á ensku, enda er enskan hans móðurmál og ef til vill syng ég eitt lag á ensku. Textar Megasar of langir Blm. Nú voru textar á ts- bjarnarblús mjög góðir, má búast við aö textar nýju plöt- unnar verði eitthvað i likingu við þá? B.M. Ég hef einfaldað text- ana, þvi þegar komið er út i þessa músik, nýbylgjurokk, þá gengur ekki að hafa textana of margbrotna. Ég tel meistara Megas hafa flaskað á þvi i sinu rokki, að textar hans voru of langir. Of djúpir og yfir höfuð of góðir til aö hægt væri að nota þá með músikinni. Þeir voru nefnilega mun betri en músikin og stóðu einir sér. Músikin var aukaat- riði. Textar og lög eiga aö falla saman en ekki vera tveir að- skildir hlutir. Ég reyni að einfalda textana, segja meira i sem fæstum orð- Svona i lok þessa samtals er ætlunin aö gefa landsmönnum örlitið sýnishorn af næstu plötu Utangarðsmanna: næstu plötu. Svona hugsa hlægi- lega margir. Okkur er nákvæm- lega sama hvað fólk heldur og ætlast til. Þessi þörf blaðamanna fyrir kyntákn og poppstjörnur er mér hulin ráðgáta. öll þessi skrif kringum mig þar sem reynt er að gera kyntákn úr mér er eitur i minum beinum. A móti peningamúsík Blm. Hvaöa augum lituröu á islenskan tónlistariðnað i dag? B.M. Ég hef gagnrýnt menn fyriraðspila peningamúsik. Við höfum verið óvægnir við að gagnrýna islenska tónlistar- menn. Við viljum hrista upp i islensku tónlistarlifi, láta menn vita af þvi að það er ekki enda- laust hægt að gefa út plötu fyrir óskalagaþættina. Viö viljum koma við kaunin á islenskum tónlistarmönnum og islenskum tónlistarsmekk, hrista upp i þeim fá þá til að hugsa sjálf- stætt og veita þvi athygli sem er að gerast i kringum okkur. Okk- ar draumur er að brjóta niður islenska músikhefð eins og hún er i dag. Blm. Hafiö þið orðið varir við einhvern árangur? B.M. Ég frétti að Halli og Laddi hafi búiö til þátt um mig, Subbi Skorsteins. Ég er harð- ánægður, þvi að minu mati sýnir þetta að þeir taka þetta til sin og að við höfum ekki skotið yfir markið. Blm. Hvenær kemur nýja platan út? B.H.Alveg nógu snemma.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.