Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 2
2 6iÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. mai 1981 skammtur Af „Beöið eftir strætó” 55 Það sem gert verður að umræðuefni hér að þessu sinni eru hin kröppu kjör, sem hinn al- menni borgari — samborgari voi— verður að búa við, þegar hann er að reyna að komast leiðar sinnar með almenningsvögnum borgar- innar. Til að koma þó í veg fyrir allan misskilning, vil ég taka skýrt fram, að eftir að menn eru komnir uppí strætó með réttu númeri eru þeir sæmilega hólpnir, ef þeir vita hvar þeir eiga að stíga úr vagninum. Hér á ég að sjálfsögðu við, á hvaða stoppistöð. Nei, það sem hér verður tekið fyrir eru þau skilyrði sem fólki eru búin meðan beðið er eft- ir strætá þar ti I hann kemur, ef hann þá kem- ur. Geysilega umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar af hæf ustu mönnum til að hanna svokölluð,,biðskýli", og er mér tjáð að margir álíti fátt göfugri, háleitari, né arðvænlegri köllun í líf inu en að hanna, smíða og festa nið- ur við vegabrúnir vellukkuð biðskýli til al- menningsheilia. Við sem erum komnir svolítið til ára okkap höfum borið gæfu til að sjá ótrúlegustu teg- undir af þessum strætóstoppistöðvum og yrði upptalning á þeim f jölbreytilega arkítektúr til að æra óstöðugan. Fyrir áratugi, eða svo, virðist hinsvegar hafa litiðdagsins Ijós ótrúlega snjöll hugmynd að húsaskjóli fyrir fólk, sem er að bíða eftir strætó. Allir vitahvernig venjulegt biðskýli lítur út. Svona eins og niðurfallsrör af stærstu gerð klofið eftir endilöngu og hlutað svo niður í réttar lengdirtil að sex persónur geti setið inní því áveðurs og beðið eftir strætó. Og svona á móti vindinum þjóna þessi bið- skýli sama tilgangi og stórsegl á skonnortu. Biðskýlið fyllist af vindi,fýkur um koll og sigl- ir svo hraðbyri af stað með farþegana innan- borðs. Þessi biðskýlitaka sex manns í sæti, en hinir, sem líka eru að bíða eftir strætó, standa venjulega fyrir framan þá sex sem sitja, nema þeirsem njóta sætisins sitji undir þeim sem standa, en það gerist sárasjaldan, þar sem slíkt þykir ekki hæfa þegar verið er að bíða eftir strætó í rysjóttum veðrum. Það sem helst hefur verið fundið þessum biðskýlumtil foráttu hérlendis (fyrir nú utan það að þau eru venjulega fokin út í veður og vind, áður en farþegar ná að leita skjóls í þeim) er að hér á landi er ekki — eins og á hinum norðurlöndunum — lágmarksaðstaða til að sinna í skýlunum ítrustu þörfum mannskepnunnar; kaupa frímerki, póstkort, getnaðarvarnir, asperín og sjampó. Og það verður að segjast eins og er, að í ís- lenskum strætisvagnabiðskýlum er — eins og æskulýðsf ulltrúar orða það oft — hreinlætisaðstaða gersamlega í lágmarki. Og nú kem ég að því sem kallað hefur verið mergurinn málsins. I Reykjavík, nánar ti Itekið á Lækjartorgi, er risið strætisvagnabiðskýli fyrir almenning. Strætisvagnabiðskýli, sem er til fyrirmyndar. Þetta sannreyndi ég um daginn, þegar ég var að koma úr Pennanum, sem er einmitt við hliðina á þessu frábæra skýli. Þá varð mér skyndilega mál að pissa. Ég kom inní sjálft almenningsbiðskýlið, sem er forstofan að stigagangi hússins,og (aar er líka — eins og í hinum biðskýlunum pláss fyrir sex til að bíða eftir strætó. Og af því að ég hélt að þetta væri biðstöð fyrir almenning, að skandínavískri fyrirmynd, datt mér ekki annað í hug en að skilyrði til pissunar væru á staðnum. Já! og líka af þvi að ég vissi að húsið fékkst byggt á þeim forsendum að þarna ætti almenningur að geta beðið eftir strætó. I þessari næðingssömu forstofu að stiga- gangi biðskýlishallarinnar, sem tekur sex strætisvagnabíðendur í sæti, hlýtur að vera besta aðstaða, sem hugsast getur fyrir lúna eyrarvi nnukalla og annað verkaf ólk, sem þarf að komast í strætó heim til sín að afloknum erfiðum vinnudegi, til að slappa af, vel að merkja ef það þarf ekki að komast á salernið. Rúmgóð skyndimyndastofa og pulsubar, sem ég held að heiti ,,Smáborgarinn", með New Yorkborgara, Friskóborgara, Kansas- borgara m. súrsuðum gúrkum, rifnu salati og hráum lauk. Þarna er líka handhæg og þægileg skart- gripaverslun, en þar fást gullkórónur og demöntum settar gullfestar, hálsmen og ótrú- legustu tímamælar, allt frá tölvuúrum sem sýna flóð og fjöru og uppí borgundarhólms- klukkur. Á ef ri hæðina geta menn svo farið með inni- haldið úr launaumslaginu sfnu og ávaxtað árangur erfiðis síns í Eignamarkaðnum eða Verðbréfamarkaðnum. Já,hún er meira en lítið f lott nýjasta strætis- vagnabiðstöð borgarinnar, þar sem lýðurinn hefur dýrlega aðstöðu til að njóta iífsins gæða, á meðan hann bíður ef tir því að komast heim til að malla graut ofaní króana, jafnvel þótt saltið sé af skornum skammti. Þarna í Lækjargötubiðskýlinu er semsagt hugsað fyrir öll um þörfum borgaranna, sem eru að bíða eftir strætó, nema því að þeir haf i húsaskjól og aðstöðu til ónafngreindra at- hafna. Annars er hægt að f erðast með öðrum hætti en í strætó, eins og f rystihússtjórinn sagði við farandverkamanninn: Það á að segja þessum skríl og það á hann líka að finna að til þess að eignast eigin bíl er aðalmálið að vinna. Skáksambands- menn eru nú I óöa önn aö undirbúa aöal- fundinn, sem haldinn veröur i Norræna húsinu þann 30. þessa mánaöar. Einarsklfkan svonefnda, þ.e. stuöningsmenn Einars S. Einars- sonar, fyrrum forseta skáksam- bandsins, situr heldur ekki auö- um höndum. Þannig var samþykkt á stjórnar- fundi Taflfélags Reykjavlkur nú fyrir skömmu, aö Guöfinnur Kjartansson, formaöur félagsins, fengi einræöisvald um val á full- trúum til aöalfundarins. Þykjast menn sjá af þvi, aö fulltrúar T.R. veröa nokkuö „Einars-litaöir”. Aö sögn kunnugra mun Guöfinnur hafa hótaö aö segja af sér ef til- lagan næöi fram aö ganga, og var hún samþykkt meö 6 atkvæöum gegn 3. Taflfélag Reykjavíkur á rétt á um 25 fulltrúum af u.þ.b. 70, þannig aö ef Einar S. Einarsson, eöa ein- hver leppur hans, fer fram I for- setaframboö er ljóst, aö Taflfélag Reykjavlkur ræöur miklu um gang mála. Reglur um fulltrúafjölda eru Einar S. Einarsson: Hyggur á hefndir. Einar Hákonarson: 14 kennarar af 16 greiddu atkvæöi á móti ákvöröun hans. Jón Baldvin: Vill koma liösforingja úr norska hernum i utanrikisráöu- neytiö. Jón Sigurösson: Hefur ekki séö ástæöu til aö nefna frimúrarabókina á nafn I Timanum. Jónas Kristjánsson: Samdi sjálfur vinlistann góöa. þannig, aö taflfélögin eiga rétt á einum fulltrúa fyrir hverja 20 félagsmenn. Þeir, sem til fjár- mála Taflfélags Reykjavlkur þekkja, telja, aö 25 fulltrúar sé allgrunsamleg tala, ef miöaö er viö greidd félagsgjöld. Ýmsir eru samt á því, aö dr. Ingimar Jónsson og stjórn hans muni halda velli, þar sem lands- byggöarmenn séu nokkuö ánægö- ir meö aukiö starf Skák- sambandsins I þeirra málum. Stríðið um nýlistadeildina I Handlöa- og myndlistaskólanum heldur áfram og er vegiö á báöa bóga. Nemend- um deildarinnar þykir Einar Hákonarson hafa fariö nokkuö frjálslega meö staöreyndir. Hann hefur haldiö þvl fram I fjölmiöl- um, aö nýlistadeildin sé dýr I rekstri, en staöreyndin er vlst sú, aö hún mun vera eina deild skól- ans sem ekki hefur fengið eitt ein- asta tæki I slna þjónustu undan farin ár. Þessi ummæli skóla stjórans hafa svo jafnvel verið tekin upp I leiöara blaöa. Um daginn var haldinn kennarafund- ur I skólanum og þar var sam- þykkt andstaöa gegn þvl aö leggja deildina niöur meö yfir- gnæfandi meiri hluta atkvæöa, eöa nánar tiltekiö 14:2. Stríöiö er þvl einkastrlö Einars gegn nemendum og kennurum skólans. Jón aö utanrlkisráöuneytiö styrkti ungan stúdent, útskrifaöan úr Menntaskólanum á ísafirði og mikinn hægrimann, til þess aö nema herfræöi I Noregi. Sá heitir Arnór Sigurjónsson og er nú liös- foringi I norska hernum. Nú er taliö aö Arnór blöi einungis aö fyrrgreint embætti veröi stofnaö til þess aö geta uppfyllt tilgang styrksins foröum. Baldvin Hannibalsson er nú orðin einn helsti talsmaöur bandarlska hersins á Islandi, en til gamans má rifja upp, aö hann var einn af stofnendum samtaka hernáms- andstæöinga á sinum tlma og fór þá m.a. um landiö sem erindreki þeirra. Um daginn flutti hann til- lögu um þaö á Alþingi ásamt Friöriki Sóphussyni og Jóhanni Einvarössyni, aö stofnaö skyldi embætti hernaöarsérfræöings viö utanrlkisráöuneytíö. Þarna mun m.a. liggja aö baki, aö Jón Bald- vin átti hlut aö þvl á slnum tlma, Og vakiö athygli þess. Eina dag- blaöiö sem ekki hefur þótt ástæöa til aö nefna bókina á nafn, þó aö ritstjóri þess hafi fengiö hana persónulega I hendur, er Tlminn. Til þessa eru taldar tvær ástæöur önnur er sú aö Jón Sigurðsson rit- stjóri er frlmúrari og hin aö eitt sterkasta afliö I Frímúrararegl- unni, alveg frá þvl aö hún var upphaflega stofnuö, er helstu for- kólfar SIS. úr þvl aö hernaöarsinnann Jón Baldvin Hannibalsson ber hér á góma má geta þess aö herstööva- andstæöingurinn Bryndls Schram, eiginkona téös Jóns, sótti mótmælafund fyrir framan bandarlska sendiráöiö á fimmtu- daginn. Skráargatið hefur fylgst nokkuö meö bók Úlfars Þormóössonar um Frlmúrararegluna og eitt hefur Sumir hafa lúmskt gaman af því aö au| lýsa sjálfa sig, beint eöa óbein Emn af þeim er greinilega Jón« Kristjánsson. Hann fer á vei ingahús, svo sem frægt er orði og dæmir þau siöan I Vikunn Síöast fór hann á Hornið I Hafna stræti og er fyrirsögn greina innar Einn besti vlnlistinn. Gefi hann þessum vinlista 9 I einkum Engan skyldi undra, þvl aö sögi herma aÖ Jónas hafi nefnileg sjálfur samiö þennan vlnlisl fyrir Guöna veitingamann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.