Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 13
H'elgin 9 io. mai 1981 WóÐVILJINN — StÐA 13 tónbálkur Nú líöur senn að lokum þessa s+arfsárs sinfóníu- hljómsveifarinnar og raunar aðeins einir tón- leikar eftir í áskriftaserí- unni, þann 4. júni. Hljóm- sveitin er á förum til Þýskalands, þar sem hún á að koma fram á menn- ingardögum miklum i Wiesbaden, og siðan heldur hún til Austurríkis og verður þar víst með fjöldan allan af tón- leikum. Á tónleikum hljómsveitarinnar hér í Sinfóniuhljómsveitin er á förum til Þýskalands {■ • ***~®W|? F7*. *mlá Sinfónían á faraldsfæti Háskólabíói í fyrri viku var f lutt fimmta sinfónía Tsjækofskís, en fáar rómantískar sinfóníur hafa heyrst hér oftar og eru menn væntanlega sammála um að hún sé vel þess virði. Ekki var f lutningur hennar þó neitt stórkostlegur að þessu sinni og er ég alls ekki viss um að stjórnandinn, Jean-Pierre Jacquillat sé á réttri hillu í svona músík. Hann er alltof hræddur við „hysterísku klímaxana" í þessu til að koma Tsjækofskí sóma- samlega til skila. Hinsvegar var einn 1 jós punktur á þessum tónleikum: frumflutningur á „Formgerð II” f yrir fiðlu og hljómsveit eftir Herbert H. Ágústsson. Að öðr- um ólöstuðum verð ég að segja aö þetta er lang besta verk þessa höfundar sem ég hef heyrt: skýrt og hreint i formi, vel samið fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit og algjörlega laust við minnstu tilgerð i fram- setningu. Verkið er tileinkað Guðnýju konsertmeistara Guð- mundsdóttur, sem fór þarna með einleikshlutverkið af stakri prýði. Éghefsjaldan heyrt hana leika af meira „sólistisku” öryggi og tónninn var gullfal i- legur (hvaða fiðlu var hún með?). Guðný gerði hinsvegar stóran feil að leika Sibeliusar- konsertinn á sömu tónleikum, þvi þó hún hafi f lest til að bera i þennan himinfagra konsert stórfinnans, þá var hann ein- faldlega of mikið af svo góðu. Hún byrjaði vissulega vel og það var margt fallega formað i fyrsta og öðrum þætti þó kraft- inn og frelsið vantaði, en i sið- asta þætti var hún greinilega orðin alltof þreytt. Það væri óskandi að Guðný léki þennan konsert aftur hið bráðasta, þvi ég er sannfærður um að hún getur leikið hann miklu betur. Hljómsveitin lék svo i fyrra- Guðný: Lék af „sólistisku” öryggi kvöld efnisskránna sem hún ætlar með til Wiesbaden. Ekki er það nú beint spennandi fyrirtæki og ég gat ómögulega fengið mig til að fara i Háskóla- bió, enda með flensu. En ég heyrði þó fyrri hlutann i út- varpinu og fannst Islandsfor- leikurinn eftir Jón Leifs alltof hratt leikinn og án þeirrar alúðar við hljóðfallsblæbrigði, sem gæti (og hefur oft) gert þetta verk býsna spennandi. Kjell Bækkelund hafði verið fenginn til að leika Griegkon- sertinn, þvi enginn íslendingur á að vera fær um að spila i takt, eða það hef ég heyrt haft eftir forst jóranum. Bækkelund er hörkupianisti, það vita allir, en eitthvað er lyktin leiðinleg af þessu öllu og þó Franck-sin- fónian (sem átti að koma eftir hlé) sé germanskari en flest eftir Parisarbúa á siðustu öld (Saint-Saðns ekki undanskilinn) þá sé ég ekki neina pottþétta jástæðu fyrir okkar menn að spila hana i útlöndum. Við skul- um samt vona að þetta verði góður túr. Umsjón Leifur Þórarinsson Akureyri: Tónleikar í Borgar- bíói Á sunnudaginn kemur, 10. mai leikur Guðrún Þórarins- dóttir á lágfiðlu með pianóleik- aranum Paula Parker á tónleik- um I Borgarbiói og hefjast þeir kl. 15. A efnisskrá verður: Elegy op. 44 eftir Glasunov, sólósvita nr. 1 I G-dúr eftir Bach, Adagio eftir Kodaly og sónata I f-moll eftir Johannes Brahms. Aðgangurinn að tónleikunum er ókeypis, en bráðlega heimsækja þær Guðrún og Paula einnig Tónlistarskólann I Reykjavlk og leika sömu efnis- skrá fyrir nemendur og kennara þar. Guðrún Þórarinsdóttirhefur i vetur stundað framhaldsnám við Tónlistarskólann á Akureyri og einnig kennt fiöluleik við skólann. Þetta eru kveðju- tónleikar hennar þvi hún er á förum frá Akureyri til framhaldsnáms. Paula Parker starfar sem pianókennari við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur I vetur haldið einleiks- tónleika ásamt tónleikum meö Oliver Kentish sellóleikara við sama skóla. Vortónleikar Nýja tónlistar- skólans Magnaöir tónleikar Einhverjir skemmti- legustu tónleikar ársins voru haldnir fyrir 30—40 áheyrendur, í Norræna- húsinu s.l. þriðjudags- kvöld. Þar voru að verki tveir finnar, fiðluleikar- inn Okko Kamu og píanó- leikarinn Eero Heinonen. Líklega hafa menn ekki áttað sig fyllilega, þegar þeir sáu þessa tónleika auglýsta ef þeir sjá það, að f iðluleikarinn Okko Kamu er sá sami og stjórnar hljómsveitum af hvað mestri list. Og þó þeir hafi áttað sig á þessu, er alls ekki víst að stjörnuhljómsveitarst jóri sé neitt sérstakur hljóð- færaleikari, og það má því vel afsaka fjarveru þeirra. En þeir misstu sannarlega af miklu. Ekki var þó efnisskráin neitt stórspennandi: þrjár sónötur. En þær voru leiknar af svo magnaðri stíltiIfinningu, bæði Mozarts e-moll og Kreutzer Beethovens (já og líka S jostakovíts- mettuð sónata finnans Einars Englund) fljúg- andi andagift og húmor, að sjaldgæft má teljast. Nú ætlar píanóleikarinn Heinonen að leika einn i Nor- rænahúsinu i dag, laugardag, kl. 16. Þetta er pianisti i stóra stilnum, sannkallaður „virtúós” enda nemandi Dmitry Baschkirov við Moskvu konservatoríið. Efnisskráin sem hann verður með er lika verulegs áhuga verð: fyrri helmingurinn er finnskur, með Sibelfus i broddi fylkingar og eftir hlé koma tilbrigði KV 573 eftir Mozart og hasarsónata allra tima, hmollsónatan eftir Liszt. Hvað viljið þið meir? En það eru fleiri tónleikar þessa helgi og mætti sérstak- lega benda á eina, að Kjarvals- stöðum,sunnudaginn 10. maikl. 20.30. Þar verða á ferðinni tveir valinkunnir Bretar, sellóleikar- inn Douglas Cummings og Philip (sem lengi var búsettur á Akureyri) Jenkins, pianóleik- ari. Þeir ætla að leika fjórar sónötur, eftir Beethoven, Benja- min Britten, Debussy og Sjostakóvits. DOUGLAS CUMMINGS er sonur víóluleikarans fræga, Keith Cummings. Hann fæddist í Hampstead i Lundúnum árið 1946, og 15 ára að aldri hlaut hann styrk til að stunda nám við Konunglegu Tónlistarakademi- una (Royal Academy of Music) í Lundúnum. Kennari hans þar var Douglas Cameron. I skólan- um vann hann öll verðlaun, sem veitt voru fyrir sellóleik. Að námi loknu, hélt hann til Parisar og stimdaði framhalds- nám við Tónlistarháskólann þar i borg undir handleiðslu André Navarra. Siðan hélt hann til Kaliforniu, þar sem hann dvaldi Cummings selióleikari á Kjar- valsstöðum á morgun. eitt ár við framhaldsnám hjá hinum heimsfræga Gregor Piatogorsky. Þegar hann kom aftur heim til Bretlands, lék hann með „London Mozart Players” og „English Chamber Orchestra” og fór með þeim siðarnefndu i tónleikaför til Suður-Ameriku. Arið 1969 varð Douglas Cummings fyrsti selló- leikari I „London Shymphony Orchestra”. Þá var hann aðeins 23 ára gamall og sá yngsti, sem setið hefir i þeim stóli. Siðan þá hefirhann leikið mikið bæði sem einleikari og með hljómsveitum og er i hópi fremstu sellóleikara Bretlands. PHILIP JENKINS er vel þekktur af hérlendum tónleika- gestum bæði vegna fjölmargra tónleika, sem hann hefir haldið með ýmsum af okkar kunnustu hljóðfæraleikurum svo og fyrir kennslustörf við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Hann fæddist i Newcastle á Englandí og stundaði nám við Konunglegu Tónlistarakademiuna i Lundún- um. Kennari hans þar var Harold Craxton. Philip Jenkins kom oft fram fyrir hönd skólans á námsárum sinum m.a. á tónleikum i Paris, Köln og Brússel og hlaut ýmis Eero Heinonen leikur h-moll sónötuna verðlaun og viðurkenningu þ.á.m. gullverðlaun kennd við Mcfarren og Dove verðlaunin fyrir framúrskarðandi náms- árangur. Framhaldsnám stundaði hann i Paris og var kennari hans þar Jacques Fevries og siðan nam hann hjá Myra Hess. Snemma á ferli sinum sem pianóleikari vann hann fyrstu verðlaun i keppni, sem Daily Mirror stóð fyrir, og hann tók þátt I meiriháttar alþjóða- keppnum bæði i Varsjá, Leeds og Brussel og frammistaða hans leiddi tilþess, að hann hlaut al- þjóðleg verðlaun fyrir pianó- leikara, sem kennd eru við Harriet Choen. Þetta var árið 1964. Siðan 1972, eftir að Philip Jenkins flutti aftur heim til Englands, hefir hann verið af- kastamikill hvað tónleikahald snertir, bæði þar i landi og viðar. Hann hefir komið fram með þekktum breskum hljóm- sveitum og sömuleiðis á megin- landinu m.a. i Hambofg og Köln, og einnig hefir hann gert útvarpsupptökur fyrir BBC, norska og islenska útvarpið. Philip Jenkins er nú prófessor við Konunglegu Tónlistaraka- demiuna i Lundúnum. Opinberir vortónleikar Nýja Tónlistarskólans verða sunnu- daginn 10. og þriðjudaginn 12. mai, báða dagana kl. 5/30 s.d. I Félagsheimili Fóstbræöra viö Langholtsveg. A báðum tónleikunum koma fram nemendur i hljóðfæraleik úr hinum ýmsu deildum skólans. Nemendur i söngleik verða með sérstaka tónleika siöar i vor. Skólinn hefur haft aðalaösetur i Breiðagerðisskóla þau þrjú ár sem hann hefur starfað, auk kennsluaðstööu á tveim stööum i nágrenninu. Von er til að húsnæðisvandi skólans leysist fyrir næsta haust og hann flytji i framtiðarhúsnæöi i þeim borgarhluta sem hann hefur starfaö i. Um 200 nemendur stunduðu nám i skólanum s.l. vetur og 53 tóku stigspróf á námstimabilinu. Allir eru velkomnir á tónleik- ana og er aðgangur ókeypis. Meðal atriða á tónleikunum á þriðjudag er leikur strokhljóð- færadeildar skólans undir leið- sögn Arna Arinbjarnarsonar. Finnskur píanóleikari Finnski pianóleikarinn EERO HEINONEN heldur einleikstón- leika laugardaginn 9. mal kl. 16.00 I Norræna húsinu. Á efnisskrá eru verk eftir Ein- ar Englund, Sibelius, Hanni- kainen, Mozart og Liszt. Eero Heinoen er fæddur 1950 og hóf nám I pianóleik 6 ára gamall I Ábo. Aö loknu tónlistarnámi þar hélt hann til Moskvu, þar sem hann var þrjú ár nemandi hjá Dmitry Baschkirov. Hann hefur haldiö tónleika viða um heim og alls staöar hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Aögöngumiðar aö tónleikun- um eru seldir i kaffistofu Norræna hússins og viö inn- ganginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.