Þjóðviljinn - 09.05.1981, Síða 28

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Síða 28
ÞJÚÐVHJ/NN Helgin 9—10. maí 1981 nafn vrikunnar Rögnvaldur Þorleifsson læknir Fátt hefur vakið meiri at- hygli nú i vikunni en ágræðsla handar sem ung stúlka, Ragnhildur Guð- mundsdóttir, missti i haus- ingarvél á mánudag. Það var Rögnvaldur Þorleifsson skurðlæknir á Borgarspital- anum sem framkvæmdi að- gerðina og hann er nafn vik- unnar aö þessu sinni. Þjóðviljinn gerði itrekaðar tilraunir til að ná tali af Rögnvaldi siðdegis i gær en hann hafði verið kallaður i að- gerð og um kl. 8 i gærkvöldi var henni ekki lokið svo gripa verður til þess ráðs að byggja þennan greinarstúf á fyrriviðtölum og fréttum um þennan einstaka atburð. Reyndar minnir þetta á hvi- liku þreki læknar og annað hjúkrunarfólk þarf að vera búið til að standa i einni að- gerö samfleytt i 12 tima eins og ágræðsla handarinnar tók. I viötalivið Þjóðviljann s.l. miðvikudag sagði Rögn- valdur að þvi færi fjarri að svona aðgerð væri einstök i heiminum og bættiþvi við að Kinverjar væru liklega frumherjar á þessu sviði. Fyrir nokkrum árum fór Rögnvaldur einmitt til Kina og fékk þá að kynnast kin- verskum læknisaðgerðum. Annars lauk Rögnvaldur læknisprófi frá Háskóla Is- lands árið 1956 og stundaði siðan framhaldsnám og störf á sjúkrahúsum i Danmörku og Sviþjóð 1957—59 og 1960—65. Hann var um skeið sjúkrahúslæknir i Neskaup- staö, en starfar nú við Borgarspitaiann i Reykjavik eins og fyrr sagði. Rögnvaldur sagði i viðtal- inu við Þjóðviljann á mið- vikudag að hann hefði ekki gert aðgerð i likingu við þetta áður, enda gæfust sem betur fer fá tilefni. Hann hefði þó gert tilraunir til að græða fingur sem viðkom- andi hefðu misst, og heföi ár- angurinn verið upp og ofan. Ragnhildur Guðmunds- dóttir sem er 16 ára Keflvik- ingur var eftir þvi sem blaðafregnir i gær hermdu við góða liöan og gat hún þá hreyft fingur sina svo að útlit var fyrir að aðgeröin heföi heppnast allvel. Hins vegar má búast viö að langur timi liði þar til sár hennar gróa og hún verður að þjálfa höndina alveg upp á nýtt. Rögnvaldur sjálfur hefur verið hógværðin uppmáluð i blaöaviötölum og viljaö sem minnstu spá um það hvernig hendinni reiddi af,en þó verið bjartsýnn. — GFr Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsímí 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Leiklist býður upp á margs konar möguleika. Það er hægt að komast af án orða, án leiktjalda, og bún- inga, mannslikaminn einn getur sagt svo margt, með hreyfingum, svip og látbragði. í látbragðslist eru uppi ýmsar stefnur, hún er ævagömul og hún hefur þann kost að hvar sem er i heiminum skilja menn mál likamans. Þessa dagana er stödd hér á landi bandarisk kona, Maria Lexa, sem lagt hefur fyrir sig lát- bragðsleik. Hún fór til náms i Frakklandi hjá Decraux, þar sem margir bestu látbragðsleikarar heimsins hafa alið sinn aldur. Menn eins og Marcel Marcau sem hingað kom fyrir nokkrum árum, Jean-Louis Barrault o.fl. Maria hefur haldið námskeið hér fyrir leikara, ieiklistarnema og aðra áhugamenn og á fimmtudag hélt hún sýningu fyrir börn af dag- heimilum. I kvöld, laugardag, og á morgun kl. 20.30 sýnir hún i Félagsstofnun stúdenta, en þar koma einnig fram skáld og Nýja kompániið leikur djass. Ég spuröi Mariu hvernig sýn- ingar hennar væru og hvaða möguleika hún sæi i látbragðinu. Maria sagði að hún sýndi tvenns konar prógrömm gaman- þætti i ætt við trúðleik, sem eink- um ættu upp á pallborðið hjá börnum og alvarlega þætti. Það væri hægtað nota látbragðsleik á ýmsan máta bæði til að segja stööu og til að sýna tilfinningar. Hún sagöist stundum fjalla um eitthvað ákveöið þema, kannski draum, þátturinn þyrfti ekki að vera i rökrænu samhengi. Lát- bragöið væri vel til þess fallið að sýna átök, þar sem tilfinningar takast á. Hún notaði alls konar takta og hraða i leiknum, stund- um væri tónlist með, stundum leikið á hugmyndarflugið. Maria hefur verið á ferð og flugi undan farin ár. Hún hefur dvalið langdvölum I Sviþjóð og Danmörku, unnið ein og sér og verið með i hópstarfi. Einn hópurinn kallaði sig Studio 2 og þau voru um skeið við Odinleik- húsiö i Holsterbro i Danmörku, sem er einkar frægt fyrir sér- kennilegar sýningar þar sem lát- bragði er mikið beitt. Maria tók undir það að lát- bragðsleikur væri þess eðlis aö fólk gæti skilið hvað við væri átt, nánast hver sem er i heiminum. Samt væru áhorfendur mjög mis- munandi. Það væri erfitt að skemmta Svium, langt i hlátur- inn, en þeir kynnu þvi betur aö meta alvarlegan leik. Danir væru léttari og þegar kæmi sunnar i álfuna væri styttra og styttra i hláturinn. 1 Bandarikjunum gild- ir hraðinn, að mikið sé um að vera, annarsbyrja áhorfendur að verða órólegir, enda aldir upp viö ólætin I sjónvarpinu. Maria semur sjálf þættina sem hún sýnir, og hún sagði aö sýn- ingarnar gætu breyst frá kvöldi til kvölds, stundum væri spunniö (improviserað), viðbrögð áhorfenda hefðu sitt að segja. Hún hefði t.d. verið i upptöku i sjónvarpinu hér og leikið á sama hraða og á venjulegum sýningum fyrir börn. Þegar hún svo horföi á upptökuna á eftir, gekk allt hægt og silalega, af þvi að engir áhorf- endur voru til staðar og það varð að taka allt upp aftur. Héöan fer Maria heim til San Francisko til að hvilast eftir langaútivist og mikla vinnu, en i sumarleggst hún aftur i ferðalög, þá tekur hún þátt i hátið fiflanna (Festival of F’ools) i Kauðmannahöfn. Maria hafði sýningu fyrir börn af dagheimilum i fyrradag i saln- um i Félagsstofnun stúdenta. Húnbyrjaði á þvi að skýra fyrir krökkunum hvað látbragðslist væri. Hvernig hægt væri að nota hana til að sýna tilfinningar, sorg, gleði, reiði, undrun o.s.frv. Svo Likaminn getur tekiö upp á ýmsu, þarna er höndin oröin föst og neit- ar aö hlýba. byrjaði sýningin. Hún settist á stól, en allti einu fór önnur höndin að haga sér undarlega. Hún var föst og var alltaf að festast aftur og aftur, hvernig sem Maria reyndi aö losa hana. Eftir mikla mæðu (lifið er alltaf á móti trúöum) varð höndin laus og Maria fór að leika sér með blöðru, krökkunum til mikillar ánægju. Það fór þó svo sorglega að blaðr- an sprakk og trúðurinn var ægi- lega svekktur. Hvað haldið þið að þá hafi gerst? Fer ekki flugkvik- indi aö hrella trúðinn, meö suði og með þvi að setjast óboðinn á ýmsa hluta likamans þar á meðal nefið og eins og allir vita er það ekkert þægilegt. Ekki nóg með það heldur gerðist flugan svo djörf að segjast á hausinn á krökkunum, þvilikur dóni! Enda týndi hún engu öðru en lifinu eftir þessar árásir. Maria sýndi leik með þrjá hluti, tösku sjal og hatt, hún var að reyna að setja á sig hattinn, sveipa um sig sjalið og taka upp töskuna, en allt kom fyrir ekki, þegar sjalið var komið á sinn stað og hún beygði sig niður til að taka upp töskuna datt hatturinn og þannig áfram með miklum hraða þar til trúðurinn loks fann bragð sem dugði. Fleiri atriði komu við sögu, eins og hnerri, en undir lok- in hófst smá kennslustund þar sem Maria fékk krakkana til að vera með og leika að þau væru að ná flugunni og eins að þau væru alveg að fara að hnerra. Krakk- arnir hlógu mikið og tóku þátt i sýningunni eins og börnum er lagiö, en nú á Maria Lexa eftir að sýna á sé hina hliðina, hvernig leikið er á látbragðið eins og hljóöfæri likamans til aö sýna okkur allar dýpstu tilfinningar mannsins, aðrar en gleðina og gáskann. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.