Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. mai 1981
Helgin 9—10. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
nánast farin að lifa sinu eigin lifi
og allsendis óhrædd að treysta
öðrum en bara foreldrunum.
Evu, sem er uppeldisfulltrúi,
finnst ákaflega erfitt að mynda
svona mikil og náin tengsl við
þetta margt fólk. — Það er samt
jákvætt, segir hún, en ég vildi
ekki hafa meira það sem við ger-
um sameiginlega. Mér finnst
þetta alveg mátulegt. 1 svona
sambýli verður maður að venja
sig við nýjan hugsunarhátt og
endurmeta marga hluti og það er
bæði erfitt og tekur sinn tima.
Göran er heimapabbi eins og
áður segir en er vélvirki að at-
vinnu. Honum finnst erfitt að
bera saman þetta sambýlisform
og önnur þar sem þau hjón hafi
ekki búið lengi saman, auk þess
sem á sam a tima hafi orðið m ikl-
ar breytingar á þeirra högum við
tilkomu barnsins.
Bengt: Meira
sameiginlegt
Þegar við komum i eldhúsið er
uppþvotti að ljúka. Bengt.Lund-
berg og Anders Áhlen sáu um
hann að þessu sinni. Bengt finnst
leiðinlegt að þvo upp en skemmti-
legt að búa til mat. Matargerð
kemur i hlut hvers og eins einn
dag á hálfsmánaðar fresti. Menn
ráða hvort þeir borða sameigin-
lega eða ekki en verða að láta vita
með góðum fyrirvara. Að jafnaði
borða saman um 35—40 manns.
Bengt Lundberg er lektor i sögu
við háskólann i Umeá og á þvi
talsvert langt i vinnuna. Hann bjó
áður ásamt konu sinni og tveimur
börnum i einbýlishúsi. — Sænska
draumnum, eins og hann segir, en
fannst lifið innantómt. Það fannst
konu hans lika og vandamálin i
hjónabandinu bættu ekki úr skák.
— Búseta okkar hér varð samt
ekki til að bjarga hjónabandinu,
við munum skilja innan tiðar,
segirBengt.en veran hérna hefur
hjálpaðokkur mikið til að komast
yfir þennan erf iða hjalla i lifi okk-
ar.
Bengt er á þvi að i svona sam-
býli mætti gera enn meira saman,
t.d. hafa sameiginlegt sjónvarp,
koma á umræðukvöldum, fara
saman í leikhús, o.s.frv.
— Kannski verður það siðar,
segir hann, það verður að gæta
þess að ofgera fólki ekki i byrjun.
Það tekur sinn tima að læra og
venja sig við ,,hóphugsun".
— hs
Ulla Söderqvist iðjuþjalfi og dótt-
ir hennar Linnea. Þær mæðgur
eru siður en svo einmana þó að
þær séu aðeins tvær i heimili.
íbúðí blokk, raðhús, ein-
býlishús. islenski hús-
næðisdraumurinn. Og sá
sænski. Best að vera sem
mest útaf fyrir sig. Best
fyrir mömmu, best fyrir
pabba, best fyrir blessuð
börnin. Eða hvað? Er ein-
angrunarstefna kjarna-
fjölsky Idunnar kannski
ekki jafnheppilegt sam-
býlisform fyrir alla og
ætla mætti í fljótu bragði?
Sumir eru þeirrar skoðun-
ar og þeir sem eru nógu
áhugasamir reyna gjarnan
annars konar sambýlis-
form. Á íslandi mun vera
u.þ.b. áratugs reynsla af
kommúnulífi en ekki er
mér kunnugt um hversu
langlifar einstakar
kommúnur/sambýli hafa
orðið. Þeirra er yfirleitt
ekki getið í umræðum um
húsnæðis- eða félagsmál,
sjálfsagt vegna þeirrar út-
breiddu skoðunar að sam-
býli henti aðeins sérvitr-
ingum eða hippum og
blessist raunar aldrei til
lengdar. Talsvert hafa
menn verið þrautseigari í
sa mbýlistilraunum af
ýmsu tagi i mörgum
grannlandanna. Hér f
Gautaborg hitti ég ótrúlega
oft fólk sem annað hvort
býr þannig eða hefur ein-
hvern tíma gert það.
Fyrir rúmu ári var nýju
sambýli (kollektivi) hleypt
af stokkunum i Bergsjön,
einu úthverfi borgarinnar.
Sambýli þetta hefur vakið
gífurlega athygli og for-
vitni manna. Að jafnaði
koma þangað gestir einu
sinni í viku til að kynna sér
framkvæmdir og fyrir-
komulag. Þetta er alls kon-
ar fólk, blaðamenn, skóla-
nemar, fólk sem er að
velta fyrir sér kommúnu-
lífi o.fl. o.fl.
verða, en við lærum að leysa mál-
in. Þetta fyrirkomulag er lika af-
ar hollt fyrir börn, og ég vil ala
dóttur mína upp þannig að hún
læri að mynda heilbrigð tengsl við
annað fólk.
Dottirin, Linnea, fjögurra og
hálfs árs, er talandi dæmi um
frjálslegt og vel uppalið barn.
Hún var að hjálpa mömmu sinni
að baka þegar við komum en leik-
ur sér nú i forláta pappakassa.
Börnin aldrei
ein
Hérna fá börnin að leika sér i
stigum ogá göngum og hurðir eru
að jafnaði i hálfa gátt. Börnin
geta þvi ævinlega leitað til grann
anna ef með þarf. Yfirleitt gæta
börnin hófs i umsvifum sinum en
þó kemur fyrir að verði að sussa á
þau. Teppi eru á göngum og stig-
um en það þekkist annars ekki i
blokkum i Sviþjóð. Þvi miður
verður að fjarlægja teppin sem
fyrst vegna þess að litill drengur i
húsinu hefur ofnæmi.
Aldursdreifing ibúanna er held-
ur litil að mati Ullu. Flestir eru á
aldrinum 25—35ára og aðeins tvö
börn eldri en 10 ára. Unglinga-
skortur er næstum alger, aðeins
ein 18 ára stúlka og gamalt fólk
mættieinnig vera fleira. Ein kona
er komin yfir sextugt og Lars
Ágren er kominn fast að sextugu.
— En þetta breytist með timan-
um, segir Ulla.
Göran, Eva
og Kersten
Göran og Eva búa i þriggja
herb. ibúð á næstu hæð fyrir ofan
Ullu. Þau eru stödd inni hjá Ker-
sten Manson á sömu hæð þegar
við litum inn til hennar. Kersten
segir að aðeins helmingur fjöl-
skyldunnar sé heima, þ.e. hún og
yngri dóttirin, tveggja mánaða.
Pabbinn og Moa stóra systir, sem
er tveggja ára, hafa brugðið sér
af bæ. Kersten er heimamamma
um þessar mundir og Göran
heimapabbi. Adam, strákurinn
hans og Evu,er 11 mánaða en þau
hjónin skiptu með sér barneign-
arleyfinu. Kersten segir þetta
sambýlisform sérstaklega gott
fyrir börn. Þau séu ekki nærri
eins einangruð og oft vilji verða
með börn i borgum. Hérna i hús-
inu séu börnin fremur eins og
systkin. Adam og Moa megi t.d.
varla hvort af öðru sjá og Moa sé
Texti: Helga
Sigurjónsdóttir
Myndir: Leifur
Rögnvaldsson
Sambýli í Gautaborg
Sambýlið stendur við Teleskopsgötuna i Bergsjön, einu af mörgum út hverfum Gautaborgar sem reist voru um 1960. ÞHtntT'dæmigert „Breið-
holt’’ eins og sjá má af myndinni. Ekki hefur tekist scm best að hlda að mannlegu lifi i Uthverfunum þó að sú hafi sjálfsagt verið ætlun arkitekt-
anna sem tciknuðu þessi hverfi á sinum tíma. Sennilega hefur gleymst aða taka með i reikninginn að mannlif lýtur alltént ekki tæknilegum lög-
málum.Margar blokkir eins og þessi á myndinni standa nú auðar og borgaryfirvöld rcyna ýmsar leiðir til að lokka fólk i þær, m.a. var í vetur
boðist til að lækka hUsaleiguna i eitt ár fyrir þá sem vildu flytjast i þette hvcrfi.
Börnin fá allajafna að taka þátt i vinnu hinna fullorðnu. Sú litla er greinilega lagtæk viö piw,ugcrðina.
Vandamál eins
eru vandamál
hópsins
Matasl sameiginlega I borðsalnum. Venjulega borða saman 35—40 manns eða um helmingur Ibúanna.
Hver ogeinn þarfað vera icldhúshóp einu sinni á hálfs mánaðar fresti. Fólki bar saman um að miklu
meira gaman væri að elda mat þegar fleiri væru um þaðheldur en einn i sinu privat-eldhúsi.
Börnin njóta þess greinilega að fá að'Ieika sér á göngunum. Eins og sjá má eru
myndir á veggjum en það ero'þekkt i venjulcgum sambýllshúsum iSvIþjóö.
Hvaö þá hcldur aö blóm séu á stigapöllum eins og
íAgcngt er á tslandi.
Þarna er enginn
..einn í heiminum
Tilfinning fyrir
naunganum
Hvað er það svo sem gerir þetta
sambýli svo sérstakt aö þangað
kemur múgur og margmenni i
viku hverri? Einn af stofnendun-
um, Ulla Söderqvist, iðjuþjálfi
leiöir okkur i allan sannleika.
— Hugmyndafræðin sem við
byggjum á er í stórum dráttum sú
að þaö sé heilbrigt og gott að láta
sig varða fleira fólk en nánustu
fjölskyldu. Við hér i sambýlinu
erum ekki ein fjölskylda. Það hef-
ur hver einstaklingur eða fjöl-
skylda slna eigin ibúö, en allir
koma öllum viö. Þeir sem hér búa
vita að þeir eru ekki „einir i
heiminum” ef svo má segja.
Vandamál eins eru vandamál
hópsins. Sömuleiðis gleði og sorg
og hvaðeina sem fyrir kemur i
mannlegu lifi. Þetta viðhorf,
þessi tilfinning fyrir náunganum
er þaö sem einkennir kollektifið
mest. Mun meira en það sem við
vinnum saman, þó að það skipti
verulegu máli auk þess sem sam-
vinnan hjálpar til að skapa og
viðhalda þessum nauðsynlega
hugsunarhætti sem allir i sam-
býlinu vilja og verða að rækta
með sér. En vitaskuld tekur það
sinn tima og er erfitt.
— Fyrir rúmum tveimur árum
stóð allt þetta átta hæða hús autt
og þá var það að hópur manna,
sem hafði lengi haft áhuga á sam-
býli, fór að velta fyrir sér
möguleíkanum á að fá húsið á
leigu. Borgaryfirvöld tóku hug-
myndinni vel og voru fús að leigja
okkur húsið þegar hugmyndir
lægju fyrir um skipulag sam-
býlisins. Við létum ekki segja
okkur það tvisvar og hófum strax
undirbúningsvinnu. Ein aðaldrif-
fjöörin f fyrirtækinu var Lars
Agren, prdfessor við Chalmers
Tekniska högskola. Upphafalega
ætlaði hann bara að vera með i aö
skipuleggja sambýlið en honum
likaði hugmyndin svo vel að
hannn ákvað að gerast þáttak-
andi.
54 fullorðnir
26 börn
— Þetta varð gifurleg vinna
sem stóð yfir i heilt ár. Miklar
breytingar voru gerðar á húsinu.
Allar ibúðirnar voru jafnstórar,
þriggja herb. ibúðir, en við
minnkuðum sumar og stækkuð-
um aðrar. Hérna eru t.d. tvær sjö
herbergja ibúðir sem stórfjöl-
skyldurbúa i (þ.e. sambýli innan
sambýlisins). Fólk hefur alveg
frjálsar hendur með innréttingar
á ibúðunum. Sumir hafa samein-
að tvö herbergi i eitt stórt og Lars
Ágren hefur gert eitt stórt her-
bergi úr sinni þriggja herb. ibúð.
— Hérna búa nú 54 fullorðnir og
26 börn i 33 íbúðum. Við vorum 50
fulloröin sem fluttum hingað i
byrjun og 40 okkar búa hér enn
Ulla segir margvislegar ástæð-
ur liggja til þess að þessir 10
fluttu burt. Einn fór að búa með
stúlku i annarri borg, ein hjón
skildu, fyrireina fjölskylduna var
of langt I vinnuna og svo voru það
nokkrir sem likaði ekki þetta
sambýlisform þegar allt kom til
alls.
Samábyrgð á
öllu húsinu
— Mjög fáir höfðu búið áður i
sambýli, heldur Ulla áfram. Ég
hafði t.d. aldrei getað hugsað mér
að búa við þess konar fyrirkomu-
lag fyrr en ég hafði kynnst þessu.
Samábyrgðin sem ég talaði um
áöan nær ekki bara til fólksins,
heldur hússins alls. Við höfum
sjálf ákveðið hvernig nánasta
umhverfi okkar á að lita út og við
berum einnig sjálf ábyrgð á að
öllu sé haldið I horfinu. Oll
fimmta hæðin á að verða fyrir
sameiginlega starfsemi. Þar er
eldhús og matsalur, vefstofasem
reyndar er litið notuð enn sem
komið er, aðstaða til sauma,
batikvinnu og ljósmyndavinnu.
Svo erum við að innrétta barna-
heimili þar sem verður rúm fyrir
15 börn. 011 sameiginleg vinna er
hópvinna. Við höfum eldhúshóp,
hreingerningarhóp, garðhóp,
barnaheimilishóp, skipulagshóp
fyrirmatsalinn, verkstæðishóp og
tengihóp til að sjá um tengsl og
samskipti út á við. Allir eru
skyldugirað leggja fram vinnu en
hver og einn velur að sjálfsögðu
þann ti'ma sem hentar honum
best.
— Og hérna er ekki aldreilis
kviðið fyrir stórhreingerningun-
um heldur hlakka menn til þeirra.
Þær eru fjórum sinnum á ári og
þá eru allir með sem vettlingi
geta valdið. Þá er byrjað kl. 10.30
á sunnudagsmorgni og hætt kl. 15.
Þá er allt orðið skinandi fint, fólk ‘
búið að borða saman og allt er
þetta verulega skemmtilegt og
upplifgandi, segir Ulla.
Engir ókostir
— en erfitt
Eni þá engir ókostir viö að búa
á þennan hátt?
— Engir, segir Ulla, en margt
er erfitt, sérstaklega þar sem
sambýlið er enn i mótun. Kostirn-
ir eru aftur á móti margir. Auk
samvinnunnar 1 hópunum eru
tengsl manna hérna miklu nánari
en i venjulegum blokkum. Hér er
alltaf hægt að lita inn hjá ein-
hverjum til að spjalla og maður
getur leyft sér að vera maður
sjálfur við hvern sem er, þarf
ekki ævinlega að vera að fela til-
finningar sínar. Vitaskuld koma
upp erfiðleikar og árekstrar