Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 11
Helgin 9—10. mai 1981þJöÐVILJINN — SIÐA 11 EINBIRNINU Er einbirnið frjóara, gáfaðra og gætt meiri forystuhæf ileikum en önnur börn? Það er niður- staða nokkurra vísinda- manna í Bandaríkjunum nýverið og stingur hún í stúf viðálit flestra uppeld- is- og sálfræðinga til þessa. Þeir hafa taliðeinkabarnið frekar hafa haft tilhneigingu til að vera ein- mana, of verndað, öfund- sjúkt, frekt og átt erfitt með að samlagast öðru fólki. gengur best Alfred Adler, lærisveinn Freuds, var sá fyrsti sem kannaði áhrif þessá sálarlif barna að vera annaðhvort einkabarn, elsta, yngsta eða miðbarn i fjölskyld- unni. Hann komst að þeirri niður- stöðu að einkabörn yrðu alltaf háð þvi að hafa verið i pilsfaldinum á mömmu og notið óskiptrar at- hygli hennar. En fyrrgreindar bandariskar niðurstöður sýna sem sagt að það er siður en svo slæmt að vera einkabarn. Þær byggja á tveggja ára rannsóknum hjá the National Instituteof Child and Health and Human Developement. Það sem kemur mest á óvart i þessum rannsóknum, segir Toni Falbo i'Texas, er að einbirni eru á engan hátt frábrugðin öðrum börnum, en eru oft betur á sig komin, metnaðargjarnari og hæfari til að lifa i samfélagi en þau börn sem verða að deila at- hygli og efnum foreldra með öðrum systkinum. Fullorðin einkabörn i Bandarikjunum gifta sig á sama aldri og önnur börn og skilja ekki oftar. Þau velja sér oft maka sem lika eru einbirni en vilja helst eiga sjálf fleiri en eitt barn. A árunum 1960—1980 var gerð könnun á rannsóknarstofu i Kalifomiuá 3000 einkabörnum og þau borin saman við jafn mörg börn sem höfðu alist upp með einu systkini. Einbirnið reyndist að jafnaði vera gáfaðra, hafa meiri sköpunargáfu og meiri efni til að koma sér áfram jafnframt þvi að aðlaga sig betur samfélaginu en hin börnin. Einbimi er fremur erfitt að finna meðal frægra manna sem hafthafa mikla sköpunargáfu eða komið sérveláfram ilifinu vegna þess einfaldlega að áður fyrr var sjaldgæft að hjón ættu bara eitt barn. Miklu auðveldara er að finna þekkt fólk sem var elst i systkinahópnum og í raun og veru er einnig mjög auðvelt að finna þekkta listamenn og leiðandi fólk sem ólstupp sem miðsystkini eða yngsta barn i systkingahópi. Einbirni var t.d. snillingurinn Leonardo da Vinci, málarinn Toulouse-Lautrec, Franklin D. Roosevelt Bandarikjaforseti, heimspekingurinn Jean-Paul Sartre og Jósef Stalin. EINBIRNIÐ: Marilyn Monroe, Josef Stalin, Jón Stefánsson og ólafur Ragnar Grlmsson. ELSTA BARNIÐ: Picasso, Halldór Laxness, Guðrún Helgadóttir og Steingrimur Hermannsson. MIÐBARNIÐ: Schubcrt, Bergman, Snorri Hjartarson og Gunnar YNGSTA BARNIÐ : Olof Palme, Jóhann Sigurjónsson, Jón Baldvin Hanníbaisson og Geir Hallgrims- son. Ef nokkrir Islendingar eru teknir af handahófi sem voru einbirni má nefna Jón Stefánsson listmálara, stjórnmálamennina Ólaf Ragnar Grimsson og Sighvat Björgvinsson og GuðrUnu Jónsdóttur arkitekt, forstöðu- mann B o r g a r s k ip u 1 a g s Reykjavikur. Leikritaskáldið Moliere var elsta barn i systkinahópi, einnig listmálarinn Picasso og rithöf- undarnir Simone de Beauvoir og Doris Lessing. Hinn frægi kabarettlistamaður Josephine Baker var elst sinna systkina og þurfti að fara að vinna fyrir sér 7 ára gömul til að hjálpa til við að framfæra yngri systkini. Af íslenskum listamönnum sem voru elstu börn má nefna Grim Thomsen, Halldór Laxness, Pál Isólfsson, Jón Leifs og Guðrúnu Helgadóttur svo að einhverjir séu nefndir. Af þekktum stjórnmála- mcxinum sem aldir voru upp sem elstu börn má nefna ráðherrana Svavar Gestsson og Steingrim Hermannsson. Auðvitað er hér ekki um að ræða nein algild sannindi að ein- bimi og elstu börn séu færari að sköpunargáfu og 1 eiðtogahæfi- leikum. Rannsóknir sýna einung- is að þau séu að jafnaði hæfari. Og ekki þarf t.d. lengi að leita að þekktum yngstu börnum i syst- kinahöpi. Þar má t.d. nefna Olav Palme i Sviþjóð og söngkonuna Christina Nilsson. Af islenskum listamönnum má nefna Steingrim Thorsteinsson og Jóhann Sigurjónsson og stjórnmála- mennirnir Geir Hallgrimsson og Jón Baldvin Hannibalsson eru yngstu systkini. Þekkt miðsystkini eru t.d. rit- höfundarnir Rousseau, Tjechov og Strindberg og tónskáldin Scu- bert, Tsjækovski og Wagner, einnig kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman. Nefna má Snorra Hjartarson af islenkum listamönnum og‘ af þekktum islenskum stjórnmála- mönnum má nefna Gunnar Thoroddsen. (Tekið saman af GFr) ,Að mynda mót sólu’ Fyrsti fyrirlestur Björns Rúrikssonar af þrem um ljós- myndun verður haldinn á mánudagskvöld kl. 20.30 i hliðar- sal á Kjarvalsstöðum, þar sem nú er ljósmyndasýning Björns. Fyr- irlestrarnir verða með lit- skyggnum og nefnist sá fyrsti „Að mynda mót sólu”. „Að ljósmynda úr lofti” verður siðan á miövikudag á sama stað og stundu og þriðji fundurinn á fimmtudagskvöldiö: „Að velja sér mótlv”. Aðgangur að fyrir- lestrunum er ókeypis, en fólkbeöið að mæta stundvislega. Hver fyr- irlestur stendur 40 mlnútur. Fundur í tilefni friðar- dagsins Menningar og friðarsamtök islenskra kvenna efna til fundar hinn 10. mai i tilefni friöar- dagsins. Fundurinn verður að hótel Heklu við Rauöarárstig og hefst kl. 20.30. Guörún Helgadóttir alþingis- maður hefur framsögu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og Kristin Astgeirsdóttir blaðamaöur ræðir um ástand heimsmála og baráttuna gegn vigbúnaðarkapphlaupinu. Slðan verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn og kaffiveitingar verða á staðnum. Hátíð hjá Vals- mönnum Knattspyrnufélagið Valur er 70 ara um þessar mundir og um þessa helgi munu Valsmennirnir minnast timamótanna á ýmsan hátt. A sunnudaginn milli kl. 15 og 17 er öllum yngri Valsmönnum boðið i Sigtún og verður þar eitt og annað til skemmtunar. I hádeginu á mánudaginn koma meistaraflokkar Vals saman við styttu séra Friðriks Friöriks- sonar við Lækjargötu og syngja Valssöngva. Siöar um daginn á milli kl. 17 og 19, verður opið hús að Hlföarenda. — IngH Islandsmótið hefst í dag íslandsmótið I knattspyrnu hefst i dag, laugardag, kl. 14 meö leik Fram og IBV á Melavellin- um. A morgun, sunnudag, leika á sama stað kl. 20 KR og FH. — IngH Kaffiboð hjá Félagi Snæ- fellinga og Hnappdæla Sunnudaginn 10. mai heldur Félag Snæfellinga og Hnappdæla i Reykjavik sitt árlega kaffiboð fyrir eldri héraðsbúa, sem flust hafa á höfuðborgarsvæðið. Hefst það kl. 14.00 með þvi að fólk hlýðir á guðsþjónustu i Bústaðakirkju. Séra óiafur Skúlason dóm- prófastur prédikar. Kl. 15.00 verða veitingar fram bornar i félagsheimili kirkjunnar og mun l:ór Snæfellingafélags- ins syngi. "okkur lög undir stjórn Jóns s p.iísáonar söngkennara. Fyrir nokkru var hafinn undir- búningur að sólarlandaferö félagsins. Fariö verður til Mallorca og búið I ibúðarhóteli á Magalufströnd I 3 vikur. Vegna mikilla eftirspurna eftir sætum i þessa ferð er þeim, sem áhuga hafa bent á að láta skrá sig sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.