Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. mai 1981
„Hefði hún
mín þá
getað litið
upp úr
gröfinni"
Þaö þarf liklega að segja
fólki tvisvar eða jafnvel
þrisvar að Adolf J.
Petersen sé orðinn 75 ára
gamall en það er hann ein-
mitt í dag, sunnudaginn 10.
maí. Svo unglegur og allt
að því strákslegur er hann.
Þegar hann kemur að skila
sínum vikuskammti af
vísnamálum Þjóðviljans á
ritst jórnarskri f stof urna r
svíf ur hann inn brosmildur
og svif léttur og jaf nan með
gamanyrði á vör. Nú i vik-
unni gripum við hann glóð-
volgan til að hafa við hann
afmælisviðtal/ ekki þó um
þátttöku hans í Krossanes-
verkfallinu og Gúttó-
slagnum, ekki um Pönt-
unarfélag verkamanna og
ekki heldur verkstjóraár
hans hjá Vegagerðinni og
ekki um vísur og ekki um
bæjarstjórnarmál í Kópa-
vogi heldur æsku hans og
uppeldi fyrir norðan.Hann
léði fúslega máls á þvi og
hér kemur viðtalið.
— Það kemur fram i endur-
minningum bróöur þins, Trvggva
Emilssonar, aö þú hafir misst
móður þína mjög ungur. Hvað
varð um þig?
— Já, ég var þá á þriöja ári og
lenti fyrst i stað á hrakningum
manna á milli. Seinast var mér
komið fyrir á kotbæ einum
frammi I öxnadal hjá gamalli
konu sem átti ekkert til að ala
mig upp nema fátæktina og góð-
mennskuna.
— Hver var þessi kona?
— Konan hét Guðrún Margrét
Jóhannesdóttir og fluttist frá
Vatnsenda í Ólafsfirði á þennan
bæ frammi í öxnadal. Hann hét
Gloppa en nú eru ekki einu sinni
tóftir eftiraf honum, ekkert til að
benda á. Hann bar nafn af gilinu
þar hjá en það er sérkennilegt að
þvi leyti aö það gengur i gegnum
fjallið og er næstum hægt að
ganga þar lárétt i gegnum.
— Og á þessum afdalabæ
hefurðu eytt þinum æskuárum.
— Þarna sleit maður bernsku-
skónum sem ýmist voru úr sauð-
skinni eða bara hrossaskinni.
Langtvará millibæjaog fáttum
börn. Bestu leikfélagarnir voru
lömbin, folöldin og kálfarnir á
vorin og hvolparnir, ekki má
gleyma þeim.
— Var fóstra þin ekkja?
— Hún hafði ekki gifst en átti
tvö uppkomin börn sem voru á
bænum. HUn var talin agjörlega
fyrir þessu búi.
— Þetta hefur vcrið smátt kot?
— Reyndar var Gloppa eitt af
landmestu kotunum i Fram-
öxnadalnum en landiö var erfitt.
Húsakynni voru eins og gerðist
þá. Húsið var moldarbær, hlaðið
úr torfi og grjóti og tyrft yfir. í þvi
var baðstofukytra og fjós i öðrum
endanum á henni. Þarna var að
sjálfsögðu búr, eldhús og
skemma og svo náttúrulega göng
og bæjardyr. Lítið var hægt að
aðhafast sér til menningar i
slíkum húsakynnum, eins og
skiljanlegt er, nema þangaö kom
þó nokkuð mikið af bókum, bæði
frá lestrarfélaginu I dalnum og
einnig var reynt aö eignast eitt-
hvað af bókum. Fóstra min
kenndi mér að lesa, fyrst á got-
neskt letur til þess að ég gæti lesið
kverið. Það sem i þvi stóð er mér
nú týnt fyrir löngu en boðorðin
sem hún kenndi mér sum hver
eru ennþá við lýði i minum kolli
og sá siðalærdómur sem hún
kenndi mér var mitt veganesti
þegar ég fór þaðan.
— Hver var siðalærdómur
fóstru þinnar?
— „Kom þú fram við aðra eins
og þú vilt að komið sé fram við
þig”, „Vertu trúr yfir litlu, þá
verðurðu settur yfir meira”
o.s.frv..
— Hvaða bækur voru á hcim-
ilinu?
— Fóstra mín átti tvær upp-
áhaldsbækur. Það voru Biblian og
Rimur af Þórði hreðu. Þegar ég
var orðinn dálitið læs las ég miklu
Afmælis-
viðtal við
Adolf J.
Petersen
75 ára
meira i rlmunum en Bibliunni en
hún vildi þó frekar að ég lærði
Biblíuna heldur en hvernig
Þóröur hreða bæri sig að i hinum
ýmsu bardögum. Þá var maður
nú kannski ekki alltaf trúr yfir
litlu. Svo komu sögubækur úr
lestrarfélaginu eins og ég sagði
áðan og stundum blöð. Til
gamans skal ég geta þess að ein-
hvern tima sá ég auglýsingu með
stóru letri frá einhverri verslun á
Akureyrisem auglýsti koppafeiti.
Ja há. En drengurinn þekkti ekki
nema eina tegund af koppum og
hélt að feitin væri borin inn á þá
til þess að ekki kæmi skán.
— Var fóstra þin forn kona?
— Hún var fædd árið 1846 og
náttúrlega barn sins tima, fylgdi
þeim siðum sem þá giltu og i raun
og veru varð ekki mikil breyting
hér á fyrr en eftir 1920. Eg sé
fóstru mina alltaf fyrir mér sem
fallega konu og hún hefur verið
falleg ung kona þó að lifið og hörð
lifsbarátta hafi að sjálfsögðu sett
rúnir á hana sem aðra. Hún var i
meðallagi á vöxt, þrekvaxin, ljós-
hærð, með mikið hár, björt yfir-
litum og rjóð I kinnum.
— Þú telur þig hafa verið
heppinn að lenda hjá henni?
— Ég átti engan að nema þessa
gömki konu.
— Hafðirðu ekki eitdivað sam-
band við föður þinn?
— Það get ég varla sagt, hann
kom nokkrum sinnum sem gestur
á Gloppu og þá töluöum við dálitið
saman, en það voru ekki mikil
samskipti.
— Tryggvi bróðir þinn lætur að
því liggja að þú hafir strokið frá
Gloppu. Er það rétt?
— Já, það var ekki um annað
að ræða. Ég var orðinn 16 ára
gamall og fannst ekki vistlegt
framundan enda leið ekki nema
hálft annað ár þangað til bæði
systkinin, börn hennar, dóu úr
tæringu og einnig gamall maður
sem var þarna á bænum. Hún
vildi hafa drenginn sinn áfram,
en það var ekki um annað að ræða
fyrir mig en að koma mér burt,
það var eitthvað sem kom mér til
þess, en það var henni sársauka-
fullt.
— Erfði gamla konan þetta við
Þ>g?
— Nei, síður en svo. Hún bless-
aði mig þá sjaldan að leiðir okkar
lágu saman eftir það. Þá var hún
orðin algjör einstæðingur.
— Greip menntaþráin þig
snemma?
— Ég á I raun og veru eftir að
fara f barnaskóla ennþá, þvi að
hann var enginn og litil tilsögn.
Enég hef reynt að bæta mér það
upp á lifsleiðinni. A næsta bæ var
ágætisdrengur, Guðmundur Þor-
láksson, síðar náttúrufræðingur,
og við vorum stundum að bera
saman bækur okkar. Mig langaði
mikið til að læra eitthvað, en það
varenginn tilað leiðbeina. Seinna
þegar komið var út i brauðstritiö
varð það svo að sitja i fyrirrúmi,
en ég hef eitthvað reynt að læra á
lífsleiðinni I staðinn fyrir barna-
skólann-
— Minnistu öxnadalsins með
hlýju?
— Þar bjó gott fólk með fáum
undantekningum, að visu fátækt
fólk, sérstaklega i framdalnum,
en það bjargaði sér þó áfram og
mikið var um hjálpsemi þess
hvað við annað. Að minu mati
þykir mér vænt um öxnadalinn
og mér þykir hann fallegur.
— Ilvert fórstu eftir að þú
straukst?
— Ég fór á vertið suður eins og
kallað var og komst i að róa á
árabát suður á Vatnsleysuströnd.
Ég var á Þórustöðum, sem var
gott heimili en algjörlega af
gamla skólanum. Þetta var smá-
bátur sem við rerum á þrir
saman. Sonur bóndans var for-
maður, en ég var byrjandi að öllu
leyti, og sjóveikur til að byrja
með. Þetta mun hafa verið undir
það siðasta sem menn klæddust
skinnfötum. Ég var kælddur i sjó-
brók og sjóskó og fyrsta daginn
sem við lögðum af stað með netin
var sólskin og gott veður. Hinn
maðurinn hét Guðmundur og við
stóðum I fjörunnisinnhvorumegin
við bátinn og héldum hvor i sinu
keip en formaðurinn var fyrir
stafni. Bátnum var ýtt aftur á bak
út úr vörinni og formaðurinn
sagði hátt: Þá ýtum við fram i
Jesú nafni. Eftir aö báturinn fór á
flot rerum við aðeins aftur á bak
út fyrir sker nokkurt og snerum
honum þar við. Þá sagði for-
maðurinn við mig til að kenna
mér að það væri siður að taka
ofan höfuðfatið og fara með sjó-
ferðabæn. Ég tók ofan en gat ekki
fariö með neina sjóferöabæn þvi
að ég kunni enga. Þarna var ég
svo út vertiðina en fór siðan i
burt til að leita mér vinnu
annars staöar til sjós og lands.
— Já, það er vist löng saga og
mikil sem e.t.v. verður hægt að
rifja upp siðar. Ég sé t.d. I
tslenskum samtimamönnum að
þú hefur veriö gerður að heiðurs-
félaga verkstjórasamtakanna og
ef ég man rétt sá ég það I btööum
fyrir skemmstu að þú veittir við-
töku úr hendi Vigdlsar forseta
Fálkaorðunni fyrir félagsstörf.
Hvað heldurðu aö fóstra þin hefði
sagt um það?
— Hefði hún fóstra min þá
getað litiö upp úr gröf sinni og séð
hvað hefur áunnist hefði hún orðið
glöð við.
—GFr
FJORIR BILAR
UIANLANDSFERÐIR
HLJOMICKI
VERTUMEÐ
VINNINGARNIR ERU ÞESS VIRÐI