Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 17
Helgin 9—10. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 17 Mirming Guðmundur Þórðarson læknir Fæddur 25. okt. 1923 —dáinn 3. maí 1981 Guðmundur var fæddur 25. okt., 1923 að Efri-úlfsstaðahjáleigu í Austur-Landeyjum i Rangár- vallasýslu. Hann var elsta barn Þórðar Þorsteinssonar bónda að Efri-tJlfsstaðahjáleigu og konu hans ólafar Guðmundsdóttur. Hin börnin eru Sesselja, Val- gerður, Þorsteinn og Guðlaug. Guðmundur ólst upp i föður- húsum við þau störf, sem þá tiðk- aðist að börn og unglingar ynnu. 1 barnaskóla bar strax á þvi að þar fór skarpgreindur unglingur. Stefndi hugur hans á frekari skólagöngu, en erfitt var um vik. Það var ekki auðhlaupið að þvi á þessum árum fyrir sveitaungling að komast i Menntaskólann i Reykjavik. Þá var ekki komið svokallað landspróf, hvað þá samræmd próf, en eins og allir vita var landsprófið réttarbót fyrir fólk utan Reykjavikur og rauf þá einokun, sem áður rikti um inngöngu i hinn lærða skóla. Þessi mál ræddi Guðmundur oft og var auðheyrt, að þarna fann hann óréttlæti. Guðmundi tókst að komast á Gagnfræðanámskeiö i Mennta- skólanum i Reykjavik árið 1941 og lauk gagnfræðaprófi utanskóla það vor. I lærdómsdeild M.R. situr hann 1942—1945 og lýkur stúdentsprófi úr stærðfræðideild voriö 1945. A þessum árum var ekkert færibandakerfi I námi og ekkert styrkjakerfi. Guðmundur bregður á það ráð að afla sér tekna og starfaði einkum við akstur vöru- og leigubila bæði i Reykjavik og annarsstaðar. Minntist hann oft þessa tima- bils með ánægju — þarna sá hann ýmsar hliðar mannlifsins, sem hann hefði ekki séð elía. A þessum árum stóð hugur hans helst til náms i dýralæknisfræði, en efnahagur og annað stuðlaði að þvi að hann hóf nám I læknisfræði við Háskóla íslands haustiö 1950 og lauk læknaprófi voriö 1958. fékk ótakmarkað lækningaleyfi i október 1960. Fyrstu árin, að loknu læknaprófi vann Guðmundur ýmis læknisstörf á sjúkrahúsum og utan. Af þessum störfum minntist hann oftast á starf sitt sem héraöslæknir i Djúpavikurhéraði á Ströndum. Ég hygg, að þar hafi verið gott samkomulag meö sveita- manninum Guðmundi Þórðarsyni og lækninum Guömundi Þórðar- syni; þar var hann i friði fyrir hraða þéttbýlisins. Vorið 1963 réðist hann til rann- sóknastarfa hjá Krabbameins- félagi Islands og um haustið að Rannsóknastofu Háskólans, og þar vann hann siðan við rann- sóknastörf, fyrst i meina- og réttarlæknisfræði, en siðustu árin eingöngu iréttarerfðafræði. Hann var settur forstöðumaður Blóð- bankans 1969—1972. 1 sinni sér- grein sótti Guðmundur ýmis námskeið og ráðstefnur, hann átti lika hluta að allmörgum rit- gerðum i þessum fræðum. Guömundur var félagslyndur og félagslega sinnaður. A þvi byggð- ist þátttaka hans i félags- og stjórnmálum. Hann var formaöur Fjölnis, Félags ungra sjálfstæðis- manna I Rangárvallasýslu 1947, i stjórn S.U.S. 1947—1948. Guömundur sagöi mér, að hann hefði sagt skiliö við þennan félagsskap, vegna andstöðu sinnar við aðild Islands að NATO. Og sú var afstaöa hans i þvi máli æ siðan. Erlendur her I landinu var honum hugraun. Onnur félög sem Guðmundur sat i stjórn eða nærri stjórnartaumum voru m.a., Öháði söfnuðurinn, M.S. félagið, Kattavinafélagiö og Rangæinga- félagið I Reykjavik. Persónulega þekkti ég starf hans í Rangæinga- félaginu, og vó hans pund þar þungt, enda var hann Rangæingur i húð Og hár. Vil ég, sem formaður þess félags, tjá þakkir okkar. Vinur minn og félagi, Guðmundur Þórðarson, er nú allur. Ég hitti hann fyrst vorið 1970, þegar ég var að hugsa um starf á vegum Erföafræðinefndar Háskólans. Sýndi Guðmundur mér tæki, sem viö hugöumst nota i sameiningu við rannsóknir, fannst mér maðurinn gera óþarf- lega litið úr verkum sinum á sviöi erfðamarka. En þannig var Guð- mundur, hann gerði sinn hlut alltaf minni en efni stóðu til. Um haustiö hóf ég svo starf i Blóð- bankakjallaranum i næsta her- bergi við Guðmund. Varð mér strax ljóst, hversu fróður hann var um menn og málefni, hann vissi deili á ættum manna, sögu og atferli, mikið hvað einn maöur gat vitað. Siðar þegar kynni okkar uröu nánari, þá skynjaði ég hina eðlis- lægu fróðleiksþörf, sem svalað var á gamlan sveitamanna máta, að spyrja frétta, ekki af hnýsni og illgirni, heldur hvötinni að vita hið rétta — þannig haföi hann aflað þekkingar til viðbótar við það sem hann las og hann las mikið, gott minni hélt öllu til haga. Þvl varö samband okkar brátt eins og meistara og læri- sveins — hann fræddi og ég reyndi að nema. Sá þáttur er einkenndi Guðmund Þórðarson mest, var hin endalausa hjálpsemi við aðra og skipti þar ekki máli hvorir áttu i hlut rónar eða ráöherrar, dræsur eða dómarar. Það var eins og hann væri á höttunum eftir að fórna sér fyrir aðra. Kom þetta gleggst i ljós I starfi hans við lausn viðkvæmra mála — hann veitti ókeypis ráðgjöf, erföalega og lögfræðilega, var alltaf til viðtals. 011 mál reyndi hann að leysa — og þannig varð upphafið að samvinnu okkar á sviði réttarerfðafræði. Þessi samvinna gerði Guömund að okkar besta heimilisvini, ráð- gjafa og lækni, og sem fyrr þá gaf hann en við þáöum — og sú gjöf verður ekki endurgoldin, aðeins þökkuð. Þó að Guðmundur fórnaði sér fyrir sina tvlfættu meðbræöur, þá þótti honum ekki siður vænt um ferfættu „strákana” — kettina. „Strákar” voru gæluyrði hans á köttum. Þeir voru ekki fáir „strákarnir”, sem þáðu rjóma i heimsóknum slnum til Guðmundar. Hann hélt ekki kött, til þess var hann of mikill dýra- vinur. Ég held aö þaö hafi verið sjálfstæöi kattarins, sem heillaöi Guðmund, kötturinn athugar umhverfið og treystir engu að órannsökuöu máli. En margir vegir eru órann- sakaöir og einn þeirra er upphaf og framgangur þess sjúkddms er svipti okkur nærveru þessa fórn- fúsa manns. Við Guömundur höfðum ráögert svo margt til framfara, er við vorum að nema og njóta llfsins I kóngsins Kaup- mannahöfn siöastliöiö vor. Margt fer öðruvisi en ætlað er. Guömundur Þórðarson er allur. Skjólstæðingum og aðstand- endum votta ég samúð. Alfreð Arnason • Guðmundur Þórðarson er lát- inn. Hann lést eftir skamma, en erfiða sjúkdómslegu á Land- spitalanum h. 3. mai s.l. Guðmundur var fæddur i Efri Úlfstaðahjáleigu I Landeyjum, sonur hjónanna Þórðar Þor- steinssonar bónda þar og konu hans Ölafar Guðmundsdóttur. Guðmundur ólst upp i foreldra- húsum með fjórum systkinum sinum, þrem systrum og einum bróður. Var Guðmundur elstur þeirra systkina. Hugur Guðmundar stóö fljótt til mennta, enda kom rik eðlisgreind og frábærar námsgáfur hans I ljós þegar á unga aldri. A upp- vaxtarárum hans var meiri vand- kvæðum bundið að afla sér f jár til menntunar en nú er. Efni voru viöa litil i þá daga og þeir, sem leita vildu sér frekari þekkingar urðu að kosta framfæri sitt af þeim tekjum, sem þeir öfluöu. Þetta varð hlutskipti Guðmund- ar. Hann tókst á hendur hvert það starf sem bauðst. Með miklu haröfylgi tókst Guðmundi að afla sér fjár til langskólanáms, þó að- eins með strangri vinnu, bæði á sumrum og með náminu. Ekki er vafi á þvi að allt tafði þetta nám hans, þrátt fyrir óvenjulega námshæfileika. Leiðir okkar Guðmundar vinar mins lágu fyrst saman er við vor- um aö hefja nám I læknisfræði. Mér var þegar ljóst að hér fór góður drengur og mikill hæfi- leikamaður. Stálminni hans og næmur skilningur var hér samof- ið. Guðmundur kunni slik firn kvæða, aö meö ólikindum er. Þeir, sem gerst þekktu vissu og að Guðmundur var vel hagmælt- ur og hafði næmt brageyra. Þess- um eiginleikum flikaði Guðmund- ur aldrei. Hjálpsemi og drengskap Guð- mundar er við brugðið. Ekkert aumt mátti hann sjá, svo að hann reyndi ekki að koma til hjálpar. Ef honum fannst með ódrengskap á einhvern hallað lét hann i ljós álit sitt með festu og rökum. Eng- an mann hef ég þekkt sem var svo víösfjarri skapi að beita aðra órétti. Hann reyndi ávallt að bæta málstað þess, sem um var rætt og aldrei heyrði ég hann halla oröi til nokkurs manns. Eftir að ég stofnaði heimili var Guðmundur daglegur aufúsu- gestur hjá okkur. Vinátta konu minnar og barna til Guðmundar var fölskvalaus, nánast fannst okkur öllum hann vera einn af fjölskyldunni. Þegar viö vorum búsett á Vestfjörðum um skeið var Guömundur þar hjá okkur um stuttan tima. Veröur sá skammi timi okkur ávallt minnisstæður, enda fylgdi þessum góða dreng ylur og birta. En nú er hann horfinn, aðeins 57 ára gamall. Við söknum sárt þessa góöa vinar og mikla hæfi- leikamanns. Hann skildi eftir sig hin fögru sporin, sem allir er hann þekktu munu ávallt minn- ast. Drengskapur og hjálpsemi við litilmagnann voru þeir eigin- leikar, sem rikastir voru hjá Guö- mundi. Sár harmur er nú kveðinn að systkinum og öðrum nánum ætt- ingjum Guömundar. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Við hjónin og börn okkar kveðj- um þig nú um sinn, kæri vinur. Við þökkum þér alla þina vináttu og tryggð við okkur. Við biöjum Guð að leiða þig og styðja á æðri tilverustigum. Sigriður og Björn önundarson. MFÍK heldur almennan fund i tilefni friðardags- ins, að Hótel Heklu sunnudaginn 10. mai kl. 20.30. Dagskrá: Guðrún Helgadóttir alþm. talar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Kristin Astgeirsdóttir blm. talar um ástand heimsmála og baráttuna gegn vig- búnaðarkapphlaupinu. Fyrirspurnir og umræður. öllum heimiil aðgangur. Stjórn MFKÍ Borgarverkfræðingurinn i Reykjavik Í|í Lausar stöður óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til al- mennra skrifstofustarfa. Góð kunnátta i islensku og vélritun ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu sendist skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, fyrir 15. mai n.k. Skrifstofur borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Reykjavik. S. 18000. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarðvikur, Grindavikur og Gullbringusýslu fyrir árið 1981 AAiðvikudaginn 13. maí 0-1051 — 0-1125 fimmtudaginn 14. maí 0-1126 — 0-1200 föstudaginn 15. maí 0-1201 — 0-1275 mánudaginn 18. maí 0-1276 — 0-1350 þriðjudaginn 19. maí 0-1351 — 0-1425 miðvikudaginn 20. maí 0-1426 — 0-1500 f immtudaginn 21. maí 0-1501 — 0-1575 föstudaginn 22. maí 0-1576 — 0-1650 mánudaginn 25. maí 0-1651 — 0-1725 þriðjudaginn 26. maí 0-1726 — 0-1800 miðvikudaginn 27. maí 0-1801 — 0-1875 föstudaginn 29. maí 0-1876 — 0-1950 mánudaginn 1. júní 0-1951 — 0-2025 þriðjudaginn 2. júní 0-2026 — 0-2100 miðvikudaginn 3. júní 0-2101 — 0-2175 fimmtudaginn 4. júní 0-2176 — 0-2250 föstudaginn 5. júní 0-2251 — 0-2325 þriðjudaginn 9. júní 0-2326 — 0-2400 miðvikudaginn 10. júní 0-2401 — 0-2475 fimmtudaginn 11. júní 0-2476 — 0-2550 föstudaginn 12. júní 0-2551 — 0-2625 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Kef lavík, milli kl. 8—12 og 13—16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun ann- arra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. Vanræki einhver að færa bifreiða sina til skoðun- ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 4. maí 1981. Lögreglustjórinn i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.