Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 3
Helgin 9—10. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Útlagar gera innrás Hljómsveitin Kamar- orghestar hefur um ára- bil verið menningarmið- stöð íslendinganýlend- unnar í Kaupmannahöfn. Orghestarnir hafa ekki bara leikið fyrir dansi á ötal böllum, heldur hefur hl jómsveitin nær ein- göngu flutt eigið efni, ogjþaðtúlkar lífssýn og lífsaðstöðu stórs hluta nýlendubúa. A þessu ári hefur hljómsveitin gert innrás i danska menn- ingarlandhelgi og troðið upp á vertshúsum vitt og breitt i Kaupmannahöfn (og einu sinni i Arósum). Þótt danir skilji ekki baun i textum hljómsveitar- innar, hafa þeir fundið sam- hljóm með þvi ósvikna rokki sem hljómsveitin flytur. Það er engin þjóðremba að segja frá þvi að hljómsveitin hefur farið sigurför um Loppuna, Mðne- fiskeren, Hánd i hanke, Huset i Arósum, auk „heimavallarins” á Eyrarsundsgarði á Amakri. Fréttaritari Þjóðviljans hefur veriðá flestum þessum stöðum, heyrt viðurkenningarorð gesta, oft með öllum þeim áherslum sem dönsk tunga ræður yfir, og lifsfjörið hefur ekki leynt sér á dansgólfinu. Allir þessir staðir standa hljómsveitinni opnir til frekara spileris. En nil langar Kamarorghesta að spila fyrir fólk sem skilur textana lika. Hljómsveitin er sem sé á leið til Islands og hyggst verja sumarfriinu til að þeytast um landið, spila á sveitaböllum, hljómleikum, i heimahUsum eða annars staðar þar sem færi gefst. KamarorgHestar ætla um ísland í sumar með plötu í farangrinum En fyrst ætla þau að ganga frá plötu. Þegar þessar linur eru skrifaðar, er hljómsveitin að leggja siðustu hönd á breiðskifu, sem inniheldur 12 eigin lög. Ég heimsótti Kamarorghesta i Hookfarm stUdióið i Kaup- mannahöfn, fékk að heyra upp- tökurnar og átti nokkur orð við hljómsveitarmeðlimi. Efni plötunnar Lögin eru felld saman i sögu- þráð, sem lýsir degi i Kamar- orgbælinu. Við sögu koma bæði yfirvöld staðarins, þau Vöggur lögga og kærasta hans Fia frænka, verkalýðshetjan Jaki rola og hópur af venjulegu fólki, s.s. Runki rokkari, Nalli ný- bylgjubolti, kæra Kata, stutta Stina og braskarinn Baddi Bissness. Þetta fólk lýsir gleði sinni og sorgum, átökum við yf- irvöld og samviskubit. Framsæknum islendingum mun eflaust þykja hressilegt nýnæmi i textum Kamarorg- hesta, sem allir lýsa viðleitni til að lifa mannsæmandi lifi i vond- um kapitalisma. „Samvisku- bit” Lisu Pálsdóttur er að minu mati besta framlag til kven- frelsisbaráttu sem komið hefur frá islensku rokki, og Kristján Pétur beitir góðri skáldgáfu sinni til að flyt ja boðskap vinnu- fælninnar og horfast i augu við staðreyndir daglega lifsins. Fleiri hljómsveitarlimir leggja orð i belg, og óhætt er að fulll- yðra að Kamarorghestar leggja með plötunni góðan skerf til að búa til þróttmikið islenskt rokk- mál. Tónlistin er afar breið. Gott og gamalt rokk, nýbylgja og nokkur hæg og jafnvel angur- vær lög. Meðal hljóðfæranna er vitaskuld trommur, bassi og gitar, en hljómborð og flauta setja lika mikinn svip á tónlist- ina, að ógleymdum söngnum. Platan virðist munu takast vel. Stiidi'óvinnan hefur háft i för meö sér töluverða fágun á efninu, það er engin hrákasmið á neinu, en samtimis kemur platan vel til skila þeim krafti sem ekki sist er aðalsmerki hljómsveitarinnar. Annars held ég að best sé að geyma alla plötudóma þar til afurðin er komin i gegnum skurð og press- un og yfir Atlantshafið. Ríkur frændi og áræðni Mér varð hugsað til þess, að mjög hefur dregið Ur plötugerð á tslandi, og spurði hljómsveit- ina, hvernig hUn færi að þvi að klifa þann þrituga hamar sem plötuútgáfa virðist vera orðin. — Við höfum i fyrsta lagi gefið okkur þann ti'ma sem þarf til að æfa og fara i studió. Þar fyrir utan eigum við rikan frænda i Karabiska hafinu, sem siglir þar um á 350 metra langri lysti- snekkju. Hann hefur lánað okk- ur pening. Svo höfum við trU á þvi að nógu margir vilji kaupa plötuna á tslandi til að við kom- umst Ut Ur þeim skuldum sem við höfum stofnað til. StUdióið er fremur ódýrt og við notum ekki mikið yfir 100 Við höfum sérhæft okkur í \/arahliitum híl\/ph VÉLAVERKSTÆÐI VARAHLUTAVERSLUN Þ.JÓNSSON & CO. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SÍMAR 84515/84516 Viö eigum ávallt fyrirliggjandi varahluti í flestar gerðir bílvéla • Stimpla • Pakkningar • Legur • Ventla Kamarorghestar ætla að þevsa um landið. spila á sveitaböllum, hljómlcikum, i heimahúsum.... tima.en við komumst ekki fram hjá þeim kostnaði sem fylgir pressun og skurði, og ætlum auk þess að hafa veglegt umslag. Það var hrein nautn fyrir mig að fylgjast með Kamarorghest- unum vinna af einbeitni og natni að þvi að bæta sólóum og effekt- um ofan á þéttskipað tónbandið og veita mér þannig smá- kennslu i þvi, hvað eiginlega er átt við með orðinu „vinnufælni” — að gefa sig að skapandi starfi i stað þess að selja vinnuafl sitt. Kamarorghestar eru meðal þeirra fjölmörgu islensku Ut- laga, sem hafa betra tækifæri til að lifa þvi lifi, sem þeir sjálfir vilja, i Danrhörku en á tslandi. En i sumar gera þessir Utlagar innrás i tsland, kannski ekki sist til að kanna, hvort þar er ein- hver skilningur á sköpunar- starfi þeirra. Kaupmannahöfn um miðjan april, G estu r G uðm undsson. í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lykla- kippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gler- augu og fl.. Eru þeim, sem slikum munum hafa glat- að, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrif- stofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 13:30—16:00. Þeir óskilamunir sem búnir eru að vera i vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði i portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 16. mai 1981. Uppboðið hefst kl. 14:00. Lögreglustjórinn i Reykjavik. ÚTBOÐ Hitaveita Eyra óskar eftir tilboðum i eft- irtalin verk: 1. Dreifikerfi hitaveitu á Stokkseyri. Pipuviddir eru 20—0 150 mm og pipu- lengd alls um 5500 m. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Eyra, Hafnargötu 10 Stokkseyri, mánudaginn 25. mai 1981 kl. 14:00. 2. Dreifikerfi hitaveitu á Eyrarbakka. Pipuviddir eru ff 20—d 150 mm og pipu- lengd alls um 5500 m. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hita- veitu Eyra, Hafnargötu 10 Stokkseyri, miðvikudaginn 27. mai 1981 kl. 14 00. Útboðsgögn verða afhent i Reykjavik á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álfta- mýri 9 og Stokkseyri á skrifstofu Eyra frá og með þriðjudeginum 12. mai 1981 gegn 500 kr. skilatryggingu fyrir hvort verk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.