Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 26
26 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. mal 1981 Kapprœðufundir Kappræðufundur milli Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins og Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Umræðuefni: Hvert stefnir á íslandi? Hverju þarf að breyta? Akureyri þriöjudaginn 12. mal I Sjálfstæöishúsinu klukkan 20.30 Ræöumenn ÆnAb: Einar Karl Haraldsson, Erlingur Sigurðar- son og Steingrimur Sigfússon. Ræðumenn SuS: Lárus Blöndal, Jón Magnússon og Pétur Rafns- son. Fundarstjórar: Tryggvi Jakobsson og Björn Jósep Arnarsson. Æskulýðsnefnd Alþýöubandalagsins. Einar Steingrfmur Erlingur Hjúkrunarskóli íslands Eiríksgötu 34 Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um skólavist fyrir september 1981 liggja frammi i afgreiðslu skólans. — Umsóknarfrestur er til9. júni. Skólastjóri. T Dagheimili — — Hafnarfjörður Forstöðumaður óskast til starfa við dag- heimilið Viðivelli frá og með 1. ágúst n.k. Upplýsingar hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Simi 53444. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. grein laga nr. 27/1970. Umsóknarfrestur er til 1. júni nk. Félagsmálastjórinn i Hafnarfirði. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf i tónmenntakennaradeild verða dagana 25. og 26. mai n.k. og fara fram i húsakynnum Tónlistarskólans Skipholti33, kl. 1 e.h. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar nánari upplysingar um prófkröfur og nám i deildinni. Umsóknarfrestur er til 23. mai. Skólastjóri. m Lóðaúthlutun í Reykjavík 1981 Lóðanefnd hefur reiknað stig umsækjenda um lóðir, sem auglýstar voru til umsóknar 22. og 23. mars sl. Upplýsingar um stigaútreikning verða veittar i sima 27095 kl. 08:20—16:15 til og með 13. mai nk. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist Lóðanefnd Reykjavikur, Skúlatúni 2, fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 14. main.k. Athygli er vakin á, að um er að ræða útreikning stiga, en ekki hefur enn verið tekin afstaða til annarra atriða s.s. fjármögnunar. Lóðanefnd Reykjavikur Sýningu Eiríks að ljúka Sýningu Eiríks Smiths á Kjar- valsstööum lýkur annaö kvöld kl. 22.00. Eirikur sýnir þarna um 115 verk þar af voru rúm 90 á sölulista. Aösókn hefur veriö góö og sala meö endemum, á fimmtu- daginn höföu 80 verk selst. Stúdentaráð: Styður kröfur pólitískra fanga á N-írlandi Stúdentaráö Háskóla íslands samþykkti á fúndi sinum 6. mai sl. með 17 atkvæðum gegn 4 ályktun til stuðnings kröfum póli- tlskra fanga sem dúsa i fangelsi bresku stjórnarinnar á N-Irlandi, bg njóta ekki þess réttar, sem talin eru sjálfsögð i þeim löndum sem teljast vilja lýöræöisriki. I ályktuninni var sömuleiöis tekið undir og þess krafist að viðurkennd yröu þau réttindi sem pólitiskir fangar eiga að hafa skv. alþjóölegum samþykktum, svo og aöbreskiherinn hypji sig burt hið snarasta frá N-írl. svo að kaþólskir ibúar landsins þurfi ekki alltaf að búa við geðþótta- handtökur og geðþóttadóma bresku nýlendukúgaranna. Fjörugt var á þessum fundi stúdentaráðs. 1 byrjun fundar var fjallað um þær fjöldatak- markanir sem Háskólaráð hefur nýlega samþykkt i tannlækna- deild og læknadeild. Voru allir ráösliöar sammála um að vinna gegn ákvörðun Háskólaráðs með oddi og egg. — eg. Fóstrudeilan: Enginn fundur boðaður 1 gær var ekki boðað til samn- ingafundar I kjaradeilu fóstra og rikisins en fundurinn, sem hald- inn var s.l. fimmtudag og stóð i riíma tólf klukkutima, varð árangurslaus. Deiluaöilar vildu lltiö láta eftir sér hafa i gær, en búast er viö öörum fundi um eða eftir helgina. Kosningar í Wales Verkamanna- flokkurinn vinnur á 1 gær voru borgar. og sveitar- stjórnarkosningar i Wales. Ihaldsflokkurinn tapaði miklu fylgi og eru úrslit kosninganna túlkuö sem áfellisdómur bresku þjóöarinnar yfir Thatcher og breska Ihaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn náði meirihluta i Lundúnum og 6 stærstu þéttbýliskjörnum lands- ins. Frjálslyndi. flokkurinn bætti talsveröu fylgi viö sig. Fylgis- aukning Verkamannaflokksins varö um 20—30% á þeim stööum sem atvinnuleysið hefur hvað mest aukist I stjórnartið Thatchers. Talið er aö Verkamanna- flokkurinn heföi náö meira fylgi ef ekki væri fyrir þau átök sem eiga sér staö innan hans. — ös ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Svavar Asmundur Guöm. J. ólafur Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins veröur haldinn laugardaginn 16. mal n.k. i Hreyfilshúsinu kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: Kjaramálin. Framsögumenn:Svavar Gestsson, Asmundur Stefánsson, Guömundur J. Guömundsson og ólafur Ragnar Grimsson. Til fundarins eru sérstaklega boðaöir fulltrúar Alþýöubandalagsins um land allt, en öllum Alþýöubandalagsmönnum er frjálst aö koma á fundinn. Baknefnd framkvæmda- og atvinnumála Baknefnd framkvæmda- og atvinnumála heldur sinn næsta fund mánudaginn 11. mai kl. 17 aö Grettisgötu 3. Alþýðubandalagið í Reykjavik Baknefnd fræðslu-, iþrótta- og æskulýðsmála Baknefnd fræðslu-, Iþrótta- og æskulýðsmála heldur sinn næsta fund mánudaginn 11. mai ki. 17 á Grettisgötu 3. Dagskrá: 1) Nýting húsnæðis i hverfum borgarinnar til félags-, tómstunda- og iþróttaiðkana. 2) Ahersluatriði i fræðslu-, iþrótta- og æskulýðsmálum til loka kjör- tímabils borgarstjórnar. Fundir baknefnda eru opnir öllum félagsmönnum. Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur um skipulagsmál. AB á Akranesi heldur félagsfund sunnudaginn 10. mai nk. i Rein og hefst hann kl. 16.00 Fundarefni: Aðalskipulag bæjarins. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Grundarfirði heldur almennan félagsfund, sunnudaginn 10. mai kl. 14.00 i húsi Verkalýðsfélagsins við Borgarbraut. Fundarefni: Framhald blaðaútgáfu Framsögu flytur Ingi Hans. Skorað er á alla félagsmenn að fjölmenna og taka þátt i mörkun stefnu á útgáfubirtingar blaðs félagsins. Stjórnin. Herstödvaandstædingar Baráttusamkoma Samtök herstöðvaandstæðinga halda samkomu í Hafnarbíói, Alþýðuleikhúsinu, laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Minnst verður dauða írska þingmannsins Bobby Sands Bókmenntadagskrá: Guörún Helgadóttirles úr eigin verkum. Guðbergur Bergsson les Ur eigin verkum. Anton H. Jónsson les Ur verkum sinum. Sólveig Jónsdóttir les ljóö eftir Jón frá Pálmholti. Fluttur veröur einþáttungur eftir Friöu Siguröardóttur. Flytjendur: Sverrir Hólmarsson, Sigurbjörg Arnadóttir og Silja Aöalsteinsdóttir. Jónas Amason og félagar flytja irska söngva I minningu lýöveldishetjunnar Bobby Sands. Kynnir: Böövar Guðmundsson Aögangur kr. 20.00 Á eftir veröur gengið að breska sendíráðinu við Laufásveg. Guörún Guöbergur Anton H. Jónas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.