Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. mai 1981 sunnudagspistill Þeir synda „sem fiskur i vatni’’ um kaþólsku hverfin. Irland oglRA Mánuö eftir mánuö/ ár eftir ár, þylja fréttir áminningar um sprenging- ar og skotbardaga á Norð- ur-írlandi, og svo fer sem oftar, að hugurinn slævist í þessari síbylju. Þangað til eitthvað nýtt gerist: Bobby Sands, IRA-fangi og þing- maður, svelti sig í hel. Útvalin þjóð guðs Fréttaflutningnum er oftast þannig hagað, að monnum dettur vestur i Connemara i trska lýð- veldinu með McCluskyhjónunum, sem koma að norðan. Þetta kem- ur ekkert triiarbrögðum við: það er spurt um jafnrétti til vinnu og um hUsnæðismál. Ef hægt væri að leysa þetta, þá mundi allt falla i ljúfa löð hjá okkur á Norður-tr- landi, sögðu þau. Nei, þetta er einföldun, sögðu nokkrir vinir IRA á krá i Dublin: það verðuraldrei friður á Norður- trlandi fyrr en trland sameinast og Bretar hypja sig. HörrLingasaga Við komumst ekkert áfram með irsk mál nema að fara aftur i sögu, helst sem lengst. Irland var fyrsta nýlenda Breta. öldum saman var að Irum þrengt með ýmsum hætti, lönd tekin af þeim, þeir geriSr annars- flokks þegnar i eigin landi. Astandið versnaði að mun upp Ur þvi að Hinrik áttundi sagði skilið við Róm en trar héldu tryggð við r Arni Bergmann skrifar landaflóttinn, einkum vestur um haf, hélt áfram Ut öldina. Það eru ekki si'st minningar um hungur- árin sem hafa kynt undir Breta- hatur með trum heima og ann- arsstaðar. Mótmælendur En sitt hvorum megin við sið- ustu aldamót fór mikil þjóðernis- vakning um landið: það var bar- ist fyrir endurvakningu irskrar tungu, fyrir heimsstjórn, fyrir frelsi verkalýðsfélaga. Arið 1910 var málum svo komið, að þing- menn frá trlandi réðu þvi hvort þingmeirihluti væri iLondon fyrir ihaldsstjórn eða stjórn Frjáls- ekki annað i' hug en trUarbragða- styrjöld; helst kynnu menn að ætla að Norður-lrland væri af undarlegum sökum þaö miðalda- pláss að f jandskapur milli kirkju- deilda réði þar striði og friði. Stundum berfyrir augu texta sem sýnast staðfesta þetta. Séra Ian Paisley segir um mótmælendur sina: „Guð á Sitteigið fólk i Ulst- er. Otvalda þjóð! Frelsaða þjóð! Þjóð sem hefur verið hvitþvegin i blóði. Þjóð sem óttast Guð. Hans eigið fólk! t hinum Rauðgulu bræðrareglum mótmælenda, sem ráða miklu um það, hver er ráð- inn i lögregluna, á póstinn eða kemst I iðnnám er til skálaræða til heilla Vilhjálmi konungi sem sigraði kaþólska við Boyne árið 1690. Þar segir: „Megi sá sem þessari skál neitar verða kram- inn og klesstur og honum troðið inn i stóru fallbyssuna i Athlone, og sé skotið úr byssunni á vömb páfans og páfanum skotið ofan i maga andskotans og andskotan- um til helvitis og dyrum læst og lykillinn um alla eilifð i vasa hins Rauðgula reglubróður”. Svo kemur allt önnur skýring þegar þú situr að morgunveröi sinn páfa. Og trar gerðu hvað eftir annað uppreisnir, sem voru bældar niður: uppreisn Roe O’Neills, sem hófst 1641 og stóð i ellefu ár og kostaði hálfa þjóðina lifið. A þeirri öld voru sett Refsi- lög gegn kaþólskum, sem bönn- uðu þeim að eiga land nema I litl- um mæli, bönnuðu þeim að læra, bönnuðu þeim að gegna embætt- um. Aðkomnir mótmælendur og þeirsem létu múta sér tilaö kasta trú og þar með segja skilið við fólk sitt I nauðum, þeir nutu svo allskonar friðinda: það er svo enn i dag i sjálfu írska lýðveldinu, að þar er aðeins 5% ibúanna mót- mælendur — en það eru einmitt þeir sem eiga hálft rikiö, lönd og fyrirtæki. Um aldamótin 1800 var írska þingið lagt niður með þving- unum og mútum. 1845—48 geisar mikil hungursneyð, sem var af- leiöing þeirra búskaparhátta sem breskt vald hafði skapað á Irlandi og neyðarhjálp var mjög I skötu- liki (meðal annars vegna þess að breskir ráöamenn treystu á blessun markaðslögmála). Fyrir hungursneyð voru trar átta miljónir eða mun fleiri en i dag — meira en miljón manns fórst, önnur miljón flúöi þá land, og lynda flokksins. Þeim tókst að nota stöðuna til að fá samþykki neðri deildar þingsins fyrir irskri heimsstjóm. En þá sameinuðust tveir aðiiar um að eyðileggja þá réttarbót: lávarðadeildin breska og mótmælendur á Norður-lr- landi. Breska krúnan hafði gripið til þess þegar á sautjándu öld, að planta niður mótmælendum, flestum úr skosku Láglöndunum, á Norður-lrlandi, sér til trausts og halds. Þetta voru „landnem- ar” sem hafðir voru til að flæma á brott „indjánana” — hina kaþólsku Ira, eða kúga þá. Af þvi hlutskipti hlutverki spratt i rás timanna sérstök manngerð, Ulsterbúinn, sem er hvorki Iri né Breti. Mótmælandinn sem belgir sig út i trúarhroka og yfirmáta hollustu við bresku krúnuna — vegna þess aö þar vill hann eiga vernd visa ef að kaþóskir menn kæmust i þá aöstöðu að gjöra mótmælendum það sem þeir hafa þeim gjört. Og 1910 börðust Ulstermenn harkalega gegn irskri heima- stjórn af sömu ástæðu og þeir sið- ar börðust gegn sameiningu Ir- lands og fyrir áframhaldandi tengslum við Bretland: Þeir vilja ekki verða minnihluti I samein- uðu Irlandi. Blóðeftír slóð trskum málum var skotið á frest 1910; en árið 1916 brast þolinmæði hinna róttækari lýð- veldissinna: þeir fóru af stað fá- liðaðir og illa vopnaðir og tóku pósthúsið I Páskauppreisninni frægu. Foringjarnir voru hand- teknir og flestir skotnir, og nú hafði allt „breyst gjörsamlega” eins og skáldið Yeatskvað. Aftök- urnar komu þvi til leiöar sem sjálfstæðisflokknum Sinn Fein (sem var stofnaður 1906) haföi ekki tekist: að vekja landsmenn til öflugrar sjálfstæöishreyfingar. Það erekki sist til þessara tiðinda að rekja má baráttuaðferðir IRA, Irska lýöveldishersins: pislar- vættir eru nauðsyn. Irar kusu sér þing og lýstu sig lýðveldi 1919. Bretar sendu mikið herlið og málaliða á vettvang, og nú var barist á írlandi i tvö ár án eiginlegrar viglinu. Þetta var i fyrsta sinn að skæruhernaður gegn heimsveldi var háður meö árangri: trar urðu að þvi leyti fyrirboði þess sem siöar gerðist um allan nýlenduheiminn. Bretar gátu ekki lengur haldið Irlandi. En Irar gátu að sönnu ekki unnið sigur, ekki i þessari lotu. Árið 1921 var samið um stofnun irska fririkisins, með skilmálum sem margir lýðveldissinnar gátu ekki sætt sig við. Bretar héldu her- stöðvum i landinu, bresku krún- unni voru svarnir hollustueiðar — og sex af nfu sýslum Norður-lr- lands voru áfram innan breska rikisins. Þeir ósáttfúsu Þessir samningar klufu þjóðina i herðar niður, i tvö ár börðust andstæðingar þeirra og stuðn- ingsmenn innbyrðis, 12 þúsundir hinna ósáttfúsu lentu i fangelsum hjá fyrrverandi félögum sinum. IRA sem við þekkjum á ætt sina að rekja til þessa fólks, til þeirra sem aldrei sættu sig við skiptingu landsins, ekki heldur eftir að Fri- rikið varð trska lýðveldið og breskar herstöðvar voru lagðar niður. En um alllangan tima var heldur dauft yfir IRA. Samtökin Götuvigi I Belfast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.