Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—1«. mai 1981 ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. , Umsjónarmaður sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. Iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. r Hst jor nar g r ei n Vill nokkur skipta? • í forystugrein Morgunblaðsins í gær er því haldið fram að kaupmáttur launa haf i minnkað stórlega f rá því ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hrökklaðist frá völdum sumarið 1978. • Hér er að sjálfsögðu um örgustu blekkingar að ræða. Sannleikurinn er sá, að enda þótt viðskiptakjör okkar út á við hafi versnað um 15—17% frá árunum 1977 og 1978, þá telur Þjóðhagsstofnun að kaupmáttur ráðstöf unartekna á mann haf i aukist um 1,6% á árinu 1979, minnkað um 3% á árinu 1980 og muni í ár verða sá sami og í fyrra. — AAeð öðrum orðum sáralitlar breytingar. • Ef ritstjórar AAorgunblaðsins halda að þetta séu einhverjar heimatiIbúnar tölur hér á Þjóðviljanum, þá bendum viðþeimá að fletta upp á blaðsíðu 18 í nýj- asta riti Þjóðhagsstofnunar: ,,úr þjóðarbúskapnum'' númerl2. *- • Að sjálfsögðu er það kaupmáttur ráðstöfunar- teknanna sem skiptir mestu máli, því það eru þær tekjur sem fólk heldur eftir þegar allir skattar hafa veriðgreiddir. • Áárunum 1975 til 1976 voru viðskiptakjör okkar út á við nokkru hagstæðari að jafnaði en þau eru nú og hafa veriðaðundanförnu. O En hvernig litu lífskjörin út? — Hvernig var kaup- mátturinn á þeim árum? • Samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar er kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann talinn hafa verið 113,8% stig árið 1975 (miðað við 100 árið 1971) og 116,1 stig árið 1976. Samkvæmt sömu heimild er kaupmáttur ráðstöf unartekna á mann hins vegar talinn hafa verið 140,1 stig á árinu 1979 og sam- kvæmt Þjóðhagsstof nun er reiknað með 135,9 stigum á síðasta ári og einnig í ár. O AAeð öðrum orðum: Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á þessu og síðasta ári er nær 20% hærri en hann var á valdaárum Geirs Hallgrímssonar, áður en verkalýðshreyfingin braut launamálastefnu hans á bakaftur. • Ogsamteru viðskiptakjörokkar út á við lakari nú en þau voru á árunum 1975—1976. Það skiptir ekki heldur litlu máll þegar dæma skal. O Er það nýtt kauprán sem AAorgunblaðið og þeir Sjálfstaeðismenn sem nú heimta hærra og hærra verð- lag þrá heitast? O Og ef við berum saman við árið 1977, þá eru við- skiptakjör okkar i utanríkisviðskiptunum nú talin af Þjóðhagsstofnun 15—17% lakari en þau voru þá (eftir því hvort árið er talið með!). — En kaupmátt ráðstöf- unartekna á síðasta ári og þessu telur Þ jóðhagsstofn- un hi ns vegar vera (r—7% betri en þá var. • Vilja menn svo panta stjórnina hans Geirs Hall- grímssonar yfir landið á nýjan leik? — Kjósendur gjöri svo vel að vel ja, þegar þar að kemur. — k. 777 herra Meyer O Stjórnarformaður Alusuisse, álfurstinn AAeyer, sendi okkur íslendingum kveðju á hluthafafundi auðhringsins fyrir skömmu. Þessari kveðju ál- furstans var komið á framfæri f AAorgunblaðinu í fyrradag. Herra AAeyer segir að kommúnistar í íslenska stjórnarráðinu séu að ofsækja auðhringinn. Hann seg- ist láta ókkur hafa súrálið— hráef nið sem unnið er úr i Straumsvík — á of lágu verði!! Og herra AAeyer tekur fram að ástæða sé til að spyrja ,,hvort við höf- um veðjaðá rangan hest með f járfestingum okkar á (slandi". O AAegum við benda handlöngurum auðhringsins hér á islandi á að koma ummælum Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra^hér í Þjóðviljanum í gær ' tryggilega á framfæri við húsbændur sfna hjá Alu- suisse. Ráðherrann segir: O ,,Við erum fullfærir að taka við fyrirtæki sem þessu (álverinu) og reka það einir, eða í samvinnu við aðra". Þetta þarf herra AAeyer nauðsynlega að lesa. — k. úr aimanak inu Að sjá mun á íhaldi 1 og sósíalisma Það hefur á stundum verið kennisetning á með- al vinstri manna að allt sé betra en íhaldið. Okkur var kennt í pólitískri bernsku að leiðarljósið ætti að vera forræði okk- ar þessara hvítþvegnu; þá væri gaman að lifa í landi. En er þetta svona einfalt? Hafa t.d. Reyk- víkingar lifað betri tíð með blóm í haga eftir að Sigurjón og félagar tóku við borginni? Eða tókst okkur að öngla f leiri aura upp úr umslaginu eftir að Svavar og Co tóku við landinu? Nei, við sem höfum slitið okk- ar pólitisku barnsskóm vitum auðvitað að stjórnarháttum verðurekki breyttá einni nóttu. Ekki einu sinni þó góður vilji og hollt vegarnesti sé með i maln- um. Einhver sagði um daginn af einhverju tilefni að vilji væri allt sem þarf en auðvitað þarf meira að koma til. Spurningin er bara a hvern hátt verða framlinumenn okkar að beita brandinum svo sem bestur árangur náíst. Og það læöist að mér sá grunur að stjórnlistinni sé á stundum afar áfátt enda þótt góðan vilja til að breyta samfélaginu skorti ekki. Alþýðubandalagið hefur á liðnum árum sótt fast á að eiga aöild að rikisstjórn. Auðvitað á svo að vera — hvers vegna væri þá baristef ekki væri tilgangur- inn aö hafa áhrif á stjórn lands- ins. En flokkurinn hefur verið illa undir það búinn að takast stjórnunarstörf á hendur. Oit hefur skort fastmótaða áætlun um þá hluti sem skal taka fyrir en glamuryrtar kosningaræður látnar duga sem pólitlsk vinnu- plögg. barna þarf flokkurinn sem skipulagseining að koma til af fullum þunga. Ekki bara sk. „sérfræðingar” sem kallaðir eru til næturfunda kringum kosningar með forystu flokks- ins, heldur að leitað sé álits þeirra þdsunda I þessu landi sem gengiö hafa i sóslaliskan stjórnmáiaflokk með það fyrir augum að hafa áhrif. tslenskir sóslalistar af alþýðukyni kunna margt fleira fyrir sér en að sleikja frimerki og þeim er upp til hópa treystandi til að inna ábyrgðarmeiri störf af hendi en að hlaupa með áróðursplögg i hús. Um þetta get ég fullvissað forystu Alþýðubandalagsins. Valþór Hlööversso skrifar Borgaratlokkarnir á Islandi eru ólýðræðislegar stofnanir i eðli sínu. Það kemur engum á óvart. En það er nöturleg stað- reynd að eini sósíaliski flokkur- inn f landinu er ekki hótinu betri hvað þetta efni varðar og orkar raunar tvimælis að hann af þeim sökum standi undir nafni. Hér dettur mér ekki i hug að gera forystu flokksins að alls herjar blóraböggli. Þeirri skoð- un er raunar oft kastað fram að forysta flokksins beri á þessu fulla ábyrgð, og raunar kjósi þann kost einan að flokksfélag- arnirlátisem minnstá sér bera. Þá sé engin hætta á að farið sé fram á „óæskilegar breyting- £ir”. Sitthvað er auðvitað rétt i þessum máífiutningi en kjarni málsins er hins vegar allt ann- ar. í stórum og vaxandi stjórn- málaflokki eru margar skoðanir uppiá öllum málum. Svo verður að vera ef tala á um hreyfingu i deiglu. En kór óánægju- raddanna hefur ekki verið stillt- ur sama og raunar er útsetn- ingin oft með þeim ósköpum að lagið sem I upphafi átti að leika hefur hlaupið út af nótna- blaðinu. Hvað með hermálið? Auðvit- að eru allir Alþýðubandalags- menn hundóanægðir með þróun mála þar. öllum f innst okkur að knýja mættibetur á um brottför hersins. En við vitum lika að slikt er alls ekki á dagskrá; það væri valdníðsla af versta tagi ef fulltrúar sóslalista i rikisstjórn heimtuðu brottför hersins með- an innan við fjóröungur al- þingismanna er þvi fylgjandi ef á reynir. Hér er ágætt dæmi um uppgjöf flokksmanna; þeir leggja niður rófuna i þessu máli um leið og ljóst er að forysta flokksins ætlar sér að hneppa öðrum hnöppum næstu misseri. Hér hefði auðvitað flokkurinn átt að skipuleggja sig sem einn maður I Samtökum herstöðva- andstæðinga, bretta upp erm- arnar og reka harðan áróður á meðal almennings fyrir þvi að herinn komi sér I burt . Hvort sem forystan væri þvi fylgjandi eða ekki. A slðasta landsfundi Alþýðubandalagsins gafst ágætt tækifæri til að hrinda af stað öfl- ugu starfi af þessu tagi. Tæki- færið var látið ónotað. Það er eins og menn hafi fyrir löngu komist að þeirri óskynsamlegu niðurstöðu aö öll barátta fyrir hinum stóru markmiðum flokks og hreyfingar sé rýtingsstunga i bak fulltrda okkar I rikisstjórn, þann stutta tima sem þeir hafa tekið að sér að stjórna landinu. Kjarni málsins er auðvitað sá að stjórnmá laf lokkur sem vill starfa sem fjöldahreyfing hefur stærri og þýðingarmeiri mark- mið en svo að láta staðnæmast i öllu sínu starfi við tímabundna þátttöku i rikisstjórn ellegar sveitarstjórn. Flokksmenn hafa axlað þá ábyrgð með inngöngu sinni I flokkinn að láta ekki deigan siga i starfinu og þeim ber skylda til að feta sig braut- ina I átt til sósialismans. Ef menn eru hins vegar svo blá- eygir að halda að nóg sé að koma 3 mönnum i rikisstjórn eða t.d. 5 i borgarstjórn — þá vita þeir einfaldlega ekki hvað sóslalismi er. Það má endalaust deila um árangur af starfi sósialista i borgaralegu stjórnkerfi. Um hitt þarf ekki að deila að jafn- betri árangur næst ef mikið og fjölþætt undirbúningsstarf ligg- ur að baki þeim stefnumiðum sem tekin eru. Sú vinnuregla verður að skapast að hvort sem við sendum ráðherra eða bæjar- fulltrúa inn I stjórnkerfið, þá hafi hann með i vegarnesti vinnuplagg frá flokksfólki. Hér eiga almennir flokksmenn verk að vinna og þeim ber skylda til þess, hvort sem forystu flokks- ins likar það betur eða verr. Skapist þessi vinnuregla fyrir frumkvæði þeirra þúsunda sem gengið hafai flokkinn er ég ekki i nokkrum vafa um að alþýðu- fólk finnur gleggri mun á ihaldi og sósialisma þegar Alþýðu- bandalagsmenn sitja i Stjórnar- ráöinu. Og þá fyrst — en fyrr ekki — eygjum við teikn á lofti um sósíaliskt tsland .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.