Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Htlgin 9—10. mai 1981
fc
vísnamál
Umsjón:
Adolf J. Petersen
Klingja sörnu orðin enn
Það er ekki neitt „lokaö ljóö”
sem kom núna rétt fyrir
páskana i bréfi norðan af
Skagaströnd. Bréfritarinn kann
betur viö aö vera hreinskilinn og
segja meiningu sina umbúöa-
laust meö opnum huga, láta fer-
skeytluna flytja hugarflug sitt
hreint og tært til þeirra sem á
þaö vilja hlýöa, en hann hefur
frá ýmsu aö segja, sem hefur
verulegt sögulegt gildi, ef vel er
aö gáö. Þaö er mesti misskiln-
ingur aö halda aö dægurmálin
séu eitthvaö sem ekki tilheyri
tslandssögunni, hvort sem þau
eru stjórnmálalegs eölis eöa
ekki.
Þaö er ekki þörf á lengri for-
mála. Bréfritarinn, Rúnar
Kristjánsson á Skagaströnd,
byrjar meö þvi sem hann kallar
Mottó:
Elsku hjartans Adolf minn,
ef þau hjá þér lenda,
andleg körn i þáttinn þinn
þegar vil ég senda.
Vel fram borið visnamál,
vigt i alla staöi,
löngum ég af lifi og sál
les i hverju blaði.
Haltu sama hættinum,
heill með stökur þinar.
Þar með flyt ég þættinum
þakkarkveöjur minar.
1 framhaldi af þessu segir
Rúnar: „Oft er þaö svo, aö þeir
sem taka aö sér ábyrgöarstörf
veröa fyrir gagnrýni, sem
stundum getur oröiö all-óvægi-
leg. Af sliku tilefni komu þessar
visur i hugann:
Ýmsum háir hæpið skyn,
heimska, þrái og rosti.
Heyra má að hreppsnefndin
hafi fáa kosti.
Tungur næmar niðs i vist
nýtast slæmum vörgum.
Aðra að dæma er litil list,
Iitt það sæmir mörgum.
Viö viss málalok kom einföld
ályktun:
# Fæstir lita vonaveg,
vilja ei bita á jaxla,
kjósa vitin voðaleg,
vaða skit til axla.
Eftirfarandi visur komu fram
viö ákveönar pólitiskar uppá-
komur I landi voru, sem flesta
mun enn reka minni til:
Sjálfstæðismenn segja i kór,
sist með geði hressu:
Það veit guð, að Gunnar Thor
græðir ekki á þessu.
I ráöuneyti refsingar
rikir kerfið grimma.
Möppudýrin dansa þar
dátt I kringum Vimma.
Vilmundur i valdastól
vann sig upp með skvaldri,
nú sem stendur sjaldan sól
sér hanrt fyrir Baldri.
Vilmundur meö viöhorf breytt
vill nú annað horfa,
hefur stöðu væna veitt
veslings Finni Torfa.
Hefur djöfsa i kratakyn
kippt að dómi flestra,
aö reyna aö næra negldan vin
á Norðurlandi vestra.
Yfir þingið alda gekk,
uns hún hristi grunninn,
þegar loksins Finnur fékk
feitan bita i munninn.
Gelta án afláts
grimmir rakkar,
gjammið er þeim tamt.
Framsókn eins og
hræfugl hlakkar,
heimtar stærri skammt.
Fyrir kosningarnar siöustu
voru framsóknarmenn natnir
viö áróöur sinn um aö þeir einir
væru trausts veröir og aörir
heföu reynst illa.
Klingja sömu oröin enn,
oft þau þarf að kynna,
aftursætis ökumenn
óheilindi vinna.
Ort vegna suöurfarar Hún-
vetninga:
Blöndu vanda-málið mjög
magnar þróun skæða.
Yfir holt og hæðardrög
Húnvetningar æða.
Þrýsta vilja þingiö á
þeir með föstum tökum,
Blönduvirkjun vilja fá,
veifa gildum rökum.
Aróðursins óskalag
upp I mörgum hristi.
Aðalvopniö er i dag
undirskriftalisti.
Hoppa margir hátt á loft,
héraösbrestir veröa.
Felst I sliku ærið oft
orsök suðurferða.
Lakast tel ég samt að sjá
suma I þessu máli
herða snöru um hálsinn á
Höllustaöa-Páli.
Sendi þér, Adolf, þakkir fyrir
Visnamálin, sem eru mjög
gleöjandi I alla staöi og blaöinu
frjósamt framlag. Liföu heill.
Rúnar Kristjánsson
Skagaströnd.”
Þökk sé Rúnari fyrir bréfiö,
visurnar og hóliö, og ekki hvaö
sist fyrir þaö sem maöur þóttist
geta lesiö á milli linananna, en
þaö voru hálfdulin fyrirheit um
meira seinna.
Þegar Finnur Torfi bauö sig
fyrst fram i Noröurlandskjör-
dæmi vestra, þá geröi hann þaö
meö mjög miklum fyrirvara,
svo menn kölluöu þaö
snemmbært. Kappinn fór svo
um kjördæmiö aö leita sér aö at-
kvæöum. Þá var keöiö:
t lágu gengi lltilsverð
Iötrar um I rýru standi
snauturleg I snikjuferð
snemmbæran á Norðurlandi.
A.
Alþingismaöurinn Eyjólfur
Konráö var eitt sinn eitthvað aö
bjástra viö sláturhús á Sauöar-
króki. Kom þá mynd af honum I
blaöi, þar sem hann dregur hrút
einn mikinn til slátrunar. Þá
kom þessi visa:
Nú er dyggðin niðurlút
njörvuð öllu megin.
Eyjólfur meö eigin hrút
arkar banaveginn.
A.
Þegar Gunnar haföi myndaö
þá rikisstjórn er nú situr er sagt
aö Geir hafi oröiö reiöur og sagt
á flokksfundi aö þetta væri
sárari raun en tárum tæki í>á
var brosaö og kveöiö:
Þungt er böl hins
þekkta manns
þjáðúr raunasárum,
aivarlegu augun hans
eru fuil af tárum.
A.