Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 7
Helgin 6. — 7. jiini 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Any trouble á túninu framan við Torfuna, þar sem þeir fengu sér laufléttan morgunverö i gær- morgunásamtblaðamönnum.F.v.: Phil Barnes, Sev Lewkowicz, Chris Parks, Martin Hughes og Clive • Gregson, sem athugar hvort nokkur vandræði séu með efnahagsmáiin. Hvítasunnurokk í Laugardalshöll kl. 16.00 Nokkur vandræði leyst og Any trouble flýtt Smávörur í bílaútgerðina 09 ferðalagið! -laekjum wið í bcnsinrtöðvar ESSO /-------i H I jómsveitin Any trouble kom hingað til lands i gærkvöld og áttu hér sína fyrstu andvöku- nótt vegna næturbirtunnar. Reyndar höfðu þeir heyrt sögusagnir um þessar björtu nætur okkar og Clive Gregson, lagasmiður sveitarinnar, sagðist hafa samið lag í tilefni islands- fararinnar, ,,Það dimmir aldrei á nóttunni". Ef satt er (hann virðist dáldið gamansamur dreng- urinn) þá er þetta í annað sinn sem (sland verður kveikjan að lagasmíð enskra rokkara. Led Zeppelin riðu á vaðið, en fóru hina leiðina, og sömdu Immigrant song eftir ís- landsför sína árið 1970. Any trouble er nú skipuð fimm hljóðfæraleikurum. Clive Greg- son er söngvari og gitarleikari, Phil Barxies bassaleikari, Chris Parks aðalgitaristi, en þeir þrir stofnuðu hljómsveitina. I febrúar þetta ár settist við settið nýr trommari Martin Hughes, og nú fyrir skömmu bættist i hópinn hljómborðsleikarinn Sev Lew- kowicz, Breti pólskrar ættar. önnur hljómplata Any trouble er væntanleg á markað á næst- unn^ en þeir voru að leggja sið- ustu hönd á hana fyrir viku. 011 lögin á plötunni eru eftir Clive Gregson utan eitt, sem er u.þ.b. 6 ára lag eftir Richard Thompson, sem Clive hefur mikið dálæti á. Lagið heitir Dimming of the day. Fyrstu hljómleikar með Any trouble voru á Borginni i gær- kvöld þar sem þeir komu fram ásamt Start, Taugadeildinni og Bara-flokknum frá Akureyri. Að- alhljómleikar Any trouble, ásamt hinum þrem sveitunum, veröa i Laugardalshöllinni i dag kl. 16.00 og ganga undir nafninu Hvita- sunnurokk. Upphaflega átti að rokka i Höllinni að kvöldlagi, en yfirvöldum þótti það ekki til- hlýðilegt vegna nálægðar þess hátiðisdags þjóðkirkjunnar sem næstur er á grösum. Á annan i hvitasunnu kl. 14 eiga að hefjast útihljómleikar við Grensásveginn fyrir utan Tommaborgara. Þar koma fram Brimkló, Start og Grýlurnar og leynigestir, sem við höfum hleraö að séu Any trouble. Kl. 21.00 aö kvöldi sama dags verða Any trouble og islensku hljomsveitirn- ar 3 með hljómleika i Selfossbiói, á þriðjudagskvöld i Stapa, einnig kl. 21, og lokahljómleikar þeirra verða á Hótel Borg miðvikudag- inn 10. júni. Miðaverð er 75 kr. Það er kannski rétt að nefna að hljómlist Any trouble höfðar til breiðs aldurshóps. Hún spannar það sem nefnt hefur verið ný- bylgja en vekur lika „nostalgiu- tilfinningu hjá þeim sem muna poppið kringum '65. — A Til Bobby Sands og félaga Ég vildi ég gæti rétt hendurnar yfir hafið og haldið með ykkur um vopnin uns sigurinn vinnst. Ég vildi ég gæti heitri vináttu vafið vargbitnar hendur og hjarta sem tryggast finnst. Ég vildi gefa helft af eigin ævi ef (slendingar fyndu slíka glóð. Ég vildi að ég ætti orð við hæfi, en ekkert skáld mun finna verðugt Ijóð. l'rska hugrekkið lýsir upp Evrópu alla. í afdal við Breiðaf jörð sjáum við eldregnið falla. L Steinunn Eyjólfsdótti ,\ Varahlutir, hreinsmSg bónvörur £sso J Suðurlandsbraut 18 1981 AÐALFUNDUR Sölusambands islenskra fiskframleiðenda verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu miðvikudaginn 10. júni n.k. og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda. Ibúð óskast strax. Erum húsnæðislaust ungt par með eitt barn og annað i vændum. Flytjum i tjald i Laugardal um helgina. Vinsamlega hringið i sima 24427. Nýja línan frá GUSTAVSBERG Hönnuð til að mæta kröfuhörðum hagstil byggingamóðs niunda áratugsins. Enda kaupa fleiri hér á landi GUSTAVSBERG en öll önnur hreinlætistæki samanlagt. Á verði sem allir ráða viö. Leitiö upplýsinga. Biöjið um myndlista. GUSTAVSBERG Kaupfélag Suðurnesja Byggingavörur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.