Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 27
Helgin 6. — 7. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27
dægurtónlrist
Eitt og annað
Nú er aldeilis kominn stórkost-
legur kippur i' hljómplötuútgáfu
landsmanna. Á næstu dögum mun
drifa yfir landsmenn eitt og
annaö góðgæti frá islenskum tón-
listamönnum. Það var von
manna i upphafi árs að það yrði
blómlegt og er ekki að sjá annað
að sú von rætist og riflega það.
Hér á eftir fer upptalning á þvi
helst sem von er á næstu vikur.
Ekki gefst timi til að fjalla mjög
nákyæmlega um hverja útgáfu
enda verða þeim gerð skil jafn-
óðum og þær taka að streyma á
markaðinn.
Taugadeildin hefur lokið við að
taka upp sina fyrstu plötu. Hún
kemur til með að innihalda fjögur
lög sem verið hafa á „pró-
grammi” hljómsveitarinnar að
undanförnu. Platan mun koma i
verslanir i lok mánaðarins.
Baraflokkurinn frá Akureyri
mun taka upp litla plötu i næstu
viku. E f að likum læ tur þá verður
hér á feröinni plata sem á eftir að
koma ýmsum á óvart. Plata
Baraflokksins munu koma út i
kringum mánaðarmótin og bind
ég miklar vonir við þessar tvær
hljómsveitir og afurðir þeirra.
Enda hlakka ég óskaplega til
aö heyra i þeim I Höllinni i kvöld
(þ.e. laugardag).
Fræbbblarnir eru nú að vakna
til lifsins á ný eftir frekar rólegan
vetur. Þeir munu væntanlega
senda frá sér litla plötu nú um
mánaðarmótin. Og jafnvel taka
upp hljómleika og gefa þá út á
snældu.
Sú plata sem á eftir aö koma
flestum á óvarter plata með þeim
bræðrum Mike og Danny Pollock.
Til aðstoðar við sig fengu þeir As-
geir trommuleikara Purksins og
er ekki að efa að þessi plata muni
koma verulega á óvart. Það er
hljómplötuútgáfan Gramm sem
gefur þessa plötu út. Er þetta
önnurplatan sem Grammið gef ur
út sú fyrsta var Tilf með Purrkin-
um.
Sólóplata Bubba mun koma út
um miðjan mánuðinn og á ýms-
um eftir að bregða þegar þeir
hlýða á þá plötu þ.e.a.s. ef
samanburðurinn verður við ts-
bjarnarbliís eða 45 rpm.Kappinn
fer að sögn inn á nýjar brautir
sem ekki hafa verið troðnar áður
hér heima.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu þá er hætt við að pyngjan
taki að léttast þegar Uða tekur á
mánuðinn. Og það er ekki nóg að
hljómplötuútgafa verði með allra
besta móti i ár, heldur bendir allt
til þess að heimsóknir erlendra
listamanna verði öllu tiðari en við
eigum að venjast.. Það er nokkuð
öruggt að tvær af efnilegustu
hljómsveitum Breta heimsækja
okkur i sumar (auk Any Trouble
sem þegar eru komnir) Þaö eru
hljómsveitimar Killing Joke og
Fall og svo er ekki ólíklegt að
hinn Islandsfrægi B.A. Robertson
láti sjá sig i sumar.
Spandau Ballet
Engin hljómsveit er eins umtöl-
uð I Bretiandi þessa dagana og
Spandau Ballet. Það er ekki ein-
göngu tónlistin sem vekur umtal
heldur er það ekki slður útlit
hljómsveitarinnar og fylgifiska
hennar. Fyrsta breiösklfa hljóm-
sveitarinnar Journeys To Glory
nýtur þessa dagana hylli svo að
segja heimshorna á milli.
Hljómsveitin byrjaði að koma
fram i nóvember 1979 og vakti þá
mikla athygli fyrir tónlist, klæða-
burð og hárgreiðslu. Enda eru
fatahönnuðir, hárgreiðslumeist-
arar og snyrtisérfræöingar fylgi-
fiskar hljómsveitarinnar. Sigur-
ganga Spandau Ballet hefur verið
óslitin siðan hljómsveitin fór að
koma fram og ekkert lát virðist
ætla aö verða á þeirri göngu I
bráð.
Spandau Ballet skipa þeir
fimmmenningar: John Keeble
trommur, Martin Kemp bassa,
Steve Norman gitar, Gary Kemp
gítar og tónheila og Tony Hadley
söngur og tónheila.
Tónlist Spandau Ballet er takt-
föst létt gripandi og umfram allt
annaö, danstónlist. Þeir eru
ekkert aö fela að þeir spili dans-
tónlist og finnst mér það virö-
ingarvert. Journeys To Glory er
fyrirtaks samkvæmis og dans-
plata og bara all góð sem slik.
Tónlist Spandau Ballet sver sig
nokkuð I ætt viö tónlist Ultravox.
Tónlist Spandau mætti kalla raf-
magns ný-funk, nýja discótónlist,
afkvæmi af souli 7. áratugarins
eða allt þetta I senn.
Tónlistaflutningurinn er I alla
staði pottþéttur. Af þeim fimm-
menningum var það söngvarinn
sem hreif mig mest og fannst mér
hann búa yfir sterkri og hljóm-
fagurri rödd.
Ég get ekki sagt að ég sé yfir
mig heillaður af tónlist Spandau
Ballet. Hún lætur vel I eyrum I
upphafi en eftir þvi sem oftar er á
hana hlustaö veröur hún leiðin-
legri nema gott hlé sé tekið á
milli. Umfram allt er þetta dans-
og samkvæmistónlist og ber aö
dæma hana sem sllka.
Public Image Ltd.
með nýtt meistaraverk
Fáar hljómsveitir hafa verið
jafn umdeildar hin siöari ár og
Public Image Limited (Pil). Það
hafa ávallt þótt meiriháttar tið-
indi þegar Pil sendir frá sér
breiöskifu. Nú er komin út ný
plata með hljómsveitinni, Flow-
ers Of Romance, og markar hún
viss kaflaskil i sögu hljómsveitar-
innar.
Eftir að John Lydon (þá Rott-
en) hætti I Sex Pistols og stofnaöi
Pil áttu ýmsir von á annarri
Pistols I nýjum búningi, en svo
varð ekki. Pil markaði sér þegar i
upphafi framsækna tónlistar-
braut sem þeir hafa siðan fetað
dyggilega. Aö visu meö misjöfn-
um árangri, en þar sem reykur
er, — þar fer eldur undir. Eldur-
inn blossaöi upp á fyrstu breið-
skifu hljómsveitarinnar, First
Issueog á Metal Boxsem kom út
siöla árs 1979. Og svo aftur núna á
Flowers Of Romance þar sem
eldtungurnar teygja sig til him-
ins.
Núverandi liðsskipan Pil er:
Jeanette Lee John Lydon og Keith
Levene, en tveir þeir siðast
nefndu hafa verið meö frá upp-
hafi. Einnig kemur trommuleik-
arinn Martin Atkins við sögu á
þessari plötu.
Eins og ég sagði áöan þá táknar
þessi hljómplata viss kaflaskil i
sögu hljómsveitarinnar. Þetta er
lang frumlegasta breiöskifa
hljómsveitarinnar og jafnframt
sú besta, man ég ekki eftir að
hafa heyrt aöra slika I háa herr-
ans tiö. Hún er frumleg i tvennum
skilningi, fyrsta lagi óvanalegri
notkun hljóöfæra og i ööru lagi
hljómi (soundi).
Einfaldleikinn er ráöandi I
hljóðfæraleiknum. Trommurnar
eru hafðar i forgrunni á allri plöt-
unni og gerir þaö hana all sér-
kennilega áheyrnar. Og þetta er
ekki neinn venjulegur trommu-
leikur! Gitar er notaöur I tveim
lögum „Go Back” og „Phena-
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
gen”. Sömu sögu er að segja af
bassaleiknumbassinner notaöur I
tveim lögum „Flowers Of Rom-
ance” og „Banging The Door”.
Annars eru það rafmagnshljóð-
heilar, sem notaðir eru til aö
skreyta með og það á dálitið
óvenjulegan hátt. Heilarnir eru
notaðir til að búa til „eðlileg”
hljóð, þ.e. eins og úr venjulegum
hljóðfærum, bassa, gitar o.s.f.
Söngurinn er aftarlega á plötunni
en engu að siöur skýr, og er það
alger andstæða við þaö sem vana-
lega er gert.
Hljómurinn er mjög sérstakur
og minnist ég þess ekki að hafa
hlýtt á neitt þessu llkt. Hann er
mjög einfaldur, eðlilegur og
þungur, það er óvanalegt að sam-
an fari einfaldleiki og þungur
taktur.
Hljóðfæraleikurinn er ekki
lýtalaus en einhvern veginn má
hann ekki vera öðruvísi. Þau
komast öll bærilega frá sinu og
sérstaklega John Lydon sem hef-
ur sennilega aldrei sungið jafn
vel. Einnig kemst hann sóma-
samlega frá tónheila hlutverki
sinu. Trommuieikur Keith
Levene og Martin Atkins er góður
og gaman aö heyra hve Levene
kemst vel frá honum. Þaö er
trommuleikur þeirra félaga sem
gefur plötunni þennan sérstaka
blæ sem svo gaman er að. Þessi
fáu bassagrip Levens og Jeanett-
ar Lee er ekkert undur. Aftur á
móti er gitarleikur Levnes góöur.
Litið ber á Jeanette Lee og er
hlutur hennar á plötunni lltill og
mér segist svo hugur um að hiut-
ur hennar komi ekki til meö að
vaxa á komandi árum.
Textar plötunnar eru sæmilegir
en eitthvað hefur Lydon farið aft-
ur. Ég sakna hinna beittu texta
hans þar sem hann kreistir á kýl-
unum.
Fiowers Of Romance þarfnast
talsverörar hlustunar og Ihugun-
ar. En þegar isinn er brotinn þá
spilar þú ekki aðra plötu I bráö. í
heild þá er hér um algert meist-
araverk að ræða sem mun standa
sem góður minnisvarði sem eitt
af mörgum glæsilegum afkvæm-
um dægurtónlistar okkar ára.
Gillan: Vonandi ryðgar bárujárnið fljótt
Flugur og bárujárn
Ekki alls fyrir löngu kom út
safnplatan Flugur. Þar er að
finna lög eftir ýmsa vel þekkta
listamenn, TIvolí, Mezzoforte,
Start, Björgvin Halldórsson, Ólaf
Hauk Slmonarson, Þú og Ég og
Jakob Magnússon.
A Fiugumer aö finna nokkur af
vinsælustu lögum seinni ára. Lög
eins og „Reykjavikurborg” sem
er hér i enskri útgáfu, „Fallinn”,
„Sönn ást” ofl. ofl.
1 mlnum augum er þessi plata
merkileg fyrir þrennt. I fyrsta
lagi er lag með Celcius sem ekki
hefur áður komið út á plötu,
„Love Your Mother”. Hér er það
Helga Möller sem syngur og fer
bara ágætlega með þetta þekkta
Change lag.
1 öðru og þriðja lagi er að finna
á Flugum tvö lög með Utangarðs-
mönnum. Það fyrra „The Big
Sleep” hefur ekki komiö út á plötu
áður en verður væntanlega á
breiöskifu þeirri sem sett verður
á markaö I Englandi siöar á ár-
inu. Það síðara „Rækjureggae”
er hér I allt annarri og betri út-
setningu en á lltilli plötu þeirra
kappa sem kom út fyrir tæpu ári.
Textinn er örlitiö breyttur, svo og
útsetning.
Bárujárnsrokk (heavy-metal)
skaut upp koilinum á nýjan leik
fyrir nokkru — illu heilli. Ein aöal
bárujárnshljómsveit þessa dag-
ana er hljómsveitin Gillan, kennd
viö söngvara hljómsveitarinnar,
Ian Gillan, sem var hér á árum
áöur söngvari hljómsveitarinnar
Deep Purple.
Nýlega kom út breiösklfa meö
þessari „mætu” hljómsveit sem
nefndist Future Shock og er þaö
sannarlega réttnefni. Alla vega
varö ég fyrir hálfgeröu áfalli viö
aö hlýða á hana.
Þrátt fyrir aö Future Shock
falli ekki aö mlnum smekk þá er
þetta eflaust fengur fyrir alla
sanntrúaöa bárujárnsrokkara og
vonandi eru þeir ekki margir.