Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júni 1981 sunnudagspistrill „Of lengi höfum við verið eins og fjallamenn, sem liggur svo mikið á að klifra hæsta tindinn, að við höfum lengi lengi dregið að okkur súrefnisgrímur, isaxir, hlýjar úlpur — allt sem þarf til að lifa af i 6000 metra hæð. En vegna þess að við gleymdum kortinu af umhverfinu, áttavita og gönguskóm, höldum við að villast beitarland sem er i 500 metra hæðM Regis Debray, La critique des armes Vinstrisinni er sá sem leitar „Skiptu þér ekki af flokki sem letrar á fána sinn orBiö „hags- munir”. Stjtírnmálamaður á aö berjast fyrir hugsjón”. Þetta er Ur bók sem Regis Debray hefur saman sett og heitir Le Scribe. Þennan mann var Mitterrand, nýkjörinn for- seti Frakklands, að gera einn af ráögjöfum sfnum um utanrikis- mál. Þaö er mjög eftirtektar- vert val. Debray er einn af yngri höfðingjum vinstrimennsku i Frakklandi og stendur á fer- tugu. Hann ftír um tvitugt til KUbu og geröist vinur Castros og Che Guevara. Hann skrifaöi bókina „Byltingin i bylting- unni" áriö 1967, hUn fjallaði um byltingarhreyfingar og fram- varðarsveitir hennar. Debray elti Che Guevara til Bóliviu og var handtekinn þar um svipaö leyti og Che féll. Hann var dæmdur i30 ára fangelsi, en átti nógu marga vini um viöa veröld til aö komast Ur fangelsi 1970. Þá fór hann til Chile aö tala viö Allende (þau samtöl hafa komið út á islensku i bókinni „Félagi forseti”). Þekking og gagnrýni Regis Debray hefur kynnst flestum vonum og vonbrigðum vinstrisinna. Hann hefur skrifaö eitthvert merkasta rit um bylt- ingar hreyfingar og vinstri- flokka i Rómönsku Ameriku, Gagnrýni á vopnin (La critique des armes). Hann hefur fjallaö um það, hvernig bæöi þeir sem tóku upp vopn (t.d. Tupamaros i Uruguay) og þeir vinstrisinnar sem vopnlausir voru (stuön- ingsmenn AUendes i Chile) biðu ósigur fyrir hervaldi og morð- sveitum sem Bandarikjamenn hafa kennt og þjálfað. Hann skrifaði þá bók ekki i þeirri fUl- mennsku sértrúarmannsins, sem er að „sanna” að allir hafi haft rangt fyrir sér nema hann — heldur i þeirri von, að „já- kvæð gagnrýni” geti komið al- þýðu að haldi. Og svo þeim sem i Evrópu vilja hvorki verða að bráð „pest umbótahyggju né ktíleru vinstrisérvisku” vilja hvorki veröa kratar né stofu- kommar af ýmsum gerðum. Lúxusvinstri- mennska Regis Debray hefur lagt á það mikla áherslu að menn megi ekki rugla saman „ystavinstr- inu” i Evrópu og baráttu gegn heimsvaldastefnu og fasisma i Rtímönsku Ameriku. Hann hef- ur jafnlitlar mætur á þeim sem halda að kjörseðillinn muni frelsa alþýöu Boliviu og þeim sem vilja gripa til vopna i Frakklandiþvi byltingin sé yfir- vofandi. Þetta eru tveir ólikir heimar, segir hann i nýlegu viö- tali. Ég hefi alltaf stutt baráttu þriðja heimsins gegn heims- valdastefnu. En mér hefur aldrei fur.dist að ystavinstriö i Evrópu (maóistar, guevaraist- ar, trotskistar ofl) séu „ekta”. Mér finnst þetta hreyfing sem enga framtið á fyrir sér, segir Ddsray. Hann gengur svo langt að likja þessum hópum við lúx- usfyrirbæri i offramleiðsluþjóð- félagi. Hryðjuverka- menn Hann er lfka afar litt hrifinn af hermdarverkaflokkum i Evrópu, terroristum. Hann er um leið trUr þvi viðhorfi sinu að alhæfa ekki um of um pólitiskar hreyfingar. Til dæmis setur hann á sérbás þjóöernissinna- terrorisma, eins og hjá Böskum (ETA) og Irum (IRA) — og tei- ur slikar hreyfingar i sjálfu sér ekki koma vinstristefnu við. Hann vill lika neita RAF (Baad- er-Meinhofhópnum i Vestur- Þýskalandi) og Rauðum sveit- um Italíu um rétt til að kallast vinstrisinnaðar hreyfingar, jafnvel þótt þær noti tungutak vinstrisinna. Um þetta segir hann: „Það er ekki aðeins augljóst aö hryðjuverk eru ekki rétta leiðin — það vita allir — heldur og aö þau eru stærsta hindrun á framgangi vinstrisinnaþar sem lýðræöisleg réttindi eru i heiðri höfð. Með öðrum orðum: ef að þessir höpar væru i raun réttri vinstrisinnaðir, þá hefðu þeir hætt. En þaö hafa þeir ekki gert — vegna þess að þeir eru ekkiá vinstriarmi stjórnmála.” Menntamenn og frelsi Debray segir hnignun franska kommUnistaflokksins svo mikla orðna, að það sé varla hægt að tala um að hann taki lengur þátt i pólitiskri umræðu. Debray þykir þessi hnignun hörmuleg að ýmsu leyti, og segir þennan stóra flokk I raun og veru á leið til sjálfsmorðs. Hann telur að eina leiðin Ut Ur ógöngum fyrir flokkinn sé „hugrökk stefna inn- an ramma EvrópukommUn- Fróðleiksmolar um Regis Debray isma nálægra landa” — og á þá bersýnilega fyrst og fremst við fordæmi ftalskra kommUnista. Debray fjallar einnig um þá áráttu vinstrisinna, aö leita sér að einhverri fyrirmynd ein- hverri sósialiskri „Paradis” — stundum I Sovét, stundum hjá Maó eða einhversstaðar ann- arsstaðar. Það er augljós stað- reynd, að þessi lönd eru ekki lengur leiöarstjörnur vinstri- sirma, ekki viðmiðun, og verða það ekki. Og Debray vill ekki skella allri skuldinni á komm- Unistaflokka þessara byltingar- rikja. Það eru þeir sem þurfa á „Paradfs” að halda, þeir sem hafa yfirfært drauma sina á fjarlæg og einatt fátæk lönd. sem hafa sjálfir hrært sér von- brigðasdpuna Byltingarrikin hafa gert ýmislegt merkilegt, ef tekið er tillit til fortiðar þeirra. Þegar menn gagnrýna þann „austræna sósicilisma” ættu þeirað hafa sæmilegan skammt af sjálfsgagnrýni með i för. Hnignun Paradísar í bókinni Le Scribe, sem fyrr var nefnd, fjallar Debray eink- um um hlutverk menntamanna i stjórnmálum. Þar fær marx- isminn, eða a.m.k. ákveðnir r Arni Bergmannt&^ skrifar \*á þættir i honum, á baukinn fyrir að lauma á fjandskap við menntamenn. Debray hefur þá kenningu, að þeir sem telja marxismann hin sönnu visindi um þjóðfélagsmál, séu að undir- bUa það, að ekki verði neitt pláss fyrir hugsanir um stjórn- mál, eða póiitik fyrir hugsandi mena Ef hinn visindalegi sann- leikur erfundinn: til hvers erað hafa pólitik, þing, skoðana- skipti? Á hinn bóginn varar Debray vestræna menntamenn við aö ofmetnast ekki af þeim mann- réttindum og þvi málfrelsi sem þeir njóta. Hann minnir þá á það, að það frelsi sem þeir njóta er meöal annars keypt við gifur- legu arðráni á þriðja heiminum. Hann brýnir það og fyrir mönn- um, að þtí það sé ágætt að láta sig varða brot á þeim mannrétt- indum sem menn þekkja sjálfir, þá sé það mikil skammsýni að láta lönd og leiö efnahagslegar forsendurréttinda og réttíeysis. Hann segir I Le Scribe: „Sé maöur dæmdur i tveggja ára fangelsi þá er það harmleikur fyrir samvisku heimsins, en hafi tiu þUsundir týnt lifi án dóms og laga, þá er það tala I skýrslu”. Sigur vonarinnar Það var á dögunum verið að spyrja Regis Debray (I Inform- ation) um kosningasigur Mitt- errands og hvaða kosti vinstri- menn yfir höfuð ættu. Debray svaraði þar um nokk- uð á svipaðan 'hátt og Mitter- rand sjálfur: báðir minna á að Urslit forsetakosninganna sé blátt áfram sigur fyrir lýðræðið i þeim skilningi, að mikill hluti frönsku þjdðarinnar hefur um aldarfjórðungs skeið verið Uti- lokaður frá pólitiskum áhorfum (vegna valdaeinokunarkerfis þess sem de Gaulle smiðaði og er nUna fyrst að hrynja). Þetta fólk eignast nU mikla von, segir hann. En hann minnir á, að vitaskuld sé ekki um neina bylt- ingu að ræða, heldur fyrst og fremst framfarir I lýðræöisátt — i efnahagslifi, i stjórn fyrir- tækja, i fjölmiðlun og viðar. Margskonar vinstrifólk Hann telur að sigur franska sósíalistaforingjans (sem hann sjálfur hefur rekið áróður fyrir siöan i kosningaslagnum 1974) verði örfandi fyrir aðra vinstri- sinna ÍEvrópu, og honum þykir það ekki sist dýrmætt, að þróun- in I Frakklandi nU truflar þá römmu kaldastriðsþróun sem nU hefur verið I gangi, kemur fleiri sjónarmiðum að en þeim sem rikja i' Moskvu og Wash- ington. Debray þreytist um leið ekki að minna á hinn pólitiska margbreytileika álfunnar: það eru ólik vandamál uppi i Norð- ur-Evrópu og Suður-Evrópu. Það er, segir hann, heldur ekki til nein ein vinstrifylking. „Til eru vinstristísialistar og vinstri- kratar. Jafnvel innan Sósial- istaflokksins franska eru mis- munandi hópar og straumar. Lika I kommUnistaflokkum. Og það eru til kommúnistaflokkar sem ekki likjast öðrum flokkum undir sama nafni.” Ekki innflutningsfirma Debray hyllir margbreytnina og lýðræðið: „Það er möguleik- inn á öðrum kosti, möguleikinn á vali og umræðu um fyrra val á grundvelli þeirrar reynslu sem safnast hefur”. Og framar öllu, segir þessi málvinur Che Guev- ara, Allendes og Mitterrands, er nauösynlegt að þekkja sitt eig- iðland vel, sögu og menningu og vera reiðubUinn aö starfa við þær aðstæður sem við mætum. Og hætta með öllu trú á að til séu tilbUin mynstur fyrir sósial- isma: „sóslalisminn er ekki innflutnings- og Utflutnings- firma”. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.