Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 21
Helgin 6. — 7. júni 1981 ÞJóÐVILJINN — StÐA 21 HeiBarvagninn skrönglaðist hóstandi upp bugðóttan veginn. Hjólin sukku I gljúpa leðjuna, spóluðu, spyttu mórauðu. Vagnstjórinn blótaði heiftar- lega, sté inngjöfina i botn og stýrishjólið skrikaöi i hendi hans. Þú skalt upp, bölvaður. Þú skalt upp. Skrjöðurinn tók krampakennd- an kipp eins og hross sem lent hefur ofan i. Vélin blés og stundi, kjöltraði og hrækti; drap siðan á sér. Vagnstjórinn gerði nokkrar ár- angurslausar tilraunir með start- ið, orðljótur og þungbrýnn. Eini farþeginn, ungur maður, gosalega klæddur, leit upp Ur amerísku klámblaði. Hvað er að? Það veit andskotinn, hreytti vagnstjórinn Ut Ur sér, óð með oliusmurða lUku gegnum hár sitt. Módel? spuröi farþeginn. Þetta er hundgamalt helviti, blótaöi vagnstjórinn. Ford nitján- hundruð og fimmtiu. Afhverju slærðu þér ekki á nýjan, maður? Finnst þér vera svo mikið aö gera? spurði vagnstjórinn. Eitt kvikindi meö. Hann dró fram ryögaöan skiptilykil, fór Ut og átti i amstri við vélina. Farþeginn stytti sér stundir við reykingar og klámblaðiö. Þetta er ekki efnilegt, sagði vagnstjórinn og spjó gegnum gis- inn tanngarð. Sennilega Urbræddur. Farþeginn leit upp frá klámblaðinu. Hvað gerum við þá? Löbbum, sagði vagnst jórinn. Farþeginn setti upp keitusvip, leit niðrá sig og nöldraði eitthvað um for á veginum. Ég held það hrynji ekki af okkurdemantarnir þó við löbbum smá spotta, sagði vagnstjórinn. Annars er þér guð vel komið að vera hér eftir. Farþeginn selbitaðisigarettu Ut um gluggann, dustaði kusk Ur klæðum si'num, kom siðan Ut. Hann var með tösku, bar hana þyngslalega, dæsti; Þetta er dráp. Er kannski gulli henni? spurði vagnstjórinn og glotti. Gullsigildi, sagði farþeginn, lagði töskuna á vegarkantinn og tók að fást við læsinguna. Hann dró upp Svartadauða óafmeyjaðan ásamt tappa- togara og var ekki i vandræðum með að ná tappanum Ur. Það hýrnaði yfir vagnstjóran- um. Mér þykir þú búa vel. Plenti, sagði farþeginn. Afmeyjaðu. Vagnstjórinn hremmdi til sin glerið, brá stút að vörum, svalg áfergjulega. Alltaf er hann góður. blessaður, gretti sig og þó munn sinn oliusmuröu handar- baki. Eigðu hana, sagði farþeginn. Nóg er til. Vagnstjórinn þakkaði fyrir sig með virktum. Með leyfi að spyrja. Hver er gefandinn? Hann kvaðst heita KnUtur og vera sonur Bergs i Koti. En hvað ég kannast við horna- svipinn, sagði vagnstjórinn uppveðraöur. Finn karl pabbi þinn. Varstu á skóla? Skóla? Til hvers? Ég veitsosum ekki, sagöi vagn- stjórinn. Þeir komast ekki allir langt þó þeir stUdéri. Nei, ég vinn á vellinum, sagöi farþeginn drjUgur. Gott að vera þar? spurði vagnstjórinn. Fint. Plenti moni, plenti voman, plenti viski, sagöi farþeg- inn. Engvar ónýtar bildruslur, ný módel. Hvað starfarðu? Ég er i öryggisvertánum, sagði farþeginn. Já, eitthvað hefur maöur lesið um hann i blööunum, öryggis- vörður. Er ekki búið að leysa hann upp? Stálu þeir ekki öllu steini léttara? Það var bara einn, sem var rekinn. Kommadjöfull, alltaf með kjaftinn opinn. Ég er nú bara framsóknarmað- ur, sagði vagnstjórinn. Það er pabbi þinn lika. Þeir eru skárri, sagði farþeg- inn. Hann gróf upp Ur vasa sínum bækling einn af þvi taginu, sem gefnir eru Ut á kostnað höfunda, sökum bersögli i kynferðismál- um, attiað vagnstjóranum. Þetta þarftu að glugga i. Vagnstjórinn virti bókarkorn ÞU vilt ekki skjótfenginn gróða, sagði öryggisvörðurinn. ÞU viltbara hjakka isama farinu. Ég vil ekki neinn svikinn gróða, sagði gamli maöurinn. Ég vil bara þann gróða, sem jörðin gefur. Þeir gengu heim að hUsinu, gamli maðurinn lotinn, með hendur fyrir aftan bak; öryggis- vörðurinn beinn i baki, dálitið reikull i spori með sigarettu milli varanna. Gamla konan átti i striði við eldinn. HUn kraup framan við reykspUandi kabyssuna, voteyg, bildótt. Helvitis garmur er þetta, sagði öryggisvöröurinn. Afhverju fáiö þið ykkur ekki nýja. Gamli maðurinn fór hjá sér, kjöltraöi vandræöalega. En sU gamla leit upp Ur reykjarkafinu á soninn og sagöi; ÞU gefur mér nýja, sonur sæll, emderaða. Ertu ekki i öryggisveröinum? JU, ég er það. Þeir gengu til stofu feðgarnir. HUn var ein af þessum gömlu kytrum, þiljuð paneli, fátæklegir hUsmunir, sem voru i tisku fyrir aldamótin. A veggjum ættar- myndir, harðneskjulegt, alvöru- gefið fólk, löngu liðið. Oryggisvörðurinn virti fyrir sér myndimar, reykti framan i þær. 1 einu horninu stóö kommóða, á henni silfurskrin. Honum var starsýnt á skrinið. Það var fagur gripur og dýrmæt- ur. Hann hafði oft heyrt foreldra sina tala um það. Þvi fylgdi sU saga, að ef það væri brotið eða á einhvern hátt fargað eyddist bær- inn af eldi. HjátrU, sagði hann við sjálfan sig. Helvitis bábylja. Ég gæti komið þessu i peninga sagði hann, tók upp skrinið og vóg i hendi sér. Þeir eru brjálaðir i silfur fyrir sunnan. Það verður enginn rikur af and- virði þess, sagði gamli maðurinn. Sama gamla helvitis hjátrUin, sagði öryggisvöröurinn og lét skrinið á sinn stað. Ykkur er ekki við bjargandi. Mér skilst það sért þU sem þarft björgunar við, sagði gamli maðurinn. Ég — ég redda mér, sagði öryggisvörðurinn. Hafðu engar áhyggjur af þvi. Þau fóru snemma að hátta, gömlu hjónin. Hann satnokkra stund hjá þeim og spjallaði. Þau sátu uppi og lásu undir svefninn, hann i Frey, hUn i hug- vekjum, og notuðu bæði gleraugu. Ég verð alltaf að lesa, sagði hún. Þá syfjar mig fyrr. HUn lagði frá sér hugvekju og gler- augu, var orðin sUreyg. Gamli maðurinn var lagstur fyrir. Hann hafðibaukinn og kldt- inn fyrir framan sig — það voru tóbaksblettir hans megin i sæng- inni. Gleymdu ekki að slökkva á lampanum, væni minn, sagöi gamle konan. Ég er svo eld- hrædd. Hann gekk framm i stofuna. Það var hætt að rigna. SeptemberhUmið lá eins og svört ábreiða yfir jöröinni. Hann stóð nokkra stund við gluggann, gekk siðan að tösk- unni, dró upp flösku, drakk. Skrfnið glampaði freistandi i aug- um hans. Hann færði stól að kommóöunni, settist. Augu hans léku við gersemið. Hjátru! Ekk- ert annað en bölvuð hjátrU! Hann lauk upp skrininu. t þvi voru festarbaugar foreldra hans, brjóstnál, skotthUfuhólkur og signet. Gull! Hellingur af gulli! Hann saup á flöskunni. Vinið fór um hann eins og eldur. Ég hiröi þetta, sagði hann. Gull, silfur! Hvaö hafa þau að gera við það? Hann greip skrinið tveim höndum, bjó um það i töskunni, læsti. Siðan læddist hann hljóð- lega Ut Ur hUsinu og hvarf i nótt- ina. Daginn eftir barst sú frétt Ut um landsbyggðina á öldum ljós- vakans að bærinn Kot i Kot- strandarhreppi hefði brunnið til kaldra kola og með honum öldruð hjón. Magmís Jóhannsson frá Hafnarnesi. Þaö er sólsettt, þokuýringur i lctfti. Hægt, hægt dregst flekkurinn saman, en að sama skapi syrtir að. Þeim verður titt litið til heiðar- skarðsins þar sem grá regnmóð- an hreiðrar um sig. Aflkramar hendur kreppast um hrifusköftin, sviti hnappast á hrukkóttum enn- um. Og regnið nálgast. Úti á þjóðveginum hillir undir menn. Þeir eru tveir.bera tösku á milli sín og eru kumpánlegir hvor við annann. Þessi óhrjálegi ruðn- ingur, sem menntaðir menn nefna þjóðveg, gefur kotkörlum oft tilefni að rétta úr kryppunni og skyggja hönd fyrir auga. GÖMLU konunni verður það á eins og fleirum. HUn litur til bónda sins og segir: Þaðeru að koma menn. Hann lítur upp úr hálfsöxuðu fangi, argur, dæsir. Ætli þaö séu ekki einhverjir bölvaöir flakkararnir, dregur saman fang- ið og ber i galtann. HUn styöst fram á hrifuna, horfir Ut á veginn. A hvað ertu að glápa? spyr hann hastur. Hefurðu aldrei séð menn fyrr? Hún hrekkur við, töskuna, kyssti þau snöggum kossi á vangana. Sæl og bless, gömlu min! Þið atist i heyinu. Ekki veitir af, sagði gamli maðurinn. Við erum ekki svo liö- mörg. Afhverju hættið þið ekki þessu bölvuðu hokri, sagði ungi maður- inn. Þetta er enginn búskapur — þessi ósköp. Hætta! næstum æpti gamli maöurinn. Nei, ekki meðan ég get á löppunum staðið. Þetta er ekkert lif, sagði ungi maöurinn fyrirlitlega og sparn fæti við ljámUs. Þið sveltið. Við höfum nóg kjöt, sagöi gamla konan. Slátur lika og kart- öflur. Horrollukjöt, sagði ungi maðurinn. Þið eigið að losa ykkur við þetta drasl meðan hægt er, koma suður, Ég gæti ráðið þig sópara á vellinum. Hver heldurðu að vilji kaupa? Fólk væri þá ekki aö rifa sig upp af kostajörðum, sagði gamli maðurinn með þunga. Sópa und- an hermönnum. Nei, þá vil ég heldur verða guðsvolaður vesalingur. Ungi maðurinn kveikti sér i og þegið. öryggisvöröurinn saup hressilega á. Ég er að fá mér bil. Jæja, sagöi gamli maðurinn. Ertu að fá þér bll? öryggisvörðurinn: Maður i minu starfi getur ekki alltaf verið gangandi. Viltu slá til? Biddu guð fyrir þér, drengur minn, sagði gamli maðurinn. Hvernig ætti ég að geta það, sem rétt skrimti. Þetta er bara væl, sagöi öryggisvöröurinn. Gamalt sveita- væl. ÞU átt plenti moni. NU skil ég þig ekki, sagði gamli maðurinn. Talaðu móðurmálið þitt, drengur minn. Þetta er enginn obbi, sagði öryggisvörður. Fimm milljónir. Þið kallið það ekki mikið, ör- yggisverðimir, sagöi gamli mað- urinn. En ég og mlnir likir þykj- ast góðir að sleppa. ÞU átt fasteignir, hUs og jörð, sagöi öryggisvörðurinn. Veðsettu kofaræfilinn. Þá er skrjóðnum reddað. Ná, sagði gamli maðurinn méð þunga. Aldrei. Það er ekkert að óttast, gamli minn, sagði öryggisvörðurinn. Bfllinn borgar þetta á einu ári. Smásaga eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi þetta fyrir sér, áhugalitill fyrir innihaldinu, skilaöi þvi aftur I hendur öryggisverðinum með þeim orðum að framsóknarmenn læsu ekki sorprit. öryggisvörðurinn stakk bæk - lingnum aftur á sig þóttafullur. ÞU ert ekki framsóknarmaður fyrir fimm aura. Þú ert dulbúinn kommahundur. Þaö ætti að skjóta Þig Hvar á maður annars að vera, sagði vagnstjórinn. Ekki er betra að fá cússana hingað. Er það ekki það sem þið viljið? En vagnstjórinn var ekki I stæluskapi-, hafði meiri áhuga fyrir svartadauðanum enda orð- inn gljáeygöur, áberandi. A tUnskekli undir heiðinni, strita gömul hjón við heyskap, hann á skyrtunni, saxar, hleöur i galta, hUn rakar dreif. japlar tannvana munni, segir fátt, en mundar hrifuna gegn hey- inu. En hUn getur ekki setið á sér þrátt fyrir styggðaryrði bónda slns. Mennimir eru kumpánlegir, likt og hrafnar á þingi, gogguöu hvor framan í annan, slóu út flöt- um höndum, sungu. Ég vil elska mitt land. Þeir eru kenndir, sagði gamla konan. Ég sá flöskuna. Gamli maöurinn þagði, tók svo fast á hrífunni að gnast I. Mennimir skildu Mennimir skildu, eftir áköf vinahót. Slangraði annar út á þjóðveginn, hinn klofaði girðing- una. Er þetta ekki hann Knútur okkar? sagði gamla konan og bar hönd fyrir augu. Gamli maðurinn leit snöggt upp, þó sér um ennið með skyrtu- erminni. JU það sýnist mér. Ungi maðurinn lagöi frá sér sigarettu, blés þykkum mekki útum nefið. Þú ert við sama hey- garðshornið, ekkert nema þrjósk- an. Sneri sér slðan að gömlu konunni, klappaði henni um herö- ar. Ertu ekki til I að flytja , gamla mln. ÞU ert svo frjáls i skoðun. Ég held ekki, sagöi hún. Okkur liöur svo vel hér. Flekkurinn var nú allur kominn i sæti. Það mátti ekki tæpara standa. Fyrstu droparnir skullu yfir með þungum niði. Gamli maðurinn rétti úr kút- num, fór knýttum höndum um mjóhrygg, stundi. Þaö er einhver skollinn I honum núna. Gamla konan kraflaði nokkrum taðkögglum upp I svuntuna sina og fór heim á undan þeim. Viltu ekki einn gráan, gamli minn? spurði öryggisvöröurinn. Hann hressir. Gamli maðurinn skók sitt gráa höfuð og sagði að það væri sama Oryggisvörðurinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.