Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 11
Helgin 6. — 7. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 tónbalkur___ La Bohéme n Fjórir nýir söngvarar í aðalhlutverkum. Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahman stórsigra hjörtun Kristján Jóhannsson Eins og flestir vita hefur óperan La Bohéme veriö sýnd i Þjóðleikhúsinu að undanförnu og við mikinn fögnuð. Á þriðju- daginn var i rauninni ný frum- sýning á henni, þvi það voru komnir fjórir nýjir söngvarar i nokkur stærstu hlutverkin: þar var Kristján Jóhannsson kominn i stað Garðars Cortes, i hlutverk Rudolfo, Sieglinde Kahman i hiutverk Mimi i stað Ólafar Harðardóttur, Elin Sigurvinsdóttir i Musettu i stað Ingveldar Hjaltested og sá gamalreyndi en alltof sjald- heyrði Jón Sigurbjörnsson, það er að segja sjaldheyrði sem söngvari i'seinni tið, i stað Eiðs Gunnarsson i hlutverk heim- spekingins með frakkann fræga, sem verður tilefni eftirminnilegrar bassariu þegar honum er stampaö i fjórða og svo eftir þriðjudagskvöldið. Það byrjaði þó alls ekki nógu vel. Aheyrendur voru daufir framan af, en eins og kunnugt, þola tenórar fátt ver en kulda, enda náði Kristján alls ekki þvi sem maður bjóst við i fyrstu ariunni, Che gelida manina og var eins og hálf miður sin allan fy rstaþáttinn En þetta smá kom og eftir hlé, i þriðja og fjórða þætti, blómstraði þessi bjarta og um leið þrumusterka rödd hans, sem enginn með eyru á höfðinu fær staðist. og leikurinn og músikalitetið var svo sannarlega hrifandi. Sieglinde Kahman vann lika mikinn leik og söngsigur i hlutverki Mimiar. Sieglinde er mikil dramatisk söngkona það vissum við fyrir ekki sist siðan við heyrðum hana i Desdemónu i Otello i vetur. En i hlutverki stúlkunnar Mimi var hún hreint ótrúleg og var þó sannarlega litið gert til að hjálpa henni. Hún var höfð i búningum annarrar söngkonu, það er ólafar, en þær eru vitaskuld gjörólikir persónuleikar þó þær séu báðar miklar söngkonur. Þessi kostu lega sparsemi, eða athugunar- leysi, hefði getað komið illa niður á Sieglinde, ef hún hefði ekki haft svona mikið að gefa i hlutverk Mimi. Og þetta hélt áfram að vera skemmtilegt. Elin Sigurvins- dóttir kom yndislega á óvart i hlutverki Musettu með sinni fjörmiklu og fallega skóluðu sópranrödd og léttri og leikandi framkomu á sviðinu. Jón Sigur- björnsson yljaði manni lika um hjartarætur, með sinum mikla og hljómfagra bassa og örugg- um leik. Frakkarian fræga i fjórða þætti snerti mann djúpt, þrátt fyrir að leikstjórnarlegur undirbúningur undir það atriði hafi verið i greinilegu lágmarki. Já, þvi miður: ef það er eitthvað sem maður er dapur yfir i þess- ari sýningu Þjóðleikhússins á La Bohéme, þá' er það leik- stjórnin, búningar og tjöld söngur og hljóðfærasláttur og það er auðvitað ekkert smáveg- is, en er oftast I prýðilegu lagi. Nokkrir þátttakendur i Skerplu Musica Nova. Skerpla 1981 Musica Nova hefur nú starf- semi á nýjan leik eftir u.þ.b. 10 ára hlé. Markmið þess er sem fyrr að kynna nýja tónlist, inn- lenda sem erlenda og stuðla að auknum samskiptum islenskra tónskálda, tónlistarflytjenda og almennra áheyrenda. A starfs- árinu 1981-82 eru fyrirhugaðir fernir „fastir” tónleikar (október — desember — febrúar — april) og verður nýtt islenskt tónverk, sérstaklega samið að tilhlutan félagsins, frumflutt á hverjum þeirra. Þessi tónverk, sem greitt er fyrir með hjálp menntamálaráðuneytisins og Tónskáldasjóðs Ríkisútvarps- ins, hafa þegar verið ákveðin og urðu tónskáldin Atli H. Sveins- son, Guðmundur Hafsteinsson, Jónas Tómasson og Karolina Eiriksdóttir fyrir valinu sem höfundar þeirra. Onnur verk á fyrirhuguðum efnisskrám verða ný eða nýleg islensk og erlend tónverk, svo og verk genginna meistara, sem vanræktir mega teljast hér á landi (Ives, Varése, Webern, Schönberg, Jón Leifs o.s.frv. o.s.frv.). Skerpla I98ler tilraun Musica Nova til að sameina krafta nú- tima tónlistar i einu og eftir- minnilegu átaki. A fyrstu tón- leikunum að Kjarvalsstöðum á mánudaginn kl. 16, verða flutt fjögur tónverk eftir útlend tón- skáld, þar af þrjá meistara frá fyrri hluta þessarar aldar, amerikanann Charles Ives, austurrikismanninn Anton Webern og frakkann Edgar Varése, en þeir eru allir litt kunnir hér á landi þó þeir séu taldir til merkustu tónskálda tuttugustu aldarinnar. Fjórða útlenda tónskáldið er frægasta núlifandi tónskáld hollendinga, Ton de Leeuw, en það er „Night music” fyrir einleiksflautu, sem Manuela Wiesler mun leika. Eftir hlé á fyrstu tónleikum Skerplu 1981 verður flutt all ný- stárlegt verk fyrir þrettán hljóðfæri, þ.e. Argerð ’81, eða tólf þættir yfir mánaðaheitin gömlu, frá Skerplu til Hörpu, eftir tólf islensk tónskáld: Jónas Tómasson, Áskel Másson, Jón Nordal, Magnús Bl. Jóhanns- son, Gunnar R. Sveinsson, Leif Tónlistarhátíð Musica Nova: Fimm tónleik- ar, 8.-21. júní Þórarinsson, Karólinu Eiriks- dóttur, Hjálmar Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Snorra S. Birgisson, Pál P. Pálsson og Atla H. Sveinsson. Er ekki ólfk- legt að mörgum þyki þetta áhugavert, enda ekki um svona uppátæki að ræða á hverjum degi hér i bænum. Kirkjutónleikar á miðvikudaginn t Kristkirkju verða svo aðrir tónleikar Skerplu, á miðviku- daginnkl. 20.30. Þar verður flutt alislenskt prógramm, eftir sex tónskáld. Fyrst leikur Ragnar Björnsson á orgel kirkjunnar, 10 sálmforleiki eftir Atla Heimi, Gunnar Reyni, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Leif Þór- arinsson og Þorkel Sigurbjörns- son, en þessir forleikir voru flestir samdir fyrir tónleika sem Ragnar hélt i fyrrasumar aust- ur i Skálholti. Þá mun verða flutt kantata fyrir kór, einsöng og orgel, yfir texta úr sálmun- um i bibliunni, eftir Leif Þórar- insson. Þetta verður fyrsti heildarflutningur verksins, en áður hafa þrir þættir þess verið fluttir á tónleikum hér heima og i Þýskalandi. Það er kirkjukór Akraness, undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra sem syngur kórhlutverkið, en með einsöngshlutverkið fer Halldór Vilhelmsson og ein- söngvarar i kórnum sjálfum eru Agústa Agústsdóttir og Pétur örn Jónsson. Organleikari verður spánverjinn Antonio Corveiras, en hann er hér starf- andi organisti við Hallgrims- kirkju. Kantata þessi heitir „Ris upp, ó guð” og þess má geta að þessa dagana er unnið að þvi að taka hana upp á segul- band, til útgáfu á hljómplötu seinna á árinu. Eftir næstu helgi verður svo Músfkhópurinn, þ.e. hópur yngstu starfandi tónskálda með tónleika að Kjarvalsstöðum, á mánudaginn 15. júni kl. 21. Þeirra, og Nýlistartónleikameð bandarikjamönnunum Philip Corner og Malchohn Goldstein (gjörningar ofl.) i Norrænahús- inu 18. júni kl. 20.30 og tónleika með verkum Snorra S. Birgis- sonar (Sólstöðu-tónleika) 21. júni, verður getið nánar hér i næstu helgarblöðum. En þessa vikuna eru það „Stofntónaleikarnir” á Kjarvalsstöðum og „Kirkjutón- leikarnir” i Kristkirkju, sem skipta máli. Flytjendur á Stofn- tónleikum verða auk Manuelu Wiesier, Kristján Stephensen, óbó, Sigurður Snorrason, klarinett, Hafsteinn Guðmunds- son, fagott, Stefán Stephensen, horn, Jón Hjaltason, trompet, William Gregory, básúna, Laufey Sigurðarsóttir, fiðla, Júliana Kjartansdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, vióla, Nora Sue Kornblueh, selló, Gunnar Kvaran, selló, Joan Stupcanu, kontrabassi, Helga Ingólfsdóttir, semball, Snorri S. Birgisson, pianó, Óskar Ingólfs- son, klarinett, Jón A. Þorgeirs- son, klarinett, og Reynir Sigurðsson, vibrafónn. Þetta er einvalalið úr hópi yngri tónlist- armanna okkar og má þvi sann- arlega búast við hörkugóðum flutningi þessara erfiðu og þrumuspennandi tónverka. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á hverja tónleika og kosta fimmtiu krónur, en það er hægt að kaupa 50% afsláttar- kort á alla tónleikana i Islenskri Tónverkaverkamiðstöð, Freyjugötu 1 og Helgafelli við Veghúsastig. Býsna góð kaup það, eða tuttuguogfimmkall per konsert. Umsjón Leifur Þórarinsson þætti. Nú skulum við ekki fjalla um sviösetninguna neitt að ráði, það var gert hér á dögunum, en leikstjóri er sem kunnugt er Sveinn Einarsson og hljóm- sveitarstjóri Jean-Pierre Jacq- uillat. Snúum okkur beint að söngvurunum fjórum og er þá ekki rétt að byrja á Kristjáni Jóhannssyni sem sigr- aði jafnvel köldustu hjörtu i salnum, með glæsilegum söng og heillandi leiktilburðum. Það er ekki ofsögum sagt, að maðurinn er sem fæddur i óperu, hvernig svo mátti annars vera á Akureyri fyrir rúmum þrjátiu árum. Þeir sem hafa fylgst með Kristjáni undanfarin ár, eru i sjöunda himni þessa dagana, eftir tónleikana á veg- um tónlistarfélagsins, i Háskólabiói á fimmtudaginn var, þar sem hann kom fram i Aríum og dúettum, með hinni stórkostlegu Dorriet Kavanna, sópransöngkonu, sem væri útaf- fyrir sig efni i heila blaðagrein. Samleikur í Norræna húsinu A fimmtudaginn kemur, þann 11. júni kl. 20.30, verða óvenju spennandi tónleikar i Norræna húsinu. Bræðurnir Þórhallur Birgisson fiðluleikari og Snorri S. Birgisson pianóleikari og tón- skáld munu leika aldeilis stór- skemmtilegt prógramm eftir Prokoffief, Kabalevsky, Wieniawsky, Ravel og Satie, flest vcrk sem sjaldaneða aldrei hafa heyrst hér áður. Þórhallur lauk einleikara- prófi frá tónlistarskólanum i Reykjavik fyrir u.þ.b. tveim árum og höfðu kennarar hans verið Ingvar Jónasson, Jón Sen og Guðný Guðmundsdóttir. Sið- an hefur hann verið við nám i Manhattan tónlistarskólanum I New York og notið handleiðslu Carroll Glenn. Þórhallur er að- eins tuttugu og eins árs gamall. Eldri bróðirinn, Snorri, er eitt af áhugaverðustu tónskáldum okkar, en hann er lika afbragðs pianisti, vann m.a. (ásamt Manuelu Wiesler) til Norður- landaverölauna i kammer- múslk, i Helsinki 1975. Það er margt spennandi á efnis- skránni, t.d. verður sónatanr. 1 eftir Prokoffief flutt hér i fyrsta sinn og lögin eftir Satie, „Chose vues a droit et a gauche sans lunettes”, eða nokkurnveginn „Horft gleraugnalaust til hægri og vinstri” hafa tæplega heyrst hér heldur. Þá er Scherzo- Tarantella Wieniawskýs ekkert smávegis virtúósstykki og són- ata Ravels, sem tónleikunum lýkur á, er áreiðanlega upplifg- andi, með blús og pepertuum mobile. Bræðurnir Þórhallur og Snorri S. Birgissynir munu leika aldeilis stórskemmtilcgt prógramm (Ljósm.: gel)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.