Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 4
Skúli Alexandersson skrifar 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júnl 1981 stjórnimál á siinnudeg*________ Endurnýjun báta- flotans er brýn nauðsyn Traustir atvinnuvegir eru forsenda batnandi lífskjara Rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen er nú riimlega ársgömul. Nú að ný loknu þingi stendur rikis- stjórnin vel. Aðgerðir hennar hafa stuðlað aö minnkandi verð- bólgu og nægri atvinnu. Náðst hafa fram ýmis mikilvæg félags- leg réttindi. Rikisfjármálum er nú betur stjórnaö en oftast áöur. Þetta hefur rikisstjórninni tekist ánþessaðskerða haf i þurft kaup- mátt launatekna. Þótt þetta séu mikilsverðir þættir og sjálfsagt þeir þættir stjórnarsáttmálans sem mikilvægastir teljast, verður framhald þeirra ekki tryggt nema með framkvæmd annarra þátta stjórnarsáttmálans. I stjórnarsáttmálanum segir: „Rikisstjórnin leggur áherslu á alhliða átak til þess að efla undir- stöðu islenskra atvinnuvega, auka framleiðni þeirra og fram- leiðsluverðmæti og skapa ný at- vinnutækifæri. Traustir atvinnu- vegir eru forsenda batnandi lifs- kjara og blómlegs atvinnulifs.” Enn um sinn mun sjávarútvegurinn halda sínu hlutverki Til að tryggja það sem áunnist hefur og um leið framhald þess er nú nauðsynlegt að skipuleggja og hefja þetta alhliöa átak, sem stjórnarsáttmálinn leggur áherslu á. Ýmis verkefni sem unnið er að á vegum iðnaðarráðu- neytis og samþykkt laganna um raforkuver eru góðir áfangar. Þar er þó um að ræða verkefni sum hver, sem eru svo f jarlæg i tíma, aðþau koma ekki til með að renna stoðum undir bætt lifskjör né aukna atvinnu á allra næstu árum. Enn mun það verða svo um nokkurt árabil, að sá atvinnuveg- ur, sem staðið hefur undir at- vinnuuppbyggingu og bættum og batnandi tífskjörum hér á landi, sjávarútvegurinn, mun halda þvi hlutverki og verða sú atvinnu- grein, sem mun geta staðið að þvi aö fjölga atvinnutækifærum og bæta lifskjör. Það eru margir hlutir á vett- vangi sjávarútvegs, sem þörf er á að byggja upp, endurbyggja og endurbæta. Þar er á mörgum sviðum hægt að bæta nýtni og auka framleiðni. Rétt markmiö, en röng leið Sá bátafloti sem nú er hér á miðum og beitt er til að afla helmings þorskaflans, alls hum- arsins og sildarinnar og annars þess sjávarfangs sem togararnir og loönuskipin afla ekki, er að stórum hluta atvinnutæki sem eru úr sér gengin og Urelt og standast ekki samkeppni, hvorki sem tæki til að afla fiskjar né sem vinnu- staðir, er séu i samræmi við þær kröfur, sem nú eru gerðar og sjálfsagðar eru. Að undanförnu hafa áttsér stað nokkrar umræð- ur um ásigkomulag þessa flota og imprað hefur verið á þvi að þörf sé endurnýjunar hans. I april s.l. sendi sjávarUtvegsráðherra frá sér plagg, sjálfsagt i nafni rikis- stjórnarinnar, um endurnýjun fiskiskipaflotans, markmið og leiðir. Eitt af markmiðunum var, „Að veiðar verði stundaðar með bestu og fullkomnustu tækjum sem völ er á”. Þetta er gott markmið. Leiðin til að ná þessu markmiði er samkvæmt plagginu þessi: „Arleg endurnýjun verði svipuð að tonnatölu og tekið er úr notkun.” Þetta er ekki rétt leið markmiðinu verður ekki náð ef þessi leið verður farin. 1945 og 1971 togararnir. — Nú bátarnir Bátaflotinn er nú svipað stadd- ur eins og togaraflotinn var 1945 i lok striðsins. Ef gera á þennan flota samkeppnishæfan, tryggja honum fólk, sem hefur möguleika á að fá sómasamleg laun, sæmi- lega vinnuaðstöðu og gera þessa atvinnugrein hæfa aö sinum stóra hluta tilað standa undirgóðum og batnandi lífskjö-um i landinu, er vonlaust að fara eftir einhverri úrnotkunarreglu með endur- nýjun skipanna. Slik regla að að- eins megi endurnýja svipað og tekiö erUr notkun, hefur i för með sér stöðugt kosnaðarsamar endur- byggingar gamalla skipa. Hver eigandi reynir aö halda sinu skipi i gangi svo lengi sem mögu- legt er, færri og færri skip verða til sölu á venjulegum skipamark- aði, ungir menn, oftast sjómenn, sem vilja byrja i Utgerð eða þeir sem vilja breyta um skipsstærð, eiga þess ekki kost vegna þess að hvergi er skip að fá. Eðlileg at- vinnuuppbygging stöðvast og þar með framleiðslu- og framleiðni- þróun < Ihaldsöflunum i þjóðfélagi okk- ar hefur tekist óeðlilega oft að stöðva um tíma uppbyggingu og endurnýjun fiskiskipastólsins, þannig að bygging skipa hefur verið bönnuð eða takmörkuð þar til i óefni hefur verið komið. A sama ti'ma hefur oft verið dregið úr uppbyggingu fiskvinnslu- stöðva. Nærtækustu dæmin eru hvernig komið var með togara- flotann og fiskvinnslustöðvarnar 1971 og hvemig nU er ástatt með bátaflotann. Þá var sagt að menn væru að sökkva landinu í skuldir! 1971 þegar Lúðvlk Jósefsson var sjávarUtvegsráðherra var undir hans forystu og Alþýðu- bandalagsins hafin skipuleg upp- bygging togaraflotans og fisk- vinnslustöðvanna. Margar heyrð- ust þá Urtöluraddirnar. Sagt var, að nýju togararnir myndu aldrei geta staðið undir rekstri sinum, það væri verið að sökkva landinu i botnlausar skuldir með óhófleg- um fjárfestíngum i togurum og fiskvinnslustöðvum. Reynslan hefur sannað, að stefna LUðviks og Alþýðubandalagsins var rétt. Framleiðsla fiskiðjuveranna sem byggð voru og aflinn frá togurun- um sem keyptir voru i tengslum við þá stefnumörkun, er þá var gerð, er nU og hefur á undanförn- um árum verið undirstaða at- vinnulífs og Utflutnings- framleiðslu okkar. Staðan i sjávarútvegsmálum er nú ekki ósvipuð þvi sem hUn var 1971. Ráðstafanir rikisstjórnar eiga li"ka að vera svipaðs eðlis og þá. NU er það bátaflotinn, sem þarf endurnýjunar við. Sú endur- nýjun er jafnvel enn brýnni en togaraflotans 1971. Einnig þarf nU sem fyrr nokkurt átak i endur- byggingu fiskvinnslustöðva. NU þarf að byggja ný skip, tæknilega vel UtbUin hvað varðar vinnuað- stöðu , meðferð fisks og veiðar- færa, skip með fullkomnum tækjabUnaði. Ein af þeim breyt- ingum, sem gerð hefur verið á nokkrum bátum, sem hafa verið endurbyggðir, er að þilfar er yfir- byggt. Þetta eina atriði, sem verða mun á nýjum skipum gerir slikan mun, að jafna má i breyttri vinnuaðstöðu við vinnuaöstöðuna á gömlu síöutogurunum og skut- togurunum nú. Sérhver endurnýjun þarf að fela í sér framfarir Við erum nU betur undir það búnirað gera verulegt átak i eigin skipasmiðastöðvum við endur- nýjun fiskiskipaflotans en við vorum 1971. Islensku skipasmiða- stöðvarnar geta tekið drjUgan hluta þessa verkefnis nU. Ef nU á að endurnýja bátaflotann eins fljótt og þörf er á þá anna inn- lendu skipasmiðastöðvarnar ekki, þvi' verkefni. NU þarf þvi að heimila byggingu nýrra báta er- lendis. Innlendur skipasmiöa- iðnaður þarf aö styrkjast og vera undir þaö bUinn aö taka að fullu þátt I endurnýjun togaraflotans, en aö þvi' verkefni kemur von bráöar. Nokkur lyögö hafa verið að þvi að leyfö hafa verið kaup á göml- um fiskiskipum frá Utlöndum. I flestum tilfellum er ekki rétt að kaupa gömul skip erlendis frá. Með hverri endurnýjun þurfa aö eiga sér stað framfarir. Það ger- ist sjaldan með kaupum á göml- um skipum. Endurnýjun fiski- skipastóls er ekki það sama og stækkun skipastólsins. Ekki verð- ur hjá þvikomist, að skipastóllinn stækki meðan endurnýjun er að eiga sér staö og gömul og úrelt skip að falla Ur útgerð og Ut af skipaskrá. Engin hætta stafar af þvi. Stærð fiskiskipastólsins er annar þáttur sjávarútvegsmála en sá, sem hér er rætt um. Stjórn- un hans má aldrei byggjast á þvi að gömlum og Ureltum skipum sé haldiö i útlegð vegna þess aö ný séu ekki til staðar til að leysa þau úreltu af hdlmi á réttum tima. Ég hef hér rætt um eina grein sjávarútvegs og einn þátt þeirrar atvinnugreinar. Ýmsir aörir þættir þurfa þar sjálfsagt að breytast til þess að tryggt sé, að innan greinarinnar eigi sér staö eðlileg og nauðsynleg þróun. En undirstaða slikrar þróunar er betri og fullkomnari skipakostur. „Traustir atvinnuvegir eru for- senda batnandi lifskjara og blóm- legs atvinnulífs.” Svo segir i stjórnarsáttmálanum. Skúli Alexandersson Nú þarf aö byggja ný skip, tæknilega vel útbúin hvaö varðar vinnuaðstöðu, meöferö fisks og veiöarfæra, skip meö fullkomnum tækjabúnaöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.