Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júni 1981 Meistarakerfið úr sögunni í prentiðnaði A miðvikudaginn voru útskrifaðir með viðhöfn tólf sveinar í bókagerðar- greinum frá Iðnskólanum. Það sem er í f rásögur fær- andi við þessa útskrif t um- f ram aðrar er að nemarnir voru þeir fyrstu í þessum iðngreinum sem stunduðu nám sitt eftir nýrri iðn- fræðslulöggjöf. Allt námið fór fram innan Iðnskólans Hinir nýbökuðu iðnsveinar við útskriftina. Ljósm: Eik. TóH sveinar útskrifast eft- ir nýjum iðnfræðslulögum og gamla meistarakerfið hefur þar með sungið sitt síðasta vers hvað þessar greinar snertir. ,,Þetta hef ur verið erf ið barátta," sagði einn kennaranna er hann ávarpaði nýsvein- anna, ,,þið hafið verið til- raunadýr að nokkru leyti og oft ríkti mikil óvissa um framvinduna í náminu. Þess vegna er þessi áf angi stærri en ella." Iönnemar i öðrum greinum hafa útskrifast án þess að hafa Reykjalundur: TVeir sýna t dagstofum Reykjalundar hefur verið hengd upp málverkasýning tyeggja starfsmanna Reykja- lundar, þeirra Sjafnar Eggerts- dóttur og Herdlsar Hjaltadóttur. Sýningin stendur fram til 14. júnl n.k. en þaer Sjöfn og Herdis eru báðar nemendur Sverris Har- aldssonar, listmálara og má kenna nokkur áhrif frá honum I myndunum. Ljósm.-gel. farið i gegnum meistarakerfið, en i sumum greinum og sumum stöðum á landinu er það enn við lýöi. Sveinarnir 12 stunduðu sam- fellt tveggja ára nám við iðnskól- ana en unnu siðan i átján mánuði við iðnina til að heyja sér lög- bundna starfsreynslu. Að þvi loknu þreyttu þeir lokapróf viö skólann. Eins og við er að búast voru at- vinnumál og tæknimál i prentiðn- aði og bókagerð ofarlega i huga þeirra sem tóku til máls I hófinu og lögðu menn áherslu á að svein- arnir hösluðu sér þegar völl innan stéttarfélags bókagerðarmanna og tækju þannig þátt i þeirri baráttu sem stéttin sem heild stendur frammi fyrir. Þess skal getið að allir sveinarnir hafa fengið atvinnu i sinum greinum og koma til starfa strax að námi sinu loknu. —j Tíunda ljóðabók Matthíasar Johannessen Hjá Almenna bókafélaginu er út komin ný ljóðabók eftir Matthi- as Johannessen sem heitir TVEGGJA BAKKA VEÐUR, all- mikil bók, um 200 siður, tiunda ljóðabók höfundar, sem gaf út sina fyrstu bók árið 1958. Mikið af ljóðum þessarar bókar er tengt skáldum og listamönnum — það er ort um Egil i Jórvik og Wordsworth i Vatnasýslu, um Pi- casso og Munch, um Léf Tolstoj austur i Jasnaja Poljana og eru sum þessara kvæða allbundin i hefð, en önnur i frjálsu formi og „opnu". Lokakvæði bókarinnar er ávarp til Johns bitils Lennons, sem nýlega var myrtur og varð aldrei sextiu og f jögurra ára eins og til stóð i þekktu kvæði hans. Tveir bálkar geyma „smá- kvæði úr næsta nágrenni" og eru sum sérlega knöpp — eitt þeirra heitir 1 Vatnsskarði og er ekki lengra en þetta: Gamli vegurinn er gróinn upp en sjálfur hefi ég misst hárið. Matthias Johannessen ritstjórnargrein Á þjóðveginum K&rtan Ólafsson skrifar Hvítasunnuhelgin, sem nii er að hefjast, er jafnan ein mesta feröahelgi ársins hjá okkur ís- lendingum og búast má við að svo verði enn. ÞUsundum saman streyma bllarnir Ut á þjóðvegina á þessari fyrstu almennu ferða- helgi sumarsins. Og þá verður mörgum hugsað til ástandsins i okkar vegamálum. Þar er enn býsna margt og mikið ógert. Það finna þeir best sem búa I hinum dreifðu byggðum lands- ins og gjalda bágborins ástands í samgöngumálum árið um kring^ en lika hinir sem ein- göngu fara um þjóðvegina sem skemmtiferðamenn komast ekki hjá þvl að sjá, hversu mörg og stór verkefni kalla að. Viðbiium fámenn þjdð i stóru landi og auðvitað verður af peim ástæðum nokkru dýrara að byggja upp gott samgöngu- kerfi her heldur en i mörgum löndum öðrum. — Hér er þó sið- urensvoum neittóviðráöanlegt verkefni að ræða, og reyndar taliö af ýmsum visum mönnum að fáar framkvæmdir séu arð- bærari fyrir þjóðarbúið en ein- mitt uppbygging vegakerfisins. Meö samþykkt vegaáætlunar á Alþingi fyrir rösklega tveimur árum var ákveðiö fyrir for- göngu Ragnars Arnalds, þáver- andi samgönguráðherra að auka verulega framkvæmdir i vegamálum. t reynd leiddi sU samþykkt til þess, aö á siðasta ári var varið 52% hærri upphæð að raungildi til nýbygginga vega og briia heldur en verið hafði drið áður. Þetta va; vissulega gott spor i áttina, en heturmá ef duga skal. NU fyrir fáum vikum var samþykkt á Alþingi ný vega- áætlun fyrir árin 1981-1984. Þar er gert ráð fyrir að nýfram- kvæmdir i vegamálum verði á þessu ári álika og i'fyrra, eða um 50% mlfeiri en fyrir tveimur árum. Á þessu ári verður varið um 411 miljönum króna til vega- mála. Þar af eiga 183 miljónir að fara til byggingar nýrra þjóðvega, 17 miljónir til brúar- gerða, 104 miljónir ganga til Meðal þeirra verkefna i vega- gerð, sem ætlunin er að vinna að á þessu sumri samkvæmt vega- áætlun eru hin svokölluðu „sér- stöku verkefni", sem yfirleitt eru nokkuð dyrar framkvæmd- ir. — Þar er um að ræða þessi verkefni: Við Vesturlandsveg i Borgar- firði verður unnið fyrir 10 sum arviöhalds vegakerfisins og 33 miljónir til vetrarviðhalds, tæpar 30 miljónir f ara til vega i kaupstöðum og kauptúnum og nimar 19 miljónir i margvis- legan tæknilegan undirbúning og skrifstofukostnað. Þaö er lika fróðlegt að rifja upp hvernig fjár er aflað til vegaframkvæmda um þessar mundir. Af þeim 411 miljónum sem ætlunin er aö kosta til i ár, þá eru 140 miljdnir, eöa rumur þriðjuhgur tekinn að láni. Bensfngialdinu er ætlað að gefa 171,5 miljtínir og þungaskatt- inum 67 miljónir, — beint rikis- framiag verður tæpar 32 miljón- ir króna. miljónir, og þvi sérverkefni sem tengist BorgarfjarðarbrUnni að mestu Iokið á þessu ári. A Holtavörðuheiði verður unnið fyrir tvær miljónir i ár, en þar er gert ráð fyrir mun meiri framkvæmdum á næsta ári. Við Hafnarfjarðarveg er ætlunin að vinna fyrir 8 miljónir á þessu ári, en reyndar hafa nokkrir fbiíar Garðabæjar kraf- ist lögbanns á þær f ramkvæmd- ir! A Suðurlandi er um tvö „sér- stök verkefni" aö ræða. Unnið verður fyrir 2,8 miljónir á Biskupstungnabraut og fyrir 2,5 miljónirá Þingvallavegi^ á báð- um þessum stöðum verður framkvæmdum siöan haldið áfram 1982-1984 samkvæmt vegadæthin. A Norðurlandi er ætlunin að vinna í sumar fyrir 9,5 miljtínir að vegagerð við Héraðsvötn i Skagafiröi og sföan fyrir smærri upphæðir á næstu árum. Þá verður unnið fyrir 3 miljónir að vegagerð um Vikurskarð austan Eyjafjarðar og siðan aukast framkvæmdir þar á næsta ári. A Vestfjöröum verður lokið við vegagerð i tengslum við brU yfir Onundarfjörð og unnið að þvi verki fyrir 2,3 miljónir. Þá verður unnið fyrir rösklega 1 miljón að vegagerð yfir Stein- grfmsf jarðarheiði, en þar verður samkvæmt vegaáætlun unnið fyrir mun hærri upphæðir á árunum 1982-1984. A Austurlandiverður unnið að vegagerð um Hvalnesskriður fyrir 2,3 miljdnir, en sá vegur kemur istaö vegarins yfir Lóns- heiöi, sem oft hefur verið f arar- tálmi. Þarna veröur fram- kvæmdum einnig haldið áfram á næstu árum. Það sem umferð er mest kom- ast vegamálin ekki i lag fyrr en bundið slitlag hefur verið lagt á vegina. Samkvæmt vegaáætlun verður bundið slitlag m.a. lagt á þessa spotta í sumar: A Suður- landsvegi veröur lokið við lagn- ingu bundins slitlags milli Hvolsvallar og Hellu á þessu og næsta ári. A Þrengslaveginn, sem Þorlákshafnarbuar aka til Reykjavfkur verður i sumar lagt bundiö slitlag fyrir 3,8 miljónir. I Hvalfiröi verður i ár lagt bundið slitlag fyrir 2,9 miljónir á veginn frá Hvamms- vík að Fossá. Þá fær Akranes- vegur 2,9 miljónir I lagningu bundins slitlags. Vestfjaröa- vegur við Þingeyri fær 1,5 miljónir á þessum lið og spott- inn milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar sömu upphæð. Helstu framkvæmdir við lagn- ingu bundins slitlags á Norður- landi verða i ár þessar: I Langadal verður unnið fyrir 3,5 miljónir og i Miðfirði fyrir 3 miljónir, hjá HUsavik fyrir 2,6 miljónir og frá Dalvik að HörgárbrU fyrir 2,1 miljón. A Austurlandsvegi er stærsta framkvæmdin f ár við lagningu bundins slitlags á vegarkafl- anum frá Friðsæld að Mána- garði, þar sem unnið verður fyrir 2 miljdnir. Htír hefur verið minnt á nokkur stærri verkefni við vegagerð, sem að verður unnið i sumar og á næstu árum, og taldirþeirvegaspottar, þar sem ætlunin er að vinna að lagningu bundins slitlags i sumar fyrir eina og hálfa miljón kröna eða meira. Að sjálfsögðu verður unnið að fjölmörgum fleiri vegafram- kvæmdum en þeim sem hér hafa verið nefndar, en hér skal aðeins bætt við að ætlunin er aö vinna fyrir 4 miljónir að „hafis- veginum" svonefnda i Norður- Þingeyjarsýslu og Noröur- MUlasýslu og fyrir 2 miljónir að vegagerö i Árneshrepp á Ströndum. Samkvæmt þeirri vegaáætl- un, sem samþykkt var á Alþingi ivor á að verja árlega um 2,1% af þjdðarframleiðslunni til vegamála. SU upphæð má vafa- laust ekki lægri vera, enda þótt vegamálin hafi oftast fengið mun minna I sinn hlut á liðnum árum. Með sameiginlegu átaki allra landsmanna getum við komið vegakerfinu i viðunandi horf á næstu 10 árum. Að því marki þarf að keppa með raunhæfum ráðstöfunum. —k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.