Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júni 1981 Jóhann Guömundsson forstjóri Securitas: Fyrst og fremst fyrirbyggjandi störf (Ljósm.: gel) — Starfsmennirnir eru i Dagsbriin en við borgum þeim hærra kaup en umsaminn taxti segir til um. — Hvað um þjálfun öryggis- varðanna? — Þeir fá verklega þjálfun hjá Eldvarnareftirlitinu og sjá einnig fræðslum yndir og hlýöa á fyrir- lestra um eldhættu. Þá er í þjón- ustuokkar maður sem hefur sér- þjálfun i sambandi við rafmagn. — NU veitég til þess aö lögregl- an þjálfar starfsmenn Securitas sums staðar erlendis. Er um slikt að ræða hér? — Nei, en við hefðum gjarnan viljað fá þjálfun t.d. i sambandi við sjálfsvörn. — Hvernig er annars samstarf ykkar við lögregluna? — Það er gott, sérstaklega við lögregluna i Kópavogi sem hefur synt einstaka víösyni og sam- starfsvilja. — En lögregluna i Reykjavik? — Það er hlutlaust samband. — Hafið þið áhuga á aö bera vopn eins og Securitasmenn bera t.d. i Sviþjóð? — Nei, við leggjum höfuð- áherslu á okkar islensku að- stæöur. — Hvað um hunda? — Gæsla með hundum yrði að minu áliti einungis til þess að af- brot færðust i aukana. Hins vegar getur hundur verið ágætur i stór- um byggingum eða á afgirtum svæðum tfl þess að leita uppi eld og þess háttar. — Eruö þið með talstöövar? — Við erum með i burðarliðn- um uppsetningu fjarskiptamið- stöðvar sem allir öryggisverðir vittog breitt um borgina hafatil- kynningaskyldu við. Þetta er nauðsynlegt Ut frá hreinu öryggissjönarmiði. — Ég hef frétt að þið hafið passaskyldu fyrir fólk sem þarf að komast inn i byggingar sem þið gætið. — Það á einungis viö um einn fjölmennan vinnustaö sem við höfum á okkar könnu og er nauðsynlegt vegna mannaferða eftir lokun. Slikt verður hins veg- ar allsekki á háskólasvæðinu svo að dæmi sé tekið. — Hvernig hófst eiginlega þetta fyrirtæki þitt? — Það var upphaflega hugsað sem lifibrauð mitt til aö fjár- magna framhaldsnám mitt i öldungadeild MH en viðtökur voru sh'kar, að taka varð þetta föstum tökum og nU er þetta kom- ið svona langt. Þess skal að lokum getið að þeir sem vilja ráðast til starfa við Securitassf. verða aöleggja fram sakavottorð og heilbrigðisvottorð og skrifa undir þagnarheiti. Þeir eru ennfremur beðnir um að tala hvorki um starf sitt né laun Ut á við. —GFr Fyrir nokkru gerði rikisvaldið samning við einkafyrirtæki hér- lendis er nefnist Securitas s.f. um nætur- og öryggisvörslu á öllu Háskólasvæðinu þ.á.m. Stofnun Arna MagnUssonar og Þjóð- minjasafninu. Fyrirtæki þetta var stofnað fyrir u.þ.b. þremur árum og hefur stöðugt fært Ut kviarnar bæöi i opinberum- og einkafyrirtækjum. A þess vegum vinna nU yfir 20 sérþjálfaðir ein- kennisklæddir öryggisverðir og eru þeir smám saman að ryöja til hliðar venjulegum nætur- og hUs- vörðum sem hingaö til hafa gætt svæða og bygginga. Þjóðviljinn fór á stUfana til að kanna fyrir- tækið Securitas enda er það óneitanlega forvitnilegt fyrir- bæri. Erhér kannski sprottin upp sjálfstæö löggæslusveit við hlið sjálfrar lögreglunnar. Securitas s.f. er til hUsa að Laugavegi 116 þar sem áður voru skrifstofur á vegum dómsmála- ráðuneytisins. Forstjóri fyrir- tækisins er ungur maður að nafni Jóhann Guðmundsson. Við geng- um á fund hans til að forvitnast um þessa starfsemi. — Er Securitas i tengslum við fyrirtæki i öðrum löndum sem bera sama nafn? — Nei, Securitas hér á landi er algjörlega sjálfstætt verktaka- fyrirtæki m.a. á sviði mannaðrar öryggisgæslu m.a. gagnvart eld-, innbrota- og skemmdarverka- hættu svo að eitthvað sé nefnt. Við höfum að visu fyrirmyndir er- lendis frá en höfum komið okkur upp eigin kerfi sem við á á hverj- um staö. — Hvers konar kerfi? — Við bjóöum upp á tvenns kon- ar gæsluform, annars vegar svo- kallaða farandgæslu þar sem sami öryggisvörður hefur með höndum gæslu á fleiri stöðum en einum, og staöbundna gæslu sem fer þannig fram aö sami maður hefureinungismeð eina byggingu að gera. í fyrra tilfellinu fer öryggisvörðurinn eftir vinnufor- skrift sem Eldvarnareftirlitið, verkkaupandi og Securitas semja i sameiningu en i þvi seinna er komiö fyrir ákveðnu ndmeruðu ferli í viðkomandi byggingu sem vörðurinn þarf að vinna eftir. Hann gengur þá um með klukku sem stimplað er inn i með ákveðnum lyklum sem festir eru upp á vissum stöðum. Hér á skrif- stofunni er svo farið yfir striml- ana Ur klukkunni. — Eruð þið ekki að fara inn á starfssvið lögreglunnar með þvi að taka að ykkur sllka gæslu? — Nei, viö erum fyrst og fremst með fyrirbyggjandi aðgerðir og bíðum t.d. ekki eftir að þjófur brjótist inn til þess að geta gómað hann slöar. Við höfum það fyrir • Einkennisklæddir öryggisverðir í fyrirtækjum og opinberum byggingum • Sjálfstæð löggæsla við hlið lögreglu? SECURIT AS Viðtal við Jóhann Guðmundsson forstjóra fyrirtækisins reglu að fara aldrei sjálfir Ut i krltiskar aðgerðir heldur höfum strax samband við lögregluna ef eitthvað kemur upp á. En með þessari starfsemi spörum við efl- ingu á lögreglunni enda varla við hennar hæfi að ganga á skrif- stofur fyrirtækja. Við leggjum lika áherslu á að afla okkur sér- þekkingar á þeim byggingum sem við tökum að okkur en látum lögreglunni eftir löggæsluhlut- verkið með handtökuheimildum og öðru slfku. — NU eruð þið einkennisklæddir og viss hermennskubragur á ykk- ur? — Það er eins konar millistig á skrauteinkennisklæöum og venjulegum fötum. Við erum i þægilegum mittisjökkum, með skyrtu og bindi og berum merki fyrirtækisins til að auðkenna okk- ur. — Þegar þu ræður menn i fyrir- tækið, hvaða kröfur eru gerðar til þeirra t.d. varðandi aldur og Ut- lit? — Lágmarksaldur er 20 ár en það fer dálitiö eftir eðli gæslunnar með efrí mörkin. 1 farandgæsl- unni eru yfirleitt ungir menn en i staðbundinni gæslu koma mið- aldra menn eins til greina. Þaðer hins vegar verðugt umhugsunar- efni fyrir hið opinbera sem og einkafyrirtæki hvorttiler einhver siðferðisleg réttlæting á að nota lasburða fólk eða gamalmenni i þessi störf, einungis vegna þess hve ódýr sá vinnukraftur er. Þessir menn eru sjaidnast færir um að bera hendur fyrir höfuð sér, þó að á þyrfti að halda. Þeir eru „hefðbundnir vaktmenn” sem heyra fortfðinni til, enda enga þjálfun fengið, hvorki I sjálfsvörn eða öðrum viðbrögðum sem nauðsynleg eru gagnvart starfinu. NUtiminn kallar á vel þjálfaða öryggisverði og mark- vissar varnir gagnvart afbrota- mönnum. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Varla opna menn fjölmiöla svo ekki sé minnst á einhver myrkráverk. Glópalánið hefur kannski dugað hingaö til en hver verður næstur? — ÞU nefnir ódýrt vinnuafl. Borgar þU ekki frekar lágt kaup? Þjóöminjasafniö: Vaktaö af öryggisvöröum Securitas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.