Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júnl 1981
Helgin 6. — 7. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
1 hátiðarhöldunum varð rósin að tákni stuðningsmanna Mitterrands
Mitterrand fyrir framan Elysée-höll
.:
• . ■:■
/ý\ý-:;:
'
Hinn nýji forseti ekur upp að Sigurboganum
,Eftir þessu höfðum vid lengi beöid...’
Gleðskapur i París þegar Mitterrand tók við embœtti
Þrátt fyrir tvisýnt veður voru
mikil hátiðahöld i Paris fimmtu-
daginn 21. mai, þegar Francois
Mitterrand, tuttugasti og fyrsti
forseti franska lýðveldisins, tók
við embætti. Andrúmsloftið var
mjög sérkennilegt og minnti
einna helst á nokkurs konar
blöndu af þjóðhátiðardeginum og
mai 1968, en menn virtust auk
þess vera hissa og jafnvel ringl-
aðir.
Fyrstu raunverulegu
stjórnarskiptin
sidan 1958
öllum fréttaskýrendum bar
saman um að þetta væru mikil
timamót og jafnvel þáttaskil i
sögu Frakklands á slöustu tim-
um, þvi'að þetta er i fyrsta skipti
sem vinstri sinnaður stjórnmála-
maður sest f forsetastól siðan
fimmta lýðveldið var stofnað fyr-
ir tæpum aldarfjórðungi og völd
forsetans aukin til mikilla muna.
Jafnframtmá segja að þetta sé i
fyrsta skipti siðan 1958 sem raun-
veruleg stjórnarskipti verða i
Frakklandi þvi að allar stjórnir
sem setið hafa við völd siðan
fimmta lýöveldið var stofnað
hafa verið af hægri hluta stjórn-
málalitrófsins, þótt á þeim hafi
stundum verið blæbrigðamunur.
Fátt hafði reyndar verið meira
á dagskrá ifrönskum stjórnmála-
deilum siðustu vikurnar fyrir
kosningar en einmitt stjórnar-
skipti. Töldu vinstri menn aö
nauðsynlegt væri að fela nýjum
mönnum völdin, þvi aö það væri
varhugavert fyrir lýðræöið i land-
inu efsömu menn færu með stjórn
von Ur viti, en fylgismenn
Giscard d’Estaing spöruðu hins
vegar hvergi að Utmála með hin-
um svörtustu litum hvað gerast
myndi ef vinstri menn tækju nú
stjórnmálataumana i sinar hend-
ur og fengju að ráöa feröinni: hót-
uðu þeir hálfgildings heimsenda
innan tfðar... Þaö má þvi teljast
góðlátlegt háð örlaganna, að
þetta er raunar i fyrsta skipti i
sögu fimmta lýðveldisins sem
reglulega kjörinn forsetitekur við
völdum af öðrum reglulega
kjörnum forseta: de Gaulle sagði
skyndilega af sér eftir að hafa
beðið ósigur i þjóðaratkvæða-
greiðslu og Pompidou lést i
embætti, þannig að i bæði skiptin
varö forseti öldungadeildar
þingsins að taka að sér forseta-
embættið til bráðabirgða, sam-
kvæmt stjórnarskránni, meöan
efnt væri til kosninga. En nU, þeg-
ar spáð hafði veriö öngþveiti og
óvissu, gat þessi athöfn loksins
farið fram eftir settum reglum.
Þetta mun ekki hafa dregið Ur
undrun Frakka, en hUn átti þó
dýpri rætur. Þótt skoöanakann-
anirréttfyrir kosningarnar bentu
til þessaö rUmur helmingur kjós-
enda væri reiðubUinn til að greiða
Mitterrand atkvæöi, sýndu þær
jafnframt aö tveir þriðju hlutar
þeirra voru sannfæröir um að
Giscard yrði kjörinn forseti i ann-
að sinn! Ýmsir vinstri menn, ekki
sist þeir sem hölluðust til fylgis
viö kommUnista, voru einnig
þeirrar skoðunar að Mitterrand
væri ekki llklegur til aö fara inn á
nýjar brautir — og fengi heldur
ekki svigrUm til þess þótt hann
vildi. Yfirleitt virtust vinstri
menn þvi naumast trUa þvi að
nokkur breyting gæti orðið.
Skjótt skipast
veður i lofti
En veður skiptust mjög ræki-
lega við kosningaUrslitin og skjót-
ar en nokkurn hafði órað fyrir.
Viðhorf manna til Mitterrands
gjörbreyttust: hinn gamli fall-
kandidat, sem margir höfðu haft
fyrirsið að hæðast að, var nU al-
gerlega gleymdur og i staöinn
kominn löglega kjörinn forseti
sem hafði allt það vald sem fyrir-
rennarar hans höfðu haft. SU
skoðun varð allt I einu rikjandi að
hann hefði nU haft rétt fyrir sér
eftirallt saman, og ýmislegt sem
áður hafði verið lagt honum til
lasts breyttist nU i kosti: á það
var lögö áhersla að hann hefði
ekki hvikað frá baráttnnni gegn
hægri mönnum siðan 1958 og
menn lofuðu þrautseigju hans og
hugrekki þegar baráttan virtist
vonlaus... Þeir andstæðingar
hans, sem gefið höfðu i skyn að
öllum ráðum kynni að verða beitt
til að hindra hann i að gera rót-
tækar ráðstafanir og jafnvel látið
að þviliggja að hann hefði ekkert
vald til að taka upp nýja stefnu,
þar sem hægri menn hefðu þing-
meirihluta, sýndu þaö strax
greinilega að þeir virtu dóm kjós-
enda og ætluðu ekki að véfengja
forsetavald hans. Framkoma
þeirra benti jafnvel til þess að
þeir ætluöu aö heyja kosninga-
baráttuna fyrir þingkosningarn-
ar, sem framundan eru, gegn
sós ia li st af lok knu m og
kommUnistaflokknum, en ekki
gegn Mitterrand sjálfum — vig-
orð þeirra virtist ætla að verða:
„felum ekki sömu mönnum allt
vald.veitum hinum nýkjörna for-
seta aöhald i umbótastefnunni,
svo að vinstri menn hlaupi ekki
með hann i gönur...”. Mynd
Mitterrands meðal þjóðarinnar
var nU orðin sterk og glæsileg:
það sem enginn hafði átt von á
hafði nU loksins gerst. An þess að
menn hefðu ialvöru bUið sig undir
aö stjórnarskipti gætu orðið og
gefið sér tima til að gera ein-
hverja raunhæfa mynd af fram-
tiðinni birtust skyndilega nýjar
horfur: franskir vinstri menn
voru nánast þvi eins og maður
sem fær svo óvæntan happ-
drættisvinning að hann hefur
aldrei hugleitt hvað hann ætti aö
gera við aurana...
Allt þetta setti sinn svip á há-
tiðarhöldin 21. mai og gerði þann
dag engan öörum líkan. Segja
má að athöfnin hafi i rauninni
byrjað kvöldið áður, þegar
Giscard d’Estaing fráfarandi for-
seti, sem hafði litið látið á sér
kræla síðan hann beið ósigur,
flutti Rveöjuræðu sina i sjón-
varpi. Hann birtist á skerminum
sitjandi I hægindastól meö dyr i
baksýn og talaði I tiu minUtur. En
að kveöjuoröunum loknum stóð
hann upp og gekk Ut um dyrnar,
meðan sjónvarpiö sýndi auðan
stólinn góða stund og þjóösöngur-
inn var leikinn. Ræöa Giscards
þótti allgóð, en þessi sviösetning
mæltistmisjafnlega fyrir og veltu
fréttaskýrendur þvi fyrir sér
hvað hann heföi ætlað aö gefa i
skyn með auöa stólnum.
Morguninn eftir, klukkan hálf
tiu stundvislega, kom Mitterrand
svo i Elysée-höll, aðsetur Frakk-
landsforseta. Giscard tók á móti
honum i tröppunum með þvingað
bros á vör, og síðan gengu þeir
inn i höllina. Þar drógu þeir sig i
hié og ræddu saman einslega i
þrjá stundarfjórðunga: að sögn
fréttamanna var Giscard þá að
kenna Mitterrand á leyndardóma
Elysée-hallar og þó sérstaklega
trUa honum fyrir þeim dulmáls-
lykli sem gengur aö kjarnorku-
sprengjunni. Að þvi bUnu fylgdi
Mitterrand Giscard Ut á tröpp-
urnar og kvaddi hann, og virtist
hinn fráfarandi forseti þá vera
heldur glaðari i bragði en áður.
Eftir þetta gekk Mitterrand inn i
hátiðasal forsetahallarinnar, þar
sem margt stórmenna var saman
komið, til aö taka formlega við
völdunum. Formaður stjórnar-
skrárráösins flutti stutt ávarp,
þar sem hann tilkynnti Urslit
kosninganna, en siðan hélt hinn
nýkjörni forseti sina fyrstu ræðu.
Hann minntist Jaurés, hins mikla
frumkvööuls sósialisma i Frakk-
landi, og sagði að nU væri að hefj-
ast þriöji áfanginn i langri þróun,
eftir umbætur alþýðufylkingar-
innar 1936 og fyrstu stjórnarinnar
eftir frelsunina undan hernámi
Þjóðverja 1944. Þvi hver hugsjón
væri göfugri en sU að sameina
sósialisma og frelsi og hver gjöf
betri til handa veröld framtiðar-
innar? Þetta væri vilji sinn og
áform, en það sem skipti máli
væri ekki að sigra heldur sann-
færa. ,,Það var ekki nema einn
sigurvegari 10. mai”, sagði
Mitterrand, „Það var vonin, og
óska ég þess að henni verði skipl
jafnt meðal allra i Frakklandi”.
Meðan forsetinn flutti ræðu sina
var hleypt af 21 fallbyssuskoti, en
að henni lokinni gekk hann um
salinn og heilsaði viðstöddum.
Meöal gestanna var Mendes
France. Mitterrand faðmaöi hann
að sér og sagði: ,,án yðar væri ég
ekki staddur hér i dag”, en
Mendes France, sem nU er 74 ára,
var svo hrærður að hann gat ekki
komið upp nokkru orði.
Alþýöu Parísar
boðið til mikils
fagnaðar
i Latinuhverfinu
Eftir þessa athöfn framdi
Mitterrand sitt fyrsta embættis-
verk: hann Utnefndi Pierre
Mauroy, borgarstjóra i Lille, for-
sætisráöherra. Rétt fyrir hádegi
ók hann svo i opnum bil ásamt
Mauroy að Sigurboganum þar
sem hann lagði blómsveig á leiöi
óþekkta hermannsins. Gifurlegur
mannfjöldi hafði safnast saman i
kring, og létu fréttamenn sjón-
varpsins þess getið að þá fyrst
hefðu margir vinstri menn gert
sér raunverulega grein fyrir þvi
að Mitterrand var tekinn við
völdum. Við Sigurbogann voru
ýmsir sérstakir boösgestir forset-
ans, svo sem Willy Brandt, Olof
Palme, Leopold Sedar Senghor
fyrrverandi forseti Senegals,
Melina Mercouri, tónskáldið
Mikis Þeodorakis, ekkja Allendes
og nokkrir þekktir rithöfundar frá
Rómönsku Ameriku.
En aðalhátlöin fór fram um
kvöldið, þegar Mitterrand bauð
alþýðu Parisar til mikils fagnað-
ar i Lati'nuhverfinu. Staöarvalið
var tvimælalaust táknrænt: á
þessum slóöum hefur yfirleitt
ekki verið mikiö um opinber há-
tiðahöld þar sem Giscard og fyr-
irrennarar hans sniðgengu þetta
forna hverfi, en Mitterrand mun
hafa viljað vitja „sögustaða” frá
Mai-uppreisninni 1968 og þó
sennilega um fram allt sýna
tengsl sin við sósialiska hefð
franskra menntamanna. Kvöldið
hófst með þvf að Jacques Chirac,
borgarstjóri Parisar og fyrrver-
andi frambjóöandi i forsetakosn-
ingunum, tók á móti hinum ný-
kjörna forseta I rábhúsi borgar-
innar. Mitterrand flutti stutt
ávarp, þar sem hann gat þess
m.a. að „þetta ráðhús hefði jafn-
an veriö mótvægi við höll prins-
ins”, og skildu vist flestir þetta
sem dulbUna en spaugsama til-
visun til þeirrar óhjákvæmilegu
staöreyndar aö árásir Chiracs á
Giscard stuðluðu mjög að sigri
frambjóðanda sósialista.
Magnað andrúmsloft
við Pantheon
Eftir þessa athöfn fór
Mitterrand yfir Signu og kom fót-
gangandi að Pantheon, efst uppi á
Fjalli hinnar heilögu Genefievu,
þar sem mikilmenni frönsku
þjóðarinnareru grafin. Svo mikill
manngrUi var um allt hverfið að
engin leiö var að olnboga sig
áfram að þeim götum sem forset-
inn átti að fara um, en greinilegt
var að fbUar Latinuhverfisins og
aðrirvoru meir komnir þangað til
að finna andrUmsloft þessarar
stundar en sjá atburðina. Þeir
sem gátu klifruðu þó upp á
umferðarskilti, og aðrir hikuðu
ekki viö að tylla sér upp á bllþök.
Margir höfðu einnig keypt sér
eins konar furðuleg „periskóp”
eða hringsjár Ur pappa, þannig að
þröngar göturnar með flæðandi
mannfjöldanum litu Ut eins og
kafbátalægi. En jafnvel þeir sem
ekkert sáu gátu þó fylgst meö
ferðum Mitterrands, þvi um leið
Framhald á næstu siðu