Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júni 1981 DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. ritstjórnararein_______________ Gengisfellingastefnan gengin sér til húðar • Upphaf gengisfellingastefnunnar í íslenskri efna- hagsstjórn má rekja til áranna 1949 og 1950. Þá tókst Sjálfstæðisf lokknum að knýja fram stórfelldar gengisfellingar krónunnar. • Afleiðingar þessara ráðstafana á íslenskt efna- hagslíf reyndust geigvænlegar. Samkvæmt opin- berum hagskýrslum jókst verðbólgan úr um það bil 4% í meira en 30%. Kaupmáttur verkamannalauna lækkaði um f immtung og hagvöxtur varð enginn. úr aimanakinu Gamla Sambandshúsið • Þá varð það bjargráð þáverandi stjórnarf lokka, Sjálfstæðisf lokksins og Framsóknarf lokksins, að fleyta atvinnulífinu áfram með því að taka upp þjón- ustu við bandaríska herinn í stórum stil. Á fyrstu árum hersetunnar, 1952—54, námu t.d. gjaldeyristekj- ur af viðskiptum við bandariska hersetuliðið að meðaltali nálægt 15% af heildargjaldeyrisöflun lands- manna. Til samanburðar má þess geta, að þetta hlut- fall er meira en tvöfalt útflutningsverðmæti allra íslenskra iðnaðarvara nú á dögum. • AAeð stjórnarsamvinnu sinni á sjöunda áratugnum leiddu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn síðan gengisfellingastefnuna til öndvegis í íslenskri efnahagsstjórn. • Á tveimur árum, 1960 og 1961, lækkaði ríkisstjórn þessara flokka opinbert gengi íslensku krónunnar um 2/3. Árangurinn lét ekki á sér standa. Opinberar hag- tölur sýna, að á þessum árum jókst verðbólgan úr nálægt 4% árlega í um 12%. Vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar stöðvaðist og kaupmáttur verkamanna- launa minnkaði um 15%. • Þennan árangur nefndu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisf lokkurinn viðreisn efnahagslífsins. • Ef Viðreisnarstjórnin, svonefnda, hefði ekki fall- ið í lukkupott óvænts uppgripaafla á síldveiðum má víst telja, að þessi nýja gengisfellingaviðreisn hefði verð dæmd eftir árangri sínum og hlotið jafnskjóta greftrun og sú fyrri. Hinum hagstæðu áhrifum síldveiðanna á efnahagslífið var hins vegar ruglað saman við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, og þegar síldarstofnarnir voru upp ornir, 1967, var gengisfellingaleikurinn einfaldlega endurtekinn. Ný verðbólgugusa reið þá yf ir þjóðina og eftirleikurinn er flestum í fersku minni. • Ástæðan fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa gert gengisfellingar að sliku trúaratriði í efnahagsstefnu sinni er þó ekki ein- vörðungu glámskyggni þessara flokka á íslenskt efnahagssamhengi og hagtölur. AAeð gengisfellingum er hagnaður útf lutningsatvinnuveganna aukinn í einu vetfangi. Þegar þar við bætist nánast alger skortur á verðsamkeppni á innlendum neysluvörumarkaði og máttlítið verðlagseftirlit, jafngilda gengisfellingar því, að atvinnurekendum sé afhentur aukinn hluti af þjóðarframleiðslunni,en hlutdeild launþega sé skert. Það er þetta samhengi, sem formenn Alþýðuf lokksins og Sjálfstæðisf lokksins hafa i huga þegar þeir endur- taka það, hver eftir öðrum, að nú sé endilega nauðsynlegt, að skrá gengi krónunnar „rétt". • Þegar fyrir er í landinu launþegahreyfing, sem hefur nægilegan pólitískan styrk til að vernda um- bjóðendur sína fyrir mestu kjaraskerðingaáhrifum gengisfellinga eru slíkar aðgerðir atvinnuveganna þó skammgóður vermir. Innan fárra mánaða hafa innlendar kostnaðarhækkanir unnið upp hagsbót útflutningsatvinnuveganna af gengisfellingu og þeir standa í sömu sporum og fyrr. Afleiðingar gengis- fellinga við þessar aðstæður eru því fyrst og fremst þær að knýja verðbólguhjólið áfram með æ meiri hraða. Kröf ur um gengisfellingar við þessar aðstæður eru því furðuleg þráhyggja, sem æ fleiri gera sér nú grein f yrir. • Alþýðubandalagið hefur ávallt verið andvígt gengisfellingum sem hagstjórnartæki og hefur barist fyrir þeirri skoðun sinni í þeim ríkisstjórnum, sem það hef ur tekið þátt í. • Núverandi ríkisstjórn hef ur nú markað ef nahags- stefnu, sem hefur það að hornsteini að halda gengi krónunnar eins stöðugu og unnt er. Árangur þeirrar stefnu má sjá í dvfnandi verðbólgu á þessu ári. Fyrir örfáum dögum var ég staddur I félagsheimili Sam- vinnumanna, Hamragörðum. Upphaf þcss ágæta húss er að rekja til þess, að árið 1940 ákvað stjóm Sambands ísl. samvinnu- félaga að koma upp heimili fyrir þáverandi skólastjóra Sam- vinnuskólans, Jónas Jónsson og Guðrdnu konu hans. Þá höfðu þau hjón, i tvo áratugi, búið niðri i Sambandshúsi við Sölv- hól, í einskonar margbýli við þá umfangsmiklu starfsemi, sem þar fór fram. Kunnu þau hjón þv i sambýli raunar mjög vel þótt ónæðissamt væri. Þegar svo llamragarðar höfðu risið, i handarkrika kaþóli kkanna i Landakoti, fluttu þau Jónas og Guðrún þangaö og bjuggu þar upp frá þvi. Nú fer fram I Hamragörðum margháttuð fé- lagsstarfsemi samvinnumanna. Er það eðlilegt og ánægjulegt framhald á störfum þess mikla félagsmálafrömuðar, sem þar bjó fyrstur manna. Þegar ég nú var staddur i þessu húsi varð mér hugsað til fyrstu kynna minna af Jónasi Jónssyni og þess, hvernig þau bar að. Ætli ég hafi ekki verið svona 17 ára gamall um það leyti. Ég hafði sótt um skólavist á Laug- arvatni og Bjarni sagði að ég mætti koma. Ég bjóst að heim- an réttfyrir mánaðamótin sept. - okt. og var förinni heitið til Reykjavikur, til að byrja með. Ferðir milli Norður- og Suður- lands voru þá strjálli en nU og tóku lengri tima. Frá Varma- hlíð fór ég með áætlunarbil frá BSA, —Bifreiðastöð Akureyrar, — og sat Palli frá óslandi, eins og Páll Sigurðsson á Kröggólfs- stöðum var almennt nefndur i Skagafirði á þessum árum, und- ir stýri. Við náðum til Borgar- ness um kvöldið, þáðum ágæta hressingu hjá VigfUsi minum ,,vert” og siðan fóru farþegar með skipi til Reykjavikur. NU er þess að geta, að til Reykjavikur hafði ég aldrei áð- urkomið og þekkti þar i raun og veru ekki nokkra sál, svo ég vissi til. A hinn bóginp var svo háttað ferð frá Reykjavík til Laugarvatns að hUn féll ekki fyrr en eftir 3 eöa 4 daga og á meðan varð að standa við i Reykjavik. Pabbi og Jónas voru góðir kunningjar. Varð að ráði að hann skrifaði Jónasi bréf og bað hann að sjá fyrir ráði minu á meðan ég yrði að dvelja i Reykjavik. Ég var sannast að segj a dálit- ið kviðinn þegar skipið lagðist að hafnarbakkanum. Hvað átti ég að gera við farangurinn? Hvernig átti ég að hafa upp á Jónasi? JU, ég vissi að hann bjó i SambandshUsinu. En hvar var það? Og var svo einu sinni vlst að Jónas væri heima? Gat hann ekki hæglega verið einhvers- staðar utanbæjar? Ég var sann- ast að segja ekki ýkja bjartsýnn á framtíðina þetta haustkvöld á hafnarbakkanum i höfuðborg- inni. En Ur rættist, á óvæntan hátt, aömér fannst. Að mér vék ________v,.Uc... ^amu sér vingjarnlegur maður, sem aö nota tfmann til að sjá Nátt- sjálfsagt hefur sýnst ég heldur úru- og forngripasafnið, safn heimóttarlegur, og spurði hvort Einars á Hnitbjörgum, vinnu- Þá var gott að rotast ég þyrfti ekki að fá bil. JU, ég hélt nU það. „Taktu bara með þér töskurnar”, sagði hann, „koffortinu verður ekið upp i geymslu og þar geturðu svo vitjað um það siðar. Settu þig svo bara hér inn i bflinn og hvert á að aka?” „Upp i Sambands- hUs”, sagði ég, og þótti nU held- ur vænkast hagur Strympu. Inn- an stundar vorum við staddir við SambandshUsið. Hvar var svo Jónas að finna i þessari samvinnuhöll? En heppni min virtist með eindæmum það sem af var þessu ferðalagi. 1 fyrsta stiganum, sem ég klifraði upp, mætti ég hvatlegum manni. „Hver ert þú og hvern ætlarðu að finna hér”, spurði hann. „Jónas Jónsson”, svaraði ég og sagði til nafns mins. „Ég heiti Kristinn Hallgrimsson, komdu með mér” og þreif af mér aðra töskuna. „Það er nU læst en styddu á þennan hnapp og þá verður þér svarað”. Ég studdi á hnappinn og heyrði siðan sagt, einhversstaðar inni i djUpi hUss- ins: „Hver er þar?” Ég nefndi nafn mitt og sagöi hvern ég ætl- aði að finna. Innan stundar opn- uðust dyrnar og mér varð ljóst, Magnús H.Gislason skrifar að nú stóð ég frammi fyrir stór- fenglegasta bolsa á Islandi, ef trUa mátti Morgunblaðinu og tsafold. Ég fékk Jónasi bréfið. Hann las það i skyndingu. „Komdu inn, við fáum okkur tesopa, þú verður hér i nótt og svo sjáum við til á morgun.” Og það stóð ekki á teinu hjá Guðrúnu. Ég hafði aldrei smakkað þann drykk áður. Kannski hefur Jón- as grunað það þvi hann spurði hvernig mér smakkaðist teið. „Hér drekkum við ekki mikið kaffi en hinsvegar talsvert af tei, það er miklu hollari drykk- ur.” Siöan fylgdi Jónas mér fram i' kennarastofu. „NU verður þú hér i Reykja- vik i þrjá daga”, sagði hann, „og þá þarftu að nota vel. ÞU getur sofiö hér á þessum divan. Ég biö MagnUs minn Björnsson að lofa þér að borða i samvinnu- mötuneytinuá Gimlihérna niðri I T 'nH'irrtnfimnl Cl’Xnn kn«R.. brögðin hjá Rikarði á Grundar- stignum. Svo væri kannski at- hugandi að fá sér sprett i Sund- höllinni. Loks þarftu að fara upp i Landakotskirkjuturn þvi þaðan er besta Utsýnið yfir borgina Þetta er gott i bili ef að timi gefst til þá tökum við fleira fyrir”. Ég fylgdi þessari for- skrift og sé ekki eftir. Á kvöldin kom Jónas til min i kennarastofuna, spurði mig hvað ég hefði nú skoðað þennan daginn og rabbaði um það, innti mig frétta að norðan þar sem hann virtist þekkja hvern mann og vita allt um alla. NU skal enginn halda að ég hafi notið einhverrar sérstakrar náðar fyrir þær sakir, að þeir Jónas og pabbi voru góðkunn- ingjar. Ef Jónas fékk færi á unglingi, sem i fyrsta sinn kom til Reykjavikur, þá taldi hann sjálfeagt að visa honum til veg- ar, benda honum á hvernig hann ætti að verja timanum svo að hann nýttist viökomandi sem best til aukinnar þekkingar og þroska. Jónas var alltaf að leið- beina, alltaf að kenna og betri fræðara hef ég aldrei kynnst. Kannski hafa hæfileikar hans hvergi notið sin betur en við kennslu en það er lika vitt svið. Næstuöárin bar fundum okk- ar Jónasar oft saman. Ég heim- sótti hann i Sambandshúsið, i Fffilbrekku.fór með honum i Ut- reiðartUra. Þegar ég hafði lokið námi á Laugarvatni vildi hann gera mig að blaðamanni. Það heillaði mig en ég sagði honum sem var að aöstaðan heima fyr- irleyfði ekki að ég færi burtu til langframa. Hann skildi það en sagði: „Láttu mig vita þegar um hægisthjá þér.”Enþess var langt að biða að svo hægðist um og þá réði Jónas ekki lengur yfir blöðum. Þegar ég kynntist Jónasi fyrst var hann á flestum sviðum rót- tækari en þeir menn aðrir, sem ég hef þekkt. Er frá leið þótti hann þokast til hægri. Hann komst upp á kant við flokks- bræður sina marga. Hann var ráðrikur eins og mikilhæfum mönnum er titt, skaplyndið eins og eldgigur. Ég átti að mæta á flokksþing- inu þegar uppgjöriö fór fram milli Jónasar og þeirra, sem hann átti höggi við i flokknum. Ég kveið fyrir þvi. Mér þótti vænna um Jónas en flesta menn aðra vandalausa og átti honum margt og mikið að þakka. En ég hlaut að vera i andstöðu við hann eins og komið var og sættir i flokknum ekki i sjónmáli. En atvikin eru stundum undarleg. Við upphaf suðurferðar féll ég af hestbaki, rotaðist og fékk heilahristing. Torfi frændi minn frá Asgarði, sem þá var læknir á Sauðárkróki, skipaði mér að halda mig við rúmið i hálfan mánuð. Það er i eina skiptið á ævinni, sem ég hef orðið þvi feg- inn að þurfa að liggja i rúminu. Sagt er að menn leiti upprun- ans. Þegar ég, löngu siöar, fór aö fást við blaðamennsku, m.a. sem einskonar aðstoðarstjórn- málaritsfjóri, var Jónas hættur opinberum afskiptum af stjórn- málum. En grunnt var á glóð- ina. Iðulega hringdihann til min á blaðið, rabbaði um menn og málefni, gaf mér ráð og leiö- beiningar. Og að þeim var svo sannarlega enginn ihaldskeim- ur. Mér fannst ég lifa á ný kvöldin i' kennarastofunni i SambandshUsinu. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.