Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. — 31. mal 1981
Oisgard fylgt tii dyra
Gengið inn i Patheon með rósir i hendi
og hann birtist fóru hinir fremstu
að klappa og hrópa „Mitterrand
forseti” og aðrir tóku siðan undir,
og þannig fylgdu hrópin ferðhans
gegnum hverfið.
Fyrir framan Pantheon hafði
verið byggður pallur með plast-
þaki og sat þar sinfóniuhljóm-
sveitParisarborgar með hundrað
manna kór. Þegar Mitterrand
nálgaðist torgið var byrjað að
flytja siðasta kafla niundu
sinfóniu Beethovens, „Óðinn til
gleöinnar”, en þeir sem voru inni
i hliðargötum heyrðu aðeins
fortissimo-kaflana, sem komu i
gusum ein§ og vindkviður með
þognum á milli. Margir voru þó
með li'til Utvarpstæki sem þeir
brugðu upp að eyrum sér: þannig
gátu þeir heyrt tónlistina i beinni
Utvarpssendingu.
Mitterrand kom að Pantheon
með fríðu föruneyti, þvi að
öryggisverðir fengu ekki við neitt
ráðið og urðu að hleypa áköfustu
stuðningsmönnum hans gegnum
linurnar, ai siöan gekk hann inn i
bygginguna. Þeir sem viðstaddir
voru misstu nú sjónar af honum,
en fyrir augu sjónvarpsáhorfenda
um allt Frakkland bárust allsér-
kennilegar myndir: þaðsásthvar
Mitterrand skildist frá þvögunni,
gekk aleinn með rósir i hendi
gegnum hinn mikla sal Pantheons
og niöur stigann i grafhvelfing-
una, leiö þar hægt i gegnum rang-
halana og lagöi rósir á kistur
þriggja manna, Victors
Schoelcher sem stóð fyrir þvi aö
þrælahald var bannaö i öllum ný-
lendum Frakka 1848, Jean
Jaures, brautryöjanda sósial-
isma, og Jean Moulins, sem
skipulagöi. andspyrnuhreyfing-
una gegn Þjóöverjum á hernáms-
árunum.
Þegar Mitterrand kom aftur úr
þessari undirheimaferð fluttu
sinfóniuhljómsveitin og kórinn
franska þjóösönginn I útsetningu
Hectors Berlioz. En um þaö leyti
skall á mikil rigningardemba og
fólk hraöaði sér i skjól. Þegar
manngrúinn tók aögrisjast, mátti
sjá aö bilþök höfðu sums staðar
flast svo út og svignaö af þungan-
um aö þau minntu á kampavlns-
skálar og fylltust ört regnvatni.
Sagt var að Michel Rocard heföi
flúið rigninguna upp i lögreglubil,
en það varð til þess aö viöstaddir
fóru aö hrópa: „Sleppiö Rocard,
sleppiö Rocard”...
Margvíslegt spilverk
og dans i regni
Gert hafði veriö ráð fyrir þvi að
dansað yrði um kvöldið á torgum
Latinuhverfisins og höfðu veriö
fengnar til þess ýmsar hljóm-
sveitir. Vegna rigningarinnar
létu margir tónlistarmannanna
ekki sjá sig, en það kom þó naum-
ast að sök. Mannfjöldinn var
áfram um kyrrt i hverfinu og
safnaðist saman á helstu torgum :
við Sorbonne, fyrir framan
Pantheon og þó einkum og sér i
lagi á Contrescarpe-torgi og þar I
kring. Þær hljómsveifir sem
mættar voru tóku sér stöðu á sér-
staklega geröum pöllum og hófu
þarspilverk sitt.en annars staðar
leiö ekki á löngu áöur en sjálf-
skipaðirspilagarpar komu á vett-
vang og sáu um tónlistina. Það
kom jafnvel fyrir að ibúar
hverfisins létu plötusnúöa og
hljóðmagnara i glugga. Aöur en
varöi hófst feikilegur gleðskapur
viöa um Latínuhverfiö, svo aö
varla var hægt aö þverfóta i
manngrúanum. Söfnuöurinn virt-
ist allblandaður, þvi að bæöi voru
þarna á feröinni stúdentar og aðr-
ir ibúar Latinuhverfisins og svo
einnig verkamenn úr úthverfum :
sumir þeirra höföu allan aldur til
aö hafa getaö tekiö þátt I fögnuð-
inum eftir sigur alþýðufylkingar-
innar.
A Contrescarpe-torgi var
brasilisk hljómsveit með hinu
fjölbreyttasta slagverki og
virtist tónlist hennur einkum
byggjast á tilbrigðum viö hljóð-
fall ýmissa kunnustu vig-
orða vinstri manna frá
ýmsum • álfum heimskringl-
unnar undanfarin ár: ef til vill
voru þessar orðlausu módúla-
sjónir besta túlkunin á tilfinning-
um manna þetta kvöld. Menn
hoppuðu I takt við slagverkiö á
torginu sjálfu og uppi á hljóm-
sveitarpallinum, og létu þaö ekk-
ert á sig fá þótt rigning-
ardemburnar skyllu á ööru
hverju. Og i þessum atburöum
komu ný vigorö fram á varir
manna. Fyrst heyröist glymja
um göturnar hvaö eftir annaö:.
„komdu aö dansa, Mitterrand!”
en siöan laumaöist fram: „sól-
skin, Mitterrand! sólskin
Mitterrand!” og sjónvarpsmenn,
sem viðstaddir voru, sendu þaö
vigorð út á ljósvakans öldum,
þannig aö von bráðar bergmálaði
það um allt Frakkland. A Monge-
torgi, steinsnar i burtu, var
bretónsk hljómsveit, sem spilaði
þjóðlög á fornfáleg strengjahljóð-
færi og magaorgel af ýmsu tagi,
og dönsuðu menn þar hringdansa
eða mynduðu ógnarlangar keðjur
sem hlykkjuðust fram og aftur
um torgið.
Alda nýrra vona
Þeir sem ekki dönsuðu leituöu
gjarnan skjóls I kaffihúsin, sem
voru galopin út á göturnar þrátt
fyi*ir veðriö, og supu bjór úr krús-
um, sem voru helmingi stærri en
þær sem notaðar eru hversdags-
lega. Menn töluöu um það hve
lengi þeir hefðu beöið eftir þess-
ari stund — talan var breytileg
eftir aldri manna — og rifjuöu
upp endurminningar frá fyrri
baráttudögum, 1968, 1945,1936...
Niræöur öldungur sagöi jafnvel
frá kynnum sinum af Jaurðs, sem
myrtur var 1914. Ekki var laust
viö aö ýmsir hinna elstu yröu
nokkuö óstööugir á fótum, þegar
á leið. En hópur ungra manna tók
upp á þvi aö prila upp I opinberar
byggingar, einkum skóla, og stela
þar stöngum meö frönskum fán-
um. Siöan gengu þeir um göturn-
ar veifandi fánunum meö forna
byltingarsöngva á vörum. Fagn-
aöarlætin i Latinuhverfinu
hljóönuöu ekki fyrr en i aftureld-
ingu, ogþaö var ifrásögur fært að
hvergi hefði komiö til nokkurra
minnstu óspekia.
Skömmu eftir kosningarnar
sagöi Jean Daniel, ritstjóri viku-
blaösins Le Nouvel Observateur, i
útvarpinu, aö i Frakklandi heföi
nú risið alda mikilla vona um
breytingar I þjóöfélaginu og nýtt
andrúmsloft á ýmsum sviöum, —
ekki sist meðal þeirra sem teldu
sig hafa borið skaröan hlut frá
boröi slðasta aldarfjóröung.
Verkefnin væru svo mörg og stór
að Mitterrand væri mikill vandi á
höndum, og yrN hann að leggja
sig allan fram ef hann ættiaö geta
komiö til móts viö þær vonir sem
nU væru viö hann bundnar. Svo
viröist sem hinn nýi forseti sé á
svipuðu máli, þvi aö fyrstu orö
hans, þegar ströng kosningabar-
áttan var aö baki og Urslitjn oröin
ljós, voru þessi: „NU byrja erfiö-
leikamir.”
e.m.j.
I
TILKYNNING
irá Húsnæðisstoinun ríkisins
Með skirskotun til 43. gr. laga nr. 51/1980
um Húsnæðisstofnun rikisins er þvi hér
með beint til sveitarstjórna sem hyggjast
hefja byggingu verkamannabústaða á ár-
inu 1982 að senda um það tilkynningar til
Húsnæðisstofnunar rikisins fyrir 1. ágúst
n.k.
Að þvi er undirbúning að umræddum
byggingarframkvæmdum varðar visast
til 39., 40., 41., 42. og 43. gr. laga nr. 51/1980
og 6., 7. og 8. gr. reglugerðar nr. 527/1980.
# Ilusnæðisstofnun ríkisins
SÍMl 2850» LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK
111 Borgarspítalinn
\ j f Lausar stöður
STAÐA AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRA á
hjúkrunar- og endurhæfingardeild
(Grensás) er laus til umsóknar nú þegar.
STAÐA AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRA á
gjörgæsludeild er laus til umsóknar nú
þegar. Æskilegt er að umsækjandi hafi
sérmenntun i gjörgæsluhjúkrun.
HJÚKRUNARFRÆÐINGA vantar nú
þegar til sumarafleysinga á ýmsar deildir
spitalans.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200
(207,201).
LÆKNAFULLTRÚI.
Staða læknaíulltrúa á Háls-, nef- og eyrna-
deild spitalans er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. júni. Upplýs-
ingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson
i sima 81200/368.
Reykjavik, 5. júni 1981
Borgarspítalinn.
Samstarf
Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar
óskar að komast i samband við f jölskyldur
sem annað hvort hafa áhuga á að taka inn
á heimili sin unglinga sem eiga við félags-
leg vandamál að striða eða fjölskyldur
sem vilja veita þessum unglingum
stuðning á annan hátt.
Starfsmenn deildarinnar myndu veita
viðkomandi heimilum aðstoð og stefnt
yrði að þvi að heimilin og fjölskyldudeild
ynnu eítir megni i samvinnu við ung-
lingana.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn
fjölskyldudeildar, hverfi 1, i sima 25500
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
milli kl. 11 og 12, eða i Vonarstræti 4, 2.
hæð.
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Vonarstræti 4 - Sími 25500
Laus staða
Staða bifreiðáeftirlitsmanns við Bifreiða-
eftirlit rikisins i Vestmannaeyjum er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir berist Bifreiðaeftirliti rikisins,
Bildshöfða 8, fyrir 20. þ.m. á þar til gerð-
um eyðublöðum sem stofnunin lætur i té.
Reykjavik, 5. júni 1981
Bifreiðaeftirlit ríkisins.