Þjóðviljinn - 27.06.1981, Side 17

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Side 17
BANDARÍSKIR UNGLINGAR Furðu margir hvorki læsir né skrifandi 17 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.—28. júni 1981 Skóli i Harlem i New York: Miðstéttin flýr með börn sin i dýra einkaskóia. — Myndin t.v. Braut- skráning i bandariskum ,,high school". Lélegir kennarar — Mikið sjónvarpsgláp og mismunun eftir efnahag foreldra Bandaríkjamenn hafa af því vaxandiáhyggjur að út úr skólum þeirra komi ó- trúlegur f jöldi fólks sem á í verulegum erfiðleikum með að lesa og skrifa; samt er hið bandaríska skólakerfi hið dýrasta í veröldinni og um 2500 doll- urum varið á ári f hvern nemanda. Um er kennt lé- legum kennurum og svo gífurlegri sjónvarpsneyslu (eins og kunnugt er alast Bandaríkjamenn upp við hina sönnu paradís „frjálsra" sjónvarps- stöðva og geta valið um margar rásir allan sólar- hringinn). Bandariski herinn hefur sinar áhyggjurtþað er ekki nóg að ný- liðar eigi erfitt með að lesa og skrifa — það kemur i ljós, að þaö er beint samhengi milli þeirrar kunnáttu og hæfni þeirra til að hitta i mark þegar nauðsyn kref- ur! Skýrsla Carnegie-stofnunar- innar frá 1979 um menntunarmál lvsir bvi vfir að briðjungur bandariskra æskumanna sé illa skólaður, fái vond störf eða engin og muni hreint ekki geta staöið sig i bandarisku samkeppnisþjóð- félagi. Skólakerfið 1 stuttu máli sagt lftur banda- riskt skólakerfi þannig út, að fyrst kemur leikskóli einskonar fyrir fimm ára börn, sem er eins- konar aödragandi að barnaskóla. Barnaskólabekkirnir eru svo fimm. Þá koma „junior high school” eða sjötti-niundi bekkur og siðan „senior high school” sem tekur þrjú ár til viðbótar. Alls tólf ár. Æöri menntun fer siöan fram i „college” eða háskóla. Þar fær nemandi B.A. próf eftir fjögurra ára nám (það segja Þjóðverjar aö svari til áfangaprófs eftir tveggja ára háskólanáms i vestur-þýsk- um háskóla). Meistarapróf eeta stúdentar siöan fengiö eftir tvö ár til viðbótar. Uppeldisfræðingar sem á- hyggjur hafa af ástandinu telja miðskólatimann (high school) einna veikasta hlekkinn i keðjunni, en fjórði hver unglingur á þeim aldri gefst upp. Hundruð þúsunda nemenda geta ekki, þegar þeir fara i „efri” bekki (tiunda bekk) lesiö og gert grein fyrir textum sem að réttu lagi ættu að vera á meðfæri fjórðu-bekkinga. Illa lesnir kennarar Sem fyrr segir er ábyrgð á þessu ástandi skipt milli kennara og ým issa þátta bandarisks neysluþjóð- félags. Bandariska vikuritiö Tim- es heldur þvi fram, að af 2,4 mill- jónum kennara i landinu séu „um það bil 20% ófærir um að kenna þaö sem nemendur eiga að læra. Þeir kunna sjálfir ekki að lesa, skrifa og reikna”. Þetta hljómar undarlega, en hvað um þaö — þetta kemur „beint úr hrosskjaft- inum” eins og enskir segja.Alt- ént er þaö svo, að tólf riki i Bandarikjunum hafa nú tekið upp hæfnispróf fyrir kennara, sem hafa veifað prófskirteinum við umsókn um stööu, og um það bil helmingur þeirra fellur á sliku prófi i fyrstu atrennu. Eins og í auglýsingu Ýmsir benda á þá veigamiklu skýringu á vankunnáttu banda- riskra unglinga, að nemandi sem kemur úr miöskóla (high school) hefur setið um þaö bil 11 þúsund stundir i skóla en 15 þúsund stundir fyrir framan sjónvarp. Um þetta segir dr. Alwin von Eurich, forseti Kennslumálaaka- demiunnar bandarisku, aö liklega „erum viö fyrir sakir tæknivæð- ingar miðlunarinnar orðnir að „fyrirsagnanemendum”. ” Þeir sem t.a.m. standa að fræösludag- skrám um visindi i sjónvarpi á vegum hins opinbera, telja sig Hægt er að vera á hálum ís þótt hált sé ekki á vegi. Drukknum manni er voði vís víst á nótt sem degi. 5 hafa komist að þvi, að ungt fólk sem horfir á dagskrárnar „3-2-1 Contact” geti þvi aðeins skilið það sem þeim er sýnt, að gerð texta með þáttunum sé sniðin að auglýsingatextum i sjónvarpi. Skólarnir sjálfir Þá er og talað um ofbeldi i skól- um, eiturlyfjaneyslu og önnur þau vandamál sem gera jafnvel sæmilegum kennurum illa lift i skólum stórborganna og tortima öllum aga. Velviljaðar umbætur eins og að gefa nemendum aukiö valfrelsi hafa gjarna öfug áhrif á viö það sem til var ætlast: „Nem- endurnir eru alveg nógu kænir til þéss að ganga á lagiö og forðast þær námsgreinar, þau námskeið, sem krefjast verulegrar vinnu” segir Edward Feeney (mennta- málaráðuneyti Marylandrikis). Arangurinn er svo þessi, segir sami maður: „Sumir kunna ekki að lesa. Nú kenna þeir skólanum um, finnst þeir illa sviknir”. Einkaskólar Ekki sýnast menn vita svo gjörla hvað þeiri eigi til bragðs aö taka. En þeir sem i betri efnum eru, millistéttarfólk og aörir, finna sér eigin leið: senda börn sin i einkaskóla, en einkaskóla- kerfið er i mjög hröðum vexti. Það er lika i ætt viö þá rikjandi hægristefnu sem staðfestist i Reagan-stjórninni: hún kemur fram i þvi að markaðslögmálum er i vaxandi mæli hleypt inn á þau svið, þar sem önnur riki leitast við að beita opinberu fé til aö jafna möguleika þegnanna. Einkaskólar launa kennara betur en rikisskólar, og geta þvi valiö úr þeim skástu á kennara- markaði. Þar eru aðstæður allar betri, minni bekkir og þar fram eftir götunum. Nemendur úr slik- um skólum eru miklu betur undir sérnám búnir — og munu lenda aö öðru jöfnu i betur launuðum og eftirsóttari störfum. Skólagjöldin eru svo 6000 dollarar á ári eða meir — með öðrum orðum, efna- hagur foreldra hefur nú um stundir i vaxandi mæli áhrif i þá átt að gera söguna um Bandarik- in sem land hinna „jöfnu mögu- leika” aö lýgi. (Byggt á Spiegel) Úrvals dekk — Einstakt verð GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Vörubíladekk 1100X20 14 pl. Roadstone kr. 3.280. 1100x20 14 pi. Gcneral framdekk kr. 4.109,- 1000X20 14 pl. Roadstonc kr. 3.140,- 825x20 12 pl. Roadstonc kr. 2.240.- 1100X20 Búkkadckk, góó kr. 1.300. Jeppadekk FR 78 X 15 i.ada Sport FR 78x15 l.ada Sport á tclpum HR 78X15 Bronco, Scout, Willys LR 78X 15 Bronco, Scout, Will>s .178X 15 (700) Bronco 10X15 750X16 Sendibíladekk LR 78x 15 8 pl. 875X16,5 950X16,5 750X 16 Samyang — sumardekk kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 670. 1050. 730. 750. 810. 1050. 1520. 600X12 560 X 13 590X13 í Daihatsu. Corolla Cortina, l.ada Corlina, l.ada kr. 850. kr. 1030. kr. 1080. kr. 1520,- kr. 350,- kr. 375.- kr. 395. 615X13 645X13 600X15 Mazda, Datsun Cortina, Mazda Saab. Volvo kr. 350,- kr. 435.- kr. 600. Sumardekk A78 X I3gróf Subaru kr. 560. A78 X 13 kr. 580. AR60 X 13 brcið kr. 560. BR78 X 13 Mazda, BMW kr. 670. C 78 X 14(695) kr. 640. K 78 X 14(735,700) kr. 670. F 78 x 14 kr. 650. G78 X 14 kr. 660. H 78 X 14 kr. 690. 195/75 R 14 (KR 78 X 14) Fairmont kr. 600. 205/70 R 14 Fairmont kr. 600. 205/75 R 14 (FR 78 X 14)Malibu kr. 610. 225/75 R 14 (HR 78 X 14) kr. 750. 245/60 R 14 brcið kr. 720. 165 RX 15Volvo, Saab kr. 550. 195/75 R 15 (Volvo, Saab) kr. 610. 205/75 R 15 (FR 78x15) Oldsmobilc kr. 640. 225/75 R 15(HR 78X15 H 78x15) kr. 710. 235/75 X 15 (LR 78 X 15L78 X 15) kr. 690. 235/60 X 15 brcið kr. 545. 255/60 X 15 brciö kr. 545. 265/60 X 15 hrcið kr. 555. J 78 X 15(700 X 15) kr. 840. Sólaðir vörubíla- og fólcsbílahjóRiarðar í flestum stærðum Sendum gegn póstkröfu um land allt GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35. Sími 31055.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.