Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 3
Skriftamál Olafar ríku Helgin 11. — 12. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 í nákvæmri líkamanna samkvomu...” Skriftamál ólafar riku, sem við birtum af valinn kafla, munu ein- stæð um veröldina. Skriftir eru sem kunnugt er stór þáttur i sálu- hjálp kaþólskra, og skulu gerðar að minnsta kostiárlega, og mest reið auðvitað á að skrifta fyrir dauðann, og fá aflausn synda sinna.áðuren sálin gengi I hreins- unareid og siðan til misvænnar biðar eftir dómsdegi. En skriftir i kaþólskum sið eru leynilegar, og prestur bundinn svo ströngu þagnarheiti, að brot á þvi leiddi til embættismissis, og jafnvel strangrar klausturdvalar. Það var því engan veginn venja að skrá skriftamál, og þær fáu skriftir, sem til eru i riti eru mestanpart einsatkvæðissvör við formiiluspurningum prestsins, þar sem taldar eru upp helstu syndir og svarað jái eða neii. Einstæði skriftamála Ólafar felst auk ftarleikans I inniieik frásagn- arinnar, einsog lesendur geta gengið sjáifir úr skugga um, og þau eru ómctanlegur vitnis- burður, bæði um aldafar, sam- fléttan trúar- og kyniifs, og ekki siður um tilfinningar og ástriður mikils kvenskörungs. Misgert hefi eg andligur faðir i raskan heilags hjúskapar, þviað eg elskaði sjaldan minn eigin bónda eftir guðligu lögmáli. Verandi oftliga i likamligri nær- veru viö hann, bæði á helgum tiðum og föstutiðum, sam- þykkjandi honum i ólofaðri sam- búð á margan hátt sem mér þótti eftirlátligast, og þó eg hefði i fyrstu eigi fulla ástundan eða vilja til að brigða þeirri sam- kvomu, sem mér er einsliga sett i lögmálinu, þá dróst það af okkru bliðlæti að siðustu i sameiginliga viðureign og holdliga samþægt. Eghafði oftligar gimd og fýst að fremja þenna hlut með óleyfðum holdsins breyskleika en tilheyri- ligri hugsan með guðhræðslu að geta guði afspringi, sem hann sjálfur hefur boöið i réttligum hjúskap. Oftsinnis samtengdumst eg minum bónda frá þeim tima sem eg undirstóð mig hafandi vera að barni og þangað til er eg varð léttari, og ei siður þaðan frá og til þess ti'ma sem eg gekk i kirkju. Þviað þessir timar eru mér bannaðir af guði. Og allteins gaf eg mér engan gaum að þvi hvað mér hæföi, sakir þess heimuleika er eg hafði til syndar- innar og mins bónda. Eg féll og oftliga iþann fordæmiligan glæp i guðs augliti, að eg syndguöumst með minum bónda þann tima sem eg hafði blóðfallssótt eigi óttand- ist, að ef i þeirri afiagligri sam- búð gætum við barn, yrði það annaðhvort líkþrátteða djöfulótt, eða öðrum kynjameinum slegið. Og svo margfaldliga saurgaða eg mig i fyrsögðum lesti, að eg lét mér að baki með gleymingu guðs boðoröa þá kristiliga játan er minni sáluhjálp til heyrði, gleðj- andist stund af stundu i ástundan þessarar syndar. Rangar aðferðir Þviað þótt eg viti að ein, en engin önnur, sé réttlig sambúð karls og konu, aö karlmaðurinn á konunnar kviði liggi, með hverja aöferð eg var oftliga i nálægð við minn bónda, þá afneitti eg allteins miá-gu sinni þessari að- ferö, svo aö stundum lágum við á hliöina bæði, stundum svo, að eg horfði undan, en hann eftir, fremjandi i hverri þessari sam- kvomu holdliga bliðu meö blóðs- ins afkasti og öllum þeim hrær- ingum liða og lima okkarra beggja sem eg mátti hana framast fýsta, samtengjandi þar með blautliga kossa og atvik orð- anna og átekning handanna og hneiging likamans i öllum greinum. Svobar þaö og tilstund- um þó háskaligt væri, ef eg hafði nokkura styggð eða reiting mins bónda óforsynju, og hann vildi mig þýðast, hugsaði eg, aö hann skyldi missa þeirrar gleði sem eg mátti honum veita og Utgefa. Hafði þærhræringar með sjálfri mér áöur hann bar sig til nokk- urra gjöröa, að mitt náttúrligt eðli losaðist burt úr tilheyriligum staö, og I ógildan akur á minn likama, myrðandi það efni og undirstöðu, sem afskapligt er, sem almáttigur guð hefir tilætlað að af sambandi blóösins má gjörast. Þúst í hjarta Oftsinnis hefi eg styggt og sturlað minn bónda meö mörgum ásakanarorðum beiskrar Ulfúðar, og gefið honum margan tima rangan grun um sina ráðvendi, að hann mundi eigi dyggiliga sina æru og trúviö mig halda, þó að eg hefði þar enga kynning af utan góða. Og hér fyrir hefi eg honum oft veriö óviljanlig, innt til þeirra þinga sem hann mátti rétUiga af mér krefja, og eg var skyld- bundin honum að veita án öllu torveldi, verandi honum óhlýðin i orðum og gjörðum, svo að eg veitta honum sjaldan verðuga vegsemd, hafandi við hann mörgu sinni styggö og stirðlæti, þúst og ofbeldi i hjartanu, þó að eg talaöi eigi sneiðigligum orðum við hann alla tima. Aðrir kallmenn Einkanliga hefi eg misgert eigi siöur, minn kæri faðir, aö eg hefi oftliga i bliðlæti veriö með aðra kallmenn. Það er að skilja i kossum og faðmlögum, gleði- ligum orðum og létUátum augna tilrenningum, i umspenningum og nákvæmri likamanna samkvomu, og i átekningum handanna og margháttuöum viðvikum, þeim er full bliða mætti af gerast. Og þö að með guös drottins forsjá, og þeirri minni ástundan, að eigi skyldi eg af þess háttar manni saurgast, og þó að eg heföi við sjálfa hórdóms- ins framning eða samkvomu getnaðarlimanna fri verið, þá hefi eg allt eins af fyrr sögðum bliðskap ruglast með sjálfri mér, svo að það hefir losnaö sem eg átti að halda burt af geymslu mins kviðar, og i óskapligan stað annars vegar á minn Iikama. Og hvilik synd mér er þetta, legg eg hana upp undir miskunnardóm drottins mins, og yðvart föðurligt umdæmi i guðs nafni. (Úr tsl. fornbréfasafni, VI.B., stafsetning og greinarmerkja færð til nUtimahorfs.) Anno 1457 varð þessi sami Björn hirðstjóri yfir isiandi. Um þann tima og áður fyrri voru Engelskir og Skozkir i Islandi óhlýðnir kongs lénsmanni og vildu ekki gjalda hafnartolla né aðrar skyldur, og þvl bað Christ- ian 1. kongur i Danmörk Islend- inga að setja sig á móti þeim, (...). Það hefur vist þessi Björn gert, og þar fyrir átti hann mikið illt að liða af Engelskum og Skozkum, hverra ranginda Dana- kongur hefndi (...). Svo er sagt, að Björn þessi og Ólöf Loptsdóttir, rika Guttorms- sonar, hans hústrú, hafi optsiglt á milli landa. En svo bar til einu sinni, að þau urðu skipreka hjá Grænlandi, þvi þau fengu haf- Úr Skarðskirkju. ólöf á að hafa gefið kirkjunni altaris- töfluna. villu. Þar drukknáði hver maður utan þau 2. Þar kom að tröllkari og kerling. Hún batt 3 stikur lér- epts um höfuð henni, en hann batt 2 stikur klæðis um höfuð honum. Þau höfðu stóra meisa á herðum og settu þau I sinn meisinn hvort, og báru þau ailt þar til þau komu að túngarðinum til Garða, hver eð var biskupsstóll á Grænlandi. Og voru þar svo um veturinn, en um vorið eftir komust þau til Islands. Anno 14B7. Björn riki var sleg- inn i hel vestur i Rifi af Eng- elskum og 7 menn með honum, en greptraður á Helgafelli og kom Máfahlið i legkaup hans. En Þor- leifur, sonur Björns, var i haldi hjá Engelskum. Hústrú Ólöf Loptsdóttir, kvinna Björns rlka, hún leysti út Þorleif son sinn, en hefndi dauöa Björns bónda sins á Engelskum, meö tilstyrk kongs Christians, þvi hún sigldi og klag- aöi þetta fyrir kongi, og þaö leiddi eptir sig 5 ára strið milli Dan- merkur og Englands. Hún gerði Engelskum skaða, bæði utan- lands og innan. Vestur i Rifi var hún einusinni mjög hætt komin, og flúði undan Engelskum með 15. mann. Kom hún þá til Ytra Rauöamels, sem Ólafur tóni bjó, og bað hann góðra ráða. Hann varð við henni, og tóku þau ráð sin undir Háfafjalli, og reið hún svo norður af. En þá Engelskir komu eptir henni, villti hann sjónir fyrir þeim, svo þeir sneru aptur við Hlifarvöröu, þvi þeim sýndist óflýjandi her koma á móti þeim, en það voru hraun- klettar. Það er og sagt, að hústrú Ólöf hafi þá gefiö Ólafi tóna Snorrastaði. Engelskir virtu Ólaf lika, þegar hann kom til þeirra, fyrir hans trúa viðvörun, svo hann fékk hjá þeim, hvað hann vildi. Hústrú ölöf lét taka 3 eng- elskar duggur á lsafirði og drap margt manna þar af. 12 Engelska lét hún binda á streng og háis- höggva. Eitt sinn hélt hún 50 fanga á Skarði á Skarðsströnd, og aðra 50 islenzka þeim til varð- halds; handverk þeirra Engelsku, sagöi Daði heitinn, að veriö heföi kirkjustéttin sú stóra á Skarði,- hún er brúlögð, svo sem stræti utanlands i borgum. Þegar hústrú Ólöf sigldi eitt sinn sem optar á milli, þá mætti hún hrakningi stórum og hér eptir hafvillu og leið hungur með sinum skipverjum, svo að hlutaö var til mannfækkunar vegna kostleysis, og er hún hafði sjálf smakkaö mannakjötiö, lét hún kasta öllum fyrir borð, sem kennt höfðu á mannakjöti; hún óttaðistfað upp- hlaup mundi veröa á skipinu, og hver mundi annan myrða sér til æti. Anno 1484. Andaðist hústrú Ólöf Loptsdóttir úr sótt. Þá kom þaö mikla veður, sem kallaður var Ólafarbylur; hrundu kirkjur og önnur hús viða hér á landi, þá hrapaöi Hrafneyrarkirkja, og lika i Noreg mörg hús og kirkjur. Þá brotnuðu 50 skip við England. Hún var grafin i kór á Skaröi. Hún hafði guð þess beðið, að hann skyldi láta eitthvert það tákn verða i sinu andláti, sem lengi væru uppi, og svo skeöi. — Þau hjón, Björn og ólöf, létu eptir sig i jarðagóssi 100 hndr. hundraða, 12 hndr. kúgilda og 80 hndr. hndr. i virðingagóssi. Húslorlarog eldabuskur bjuggu mönnum herleg blót tilfoma En hér aö Hótel Loftleiðum skenkja myndarlegir hótelvíkingar sérlagaöan víkingamjöð fyrir matinn til aö tn/ggja rétt andrúmsloft. Matreiöslumenn okkar bjóða síðan upp á blandaöa sjávarrétti, eldsteikt lambakjöt og pönnukökur. Erlendir feröamenn eru mjög hrifnir af bæði mat og þjónustu í Víkingastíl. Viö erum þess vegna viss um aö innlendir ferðamenn - hvort sem þeir eru aö norðan eöa úr Vesturbænum kunna aö meta tilbreytinguna á Víkingakvöldi. Boröapantanir í símum: 22321 - 22322 Næsta Víkingakvöld verður á sunnudaginn kemur. HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.