Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 9
Gunnar Karlsson prófessor skrifar Þaö komst dálitiö illa upp um þjóöina á þjóöhátiöardaginn, þegar Asta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir fór á stúfana fyrir Vettvangsþátt i útvarpi og spuröi þjóöhátiöargesti i Reykjavlk hver Jón Sigurösson heföi veriö. Þaö kom i ljós aö meirihluti þeirra sem voru spuröir hélt helst aö Jón heföi veriö fyrsti forseti Islands. Einhver hélt þvi fram aö hann heföi stofnaö lýöveldiö. Aöeins örfáir gátu sagt eitthvaö rétt frá honum, og sumir þeirra þó ekki annaö en utanaðlærða kennslu bókarfrasa. Ég þykist vita aö þessi frammistaöa hafi ýtt ónota- lega viö fleirum en mér. Fyrst undrast maöur kannski mest aö fólk skuli vita svona litiö. En i rauninni er þaö ef til vill ekki minna undrunarefni hvaö viö vit- um yfirleitt öll litiö um varöveislu þess fróöleiks sem er kenndur i skólum. Þaö er skrýtiö aö viö skulum i sifellu leggja vinnu og styrkjum og islenskur innflytj- andi i Kaupmannahöfn. Þannig mætti telja áfram endalaust. Það kynni aö vefjast fyrir mörgum okkar aö velja umsvifalaust hverja þessara ótalmörgu hliöa Jóns viö ættum aö nefna fyrst i útvarpiö á sjálfan þjóöhátiöar- daginn. En þegar fólk ruglar saman atriöum eins og sjálf- stæöisbaráttunni undir forystu Jóns um 1840—1874 og stofnun lýöveldis og forsetaembættis 1944, þá hlýtur það að hafa af- skaplega litla yfirsýn yfir þá stjórnmálasögu Islendinga sem hefur veriö kennd almenningi i barnaskólum I meira en manns- aldur. Ég er ekki aö halda neinu fram um mikilvægi þess aö þekkja endilega sögu Jóns Sigurössonar. Raunar held ég aö kennslu- bækurnar hafi lagt of mikla áherslu á aö segja sögur af stór- mennum þjóöarinnar i saman- fræöingur hélt fram i Vettvangs- þætti 18. júni aö vanþekking Reykvikinga um Jón Sigurðsson stafaöi af einhverju nýtilkomnu vali i sögunámi i grunnskólum. Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir hefur staðfest þann grun minn i viðtali aö þaö hafi verið fólk á öllum aldri sem hélt aö Jón heföi veriö forseti Islands og vissi svo- sem ekkert meira um hann. Margt af þvi var fólk sem hlýtur aö hafa veriö komiö á unglingsár þegar lýöveldiö var stofnaö. Ég veit heldur ekki til aö neitt veru- legt val um efni i lslandssögu sé komiö á i grunnskólum enn. Skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins gerði at- hugun á lestrarefni i sögu vet- urinn 1978—79. Þá kom i ljós aö langflestir skólanna notuöu annaö hvort Islandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu eöa Þórleifs Bjarnasonar, enda um fátt annaö aö velja fyrir miöbekki Hvað varðar okkur um Jón Sigurðsson? kostnaö i aö fræöa almenning i skólum og athuga svo aldrei hve vel þessi fræðsla tollir, hvernig hún ávaxtast og kemur aö gagni. Viö vitum ekki heldur hve margt fulloröiö fólk kann aö margfalda eöa deila. Þaö þætti lltil hagspeki I iönaði eöa verslun aö fylgjast ekki betur meö arösemi fjárfest- ingar. Ég ætla samt ekki aö staldra viö þetta seinna undrunarefni i þetta sinn, heldur velta aöeins fyrir mér hinu, hvers vegna fólk veit svona litiö. Raunar lái ég engum þótt hon- um vefjist tunga um tönn þegar útvarpsmaöur rekur allt I einu hljóönema upp aö vitum hans og spyr: „Hver var Jón Sig- urösson?” Spurningin er þræl- erfiö af þvi aö hún er svo opin. Jón Sigurðsson var auövitaö margt i senn, og svariö fer eftir þvi frá hvaða sjónarmiöi viö litum á hann. Hann var forseti Alþingis og Bókmenntafélags, pólitiskur leiðtogi og átrúnaðargoð mikils hluta þjóðarinnar. Hann var ráðrikur flokksforingi, merkur pólitiskur hugsuður og vandaöur fræöimaöur. Hann var lika próflaus stúdent sem liföi á buröi viö þau öfl sem allur almenningur hefur veriö seldur undir og þó barist gegn. A hinn bóginn tel ég vist aö þaö sé hverj- um manni nauösyn, ef hann vill lifa sem ábyrgur þegn i lýöræöisþjóðfélagi, aö hafa nokkra yfirsýn yfir þaö stjórn- málakerfi sem viö búum viö, og sú yfirsýn fæst varla betur meö ööru móti en aö læra hvernig þaö varö til. Og hafi einhver Islenskur stjórnmálamaður hugsað svo snjallar hugsanir aö vert sé aö kynnast þeim, eftir aö þær eru hættar aö eiga viö raunveruleika liöandi stundar, þá er þaö vissu- lega Jón Sigurösson. En þaö er ekki þetta sem skiptir meginmáli, heldur hitt aö Jón hefur óneitan- lega fariö meö eitt af aöalhlut- verkunum i sögukennslu okkar. Ef fólk slær honum saman viö Svein Björnsson, hvaö veit þaö þá um hluti sem kennslubækurnar afgreiöa I örfáum linum: fjárkláöa, þilskipaútgerö, far- kennslu, upphaf samvinnufélaga, verkalýðshreyfingar og kven- réttindahreyfingar baráttu viö sullaveiki og berkla? Þaö vár nefnilega misskilning- ur sem Heimir Þorleifsson sagn- grunnskóla. 1 báöum bókunum fær Jón Sigurösson drjúgan skammt, og mér finnst óliklegt aö kennarar hafi gertmikiö af þvi aö hlaupa yfir þáttinn um hann. Þaö eru hörmuleg mistök ef gat Reykvikinga á prófinu 17. júni veröur notaö sem vopn gegn þeim tilraunum til nýjunga sem veriö er aö fara af staö meö i skól- unum. Þvert á móti er árangur prófsins glöggur vitnisburöur um fánýti þess aö kenna „aðalatriði” sögunnar meö þvi aö láta lesa samanþjöppuð staðreyndasöfn til prófs. Þaö er einmitt fólk sem hefur lært sögu meö þvi móti sem gataöi á prófinu. Getum viö þá gert okkur ein- hverja grein fyrir hvers vegna þaö gataöi? Reynum þaö. Ef Asta Ragnheiöur heföi spurt hvenær lýöveldi hafi veriö stofnaö á Is- landi þykir mér liklegt aö margir heföu svaraö þvi rétt. Margir heföu lfklega vitaölika aö Jón var löngu dáinn þá. Þegar fólk ruglar saman forsetatitli Jóns og em- bætti forseta tslands þá áttar þaö sig ekki á þvi aö forsetaembætti er óhjákvæmilega tengt lýöveldi. Þaö ræöur ekki viö einföldustu hugtök um þjóöfélagsmál. Þegar fólk ræöur ekki viö þau hlýtur texti sögukennslubókanna aö veröa óskiljanlegur, og óskiljan- legur texti er afar erfiöur, óminnisstæöur og umfram allt ónothæfur til nokkurs hlutar. Sá sem ekki skilur sögu getur ekki ályktað um einföldustu atriöi. Ég held aö mistök sögukennslunnar sem komst upp um 17. júni stafi aö verulegu leyti af þvi aö ekki hafi verið beitt réttum aöferöum til aö kenna og þjálfa notkun þeirra hugtaka sem öll þjóö- félagsumræða, og þarmeð öll söguumræöa, byggist á. Ég veit að sögukennarar eru sifellt aö skýra hugtök. Kennslubækurnar eru flestar skrifaöar á máli rosk- inna menntamanna sem skóla- börn skilja eðlilega ekki, og kenn- arar berjast endalaust hetjulegri baráttu viö þennan óskiljanlega orðaforða. En þaö hrekkur skammt af þvi aö fólk lærir fátt og litið af þvi sem þvi er sagt. Þaö lærir einkum þaö sem það upp- götvar sjálft, og meöan kennslu- efniö i sögu er ekki sniöiö til þess aö hjálpa fólki aö uppgötva smátt og smátt hvaö þjóöfélagsleg hug- tök merkja og hvernig þau eru notuð, þá er barátta kennaranna vonlaus. Auövitaö getum viö lagst dýpra i sálfræöilegar skýringar á þvi hvers vegna Jón Sigurðsson er svona óminnisstæöur nútima- fólki. Hann er kannski óminnis- stæöur af þvi aö hann er óskiljan- legur og óskiljanlegur af þvi aö hann er ekki sýndur sem maður heldur sem forgyllt hetja, sneydd öllu mannlegu eöli og eiginleik- IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Stundakennara vantar i offset-ljósmynd- un, skeytingu- og plötugerð og prentun. Nánari upplýsingar veitir óli Vestmann Einarsson deildarstjóri i sima 18326. Iðnskólinn i Reykjavik. Unglingaheimili ríkisins óskar eftir að ráða kennara. Æskilegar kennslugreinar grunnskólafög og handmennt. Umsóknafrestur til 26. júli n.k. Ennfremur óskast til starfa uppeldisfull- trúi, ráðskona og skrifstofumaður. Umsóknafrestur til 1. ágúst n.k. Unglingaheimili rikisins Kópavogsbraut 17 Helgin 11.—12. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 um. Okkur getur lika grunaö aö Islendingar vilji I rauninni margir vita sem minnst um Jón gamla af þvi aö þeir hafi yfirgefiö þá braut sem hann ruddi, aö vilja vera sjálfstæö þjóö i landinu, taka sjálfir ábyrgö á llfi sinu og mæta sjálfir lifsháska sinum. Og vera má aö þessar skýringar allar séu skyldari en þær viröast viö fyrstu sýn. Aö eiga sögu og þora aö kenna hana eins sanna og skiljan- lega og okkur er unnt hverju sinni er hluti af þvi aö horfast i augu viö eigin tilveru. Viö höfum löng- um haldið aö börnum okkar gervisögu, litt eða ekki skiljan- legri lofrollu um stórmenni þjóöarinnar i gamla daga. Er þaö ekki bara hluti af sjálfsblekkingu þjóöarinnar? 3.7. 1981 Frá Tónlistarskóla Akraness Þrjá kennara vantar að skólanum, pianó- kennara, gitarkennara og fræðikennara.. Um ársráðningu gæti verið að ræða. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 93- 1004 eftir kl. 18 Umsóknarfrestur til 31. júli. Skólanefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.