Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin II. — 12. jlilí 1981 mér er spurn Helga Ólafsdóttir svarar Helgu Sigurjónsdóttur... Ciesielski var utangarðsmaður Helga ólafsdóttir Sævar Ciesielski fædd- ist fyrir utan garð. Hann bar ættarnafn sem hljómar annarlega í ís- lenskum eyrum og skar sig sömuleiðis úr hvað út- lit snerti. Faðir hans var útlendingur og komst ekki áfram hér á landi. Hann lenti í drykkjuskap, yfirgaf landið og dó skömmu síðar. Þessi maður var mótaður af bandarísku þjóðfélagi, Helga Kress þar sem hnefaréttur gildir og hver ber ábyrgð á sjálf um sér. „Stattu þig drengur og vertu að manni", var síendurtekn- in hvatning hans til sonarins, sem var 12 ára gamall er hann hvarf brott og með það vegar- nesti hélt Sævar út í lífið. Bjargarleysi foreldranna leiddi til þess aB Sævar lenti mjög ungur á götunni. Þegar við upphaf skólagöngu hans kom i ljós aö hann gat ekki aðlagast skólakerfinu og komst þvi mjög fljótt i andstööu viö þaö. Hann sætti sifelldri gagnrýni fyrir frammistööu sina og raunar tóku klögumál skólans engan endi. Móöir hans sem sá ein um framfærslu fjögurra barna, hefur ekki veriö i stakk búin til aö meta stööu drengsins eöa á nokkurn hátt aö styja hann i viöureign sinni viö skólakerfiö. Þegar þaö sleppir af honum hendinni kemur i ljós aö hann er reikull i spori, tekst t.d. ekki á hendur föst störf. Hann finnur sinar eigin leiöir til fjáröflunar og kærir sig kollóttan um lög- mæti þeirra enda þá oröinn vanur aö gefa frat i boö og bönn. Boltinn hleöur utan á sig og aö lokum er hann ákæröur fyrir eitt alvarlegasta brot sem hugs- ast getur. Sævar sættir sig ekki viö kröfur og væntingar hinna ýmsu stofnana, sem höföu hann á sinum snærum og allar hafa þær meöhöndlaö hann á einn veg, þar er aöeins stigsmunur á. Honum hefur veriö sýnt virö- ingarleysi og hann beittur eilif- um þvingunum, sem hann gat aö einhverju marki flúiö frá þar til fangelsismúrarnir lukust um hann. Sérfræöingar hafa eftir mæliaöferöum sinum komist aö þeirri niöurstööu aö Sævar sé fremur illa gefinn, tilfinninga- snauöur og harösviraöur. Þjóöfélagskerfi okkar er byggt upp af karlmönnum meö völd. þeir eru þvi æöimargir sem ekki eiga hlutdeild I þeirri mótun og eiga erfitt með aö sætta sig viö hana. Viö getum kallaö þá minnimáttarhópa. Sævar L'iesielski tilheyrir þeim hópi sem hneigjast til afbrota. Hann fæddist með þann félags- lega arf aö fjölskylda hans mátti sin litils. Hann hrasaöi i upphafi en engir i umhverfi hans voru þess megnugir aö rétta honum þá hjálparhönd sem dygði honum til aö komast á fætur. Hann reyndi aö koma sér áfram meö jpvi aö fara i kringum „kerfiö” en hlaut aö farast. 1 þjóöfélaginu er minni- máttarhópunum ekki ætlaöur staöur. Þvi eru þeir hundsaðir eöa þeim ýtt út i kuldann eftir þvi sem viö á hverju sinni. Fjöldinn sem hefur tileinkaö sér „rétt” gildismat hlutanna, setur yfirleitt ekki spurningamerki viö afdrif afbrotamanna og þeir sem utangarös lenda hafa afar litla möguleika til aö átta sig á hvers vegna einmitt þeir hafi lent i öllum þessum ógöngum. Þess vegna borgar sig betur fyrir þá sem gegna þvi hlutverki aö verja lög og réttarfar I iand- inu að þegja I hel þær ásakanir sem þeir eru bornir i bók Stef- áns Unnsteinssonar um Sævar Ciesielski en aö vekja um þær umræöur, sem gætu leitt til greiningar á vandanum og þar meö skapaö tortryggni i þeirra garö. ...og spyr Helgu Kress Eiga allar konur sam- leið? Spurningin sem ég ætla aö varpa fram tii næsta manns er ekki tengd þessu máli. Þaö er aö henni smáformáli á þessa leiö: Nú ræöa Akureyringar þaö hvort konur ættu aö bera fram sérstakan lista viö bæjar- stjórnarkosningarnar aö vori. Ég ætla þess vegna aö spyrja Helgu Kress álits á kvenna- framboöum ekki vegna þess aö mér finnist aö aöeins Helgur eigi aö hafa orðiö i þessum dálk- um heldur vegna þess aö hún meö bókmenntarannsóknum sinum hefur öölast góöa yfirsýn yfir stööu kvenna fyrr og nú auk þess sem hún hefur kynnt tals- vert hugtakiö „kvennamenn- ing”. Þess vegna spyr ég: A svona framboö rétt á sér og ef svo er á þaö aö vera þverpólitiskt eöa aöeins aö ná til róttækra kvenna. Getur veriö aö viö sem teljum okkur vinstrisinnaðar eigum samleiö meö hægrisinn- uöum konum? mest, bestf verst Heilasafn Dr. Wilder. Óvanalegasta safnið Heilasafniö hans Dr. Burt Green Wilder er án efa eitt merkasta safn i heimi, og áreiö- anlega þaö óvanalegasta. Heil- ar voru á heilanum á herra Burt þessum, sem var prófessor í dýralíffræöi og safnaöi heilum af ýmsum stæröargráöum og gáfnastigum. Hann átti heila úr vanvitum jafnt sem alþekktum gáfumönnum og liflátnum glæpamönnum og honum tókst aö telja ýmsa á aö ánafna sér og safni sinum heilanum meö öllu tilheyrandi aö viökomandi látnum. Þegar Dr. Wilder lést árið 1925 átti hann mikiö og velskráö safn heila, sem hann haföi mælt og vegiö, flokkaö og sett siöan i formaiin til geymslu. Aö sjálf- sögöu hafnaði heili hans að hon- um látnum i einni krukkunni, en það var ekki fyrr en áriö 1973 að safniö var sýnt almenningi og þá i Cornell University, sem hefur safniö til geymslu. Þá voru aðeins eftir heillegir 122 heilar og vöktu þeir mikla at- hygli, ekki sist sá stærsti þeirra, heili úr liflátnum morðingja að nafni Ruloff. Þá vakti athygli heili Helenar Hamilton Gardener, en hún ánafnaöi hann safninu til að sanna aö heilar kvenna væru ekki minnien heiiar karlmanna. Hún var mikil kvenfrelsiskona og stefndi bandarisku skurð- læknasamtökunum 1888 sem höfðu haldið þvi fram aö konu- heilar vægju minna en Karla. Aðrar forvitnilegar merkingar meö heilunum voru ekki eins it- arlegar, t.d. var einn aöeins merktur „an erotic German” og fylgdu honum ekki frekari skýr- ingar. Ef einhver hefur hug á aö ánafna heila sinn þessu merka safni, veröum þvi miöur aö til- kynna aö móttöku nýrra heila er lokiö. En vilji einhver stofna heilasafn er honum bent á að lesa vandlega bók Dr. Wilder. „Hvernig á aö varöveita heila”. Versta dauðaleitin Versta dauöaleit sem sögur fara af var leitin aö Peregrine Henniker-Heaton, foringja i bresku leyniþjónustunni, sem hvarf eftir aö hafa sagt konu sinni að hann ætlaði út að ganga. Scotland Yard leitaöi dauöaleit aö honum i þrjú ár, en fann hvorki tangur né tetur. Loksins fannst lik hans i lokuðu herbergi I húsi hans, þar sem það hafði verið allan timann. Onnur saga er um leit aö barni í Kanada. Hin konunglega kahadiska lögregla sagöi svo i blaðaviðtali. „Ekkert bendir til þess að barnið sé týnt, nema hvaö það finnst hvergi”. Besti aðdáandinn Besti fótboltaaödáandi sem um getur, var áhangandi Bronco fótboltaliösins I Colo- rado, sem tapaöi fyrir Chicago Bears 33-14 áriö 1973. Maöurinn var svo miöur sin aö hann setti byssuhlaup á gagnaugaö og skrifaöi eftirfarandi miöa: Ég hef verið aödáandi Broncos slö- an liðiö var stofnaö og nú get ég ekki tekiö meira af klaufaskap þeirra og flumbrugang”. Mann- inum mistókst sjálfsmoröiö af klaufaskap og flumbrugangi og var handtekinn af lögreglunni. DR. I. M. POTENT Hér eru fleiri gullkorn úr hinni merku kynfræöslubók Dr. I.M. Potent „101 reasons not not to have sex tonight”. 1. Viö geröum þaö i fyrra. 2. Ég kemst ekki i stigvélin. 3. Talaðu viö lögræöinginn minn fyrst. 4. Ekki án þess aö láta mömmu vita. 5. Mér finnst sleikjó betri. 6. Amma er aö kikja. 7. Þú hefur gleymt að panta tima. 8. Dallas er I sjónvarpinu. 9. Kötturinn verður svo ein- mana. 10. Ég er ekki liftryggö. 11. Handbremsan er fyrir. 12. Ég er i einkaeign. Á hnjánum, andspænis hvort öðru Ef þú hefur þvottakonuhné, skaltu varast þessa stööu, hún eykur á siggmyndun á hnjám. Annars þægileg og um leiö æsandi stelling viö aö hafa ekki kynmök.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.