Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 19
Helgin 11. — 12. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Hugsi nú hver um sinn maga Mataræði og hollustuhættir Fegurðin kemur innan frá segir i gömlu spak- mæli. Ekki vitum við hvaðan það er ættað/ en sennilega hefur það reynst löndutn vorum haldlítið gegnum tiðina. Það stoðar lítt að lifa friðsamlega, öðlast sálarró, eiga gleði og ást, ef fegurðin fær ekki sína veraldlegu næringu, og hana góða. Það er al- kunn staðreynd að islend- ingar eru ekki barnanna bestir í samskiptum sínum við magann og hafa þau samskipti litt skánað þrátt fyrir bættan efnahag. Hér fyrrum misþyrmdu menn maganum meö brennivini, munn- tóbaki, súrmeti, brimsöltu kjöti og fiski aö ónefndu ööru lostæti sem aö likindum er skýringin á margnefndum innanmeinum for- feöranna. Brenniviniö blífur svo og tóbakiö, en ameriskur ófögn- uöur ásamt dönsku bakkelsi hefur leyst af hólmi „góögæti” sem mönnum var áöur boöiö upp á Uti skemmu, ásamt meö staupi af brennivini. Hamborgarar, pylsur gosdrykkir og gotteri hvers konar, aö ógleymdum snúöum er dagleg fæöa fjölda manna, eink- um þó unglinga á skólaaldri, Þetta er næringarsnautt en hita- einingarikt fæöi sem kallar á nýja tegund vannæringar i velmegun- inni. Fyrr i vetur kynnti Manneldis- ráö könnun sem gerö var á mataræði íslendinga. Þar kemur margt fróölegt i ljós sem ætti aö vekja fólk til umhugsunar um hvaö þaö lætur ofan i sig. Þaö þýöir litið aö trimma og stunda iþróttir ef likaminn fær ekki góöa og holla næringu. t niöurstööum könnunarinnar segir aö einkum hafi veriö kannaö hlutfall orkuefna i fæöunni, dag- skammtar af bætiefnum og trefjaefnum og siöan hvernig þessi efni dreifast eftir fæöu- flokkum. I ljós kom aö af heildar- orkunni fáum viö um 16% úr hvitu, 41% úr fitu og 43% úr kol- vetnum. Æskilegt er taliö aö hlut- föllin séu 10—15% úr hvitu, undir 35% úr fitu og 50—60% úr kol- vetnum. Neyslan hér er þvi nokkuö ööru visi en æskilegt er, enda löngu vitaö aö sykurneysla og fituát sem m.a. fæst úr súkku- laöi, kexi og kökum er meira en góöu hófi gegnir. Könnunin sýndi einnig aö nokkuö skortir á aö fólk fái nægi- legt magn bætiefna úr fæöunni, en sumir bæta sér þaö upp meö þvi aö taka inn vitamintöflur. Einkum kemur fram skortur á D-vitamini, fólasini, B6-vitamini, járni, zinki, B1 vitamini og C-- vitamini. Meöal þeirra þátta sem kann- aöir voru var hlutfalliö milli fjöl- ómettaöra fitusýra og mettaöra fitusýra eöa svokallaðrar mjúkrar fitu og harðrar. Sá hópur sem borðar hvaö mest af haröri fitu, sem er talin mun óhollari, eru unglingar á aldrinum 11—14 ára, (súkkulaði ofl.) Einnig kom fram aö sykurneysla er mest meöal unglinga á aldrinum 11—14 ára og fá þeir um 21% orkunnar úr honum. Minnst er sykurneyslan hjá fólki yfir 50 ára. Aö jafnaöi fékkst um 19% af orkunni úr sykri. Samkvæmt norrænum mann- eldismarkmiöum á verksmiöju- framleiddur sykur ekki aö gefa meira en 10% af hitaeiningum og er ljóst aö mikiö þarf aö draga úr sykurneyslu hér á landi ef vel á aö vera, svo og feitmeti, en auka að sama skapi „neyslu á sterkju- rikum mat á borö viö brauö, öör- um kornmat og kartöflum og af- uröum sem gefa mjúka fitu” segir i niöurstööum Manneldis- ráös. Eggjahvituskortur er ekki vandarnál á Islandi, enda fram- boö nóg af kjöti og fiski. Meöal- neyslan er alls staöar langt yfir nauösynlegum mörkum og sums staöar helmingi meiri. Hins vegar sýndi sig aö neysla á lifs- nauösynlegum fitusýrum er undir þvi æskilega i vissum aldurs- hópum, einkum meöal unglinga. Vikur þá sögunni aö vitamin- unum. Könnunin sýndi aö Islend- ingar fá meira en nóg af A-vita- mini úr fæöunni og bæta sumir viö skammti úr vitamintöflum. Hins vegar fær fólk ekki nægilegt magn af D-vitamini úr fæöunni en sumir bæta sér þaö upp meö töflum. D-vitamin fæst einkum úr fæöutegundum eins og lýsi, sild, eggjum og hrognum. Af E-vita- mini fá tslendingar meira en nóg, en þegar kemur aö B-vita- minunum vandast máliö. Meöal- neysla á B1 vitamini er undir nauösynlegu marki i vissum aldurshópum en með töku vita- mintafla færast mörkin upp á viö. B1 fæst m.a. úr hrognum, korn- mat, grænkáli og kartöflum. Sömu sögu er aö segja af B8 vita- mininu, skortur kemur viöa fram og vitaminpillur hafa litil áhrif þar sem þetta efni vantar yfirleitt i töflurnar, hörgull veldur tauga- veiklun og krampa segir i bækl- ingi Kvenfélagasambandsins um nútima mataræöi. Eins og áöur eru korntegundir einna rikastar af B-vitaminum, en einnig má benda á ölger sem uppsprettu B-vitamina. Fólasin skortir einnig i fæðuna og er ekki i töflum aö jafnaöi. C-vitamin skortir i fæöu kvenna á aldrinum 15—50 ára. Þegar fjörefnatöflur eru teknar inn I dæmiö komast þó flestar þeirra yfir nauösynlegt mark, en þess ber aö minnast aö C-vitamin eyö- ist fljótt og auðveldlega og þarf likaminn aö fá sinn skammt dag- lega. Þaö má segja aö nú sé ein- mitt timi C-vitaminrikra fæöu- tegunda, svo sem i rabarbar- anum, papriku, tómötum aö ógleymdum sitrusávöxtunum, si- trónum, greip og appelsinum sem brosa frá gluggum flestra versl- ana allt áriö. Járnskortur kom fram hjá konum, en margar bæta sér skortinn upp meö töflum. Þaö er alkunn staðreynd hve konum hættir viö járnskorti og þegar gerö var könnun á ástandi kvenna i Sviþjóö fyrir nokkrum árum, reyndust niðurstööurnar geig- vænlegar. Járnskorti fylgir slen og þreyta og fölvi i andliti sem hægt er aö bæta meö neyslu lifrar, einnig er blóömör járnrik svo og leynist járn i mörgum grænmetistegundum. - Af öörum tegundum málmsalta og steinefna fáum viö nóg nema af Zinki. 1 rannsókn Manneldisráös er gerö grein fyrir dreifingu nær- ingarefna eftir aldurshópum og kynjum, en hér verður ekki fariö lengra út i þá sálma. Af könnun- inni má ráöa aö úrbóta er þörf á ýmsum sviöum svo og fræöslu en benda má að ýmislegt hefur veriö skrifaö á islensku um næringar- fræöi og heilsurækt.Forvitnum er bent á aö kikja inn á bókasöfn og kanna úrvalið. Hitt er svo annaö mál aö hér á landi er ekki rekin nein opinber stefna i manneldi, sliku hefur veriö slegið á frest hingaö til. Frændur vorir á Noröurlöndum hafa fyrir löngu tdcið þau mál alvarlegum tökum og demba stöðugum áróöri yfir sælkera og syndara, þeim til viö- vörunar og siöbótar. — ká URVALIÐ er hjá okkur Tómatar, gúrkur, paprikur, gulrætur, steinselja, grænkál, dill o. fl. Blómkál, hvítkál og gulrófur væntanlegar á næstunni. Plöntusalan er einnig í fullum gangi. GRÓÐRARSTÖÐIN GARÐSHORNI Sími 40-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.