Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 20
'20 SIDA — ÞJ6ÐV1LJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981 Fjórar röksemdir fyrir því að afnema sjónvarp Áriö 1977 sendi banda- ríski auglýsinga- og al- menningstengslamaðurinn Jerry Mander frá sér bók undir heitinu „Four Argu- ments for the Elimination of Television" (fjórar rök- semdir fyrir því að af- nema sjónvarp). Bókin vakti strax mikla athygli i heimalandi hans/ ekki sist fyrir skarpa hugsun og röksemdir sem óneitan- lega opna heim nýrra sýna og viðhorfa. Ernest Calanbach höfundur hins merka rits „Ectopia” hefur meöal annars eftirfarandi aö segja um rit Manders: „Áöur en ég las þessa þýöingarmiklu og ógnvekjandi bók áleit ég mögu- legt aö endurbæta sjónvarpiö eöa veita þvi aöhald. I röksemdum sinum gengur Mander enn lengra en áöur hefur veriö gert á þessum vettvangi og kynnir okkur viöhorf sem viö get- um ekki horft framhjá. Mander er ef til vill sá Daviö sem er fær um aö sigra hinn ósæranlega fjöl- miöla-Goliat”. En hvaö er svo nýtt, ógnvekj- andi og markvert i röksemdum Manders? fig æáa aö reyna a8 reifa helstu viðhorf hans í groíum dráttum. Einar Már Guðvarðarson skrifar um kenningar Jerry Mander Jerry Mander, sem er hagf ræðingur að menntun, eyddi 15 árum ævi sinnar í auglýsingabransanum, þar af var hann meðeigandi og stjórnandi Freeman, Mander og Gossage auglýsingafyr- irtækisins í San Fransisco í 5 ár. Þetta var eitt virtasta og auðugasta fyrirtæki sinnar tegundar á sjöunda áratugnum (viðskiptavinir voru m.a. Triumph, Land Roverog Roverbílar, Eagleskyrtur Paul Mason vín, KLH, Scientific American, Alvin Duskin, Random house útgáfan og fl.). Arið 1972 stofnaði Maríder fyrsta auglýsingafyrirtækið í Bandarikjunum sem ekki byggði á gróðasjónarmiðum og starfaði það m.a. fyrir marga vinstri- sinnaða umbóta-, baráttu- og minnihluta- hópa. Hann sagði skilið við auglýsinga- starf ið 1974 og hóf þá að rita þá bók, sem greinin að hluta er byggð á. Innræting á handahófs- kenndum veruleikabrotum I fyrsta lagi leiöir hann rök aö þvi aö sjónvarpiö sé fullkomlega ófært um aö annast miölun á reynslu sem hefur eitthvert gildi fyrir manninn eöa samfélag manna. Hann skrifar: „Þvi meir sem mannkyniö hefur færst inn i fullkomlega tilbúiö umhverfi hafa tengsl okkar og þekking á hnett- inum rofnaö. An sambands viö umheiminn eins og geimfarar á hringferö um geiminn þekkjum viö ekki mun á upp og niöur,sann- leika og skáldskap. Skilyröin eru hentug til innrætingar á handa- hófskenndum veruleikabrotum. Sjónvarpiö er eitt af nýjustu dæmunum og eitt þaö alvarleg- asta, þar sem þaö stækkar vanda- máliö”. Mander rekur síöan liö fyrir liö hvernig þessi tilgáta eigi viö rik aö styðjast. Fyrst fjallar hann um heftingu athyglisgáfunnar i upp- eldi og dagiegu starfi, siöan hvernig visindin tæknin og iön- aðurinn hafa tekiö þekkinguna eignarnámi og hvernig henni er miðlaö til almennings i pökkum i ólikum umbúöum af m.a. skólum, sjónvarpi og öörum fjölmiölum. Hann fjallar um manneskjuna á reiki i hugarheimi og til hvers slikt hugarvingl hefur leitt (til- búinn heimur án tengsla viö þá náttúru sem er sjálfur lifgjafinn) og loks dregur hann upp hliö- stæöur á milli geöklofa hjá ein- staklingum og þess „geðklofa” (eöa ruglings) sem hrjáir vest- ræna menningu og birtist m.a. glögglega I fyrirbærinu sjón- varpi. Miöstýring reynslunnar I öðru lagi leiöir hann rök aö þvi aö sjónvarpið hernemi reynsluna. Hann skrifar: „Þaö er engin til- viljun aö nokkrir viöskiptarisar stjórni sjónvarpinu. Þaö er heldur engin tilviljun að sjón- varpiö sé notaö til aö búa til manneskjur af nýrri gerö, menn sem falla inn i hiö tilbúna viö- skiptaumhverfi. Samsæri tækni og fjármagns hefur gert og mun gera slikt óhjákvæmilegt”. Mander færir rök fyrir þessari tiigátu sinni m.a. meö þvi aö rekja og skoöa hlutverk auglýs- inga i mótun almennra lifs- mynstra og stööu sjónvarps i þvi ferli. Hann rekur á skýran hátt hvernig framleiöslan á „gildum” og normum hefur stuölað aö mót- un „neyslumanneskjunnar”. Þar er hlutverk auglýsinga aö kveikja og hlúa aö nýjum tilbúnum þörf- um. Aö auglýsingar geti veitt upplýsingar sem samræmast lif- rænum eöa eölilegum þörfum mannsins (helsta röksemd aug- lýsenda þegar þeir halda uppi vörnum fyrir starfsgrein sinni) telur Mander firru og fásinnu. Auglýsingar eru einungis til aö miöla þvi sem fólk hefur ekki þörf fyrir. Þaö sem fólk hefur þörf fyrir finnur þaö án auglýsinga svo framarlega sem þaö fyrirfinnst. Næst rekur hann hvernig og hvenær miöstýringin hófst á þess- um vettvangi og þróunina i gróf- um dráttum fram á okkar dag. 1 þvi sambandi nefnir hann aö á ár- unum 1926—1946 (sjónvarp kom til sögunnar á þriöja áratugnum) hafi upphæöin til auglýsinga i heild sinni aö jafnaöi verið um 3 milljónir dollara i Bandarikj- unum á ári en áriö 1975 hafi þessi útgjöld veriö komin upp i 30 millj- ónir dollara á ári (1000% aukning á þrjátiu árum) og meiri hlutinn runniö i sjónvarpsauglýsingar. Þessi aukning átti sér staö samhliöa nýjum efnahagsráö- stöfunum I striöslok (þegar vopnaframleiösla dróst saman) og var „The Trickle - Down Theory” aöalatriöiö I þeim aö- geröum. Inntakið er i grófum dráttum þetta: Þvi meira sem fólk kaupir af neysluvarningi þvi meiri veröur gróöi iðnaöarins og útþensla hans verður möguleg. Útþensla iönaöarins leiöir af sér fleiri störf. Meiri peningar kom- ast i umferö og fólk hefur kost á aö kaupa meiri neysluvarningi enn eykst gróöinn, auknar fjár- festingar eru mögulegar, fleiri störf og hringrásin heldur áfram. ösköp einfalt segir Mander.en þvi minni sem hlutdeild einstaklings- ins varö — samhliða þvi að vis- inda- og tæknikerfi þróuöust og stjórnunin fjarlægðist skilnings- sviö almennings — þvi meiri varö miöstýringin og einræöið. Aðeins þrjátiu árum seinna sjá- um viö afleiöingarnar allt i kring- um okkur: atvinnuleysi, verö- bólga, gjaldþrot og uppþurrkaöar náttúruauölindir. Viö gerum okkur grein fyrir aö eitthvaö stóöst ekki i hinu einfalda likáni. I raun var þetta ein allsherjar hugarsmiö, skrifar Mander. Hugarsmiö sem leiddi til einangr- unar, ruglings, óánægju og firr- ingarmeöal manna. Og jafnræöiö sem útfærsla kenningarinnar átti að stuöla aö varö aö einræði tækni og peninga. Enn látum viö ekki segjast. Auglýsingar stjórna hversdags- legu atferli fólks og fáránlegum ákvöröunum meiren nokkru sinni fyrr. A þaö jafnt viö um almenn- ing sem stjórnendur. Áhrif á mannslíkamann Þriðja röksemd Manders fjallar um áhrif sjónvarpsins á mannslikamann. Hann skrifar: „Tækni sjónvarpsins kallar fram taugaviöbrögð hjá áhorfendum. Hún getur valdið sjúkdómum og leiöir án efa til ruglings og undir- gefni gagnvart þessum utanað- komandi mynda-heimi. Til samans skapa áhrif sjónvarpsins skilyröi fyrir einræöi. Tilgátu sinni til stuönings vitnar Mander i skýrslur og niöurstööur m.a. sál- fræöinga sem sýna aö sjónvarpiö getur dáleitt skert vit, orsakað brjálæöi auk þess aö valda ýms- um áþreifanlegri likamlegum sjúkdómskvillum. Aöalorsaka- valdurinn i þessu samhengi er ekki innihald þess sem sýnt er heldur geislarnir, sú orka sem tækið sendir frá sér. Aö sitja i myrkvuöu herbergi (aöeins tvö skynfæri eru i notkun sem báöum eru settar mjög þröngar skoröuri augu og aörir likamshlutar eru i kyrrstöðu) og stara á tilbúiö ljós klukkustund eftir klukkustund er nær „skynfirringu” en nokkuö annaö sem áöur hefur þekkst. Þegar ljós streymir frá tækinu, skrifar Mander, hvort sem þaö er efni eöa orka, þá er þaö eitthvað sem streymir inn i okkur. Þegar þú horfir á sjónvarp tekur þú á móti einhverskonar orkugeislum sem berast frá rafeindabyssu i fosfórlag (sjónvarpsskerminn) og þaöan áfram i gegnum augu þin og inn i likamann. Orkan berst frá tækinu i þig, en ekki öfugt. Þannig aö tækiö er full- komlega ráöandi, en þú óvirkur móttakandi. Annaö markvert i þriöju rök- semdinni er um hvernig sjón-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.