Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981 bókmenntir Landið fylgir okkur Matthías Johannessen TVEGGJA BAKKAVEÐUR Almenna bokafélagiö 1981. Matthias Johannessen er fjöl- lyndur i skáldskaparmálum i bestu merkingu þess orðs. Kannski væri réttara að segja fjölhagur. 1 þessari viðamiklu ljöðabök hans eru ljóði.marg- vi'sleg að gerö. Matthias er jafn- vigur á margs konar form ljóða: heföbundin, óbundin, prósaljóð, mælskuljóð, gagnorð ljóð, útleitin ljóð og miðleitin. Algengustu þemu i þessum ljóðum eru náttiíran og mannlif- ið og fallvaltleiki þeirra. Dauðinn er viða iskyggilega nálægur og þaö brýnir gildi samskipta manns við mann og manns við náttUru i eindrægni og friöi. Þetta er eftirminnilega útmálaði einfaldri mynd i einu ljóöi bálksins. Smákvæði Ut næsta nágrenni I: Þröstur i garðinum með franskbrauðsmola í goggnum, hann hristir brauðið og horfir á þig. ÞU ávarpar hann og hann hallar undir flatt, sleppir brauðinu, leitar athvarfs f næstu grein. Þd réttir fram höndina, hvers vegna er hdn ekki laufguð grein, hvers vegna hæfir henni betur vopn en vængmjúkur fugl? (Bls. 172) Ljóöið er ekki lengra.en i einfaldleika sinum skirskotar þaö til stórra sanninda. Ýmsar fleiri náttdrumyndir i ljóðum þessum eru haglega smiöaðar, t.d. „Landið”, „ögurstund” og „Laufið fellur” i haustljóða- syrpunni: Hvernig laufið ber vængjum vonlaust i hjarnið, hvernig trén horfa með söknuði á sönglausan vetur breiða hvitan faðm yfir liðið sumar, hvernig það hrynur af haustlegum greinum sem halda þó enn i rauð ber og banhungraða fugla. Hvernig kettirnirbiða átekta inæsta nágrenni. Og laufiö, þessi vængbrotna von, hvernig það hrekst inni fjallhvitan faðm. (Bls. 52) Myndmálið er rikulegt I ljóðum Matthlasar. Hann upp- lifir tilveruna og tjáir hana I skynmyndum. En úrvinnsla þeirra og mótun I ljóðunum tekst misjafnlega. Oft vel eins og í ofangreindum ljóðum, en stundum skortir á innra sam- ræmi myndanna, þær verða tætingslegar og spilla heildar- svip ljóösins einkum þegar dr þeim teygist úr hófi fram. Fyrstu 5 linurnar I ljóöinu „Munch” eru snjöll lýsing á hinni frægu litógraflu lista- mannsins, Öpinu. Hinar 25 lfn- urnar bæta ekkert um heldur slæva hina ógnvekjandi mynd I upphafi sem segir allt. Helstu ávirðingarnar sem bornar verða ljóöum Matthiasar á brýn eru yfir- gengileg mælska. Þess ber þó að geta að hófið í þeim efnum er auðvitað álitamál og háð smekk. En flóðmælska orkar yf- irleitt þreytandi á nútímafólk þó að hiín væri góö tiska á dögum StephansG., séra Matthiasar og Einars Ben. Mér sýnist miklu minna tilefni til slíkrar að- finnslu hér en varöandi fyrri bækur Matthíasar. Hér er llka mikið af miðleitnum ljóðum, einkum i' Smákvæðabálkunum tveimur, t.d. þetta á bls. 151: Börnin, þessi fræ sem vaxa brosandi dr moldinni teygja sig uppi heiöan himin og vara sig ekki á frostnóttinni. Eöa ljóöir „Farþegaflug” á bls. 181: Himininn er blár djdpur hylur. SiTin setjast á batninn og fólkið kemur dt dr sílunum og gruggar vatnið. Skýrar myndhverfingar þessara stuttu ljóða sýna að Matthíasi er mælska ekkert sáluhjálparatriði, hann villhins vegar hafa fjölbreytni I tján- ingarmátanum. Varla getur um styttra ljóö með kimilegum andstæðumyndum, en ,,Á Vatns- skaröi” bls. 182: Gamli vegurinn er gróinn upp en sjálfur hef ég misst hárið. Ljóö hverf ulleikans og tregans, haustljóö manns og náttdru, eru gjarnan bundin kærleikanum til annarrar manneskju. 1 þeim er oftast mælt i' annarri persónu eintölu eða fyrstu persónu fleirtölu. Hófstillt kærleikstjáning og æöruleysi gagnvart haustinu og dauðanum eru grunntónninn. Gottdæmi er ljóðið „Þegar vet- urinn nálgast” á bls. 54 og Matthias Jóhannesssen smákvæöið á bls. 167 sem endar svona: Eða hvernig á ég að segja að þd sért guöspjall þessa dags og allra daga? Eysteinn Þorvaldsson skrifar Hér er það kærleikur og vinátta sem ræður. Minna er um erótlska ást en I fyrri ljóðum Matthiasar. Þó eru I bókinni tvö ágæt ljóð í þá veru: „Veglaust haf” bls. 61 og smákvæöi á bls. 159 sem hljóöar svo: Það er vor. Hdn er eina rótlausa hrislan I garðinum. Hvernig eru brjöst hennar, spyr heilagur ágdstlnus I augum þínum. Hvernig eru mjaömir hennar spyr heilagur frans i blóði þinu. Svo gengurðu i bæinn með geislabaug heilags anda um höfuðið. Allmörg kvæði eru i bókinni um horfna eða aldraöa lista- menn, allt frá Agli Skallagrims- syni til Lennons. 1 þeim eru margar vísanir og fer ekki illa á þvi. Mest nýjabrum er að ljóöinu um Lennon, þennan sér- kennilega listamann og friöar- sinna sem féll fyrir morðingja- hendi. Hann á vissulega sterk itök I bltlakynslóðinni. Þetta er langur bragur og I honum stend- ur m.a. á bls. 190—191: þið sem sunguö um ástina friðinn og drenginn I draumi ykkar, hann sem breytti heimi leitandi augna I paradisarheimt og átti ekki aö vera hræddur við að gráta: kannski verður hann sextiuogfjögurra ára einn byssulausan dag verður hann sextiuogfjögurra ára i söng þessa fullorðna barns og eilifu æði bitilsins og þá vcrður þú, Lennon, i fögnuði guöanna umvafinn aðventubrosi gyðjunnar sem hellti hassgeislum yfir ást ykkar þegar Yoko hélt það væri jafn saklaust að syngja: Hard times are over og ykkur McCartney þótti sjálfsagt aösá dagur kæmi when I’m sixty-four, en hann kom ekki enginn nýr dagur kemur úr gusandi byssuhlaupi, samt munum við heyra púðurreykinn af þessum framandi orðum: a 11 we are saying is givc peace að chance, orö orð máttvana minning þegar sólbros gyðjunnar breytist i svart hrynjandi myrkur. stjórnmál á sunnudegi eru ódýr Það er margt sérkennilegt sagt um kjaramál á Islandi. Þegar læknadeilan stóö yfir skrifaði Vi'sir t.d. leiðara þar sem var látið að þvi liggja að gallinn á íslenskri jafnlauna- stefnu (sem flestir hafa vlst skrifað undir) sé sá, að launum hálaunamanna hafi verið haldið niðri. Það eigi ekki að gera.heldur eigi að hækka lægstu launin. Ef þetta þýðir eitthvaö þá er það helst þetta: þaðáttiað hækkalaun læknanns og svo laun láglaunafólks enn mara. Kannski yrði almenn ánægja meö svo þægilega lausn — en hitt væri gaman að vita, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn, sem Vlsir styður, ætlaði að framkvæma I alvöru þessa kjarastefnu — um leiö og hann ætlar sér vitaskuld að kveða niður verðbólgu og draga úr ríkisdtgjöldum. Með öðrum oröum: orð eru afar ódýr I kjaramálaumræð- unni. Hver ber ábyrgð? Alþýðublaðið hefur til dæmis um nokkra hríð haldið uppi skothrfð á forustymenn fjöl- mennustu launþegasamtak- anna, samtaka verslunarmanna og verkafólks I Reykjavik. Eitt helsta inntak ádrepunnar er það, að foringjanum er kennt um að þessir fjölmennu hópar ófaglærðs verkafólks séu láglaunafólk. Þeirkunni ekki að semja, þeir séu svifaseinir, þeir séu I slagtogi við atvinnu- rekendur (þeir hjá Verslunar- mannafélaginu). Vitaskuld eru almenn laun oi lág á Islandi. Vitaskuld dreifisl ábyrgð á því ástandi á marga aðila, m.a. á forystumenn I verkalýðssamtökum. En að þvi er varðar skiptingu tekna i þjóö- félaginu, þá virðist það ósann- gjarnt og ekk einu sinni kratiskt rétt, að reyna að negla þá mis- skiptingu sem fyrir hendi er, upp við t.d. forystumenn Dags- brdnar. Um allan hinn kapi- talíska heim eru aö verki efna- hagsleg lögmál og samkeppnis- gangráöar, sem valda þvl, að almennu verkalýösfélögin eru neðst I launastiganum. Verka- lýðrhreyfing hefur hvergi haft afltilað breytaþvi. Reyndar er það svo, að að þvi er varöar um- samið kaup fyrir eðlilegan vinnutíma, þá hafa forystu- menn islenskra launamanna- samtaka, bdiö til meiri jöfnuð en þekkist I nokkru samfélagi sem við vitum af. Hitt er svo annað mál að bæði þeir og stjórnmálamenn hafa látið vlsi- tölugaldra leiða sig æ lengra dt i það að bilið milli umsamins kaups og raunverulegra tekna fer vaxandi, og þvi er „sam- stöðulaunastefnan” ekki sd sem hdn sýnist vera við fyrstu sýn. En það er ýmislegt fleira sem ræöur drslitum um raunveruleg llfskjör hvers og eins, sem hæp- ið er aö tengja við frammistöðu einstakra verkalýösforingja, góða eða laklega. — Til dæmis mun það I reynd skipta mestu um vellíðan fjölskyldu hvernig og hvenær hdn leysti sinn hds- næðisvanda. Falsið Hitt er þó ótaliö sem ósann- gjarnast er og falskast I árásum Alþýðublaðsins á verkamannaf- élagið Dagsbrdn og forystu þess. Og það er aö láta sem reykvískir verkamenn og for- ingjar þeirra hafi verið einskon- ar dragbítar i baráttu verka- lýðsfélaganna — og af þeirri ástæðu einni, að þessir menn Árni_____ Bergmann skrifar hafa ekki verið hrifnir af Alþýöuflokknum. Þótt þeir Alþýðublaðsmenn séu ekki gamlir I pólitík hafa þeir ekki lleyfi til að þekkja ekki það mynstur I kjarabaráttu sem fylgt var árum saman. Það leit blátt áfram þannig út, að reyk- vískir verkamenn I Dagsbrdn undir forystu sóslalista riðu á vaðið, sögðu upp samningum og stóðu i verkföllum ef nauð- syn krafði, einatt hörðum og langvinnum. A meðan sátu verkalýösfélög sem höfðu sams- konar kjör, verkalýðsfélög sem lutu krataforystu, sallaróleg og aðgerðarlaus I nágrannabyggð- um og höfðu um það þegjandi samkomulag við atvinnurek- endur að biða eftir þeim árangri sem Dagsbrdn náði. Siðan fengu þeir I Keflavik eða á Akranesi sömu kjarabætur og Dagsbrdnarmenn — alveg fyr- irhafnarlaust. Samflot A seinni árum hefur ástandið breyst, þaö hefur verið lagt dt i máriháttar samflot — ekki af því að forystumenn almennra verkalýðsfélaga þori ekki að berjast einir, heldur vegna þess aö þeir hafa viljað reyna að ná samstöðu um launastefnu sem hafi sem víðtækastan stuöning. Það er ekki mikill drengskapur að gera þá sérstaklega ábyrga fyrir því, þótt ýmsir smærri hópar með sterkari stöðu fari svo sínar leiðir út fyrir jafnað- arviöleitni með ýmislegum samningagaldri sem viröist beinlinis til þessætlaður að sem fæstir viti haus eða sporð á is- lenskum kjaramálum. —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.