Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 13
Helgin 11. — 12. júlí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 i annálnum segir nokkuö af ferö- um Arna Magnússonar um landiö og söfnun handrita. 1712 fór Arni siðast alfarinn frá islandi en hann lést i Kaupmannahöfn i hyrjun árs 1730, rúmu ári eftir brunann mikla i október 1728, þar sem.mikill hluti bókasafns Arna Ifór forgörðum. stórmiklir f jármunir utan kirkjan og tvö önnur útihús. Einnin brann bærinn i Hlið i Hörðadal og hvað þar inni var, menn komust undan. Það sumar sigldi assessor Árni Magnússon og Sigurður Sigurðs- son landþingsskrifari. Herra Páll lögmaður stefndur til næsta alþingis 9 stefnum. Barst eptir Dönskum, að pest mikil hefði gengið i Kaupenhafn, dáið 30.000 karlmanna og 9000 kvennmanna. Konungur vor með þvi konunglega húsi hélt sig á Jót- landi meðan pestin var, þvi hún kom þar ekki. Hart frost á páskum. Þá var úti stúlka i Villinga- holtshreppi. A skirdag i Njarðvik innri fannst dauður maður i rúmi sinu, hver drukkinn háttaði um kveldið. 1724 Deyöi Appollania Svartkopp — Um vorið viku fyrir kongs- bænadag á föstudag gerði mikinn sunnagarð, svo menn mundu ekki um verðtiðartima, helst fyrir sunnan jökui. Þá forgekk róðrar- skip við Frambúðir; drukknuðu tveir, en hinum varð hjálpað, þó langt komnir væru. 1 Höskuidsey á Breiðafirði urðu 4 skipstapar i þessum sama garði; voru á þessum 4bátum 18manneskjur: 8 kvennmenn og 10 karlmenn; komstenginn af á þessum bátum; þá rak suma undan vestur i flóa. Svo hryggðarlegt tilferli hafði þar ekki skeð i manna minni, er þá lifðu. A þessu sumri deyði Appollania Svartkopp á Bessastöðum, en hverninn hún dó veit ek ei; það var sú kvinna, sem amtmaður Fuhrmann ekta átti, en var sagt, að ei hefði viljað; mæðgur tvær voru á Bessastöðum danskar, hin yngri vildi eiga hann. Þá deyði sú göfuga kvinna Guð- rún Eggertsdóttir eidri i Saurbæ á Rauðasandi um Mariumessu- leytið; hafði lengi i kör legið að undanförnu og enn lengur blind verið. 1735 Hafði með sér fertugt fceri Töstug veðurátta eptir jólin. Gamall maður deyði á Arnar- stapa um veturinn á langaföstu. Hann hét Jón Andrésson. Um alla hans tið og föður hans sem varö áttræður hélt enginn Snæfellnes- sýslu eður Stapaumboð full 20 ár. Fisklaust allan þennan vetur fyrir sunnan Jökul. Þriðja dag hvitasunnu gekk maður upp á Lóndranginn — hét Ásgrimur var þjóftötur frá Vest- mannaeyjum — milli Dagverðar- ár og Malarrifs; það var stærri drangurinn; hann hafði með sér fertugt færi og mælti hæð hans og vantaði hér um 4 faðma að niður næði. Eyrabakkaskipið strandaði fyrir austan, skömmu fyrir al- þingi, komust af allir mennirnir, en góssið stórskemmdist, en upp- rak þó mikið siðan af þvi 1749 Urðu margir forríkir Ólafsvikur og Grundarfjarðar- skipið, sem gekk á þær báðar hafnir strandaði um nóttina milli þess 3. og 4. Septembris. Þeir höfðu fært sig af höfninni og fram á fjörðinn og lágu þar við einn streng i 4 daga. Hleyptu svo i stórviðrið um nóttina. Rak þá svo eptir firðinum; hleyptu svo tveimur sinum stærstu akkerum, og rak þá svo samt rétt á Mel- rakkaey... Gerði svo nokkurn tima siðar norðan stórvirði; rak þá skipsskrokkinn ofan af þessu eyjarifi og brotnaði i sundur; rak siðan út undir Krossanessbjarg og var þar sundurrifið og selt. Það eignaðist sýslumaðurinn Guð- mundur Sigurðsson og búandinn á hálfu Krossnesi, Jón Andrésson sitt hálft hvor þeirra með þvi skil- yrði að láta draga úr þvi allt járnið og skila þvi aptur, og eiga þar fyrir allt tréð. Þá eignaðist margur i Eyrasveit prjónless- smykkju fyrir litið, svo þar urðu margir forrikir um stund og tima fyrir litið. 1757 Morð í ísafjarðarsýslu — Morð skeði og i Isafjarðar- sýslu, eithvað undir eður um jólin. Var sagt, að skeð hafi með þeim hætti, að maður nokkur bú- andi, sem nefndur var Bjarni Helgason, fór að sækja lömb nokkur. Honum mætti maður ókunnugur, gekk við broddstaf. Hvað þeim til oröa kom, vita menn ekki vel, en sagt var, að ókenndi maðurinn hafði viljað skaða hinn á broddstafnum, og hafi ekki getað{tókust siðan á, og varð ókenndi maðurinn undir; skar siðan þennan Bjarna á afl- vöðvann á handleggnum, en þegar til var komið var þessi Bjarni máttfarinn og var heim- færður, lifði 3 dægur og dó siðan, en hinn ókenndi lá þar dauður snúinn úr hálsliðnum, þar þeir höfðu við átzt. Þetta sumar kom aö utan múr- meistari, sem leggja átti múr- veggi að Hólakirkju. 1764 Fabrikuhúsin í Reykjavík brenna Annan föstudag á einmánuði brunnu upp til kaldra kola öll fabrikuhúsin i Reykjavik syðra, þau voru 3. Þar brunni inni allir vefstafir og verkfæri sem þvi erf- iði þénuði, öll þessa árs vinna og öll óunnin ull, mestallir fjármunir fabrikufólksins. Fólkið var að tölu yfir 60. Það komst út, margt litt klætt en sumt nær nakið. Bók- haldarans hús brann ekki, þvi það nokkuð frá lengra, þó búið mest- alla hans fjármuni út gera. Fólkið var sett niður á bæi. Skip kom um hvitasunnuleytið. Var þá komið nýtt compagnie; voru þar Islenskir með og Danskir. Forpagtningin stóö upp á 7000 rd., hverja þeir upp báru sjálfir, en sumir vildur láta sigla upp Grænland. Votviðrasumar hið mesta og skemmdust viða hey. Sama og um haustið þau mestu votviðri. Viöast fordjarfaðist eldiviður sunnan Snjófellsjökul.~ Með þessum oröum lýkur Grimsstaðaannál Jóns Ólafs- sonar. — lg tók saman FURUHÚSGÖGN í miklu úrvali SKILJUR en ekki eldflaug Eru þeir nú farnir að smíða hér eldflaugar? Ekki gátum við Gunnar Ijósmyndari betur séð er við komum auga á ferlíki það, sem hér sést á mynd- inni. En við erum nú ekki mjög miklir hernaðarsér- fræðingar og þessvegna gat þetta svo sem verið eitthvert annað stríðstól eða þá kannski bara sak- leysið sjálft. Við ákváðum að nálgast þetta fyrirbæri að því marki, sem okkur yrði leyft. Þarna voru þrír menn á ferli, hreint ekki neitt illilegir svo við áræddum að spyrja: — Eruð þið að smiða eldflaug? eða er þetta kannski geimfar? — Þeir kimdu við. — Ó-nei, þetta er nú bara mein- lausar skiljur, sem nota á til þess að skilja sjóinn frá gufunni suður i Svartsengi. — Og þið smiðiö þetta hér? — Já, það er Vélsmiðjan Ormur og Viglundur, sem sér um það. Við smiðum allt nema botnana, þeir eru fluttir inn. Skiljurnar eru úr ryðfriu stáli og við vitum ekki til þess að áður hafi hérlendis verið smiðað úr svo þykku stáli og þvi, sem notað er i þær. — Hér eruð þið með tvær skiljur, hafið þið smiðað fleiri? „Eldflaugin” og frá v.: Magnús Sigurðsson, Sigurður Sigmanns- son og Bjarni Jónatansson. Mynd: —gel — Við höfum smiðað alls þrjár af þessari stærö og sú fyrsta þeirra er komin suður i Svarts- engi. En svo höfum við smiðað minni skiljur, sem einnig eru not- aðar þar syðra. — Og hve þungt mundi stykkiö vera? — 32—34 tonn. — Nú, jæja ekkert annaö. Og hvenær verða svo þessar skiljur fluttar suður i Svartsengi? — Það stendur til að gera það 17.—18. þessa mánaðar. — Megum við mynda? — Velkomið. Og hér er þá myndin af „eldflauginni” og frá v. til hægri eru þeir: Magnús Sig- urðsson, Sigurður Sigmannsson og Bjarni Jónatansson. — mhg Einsmannsrúm Hjónarúm Boröstofu- borö og -stólar Sófasett tvær gerðir ÍSLENSK HÖNNUN — ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA „HÚSGAGNAVINNUSTOFA BRAGA EGGERTSSONAR Smiðshöfða 13 Simi 85180

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.