Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 5
Helgin 11. — 12. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 laust taliB hluta af norska rikinu og norsku landi. Starfræksla norsku Lóran-C stöðvanna var hjiípuðleynd og sama gilti um hin auknu tengsl Noregs við fjar- skiptabúnað kjarnorkukafbáta- hernaðarins, Omega stöðvarnar og VLF stöðvarnar, sem gera kleift að miða flugskeytum i kjarnorkustriði af meiri ná- kvæmni en áður þekktist. An Om egakerfisins hefðu kjarnorkukaf- bátar Bandarilcjanna — Polaris- kafbátarnir, Poseidonkafbátarnir og væntanlega einnig Tridentkaf- bátarnir — ekki getað eins vel gegnt hlutverki sinu i kjarnorku- ógnuninni. Að þessu leyti stendur Noregur f nánari tengslum en Is- land við kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna, þvi að hvorki Omega ne VLF-stöðvarnar eru á íslandi. I baðum löndunum eru hins vegar bækistöðvar SOSUS-kerfis- ins: Frá íslandi til Færeyja og Grænlands og frá Noregi tii Bjarnareyja. Undirdjúpamiðun á skotmörk hefur auk þess i báðum löndunum styrkst með starf- rækslu Orion-kafbátaleitarvél- anna. Til viðbötar mynda Noreg- ur og Island mikilvæga hlekki i radarkerfi Bandarikjanna og bandalagsrikja þeirra, ísland i DEW-linunni og Noregur i NADGE-kerfinu. A Islandi hafa Bandarikin haft tvær AWACS-vélar á undanförn- um árum og einnig að þessu leyti vill Noregur enginn eftirbátur vera, þvf aö AWACSvélar eru væntanlegar þangað. Verður þá i báðum löndum aöstaða til þeirrar árasarstýringar og samhæfingar sem AWACS-flugvélarnar gera mögulega. Þótt Bandarikin hafi aðstöðu fyrir Phantom-orrustu- þotur í Keflavik, þá hefur komiö i ljós, að margir flugvellir i Noregi eru ætlaöir til að gegna sams kon- ar hlutverki mdi skömmum fyr- irvara. A spennutimum eru elds- neytisforðabUr, fjölþættar birgðageymslur og norskir flug- vellir Bandarfkjunum til reiðu á sama hátt og aðstaðan á íslandi. Munurinn er einfaldlega sá, að á Islandi eru það bandariskir her- menn, sem reka þessa starfsemi, en norsk stjórnvöld hafa komið tengslum Ncregs við kjarnorku- vopnakerfi Bandarikjanna fyrir með fldknari og að sumu leyti þróaðri hætti. Öll innan eða öll utan Burðar- og stuðningskerfum kjarnorkuhernaöarins hefur ver- ið komið upp á vegum allra NATO-Norðurlandanna þriggja. Að þessu leyti er enginn grund- vallarmunur á Noregi, Islandi og heimastjórna rsvæ ðunum i danska rfkinu, Færeyjum og Grænlandi. Þau fléttast öll inn i vefinn. Islenska, norska og dansk-færeyska-grænlenska SOS- US-kerfið eru hluti af alþjóölegu hlustunarneti Bandarikjanna, sem nær frá ströndum Amerfku, gegnum Atlantshaf til Miðjarðar- hafsins og meðfram ströndum Asi'uríkja. I Noregi, á Jan Mayen, á Islandi og Færeyjum eru svo miðunarstöðvar og radarstöðvar, sem eru tengdar innbyrðis og við tölvustýrðar heimsstöðvar stór- veldisins, sem frægar urðu i fréttum sfðasta vetur, þegar þær gáfu falska viðvörun um árás og gangsetning kjarnorkuvigbún- aðarins var komin af stað. I Nor- egi, Islandi og Grænlandi eru flugvellir, sem m.a. eru ætlaðir tegundum, sem mynda kjarn- orkuflugflota stórveldisins. Greining á hinni hernaðarlegu aðstöðu sýnir, að enginn slfkur eðlismunur er á NATO-Norður- löndunum þremur, að hægt sé við mótun stefnu um kjarnorku- vopnaleysi Norðurlanda að draga svæöislínu þannig aö NATO-lönd- in verði klofin sundur. Þau verða öll að vera saman, annaðhvort innan eða utan við hið fyrirhug- aöa kjarnorkuvopnalausa svæöi. Tæknibúnaðurinn og aðstaðan er i löndunum þremur ýmist af sama tagi eða nátengd og þau tilheyra öll herstjórnarsvæöi Bandarikj- anna og NATO. Þótt bandarfskirhermenn séu á Islandi er það stigsmunur en ekki eðlismunur á tengslum Islands annars vegar og Noregs hins veg- ar við kjarnorkuvopnakerfið á norðurslóðum. Tæknibúnaðurinn og önnur aðstaða, sem nú þegar er f löndunum báðum, gerir stór- veldinu kleift aö taigja þau á svipstundu inn í kjarnorkuvopna- kerfi gagnkafbátahernaðarins og flugflotans. Það er fyrst og fremst mannaflamunur á her- stöövunum á íslandi og i Noregi, ekki hertæknilegur munur. Þjóð- erni mannanna i einkennisbún- ingunum skapar ekki grundvall- armun á sessi Noregs og Islands irman kjarnorkuvopnakerfisins. Grár leikur Þó einhverjir vildu halda fast við þá afstöðu, að vera banda- riska hersins á Islandi útiloki landið frá aðild að hinu kjarn- orkuvopnalausa svæði Norður- landa á sama tima og Noregur væri talinn gjaldgengur hluti svæðisins, þá væri ókleift að úti- loka Færeyinga af slikri ástæðu. Varla færu dönsk stjórnvöld og friðarsinnar að íysa meginland danska rikisins kjarnorkuvopna- laust svæði, en sleppa Færeyjum e*a Grænlandi, ef þingin á heima- stjórnarsvæðunum óska eftir þátttöku.Með neitun væri þessum tvéimur heimastjórnarsvæðum danska rikisins gefið til kynna, að þau fengju ekki að njóta sama ör- yggis og meginlands-Danir. A sama hátt verður þvi ekki trúað, fyrr en fullreynt hefur ver- ið,að þeir norsku ráðherrar, þing- menn, verkaiyðsforingjar, menntamenn og aðrir skoöana- leiðtogar, sem á undanförnum áratugum hafa boðað Islending- um nauðsyn þess fyrir Noreg, að bandarisk herstöð væri á tslandi á sama tíma og samfelld dvöl er- lendra hermanna væri bönnuð i Ncregi, ætli að gera tilætlunar- semi sína gagnvart íslendingum svo hrikalega, að þeir i alvöru haldi þvi til streitu, að Island séu útildcað frá samningi um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd vegna dvalar bandarisks hers á Islandi. Verði niðurstaðan sú, að norræn- ir frændur vorir telji, að banda- riska herstöðin dæmi Island frá samstöðu með öðrum Norður- löndum um stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis, þá hefur vissulega verið grár leikur þeirra norrænu ráðamanna, sem lengi hafa hvatt íslendinga til að hafa herstöðina lþágu norrænna, sér- staklega norskra og danskra hagsmuna. Frá Grænlandi til Finnlands Sögulega, menningarlega, stjórnmálalega og félagslega eru Island, Færeyjar og Grænland hluti af Norðurlöndum og friðar- hreyfingar i eyrikjunum þremur eru sömu ættar og sú friðarhreyf- ing, sem á siðustu mánuðum hefur sótt fram i hinum fjórum stóru ríkjum Norðurlanda. 1 öll- um þessum löndum á stefnu- grundvöllurinn að vera sámeigin- legur. A næstu mánuðum er brynt að ræða af hreinskilni þær mismun- andi stefnuáherslur, sem komið hafa fram i trausti þess að niður- staða veröi sameiginleg krafa um kjarnorkuvopnaleysi Noröur- ianda aiira frá Grænlandi til Finnlands: Samtenging eyríkj- anna og meginlandanna 1 kjarn- orkuvopnalaust svæöi, sem stað- fest yrði með innbyrðis samning- um Norðurlandarikjanna fimm: tslands, Noregs, Sviþjóðar, Dan- merkur og Finnlands — og heimastjórnanna þriggja i Græn- landi, Færeyjum og Alandseyj- um. Þessi átta st jórnvöld eiga að taka höndum saman. Það yrði mikið tjón fyrir nor- ræna samvinnu, ef eyrikin I Norður-Atlantshafi yrðu i þessum efnum viðskila við aðrar Norður- landaþjóðir. Einkum ef slfk að- greining yröi til að auka þrysting stórveldanna á hinar fámennu fiskimannaþjóðir eyrikjanna og þar með draga þær enn frekar inn i vigbúnaðarkerfi kjarnorku- hernaðarins. Með aðskilnaöartil- lögum væri I reynd verið að kaupa grið fyrir hinar stóru og voidugu N orðurlandaþjóöir á kostnað hinna fámennari og veik- byggðari. Slik mismunun væri i himinhrópandi mótsögn við nor- rænar hugsjónir, hugsjónir frels- is, íyðræðis, og friðar, og i and- stöðu við sögu okkar, menningu og félagslegar hefðir. Fílharmonían í Stokkhólmi: Með íslenskum blæ Næsta starfsár Filharmcmiu- hljómsveitarinnar i Stokkhólmi mun hafa á sér islenskan blæ. Hljómsveitin er ein hin þekktasta í Evrópu og hefur hún aðsetur i TónleikahUsinu i Stokkhólmi, þar sem eru tveir tónleikasalir. Flutt verða verk eftir islensk tónskáld og islenskir flytjendur munu koma þar fram sem hér segir: 19. sept. 1981 leika Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari, Hafliði Hallgrimsson sellóleik- ari og Philip Jenkins pianóleik- ari i Grönewaldsalnum. A efnis-v skránni eru m.a. Pianótrió i e- moll eftir Sveinbjörn Svein- björnsson og Origami eftir Haf- liöa Hallgrimsson. 18. nóv. 1981 flytur Fil- verða sönglög eítir Islenska höf- unda. 16. des. 1981 verður frumflutt hljómsveitarverkið Hjakk eftir Atla Heimi Sveinsson. Fil- harmoniuhljómsveitin leikur undir stjórn György Lehel. Verkið verður endurtekið 17. des. 30. jan. 1982 leikur Nils-Erik Sparf, konsertmeistari, Forleik, prelúdiu og fUgu yfir BACH eftir Þórarinn Jónsson. 24. febr. 1982 flytur Fil- harmoniuhljómsveitin hljóm- sveitarverkið Leiðslu eftir Jón Nordal undir stjórn Karsten Andersens. Verkið verður end- urflutt 25. og 27. febr. 3. mars flytur Filharmoniu- hljómsveitin Fiðlukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einleik- ariveröur Hallele Segerstam og stjórnandi Leif Segerstam. 6. april leikur Hans Fagius á nyja orgelið i Tónleikahúsinu Inngang og passacagliu eftirPál Isólfsson. 23. jUni' 1982 stjórnar Páll P. Pálsson Fflharmoniuhljóm- sveitinni. Einleikari verður ManUela Wiesler og leikur hún m.a. flautukonsertinn Evridis eftir Þorkel Sigurbjörnsson. E nnf remur kemur Ut bæklingur um islenskt tónlistarlif, höfunda og flytjendur á vegum Tónleika- hUssins. Höfundur hans er Göran Bergendal, þekktur tónvisinda- maður og skipuleggjandi. harmoniuhljómsveitin Sögusin- - fóníuna eftir Jón Leifs undir stjórn Jussi Jalas. Þættir Ur verkinu verða endurteknir þann 21. nóv. 29. nóv. 1981 heldur Kammer- sveit Reykjavikur tónleika i Grönewaldsalnum. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson og ein- söngvari Ruth L. MagnUsson. A efnisskránni eru verk eftir Jón Asgeirsson, Pál. P. Pálsson, Hjálmar Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson o.fl. 3. des. 1981 heldur Ruth L. MagnUsson tónleika i GrQne- waldsalnum. A efnisskránni Járniðnaðarmenn og aðstoðarmenn óskast strax. Upplýsingar á skrifstofu i sima 26155 eða á verkstæði hjá verkstjóra i sima 78120. Traust h.f. Leyndardómurinn í Mayerling-höliinni — bls. 30-31 Tvö blöð í dag Helgin 11.-12. júlí 1981 —153. tölublaö—65. árgangur atr=B r smjföKKrow Xs' .'Vxvö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.