Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981 stjórnmál á sunnudegi * _____ ______ Olafur Ragnar Grímsson Island, Færeyjar og Grænland innan kj amorkuv opna- lausra Norðurlanda A undanförnum mánuðum hef- ur veriB i mótun hreyfing i hinum stærriog voldugri Noröurlöndum, sem boöar, aB hin smærri NorBurlönd skuli skilin frá hin- um. Krafan um kjarnorkuvopna- laus NorBurlönd hefur beinlinis faliö i sér Utilokun smáu eyþjóB- anná, íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. I undirskriftasöfn un sem fer fram iNoregi og viBar, i ályktunum stjórnmálasamtaka, i yfirlýsingu norska alþýöusam- bandsins, iræöum forystumanna, i blaðagreinum og viðtölum er boðað, aö einungis Norðurlöndin fjögur — Noregur, Danmörk, Sviþjóð og Finnland — skuli gera samning um að stofna kjarnorku- vopnalaust svæði, þar sem hel- vopnin yrðu bönnuð á timum bæði friðar og ófriðar. t málflutning- num er Utilokun hinna fámennu norö-vestlægu fiskimannaþjóða stundum óbein með þvi aö skilja þær einfaldlega eftir i upptaln- ingunni, en við önnur tækifæri er svo langt gengið i ákafa hinna norrænu vina okkar að þeir taka útilokun íslands og hinna eyþjóðanna sérstaklega fram. Krafan um kjarnorkuvopna- laust svæöi, sem einungis tæki til Soregs, Danmerkur, Svlþjóðar og Finnlands, en undanskildi tsland, Færeyjar og Græniand, getur aldrei orðið heilsteyptur stefnugrundvöllur, hvorki hernaðarlega né pólitískt. Kjarnorkuvopnalaust svæði sem einungis væri bundið við hin fjóru stóru í hópi Norðurlandanna, hlyti að auka þrýsting stór- veldanna á fámennu fiski- mannaþjóðimar, sem væru utan svæðisins. Norðurlöndin fjögur væru þvi að kaupa sér grið á kostnað litlu eyrikjanna. Slikur atburöur væri hrikaleg mótsögn við sameiginlegan arf Norður- landanna — sögulegan, menn- ingarlegan og lýöræðislegan — i andstöðu við stjórnmálalega samstöðu rikjanna allra á undan- förnum áratugum. A undanförnum árum hafa hin pólitisku tengsl eyþjóðanna þriggja — íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga — við aörar þjóðir Norðurlanda vaxið og dafnaö I flestum greinum. Fram- lög til fjárfestinga, samstarf i samgöngum, styrkir Norræna menningarmálasjóðsins, Nor- ræna hUsið I Reykjavik og áform um anuaö norrænt hUs i Færeyjum eru fáeindæmi af fjöl- mörgum, sem staðfesta lifandi dagleg tengsl. A sviöi félagslegra réttinda eru í gildi margvislegir samningar sem tengja ibUa eyj- anna i norð-vestur-Atlantshafi við aðra N orðurlandabUa svo nánum böndum, að hvergi i heiminum hafa þróast jafn samþjóðleg og vitðtæk réttindi i hversdagsllfi fólks. Hernaðarleg rök Rök fyrir aðskilnaði norrænu meginlandsþjóðanna annars vegar og eyþjóðanna hins vegar við stofnun kjarnorkuvopnalauss svæöis verða þvi hvorki sótt i sögulegan, efnahagslegan, menn- ingarlegan né félagslegan sjóð. bau geta aldrei orðiö sllkrar ættar. En hvers eðlis eru þá aögreiningarrökin? beir sem skýrst hafa talaö, einsog for- svarsmenn undirskriftasöfnunar- innar i Noregi, beita hernaöarleg- um rikum. beir telja, að eyþjóð- imar séu á öðru hernaöarsvæði en Noröurlöndin fjögur: Að slikur grundvallarmunur sé á hernaðar- stööunni, aö hægt sé að takmarka hiö kjarnorkuvopnalausa svæði við Norðurlöndin fjögur, Noreg, Danmö-ku, Sviþjóð og Finnland, en skilja Island, Færeyjar og -Grænland Utundan. Eyrikin séu bandingjar stórveldahags- munanna. bau geti ekki átt samleið i' friðarbáttunni með öðrum þjóðum Norðurlanda. Slik eru rökin — hrollvekjandi, ef sönn væru. En sem betur fer er þessi röksemdarfærsla efnislega röng. bað er brýn nauðsyn, að slikar villukenningar veröi kveðnar niður. A siöustu 20 árum hefur hernaðaruppbygging I Norður- Atlantshafi fyrst og fremst mótast af mikilvægi kjarnorku- vigbUnaðar þar sem gagnkaf- bátahernaður og flughernaður gegna lykilhlutverki. bessi uppbygging hefur myndaö hlekk i svokölluðu „ógnarjafnvægi” kjarnorkuveldanna. Sérhver áfangi hennar hefur byggst á tækniþróun kjarnorkuhernaöar- ins. TækjabUnaður og aöstaða hafa oröiö kjarninn i þessum vig- bUnaði. Mannaflinn sjálfur, þjóðerni hans og einkennis- búningar, hafa skipt minna máli. I löndunum sem liggja að Norður- Atlantshafi — Noregi, Islandi, Færeyjum, Grænlandi og Bret- landseyjum — hefur kjarnorku- vopnakerfið verið sett saman Ur þjónustuaðstööu við kjarnorku- kafbáta, svo sem hlustunarkerf- um i hafdjúpunum og miöunar- stöövum I landi, sem auövelda nákvæma beitingu kjarnorkueld- flauga, og rekstri flugflota, sem ýmist aöstoðar við kafbátaleitina eða er ætlaður til árása og þarf fullbUna flugvelli og birgða- stöðvar til að framkvæma árang- ursrlkar aðgerðir. bessi kjarnorkuvigbUnaður á Noröur- Atlantshafi myndar samfellt kerfi. Hver tækniþáttur styður annan og til samans skapa þeir kjarnorkuvopnanet sem liggur frá kafbátakerfunum og hlust- unarkerfunum i undirdjUpunum upp igegnum miðunar- og radar- Kaflar úr ræðu á Norræna friðarfundin um á Álands eyjum stöðvarnar á landi til bækistööva og birgðastöðva flugflotans. Greining á hernaðarþróuninni við Norður-Atlantshaf sýnir, að Noregur gegnir ekki siöur en Island mikilvægu hlutverki i kjarnorkuvopnakerfi Banda- rikjanna og NATO. 1 gegn- um aöstööuna á Grænlandi og aö nokkru leyti i Færeyjum hefur Danmörk einnig gerst þátt- takandi i þessu kerfi. baö er mik- ill misskilningur að frá hernaðar tæknilegu sjónarmiði séu tækja- bdnaðurinn og aðstaðan 1 Noregi kjarnorkuvopnakerfi Bandarikj- anna minna virði en herstööin á tslandi og starfsemin f Græn- landi. Aö ýmsu leyti gegna sumir þættir i norska kerfinu afdráttar- lausara lykilhlutverki I þágu kjarnorkuvopnahernaðarins en sd aðstaða, sem tengd er her- stöðvum Bandaríkjanna á fslandi og Grænlandi. A grundvelli hernaðarlegra röksemda veröur ekki dregin lina á milli Noregs og Islands á þann hátt, að Noregur verði talinn eðlilegur hluti hins kjarnorkuvopnaiausa svæðis, en tsland dæmt til útilokunar. Færeyjar og Grænland Færeyjar og Grænland eru samofin dönsku rikisheildinni og kjarnorkuvopnalaust svæði gæti af stjórnarfarslegum og pólitiskum ástæðum aldrei náð einungis til landsins Danmerkur. Dönskum ráöamönnum væri ókleift að gera sitt land að kjarn- orkuvopnalausu svæði, en útiloka heimastjórnarsvæðin Færeyjar og Grænland. Auk þess eru Færeyjar frá hernaðarlegu sjónarmiði ekki i eins rikum mæli og Noregur tengdar þjónustunni við kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna. I Færeyjum eru tvær Loranstöövar og radarstöö, sem er hluti af DEW-linunni (Distand Early Warning) og þar er einnig SOSUS-tenging (Sound Surveilance System). Danski herinn annast starfsemina á eyj- unum. I Færeyjum eru engir hernaöarflugvellir, birgða- stöövar eöa hin háþróaða miðunartækni fyrir kjarnorku- kafbáta, en allt þetta er aö finna ásamt Loranstöðvum, radarþjón- ustu og SOSUS-kerfi i Noregi. bátttaka Færeyinga I gagnkaf- bátahernaðinum og flughernum er þvi' á mun lægra stigi en Noregs. A Grænlandi hafa Bandarikin aö einu leyti þróaðri aðstöðu en i Noregi, en hins vegar skortir á Grænlandi marga þætti lykil- starfseminnar i kjarnorkukaf- bátakerfinu og flughernaðinum, sem komið hefur verið upp i Noregi. A Grænlandi eru fjórar DEW-stöðvar, hlekkir i linunni frá Færeyjum I gegnum tsland og til Kanada. Flugvöllurinn i Syðra- Straumsfirði þjónar þessum rad- arstöðvum og er notaður til milli- lendingar. Við Thule er mikil- vægasti hluti kerfisins i Grænlandi, BMEW-radar, (Ball- istic Missiles Early Warning), sem telst til viðvörunarkerfis Bandarikjanna sjálfra gagnvart eldflaugaárás á Ameriku. A sin- um tima töldu Bandarikin þennan BMEW-tækjabúnað auka fram- lag Danmerkur til hernaðarkerfis NATO, en vegna þróunar gervi- tunglatækni á siðari árum hefur dregiö Ur gildi radarsins á Græn- landi. bótt tæplega 300 bandariskir hermenn séu tengdir radarkerfinu og flugvallarþjón- ustunni á Grænlandi, starfar danski herinn þar með fjöl- mennara lið og hernaöaryfir- stjórn landsins er algerlega dönsk. Samkvæmt sérstökum samningi er starfsemi Bandarikjanna á ábyrgð Dan- merkur og þegar B-52 flugvélinni meö kjarnorkusprengjunum fjór- um hlekktist á 1968 var þvi lýst yfir, að bann við kjarnorknvopn- um á danskri grund gilti einnig um Grænland. bað er þvi hæpið, að stjórnarfarslega og pólitiskt geti dönsk stjórnvöld skiliö Græn- land útundan f sérstökum samn- ingi um kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda. bótt það kæmi fram i skýrslu bandarlska þingsins, að Danmörk hafi gegnum Grænland lagt sittaf mörkum til kjarnorkuvopna- kerfis NATO án þess að brjóta danskar samþykktir, sem banna dvöl erlendra hermanna á sannri danskri grund, og Dönum sé taliö það til tekna aö leggja Bandarfkjamönnum Grænland til, þá er vafasamt aö dönsk stjórnvöld, sérstaklega eftir að Grænland hefur fengið heima- stjórn, geti útilokað Grænlendinga frá samningi um kjarnorkuvopnalaust svæði, sér- staklega ef grænlenska þingið og heimastjórnin óskaði eftir aöild að slikum samningi. Auk þessara stjórnmálalegu raka eru hin hernaðarlegu rök, sem sýna að I samanburði við þjónustu Noregs við kjarnorku- vopnakerfi Bandarikjanna og NATO er framlag Grænlands mun fábrotnara. Tengslin viö kjarnorkukafbátahernaðinn og aðstoöin fyrir árásarflugflota er miklu margbrotnari iNoregi. þaö sem blekkir marga við fyrstusýn er að á Grænlapdi og Islandi eru bandarískir hermenn, tæplega 300 á Grænlandi og tæplega 3000 á tslandi, en engir slikir eru i Noregi. Eðli kjarnorkuhernaöar- ins á Norður-Atiantshafi er hins vegar svo rikulega bundiö tækni- búnaöi og annarri aöstöðu, að staðsetning búnaðarins skiptir meira máii en einkennisbúningur einstaklinganna, sem nota tækin og aðstöðuna. Norsku og íslensku tengslin við k j arnorku vopna- kerfi USA 1 Noregi eru eins og á tslandi Lóran-C stöðvar, sem reistar voru aö beiöni Bandarlkjanna til aö þjóna kjarnorkukafbátahern- aði stórveldisins i Atlantshafínu. bessar stöövar eru bæði á megin- landi Noregs og eyjunni Jan May- en, sem Norömenn hafa i samn- ingum við tslendinga afdráttar-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.