Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 27
Helgin 11. — 12. júlí 1981 ÞJOÐVILJINN — StÐA 27 um helgina t Djúpinu stendur nú yfir sýning á ljósmyndum Jay W. Shoots, ungs Bandarikjamanns sem hér hefur dvalist að undanförnu. Nefnir hann sýningu sina „50 Works in Silver”, en tema hennar er götulif i Reykjavik. Myndin að ofan er á sýningunni. „Light nights” Ferðaleikhúsið, sem einnig starfar undir nafninu the Summer Theatre, er nú að hefja sýningar á LIGHT NIGHTS að Frikirkjuvegi 11, við Tjörnina i Reykjavik. Sýningar verða fjórar i viku, þ.e. á fimmtudags- föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöldum og hefjast kl. 21.00. LIGHT NIGHTS sýningarnar eru sérstaklega færaðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt islenskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóð- laga textum, og kveðnum lausa- visum. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gaman- frásagnir og einnig er lesið úr Egilssögu. A milli atriða eru sýndar skyggnur af verkum islenskra listamanna og leikin islensk tónlist af hljómplötum. Leiksviðsmyndin er gömul islensk baðstofa. Allt talað efni er flutt af Kristinu G. Magnús, leikkonu. Þetta er tólfta árið sem Ferðaleikhúsiö færir upp leik- sýningar fyrir enskumælandi ferðamenn i Reykjavik en einnig hefur leikhúsið haldið sýningar viða erlendis, bæði i Bandarikjunum og á Edin- borgarhátiðinni i Skotlandi, — og á sl. ári frumsýndi Ferða- leikhúsið nýtt islenskt barna- leikrit, er nefnist the STORYLAND, i West End, London. Hringur sýn- ir á Akureyri 1 dag verður opnuö sýning á verkum Hrings Jóhannessonar i Listsýningarsal Myndlistarskól- ans á Akureyri (áöur Galleri Há- hól). Þetta erfyrsta sýningin i sal skól- ans fyrir utan skólasýningu i vor og sýnir Hringur alls 55 verk unn- in meö oliulitum og oliupastel auk Blýantsteikninga. Sýningin verð- ur opin um helgar kl. 15—22, en virka daga kl. 18—22. Henni lýkur sunnudaginn 19. júlí.____ Hrafnseyrar- safnið opnað Safn Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri við Arnarfjörð hefur nú verið opnað og verður opið i allt sumar. Guðrún í Rauða húsini I dag, laugardag, kl. 15 verður opnuð sýning á verkum eftir Guðrúnu Tryggvadóttur i Rauða húsinu á Akureyri. Sýn- ingin saman stendur af ljós- myndum og fótókópium og er um margt nýstárleg. Guðrún stundarum þessar mundir nám i listum i Þýskalandi, nánar til- tekið I Milnchen, Sýningin stendur til súnnu- dagsins 19. júli og er opin dag- lega frá kl. 15—21. Fyrirlestrar um sjúkra- þjálfun Dagana 13., 14. og 15. júli mun Ingrid Odéen, sænskur sjúkra- þjálfari, flytja fyrirlestra i kennslustofu i þjónustuálmu Borgarspitalans og hefjast kl. 13.00. Ingrid Odéen er þekkt fyrir störf si'n og rannsóknir i sjdkra- þjálfun. Auk þess er hdn vara- forseti Heimssambands sjdkra- þjálfara. Fyrirlestrarnir fjalla aðal- lega um meðferð á sjdklingum meö þverlamanir og stjarfa- lömun. Hinir tveir fyrstu eru ætlaðir sjdkraþjálfurum, iöjuþjálfurum og læknum, en siðasti fyrirlest- urinn er eingöngu ætlaður sjdkraþjálfurum. Or sýningarsalnum I Arbæ. Flugminjar í Árbæ Komið hefur verið upp i Ar- bæjarsafni sýningu á flugminj- um, sem lýsir þáttum úr sögu flugs á tslandi 1919—1940 og er gerð i samvinnu viö tslenska Flugsögufélagið, Flugmálafé- lag tslands og Svifflugfélag Ak- ureyrar. A sýningunni getur áð h'ta nýuppgeröa flugvél Flug- málafélags tslands TF-SUX, TF-ÖGN, sem islenska flug- sögufélagið er að láta endur- bvggja, ásamt ýmsum flug- minjum öðrum. Sýningin mún standa yfir til fyrsta september. Sykursnautt Spur eitu kominn á nýja bragðíð ? tuossujQla'aiR)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.