Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓDVILJÍNN Heigin 11. — 12. júll 1981 af görðum og gróðri Venusarhár Matyconum bifurc.mim \) H j artarhomsburkni Ptcns crvticn Fjaðurburkni Asplcnium bulbiturum Gulrótarburkni Sverðburkni anáplöntur af gulrótarburkna Skipting Fjölgun burkna Jóhanna Einarsdóttir spyr: Get ég tekið afleggjara af burknanum minum, ef það er hægt, hvernig fer ég þá að? Nú brotna stundum af honum blöð. er mögulegt að koma þeim til? SVAR: Burknar hafa verið mjög vin- sælar stofuplöntur i mörg ár og er óhætt að kalla þá „tisku- plöntu”, þó svo þeir hafi fengið harða samkeppni siðustu árin frá t.d. Yuccu. Ekki er svo að skilja að burknar hafi ekki áður notið hylli, þvi þeir voru t.d. vin- sæiir um og eftir siðustu alda- mót. Langflestir burknar una sér best á skyggðum og rökum stöðum eins og vaxtarstaðir þeirra i náttúrunni benda til. Sjá t.d. islensku burknana sem vaxa yfirleitt i kletta- og hraun- sprungum i nægum raka, skjóii og i vari fyrir sterkustu sólar- geislunum. Af þessari lýsingu má glöggt sjá að burknar eru ekki heppilegustu plönturnar i okkar heitu og loftraka-lágu hý- býli. En viö flestu má nú sjá og er ótrúlegt hvað sumar suð- rænar burknategundir geta að- lagað sig með góðri umhirðu. Þær burknategundir og af- brigði þeirra sem ræktaðar eru innanhúss og i gróöurhúsum eru allmargar. Allir eiga burkn- arnir það sameiginlegt að f jölga sér með gróum, sem eru örsmá æxlikorn. Að fjölga þeim með gróum er varla ætlandi nema fagmönnum eða sérstöku áhugafólki. Margar tegundir treysta ekki eingöngu á kyn- æxlunina og hafa þvi aörar að- ferðir til vara. T.d. myndar gul- rótarburkninn smáplöntur á blaðæðunum sem fremur auö- velt er að koma til. Hann er eini „stofuburkninn” sem hægt er að fjölga með blaðgræðlingum. Sverðburkninn, langalgeng- asti stofuburkninn, fjölgar sér aftur á móti rikulega með ofan- jarðarrenglum, þvi á þeim myndast smáplöntur (sbr. jarðarberjaplöntur), sem skjóta rótum ef raki er nægur. Þessar „renglur” vaxa oft langtút fyrir pottbrúnina og þykir mörgum litil prýði. Best er að vefja þær upp i pottinn, en klippa þær ekki af eins og margir gera. Með þvi fæst þéttari og gróskumeiri planta, sem siðar er auðvelt að skipta. En skipting er einmitt þægilegasta og fljótlegasta að- ferðin til að fjölga flestum burknum i smáum stil. Burkninn er losaður úr pott- inum og laus mold hrist varlega af rótunum. Siðan er rótar- klumpnum skipt með beittum hnif eða gætilega með fingr- unum. Hægt er að skipta burkn- anum i mismarga hluta eftir þvi sem óskað er og stærð hans leyfir. Þ.e. fáa, jafnvel tvo hluta, eða fleiri og smærri. Einnig er hægt að taka aðeins utan úr rótarklumpnum og fá „smá bita” þ.e. nokkurs konar „græðling”, en gæta þess að blöö fylgi með. Þegar búið er að potta hvern hluta (græðling) fyrir sig i góða pottamold (mosablandna) og vökva,.er gott að setja glæran plastpoka yfir, á meðan þeir eru að taka við sér (ca. 2—3 vikur). Æskilegast er að skipta burknum á vorin þ.e. mars-mai þegar vöxtur er byrjaður, þvi þá taka þeir fljótt við sér og allur vaxtartiminn framundan. Umsjón Hafsteinn Hafliðason og Sævar Jóhannesson Gloxiníu- vandamál Gloxíníuvandamál Þóra Tómasdóttir hringdi og spurði hvað hún ætti að gera við gloxiniuna sina. Plöntunni fór vel fram á meðan Þóra hafði hana i glugga. En svo brá við að þegar hún setti hana á borð innar i stofunni kom einhver ódöngun i gloxiniuna. Blöðin fölna og veslast upp. Þóra spyr hvort flutningurinn gæti verið valdur að umskiptunum. Svar til Þóru: Sennilega hefur tilfærslan á gloxiniunni i sjálfu sér ekkert gert plöntunni. Ég held að nær sé um að kenna ofvökvun, plöntur inni i stofum nota minna vatn en þær sem standa i glugg- um. Gloxinian þolir ekki að standa i vatni lengri tima. Moldin á að vera sirök (eins og undinn svampur), sé hún blaut eiga illskeyttir sveppir auðvelt með að ná yfirhöndinni og gera útaf við plöntuna. Helsta ráðið er að láta moldina þorna nokkuð vel upp áður en aftur er vökvað. Vökvaðu alls ekki með áburðar- vatni fyrr en plantan hefur náð sér að fullu. Ein B-vitamintafla mulin saman við vatnsskammt- inn getur gert kraftaverk á hrjáðum pottablómum. 1 annan stað getur ódöngunin i gloxiniunni stafað af of sterkum áburði. Þá þarf að framkvæma nokkurskonar „magaskolun”. — Nokkrir litrar af volgu vatni eru látnir renna hægt i gegn um pottinn ofan frá og niður úr. Siðan er látið siga vel úr á dag- blaði eða einhverju sliku sem sogar vel til sin vatnið. Að lok- um má svo vökva með B-vita- minvatni og setja plöntuna i friðsælan glugga þar sem ekki skin sterk sól og vona að henni batni. Svona „magaskolun” er eiginlega öílum plöntum holl öðru hverju, einkum þegar oft er vökvað með tilbúnum blóma- áburði. Ýmis sölt sem plantan fær ekki torgað hlaðast upp i pottamoldinni. Eins ber þess að geta að plöntur sem eru ný- fengnar úr blómabúð, hafa oft verið aldar upp við áburðargjöf neðan frá. Þá safnast úrgangs- söltin i efsta borðið á moldinni eftir lögmálum hárpipukraftar- ins. Þegar svo er farið að vökva á venjulegan hátt ofan frá leys- ist þessi áburðarskán upp og getur orðið plöntunum um megn. Þvi er best að vökva allar nýjar plöntur það riflega að áburðarleifarnar skolist vel úr og láta liða a.m.k. viku áður en áburður er gefinn á ný. En svo að við vikjum nú að gloxinium aftur, þá má ekki gleyma að geta þess að þær hafa GLOXIIMIA hlotið heitið sumargull á is- lensku. Visindaheitið er Sinn- ingia hybrida. Og i stuttu máli þetta: Gloxiniur þurfa nokkuð hátt rakastig og þrifast best i árdagssól eða siðdegissól við 16—18°C. Moldinskalvera sirök en ekki blaut. Bleyta á blöðin getur valdið rotnun, vökvið á skálina og látið þær sjúga upp vatn i hálftima og hellið þá af umfram vatni. 1/3 úr áburðar- skammti vikulega. Of þurrt loft og sterkt sólskin geta valdið brúnum þurrum blettum á blöð- unum. Grœnir molar Enn er ekki of seint að sá radisum, karsa og spinati. Er ekki einhversstaðar auður blettur i beðunum sem væri betur varið til að rækta á þennan bragðrika orkukost. Eða kannski nokkrir blómstur- jjottar til að hafa á svölunum. Uppskerunnar þarf ekki lengi að biða, eftir hálfan mánuð til þrjár vikur má fá hressandi karsa og hreðkur i' hrásalatið og spi'nat i' jafninginn. Sennilega hefur sá verið smámæltur sem fann upp á að kalla radisur hreðkur! Undralönd og íslenskt sumar Hellisgeröi i Hafnarfiröi er go'öur áningarstaöur i sunnu- dagsbíltdrnum. Þar vaxa fegurst beykitré a' islandi. Hrossakastania er þar líka en virðist viðkvæmari fyrir um- hleypingum islenskra veðra en beykið. Klifurhortensfa þekur þar klettasnös. En það eru þd ekki einungis þessar fjarsóttu tjrátegundir sem lokka menn til sin i' Hellis- gerðið. 1 garðinum, þöttli'till sé, tekur hvert undralandið við af öðru. Þar eru brekkur og balar, bollar og gjár brydduð burkna- stóði og breiðum af maríustakk. Hafnarfjarðarhraunið lagði til hæðarlinurnar, en allt hitt hefur mannshöndin gert af svo miklum næmleik að varla verður eftir þvi tekið. Einfalt, látlaust en áhrifamikið. Viti vegfarandinn ekki betur, þá hvarflar að honum að Hafnar- fjörður hafi byggst utan um þennan stað. Úr þvi' að við erum lögð af stað i Hafnarf jörð, er upplagt að leggja lykkju á leið sina og aka út á Alftanes. Heimreiðin að Bessastöðum er jöðruð blöndu- strokk og baldursbrá. Stórkost- legt sjónarspil, rautt og hvi'tt með blátt hafið I bakgrunn og græn túnin tengja alltsaman við þjóðarheimilið. Erþettaekki islenskt sumar? Frá Hellisgerði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.