Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981 UOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Ctkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavík, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. ritstjornargrcin Mikilvœg umrœöa • baráttan gegn vígbúnaðaráformum stórveldanna er mál mála um alla Vestur-Evrópu. Islenskir stjórn- málamenn, svo og fjölmiðlar, hafa verið ákaflega tómlátir um þá umræðu, og að mestu látið hana f ram hjá sér fara, hverju sem það nú sætir. Þjóðviljinn hef- ur gert sér f ar um að kynna þau viðhorf sem ryðja sér til rúms með sívaxandi þrótti um alla álfuna. Og á fundi með blaðamönnum sagði formaður þingflokks Alþýðubandalagsins f rá þeim skoðunum sem uppi eru annarsstaðar á Norðurlöndum í þá veru, að Island eigi ekki heima í kjarnorkuvopnalausu svæði, að minnsta kosti ekki til að byrja með, vegna tengsla við kjarn- orkuvopnakerfi annars stórveldisins. O Á f jölmiðlaf undinum lagði Olafur RagnarGríms- son áherslu á nauðsyn þess að f jölmiðlar og íslenskir stjórnmálamenn hæfu umræðu um vígbúnaðar-af- vopnunar- og öryggismál, því óviðundandi væri að við yrðum viðskila við Norðurlöndin í þeirri mikilvægu umf jöllum sem nú á sér stað um stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis. Viðbrögð NATÖ-krata og bandaríska Mogga hafa verið ákaflega fýluleg, svo vægt sé til orða tekið. Helst er á þeim að heyra sem eitthvað hafa látið uppiskátt, að hér sé einhver mis- skilningur á ferðinni, nytsamt sakleysi i þágu Rússa, eða venjulegt minnihlutabrölt komma. O En það er eitthvað stórt á f erðinni þegar kirkjunn- ar þjónar saf na 120 þúsund manns á f und í Hamborg, 12 miljónir manna hafa skrifað undir áskorun í Bret- landi um að hafna nýju Evrópuatómvopnunum, og leiðtogar verkamannáflokkanna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi ásamt forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar krefjast kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum. Og er þá fátt eitt tínt til af tíðindum svipaðs eðlis. • Afstaða norrænna jafnaðarmannafl.okka er at- hyglisverð. Þannig er frá henni sagt í Nordisk kontakt, tímariti Norðurlandaráðs: „Jafnaðar- mannaflokkar Norðurlanda hafa orðið sammála um að reyna að skapa kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum. Með því vonast menn til að smám saman verði hægt að hafa áhrif á stórveldin og að öll Evrópa geti orðið kjarnorkuvopnalaus." • En afhverju láta menn svona um alla Evrópu? Svarið er m.a. að finna í stefnuskrá franska sósíal- istaf lokksins. Þar segir: „Það má velta því fyrir sér hvort raunveruleg áætlun herráða hernaðarbandalag- anna sé ekki að gera Evrópu að vígvelli, verði styr jöld milli austurs og vesturs. i því Ijósi skiljast fyrirmæli Atlantshafsbandalagsins um að auka hefðbundinn vígbúnað i Vestur-Evrópu og koma þar fyrir litlum kjarnorkuvopnum." Það er gegn þessari ískyggilegu framtíðarsýn sem almenningur og stjórnmálamenn eru að snúast þegar þess er krafist, líkt og franski sósíalistaf lokkurinn gerir, að Sovétmenn verði á bortt með SS-20 kjarnaf laugar sínar og hætt verði við áætl- un NATO um nýju Evrópuvopnin. „Aðild að Atlants- hafsbandalaginu merkir ekki undirgefni við her- stefnu Bandaríkjanna", segja franskir sósíalistar, og er meiri mannsbragur á þeim en NATO-krötum á (s- landi. • Krafan um kjarnorkuvopnalaus svæði er sömu ættar. Hún er byggð á því að eina vörnin gegn kjarn- orkuvopnum sé að hafa þau ekki né tengjast notkun þeirra. Þessi krafa er til í margvíslegum myndum. Ekki aðeins kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, heldur t.d kjarnorkuvopnalaus Evrópa frá Póllandi til Portúgal. Eða óhervætt svæði milli áhrifasvæða stór- veldanna frá Tyrklandi til Noregs undir stjórn Sam- einuðu þjóðanna. Eða svipað belti frá Kanada um Grænland, fsland og til Noregs eins og friðarrann- sóknarmaðurinn Owen Wilkes leggur til í viðtali við Þjóðviljann í dag. Og menn hafa uppi margvíslegar hugmyndir um hvernig stofna eigi slík svæði og tryggja að þau verði virt. • Aðalatriðið er eins og norrænu kratarnir benda á að hér er um að ræða frumkvæðisleið í afvopnunar- málum, og f ramtíð mannkyns getur oltið á því að bet- ur takist til á öðrum afvopnunaráratug Sameinuðu þjóðanna en hinum fyrri. (slendingar þurfa að koma sér inn í þessa umræðu, aðallega hina norrænu. ekh úr aimanakínu NU er agiirkutið i blaöamennskunni, en svo kalia blaöamenn þaö ástand þegar litiö fréttnæmt gerist og fátt er svo meö öllu ómerkt að ekki sé þaö gripiö til umfjaiunar á siðum blaöanna til aö fylla i plássiö. Dagblaöiö Timinn varð fyrir þvi láni á dögunum að mikið „hneykslismál” rak á fjörur þess. Er þar um aö ræöa af- greiðslu stjórnar vinnueftirlits rikisins á umsóknum um stöðu læknis viö stofnunina. Hefur blaðið fjallaö um þetta mál i all löngu máli og er afstaða þess greinileg i þessari umfjöllun. HUn er sU aö stjórn Vinnueftir- litsins hafi beitt valdniöslu gagnvart þeim eina umsækjanda sem dæmdur haföi verið hæfur til starfsins af stöðunefnd. Umfjöllun Timans gefurtilefni tilaö fariö sé ofan i saumana á málinu og einnig þarfnast sU fréttamennska sem Timinn hefur rakiö sérstakrar athugunar. Hinn 11. mars s.l. birtist opnu- grein i Ti'manum undir fyr- Læknadeilur á Selfossi og í Vinnueftirlitinu Viðhorf Islendinga til vinnu- verndarmála hafa löngum veriö ístílviö þaö sem segir I visunni gömhi: „Ég aö öllum háska hlæ.” irsögninni, „Er unnt aö skýra læknaflöttann frá Selfossi”. t greininni kemur fram að á s.l. 10 árum hafa 5 yfirlæknar horfið frá störfum viö sjúkrahúsið á Selfossi og hjá sumum þeirra var ástæöan sU aö þeir treystu sér ekki til að eiga samstarf við heilsugæslulækninn á staðnum, Brynleif Steingrimsson, en allir læknarnir 5 vitna i þessari Timagrein um samstarfserfiö- leika sina viö þennan mann. Lýkur greininni með þeim ályktunaroröum blaöamanns aö ástæðuna fyrir landflóttanum virðist mega rekja til ofrikis eins manns, þ.e. Brynleifs. Siöan er spurt: „Veröur Daniel Danielsson (núv. yfirlæknir siUkrahUssins innsk.) næsta „fórnarlambiö”.” Svo varö einnig. Daniel Danielssyni hefur verið sagt upp störfum si'num við sjUkra- húsiö á Selfossi og einum lækni til viöbótar. Þaö var stjórn sjúkrahúss- ins á Selfossi meö Brynleif Stángrimsson heilsugæslulækni og mág hans formanH stjórnar- innar i broddi fyikingar sem stóð aö uppsögninni og var hún rökstudd með þvi aö samningar þeirra viö gamla sjUkrahUsiö ættu ekki aö gilda þegar þaö flytur i nýtt hUsnæöi. Heilbrigöisráöuneytiö hefur lýst þvi yfir aö þaö telji þessar upp- sagnir jafngilda brottrekstri úr starfi aö þaö muni ekki viö þær una, enda hafi læknarnir ekki gert sig seka um neitt refsivert athæfi og ekkert sé við þeirra störf aö athuga. NU gerist þaö aö auglýst er eftir lækni til starfa viö Vinnueftirlit rikisins. t lögunum um Vinnueftirlitiö segir m.a. að þessi læknir skuli vera sér- menntaöur embættislæknir, eöa hafa jafngilda menntun til starfsins (leturbr. min JGK). t lögunum segir aö hann skuli vera tengiliöur Vinnueftirlitsins viö heilbrigðisyfirvöld og veita forstööu atvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild stofnunar- innar. Rétt er aö staldra hér viö oröiö embættislæknir. Sérnám I em bættislækningum og heim- ilislækningum helst i hendur i þrjU ár, sá sem hyggur á sér- fræðingsviðurkenningu i em- bættislækningum tekur á fjórða ári sérkúrsa i heilbrigðis- fræðum, faraldsfræöum o.s.frv. og er miðaö viö að viökomandi sé bUinn undir aö taka aö sér ýmis stjórnunarstörf innan heil- brigðiskerfisins. Brynleifur Steingrimsson var meöal umsækjenda um þessa stöðu og var af stöðunefnd einn Jón Guðni Kristjánsson skrifar dæmdur hæfur til starfsins. Brynleifúr er sérfræöingur i lungnasjUkdómum og hefur sér- fræ öingsviðurkenningu i embættislækningum að auki. Ber heldur enginn brigður á aö hann hefur fulla menntun tíl starfsins. Oöru máli gegnir um afgreiöslu stöðunefndar á um- sókn Vilhjálms Rafnssonar læknis i Gautaborg. Hann var ekki dæmckir hæfur tii starfsins og á stjóm Vinnueftirlitsins og forstjóri þess sem ræöur endan- lega i' stööuna, erfitt meö aö sætta sig viö þá málsmeðferö. Vilhjálmur er sérfræöingur i heimilislækningum, lauk nýlega doktorsprófi 1 læknisfræði (að vi'su eftir aö umsóknarfrestur rann Ut) og mun hljóta sér- fræöingsviöurkenningu i at- vinnusjUkdómum i febrúar á næsta ári. Hann hefur starfaö sem trUnaöarlæknir hjá stórum fyrirtækjum i Sviþjóö. Vi 11 Vinnueftirlitíð ekki sætta sig viö þessa niöurstööu og er þvi máliö komiö í hnUt. NU bregöur svo við að Timinn, sem variö hefur miklu af sinu dýrmæta plássi til aö upplýsa lesendur sina um ófremdar- ástandiö i sjUkrahúsmálum á Selfossi, bregður hart við og gerist málpipa Brynleifs Stein- grimssonar i málinu, þess sama Brynleifs sem blaöiö taldi i vet- ur aö hrekti frá sér samstarfs- menn sina með ofríki. Fyrst greindi blaöiö frá þvi i slUöur- dálki sinum að nú ætluöu yfir- völd líklega aö losna við óþægindin fyrir austan fjallmeö þvi aö veita Brynleifi stööuna. Eftir aöi' ljós kom að Vinnueft- irlitíö sætti sig ekki við niður- | stöður stööunefndar, hefur blaö- iö tíundaö sttíryröi Brynleifs mjög nákvæmlega, en túlkaö sjónarmiö stjórnar Vinnueftir- litsins meö Utúrsnúningum. Þannig rausnast blaöiö til að leita álits Þorvaröar Brynleifs- sonar, læknis og stjórnar- formanns Vinnueftirlitsins. Þorvarður segir i viðtalinu aö stjtírnin hafi veri búin aö mynda sér hugmyndir um starfsvett- vang læknisins og teldi æskilegt aö ráöa sérmenntaðan mann i atvinnusjUkdómum, enda væru eingöngu sérfræöingar f at- vinnusjúkdómum I sambæri- legum stööum á hinum Noröur- löndunum. (lbr. min JGK). Fyr- irsögn Tímans á viötalinu hefur greinilega einhvern annan tilgang, en að kynna sjtínarmið viðm ælandans, hUn viröist raunar hafa þann eiga tilgang að gera hann og stofnunina sem tortryggilegust. HUn hljóöar svo með stóru og feitu letri: „Lögum breytt svo stjórnin fái sinn mann ráöinn.” Virðist ástæöa til aö spyrja hvort Timinn áli'ti það mikla starf sem þessari stofnun er falið aö annast, þesseölis, aö hana verði aö gera sem tortryggilegasta þegar i upphafi. Brynleifur Steingrimsson hef- ur lýst þvi yfir að hann hafi veriö hvattur til þess af heilbrigöisyfirvöldum að sækja um starfiö, þaö hafi ekki veriö gert aö hans frumkvæöi. Veröur þaö aö teljast undarlegt aö heilbrigöisyfirvöld séu að hvetja menn til sliks, ekki sist þegar þaö er haft I huga að þau veita ekki starfið, heldur for- stjóri Vinnueftirlitsins og að áhersla er lögö á sjálfstæöi stofnunarinnar af hálfu stjtírn- valda. Stjórn Vinnueftirlitsins hefur sent stööunefnd bréf og farið frám á skýringar á þvi hvort hUn telji sérmenntun i atvinnu- sjUkdómum ekki jafngilda menntun til þessa umrædda starfs en fengið neikvætt svar. Stjórnarform aður Vinnueftir- litsins lét þó þá skoðun i ljós viö undirritaöan aö þaö svar væri alls ekki fullnægjandi. Þar kæmi ekki fram hvort átt væri við menntunarlegar kröfur eingöngu eöa menntun til þessa tiltekna starfs. Þaö virðist þvi vera eðlileg krafa, ekki sist meö tilliti til þeirrar umfjöllunar Timans sem hér hefur verið gerö aö umtalsefni, aö stööu- nefnd geri ýtarlega grein fyrir afstööu sinni og útskýri þær forsendur sem aö baki liggja hæfnisdómum hennar. Eins og málum er komiö kref jast hags- munir Vinnueftirlitsins þess aö öll atriði málsins séu Utskýrö rækilega. Þaö var örugglega stdrt skref fram á viö þegar Vinnueftirlit rikisins var stofnaö. Viðhorf Islendinga til vinnuverndar- mála hafa löngum veriði stfl við þaö sem segir i visunni gömlu: „Ég aö öllum háska hlæ.” það er öruggt aö mikið starf er óunnið á þessum vettvangi og mikilvægt aö um þaö riki sæmi- legur friöur. Deilur af þvi tagi sem nú eru komnar upp eru til þess eins fallnar aö tefja þaö aö aögeröir i vinnuverndarmálum komist á einhvern rekspöl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.