Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 7
Helgin 11. — 12. júli 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Bambus-só/aseff Bam bus-ruggustólar Bambus-stó/ar Bambus-hi/hir Bambus-borð VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Vörumarkaðurínn hf. sími 86112 Kvikmyndir á Norðurlöndum Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júni mánuð er 15. júli. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 6. júli 1981. PÓST- OG Wm SÍMAMÁLASTOFNUNIN STAÐA FULLTRÚA VI i innílutningsdeild fjárreiðudeildar stofn- unarinnar, fjármáladeild, er laus til um- sóknar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrif- stofu framkvæmdastjóra fjármáladeildar og hjá starfsmannadeild. Keramik- verkstæöi Við þrjár ætlum að fara að setja upp keramikverkstæði. Vill ekki einhver leigja okkur ca. 50—100 fm. húsnæði? Það þyrfti helst að vera á jarðhæð i steinhúsi. Fjóla, simi 10143 Hildur, simi 17654 Sóley, sími 38095. Dagmar gamla og eldhugiim Lassila ingadreifingar og 225.000 til kvikmyndahátiöa. Norðurlöndin eiga sina meistara kvikmyndanna. Berg- mann karlinn gerði garðinn frægan og i kjölfarið fylgdu fleiri Sviar svo sem Bo Widerberg og Jan Troell. Kvikmyndagagnrýn- endum ber saman um að Sviar hafi verið á niðurleið nú i nokkur ár, en um leið hafa Danir, Norðmenn og einkum þó Finnar verið að sækja i sig veðrið. Norski leikstjórinn Anja Brien hefur vakið mikla athygli svo nefnd sé kona, en þær hafa svo sannarlega látið á sér kræla. t byrjun árs var haldin norræn kvikmyndahátið á Hanaholmen i Finnlandi, þar sem sýndar voru norrænar myndir, þar á meðal „Land og synir” og „Óöal feðranna”. Lesendum til fróðleiks og kröfunni um sýningu á myndum Norðurlandabúa hér til styrktar, skal nú sagt frá tveimur myndum sem vöktu mikla athygli og aðdáun skrifara hins sænska Chaplins. Fyrri myndin er dönsk eftir Jon Bang og nefnist Næsta stop — paradís. Hún fjallar um ellina, uppgjör við lifið, drauma og aðskilnað gamalla frá öðrum i þjóðfélaginu. Dagmar er 75 ára gömul kona. Hún býr i ibúð fyrir aldraða, en þangað var hún send eftir að sonur hennar og tengdadóttir komust að þeirri niðurstöðu að hún væri farin að verða „skrýt- in”. Myndin sýnir að gamla fólkið sem býr þarna saman eru þroskaðir, margreyndir einstak- lingar, aö þau búa yfir auðlind sem við ættum að varöveita og verja. Lifi gamla fólksins er lýst, þar sem allt gengur eftir fastri dagskrá, háttað á sama tima, vaknað á sama tima, maltiðir, leikfimi, þjálfun og skemmtanir, þar sem einhverjir koma og flytja eitthvert prógramm yfir hausa- mótunum á þeim gömlu, allt i föstum skorðum. Fuliorðnir gamalreyndir leikarar fara með öll hlutverkin og lýsa að sögn Chaplin á skemmtilegan hátt sér- visku og kölkun gamla fólksins. Þau gömlu hafa tima til að rifja upp minningar, enda er þeim ekki ætlað annaö hlutverk en að biða i biðsal dauðans. Dagmar rifjar oft upp ævintýri sem hún átti i sirk- us, þegar hún lék i atriði um syndafallið. Hún á lika daglegt samtal við löngu látinn eigin- mann sinn sem hún giftist eftir ævintýrið góða. En sú gamla ger- ir meira en að láta sig dreyma. Hún á ástarævintýri með fyrrver- andi major á elliheimilinu, en hann er eins og hún sérstæður maður sem berst fyrir þvi að vera metinn sem sjálfstæður einstak- lingur. Ollu þessu lýsir kvik- myndin á nærfærinn og fallegan hátt og fjallar um efni sem sjaldan er tekið fyrir. Næsta stoppustöð er Finnland og kvikmyndin Eldhuginn, sem gerö er af þeim Pir jo Honkasalos og Pekka Lehtos. Hún fjallar um skáldið Maiju Lassila sem löng- um skrifaði undir dulnefni. Leikstjórarnir byggja á sjálfs- ævisögu skáldsins, sem hann gaf út 1909. Lassila fæddist i Karelen héraði 1868. Hann missti fööur sinn ungur og varð að fara að vinna fyrir sér sem vikapiltur hjá vel stöndugum ættingjum sinum. Hann tók kennarapróf og kenndi nokkur ár m.a. i Viborg. Arið 1900 flutti hann til Pétursborgar, en Finnland var um þær mundir undir Rússakeisara. bar fékkst hann við ýmislegt og kynntist ungum byltingarmönn- um sem áformuðu að drepa inn- anrikisráðherrann von Plehwe. Sú árás var gerð 1904 og eitthvað var Lassila við málið riðinn. 1 það minnsta flúði hann til Finnlands & eftir atburðinn. Aftur gerðist hann kennari blaðamaður og áróðursmeistari (agitator) Finnska flokksins, sem barðist fyrir sjálfstæði Finnlands. Lassila bjó nokkur ár i storma- samri sambúð við Olgu nokkra Jasinski, en 1910 flutti hann til Helsinki og reyndi að lifa þar sem rithöfundur. Hann skrifaði i blað sósialista og stóð við hlið rauðliða i borgarastyrjöldinni 1918. Hann var tekinn fastur það ár og dæmdur til dauöa, en á leiðinni til aftökustaðarins dó hann af óljós- um ástæðum; sennilega var hann drepinn. Lassila var sérstæður persónu- leiki sem lysir sér meðal annars i þvi að hann skrifaði bækur sinar undir ýmsum nöfnum, þar á meöal ævisögu sina. Af verkum hans má nefna þjóðlifslýsingar i iróniskum stil og skáldsöguna „Hinir hjálparlausu”. 1 Chaplin segir svo um kvik- myndina að hún sé óður um ástsælt skáld, án þess þó að lenda i vandræðalegu mati á skáldinu sem oft vill einkenna slikar ævi- sögumyndir. Myndin minnir um margt á sovéskar kvikmyndir, en er ólik þeim að þvi leyti að gróteskum áhrifum er beitt og persóna skáldsins er hreint ekk- ert glæsimenni. Þau Honkasalo og Lehto beita mikið nærmyndum og nýjum sjónarhornum segir i Chaplin og þau gera skáldiö kannski ögn galnara en það var i raunveru- leikanum. Bókmenntasagan hefur þagað um Lassila, þó að verk hans hafi verið þýdd á 17 tungumál. Senni- lega á þögnin rætur að rekja til afstöðu Lassila i borgara- styrjöldinni; hann tilheyrði hinum rauðu, en var þó undir hið siðasta hlynntur þvi að skynsemi og ábyrgðar yrði gætt. 1 Chaplin er tekið svo sterkt til oröa aö Eldsálin sé einstæð kvik- mynd, ekki aðeins á finnskan mælikvarða (sem er þó all-stór) heldur á norrænan lika. Þá er aöeins sú spurning eftir, hvenær fáum við að sjá þetta listaverk og fleiri slik frá Norður- löndum? — ká. Kvikmyndalistin er vax- andi listgrein á íslandi eins og landsmenn hafa svo sannarlega orðið varir við. Það má næstum segja að sá sé ekki maður með mönnum sem ekki hefur leikið eins og eitt smáhlut- verk i kvikmynd hjá Gústa, Hrafni eða Þráni. Langar leiknar kvikmyndir eru nýjar af nálinni hér á landi, en eru orðnar gamalgrónar hjá Norður- landabúum, sem við að öðru jöfnu höfum mikið af að segja. Samt er það svo að kvikmyndir f rá Sviþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi rekur sjaldan á fjörur okkar, þó að þær eigi miklu meira erindi við okkur en ofbeldisfram- leiðslan vestra. Samkvæmt sænska kvikmyndatimaritinu Chaplin hefur verið ákveðið af hálfu Norðurlandaráðs (sennilega Norræna menningarsjóðsins) að veita einni miljón danskra króna til dreifingar norrænna kvik- mynda milli Norðurlandanna. Fer um 500.000 til þýðinga og gerðar eintaka fyrir norrænan markað, 275.000 kr. til upplýs- nð m d> eh Bambus- húsgögn Dagraar og vinur hennar Hjálmar major i kvikmyndinni Næsta stop — paradis. __ ,a Eldhuginn, skáldið Lassila i borgarastyrjöldinni i Finnlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.