Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 28
UOÐVIUINN Helgin 11. — 12. júli 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsíns I sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öl) kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þjálfun i Sjálfsbjargarhúsinu. Auk fatlabra koma margir Iþrótta- menn til mcöferöar eftir aö hafa hlotiö meiösli i leik. Ljósm: eik. nafn vikunnar Ólöf Loftsdóttir Nafn vikunnar er að sjálfsögðu Ólöf Lofts- dóttir ríka á Skaröí, en allir þjóðlega sinnaðir bíða nú með önd í hálsi staðfestingar eða af- neitunar á tilgátunni um að það sé hennar kista, sem kirkjusmið- ir að Skarði rákust á nú í vikunni. ólöf mun fædd um 1420, dóttir Lofts Guttormssonar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði, en þetta fólk er skylt þeim Gutt- ormssonum Hjörleifi, Lofti og Gunnari. Ólöf giftist voldugasta manni landsins, Birni Þor- leifssyni hiröstjóra, og flyst þarmeö aö Skarði. Þetta er á þeirri öld sem Björn Þorsteinsson, sagn- fræðingur, kallar „ensku öldina” i Islandssögunni, og Björn hiröstjóri kveður heiminn i baráttu gegn enskri ásókn áriö 1467. Hann er aö stugga viö enskum sjó- mönnum, en þeir „skamm- slógu” Björn i Rifi á Snæ- fellsnesi viö stein þann er enn sést, og sendu hann aftur i stykkjum til Ólafar, sem grét ekki Björn bónda, held- ur safnaöi liöi, náöi Englend- ingum, drap suma, en færöi aöra heim meö sér og haföi i hálfgildings þrælahaldi, eru sögusagnir um að hún hafi m.a. látiö þá leggja mikla stétt að Skaröi, og hafa fund- ist þar leifar af sliku mann- virki. Ólöf tekur viö bústjórn eft- ir lát manns sins, og er jarð- eign þeirra svo griöarleg, aö enn á sjötta tug 20. aldar stóö Skaröskirkja i málaferlum um rekarétt i allt annari sýslu. Ólöf hafði um sig mik- ið lið, þarámeöal einskonar hiröskáld, og var eitt þeirra Svartur sá Þóröarson er orti Skaufhalabálk og Skiða- rimu. Er mælt aö eitt sinn er Svartur kvað fyrir ólöfu, hafi hann gerst all djarf- mæltur, og Ólöf stöövaö kveöskap meö þessum orö- um: „Ekki meira nú, Svart- ur minn.” Olöf lést veturinn 1479—80, og er sagt aö hún hafi óskaö þess, að dauöi sinn yröi sögu- legur, og gekk þaö eftir, þvi aö viö dauða hennar skall á hiö versta fárviöri, og kallaö Ólafarbylur, og má mikiö vera ef ekki er enn i minnum elstu manna þar vestra. Sunnudagsblaöiö er aö nokkru helgaö Ólöfu riku Loftsdóttur, og má auk siö- ustu frétta af uppgreftri kist- unnar lesa frásagnir af henni úr Fitjaannál, og kafla úr skriftamálum hennar, sem munu einstæö. —m Á götum borgarinnar ber mikið á hjólreiðafólki og trimmurum í glæsileg- um búningum. Sundlaug- arnar eru fullar af fólki sem er að sóla sig eða stunda líkamsrækt sér til heilsubótar. Það fer ekki á milli mála að „trimm- bylgjan" sem gengið hef- ur yfir Norðurlönd og Bandaríkin er farin að teygja anga sína hingað. -En er það nóg að kaupa sér hjól/ eða flottan trimmgalla? Er ekki ým- isiegt sem þarf að var- • ast? Hvaða mistök gerir f ólk sem ætlar að taka sig á og gerast heilsuhraust og limafagurt? Til að leita svara við þessum spurningum heimsóttum við Kristínu Guðmunds- dóttur, sjúkraþjálfara en þær Svandís Sigurðar- dóttir, Jóna Þorsteins- dóttir og Gunnhildur Ott- ósdóttir sem allar vinna við sjúkraþjálf un í Sjálfsbjargarhúsinu lögðu einnig orð í belg. „Þau mistök sem flestir gera er aö fara allt of geist af staö” sagöi Kristin. „Fólk miöar viö þaö sem þaö gat siöast þegar þaö var I þjálfun og afleiöingin veröur strengir, harösperrur og ofreynsla. Best er aö fara hægt af staö, ganga rösklega á jörö, ekki á malbiki, þvi þaö reynir allt of litiö á vöövana. Sund veit- ir lika alhliöa þjálfun og þar gildir sama, að synda rösklega ef sundiö á aö vera einhvers viröi fyrir likamann. — Eru lslendingar illa á sig komnir líkamlega? Ætli þeir séu nokkuð verri en aðrar þjóöir a svipuöu menning- arstigi. Offitan er aö drepa hálfa þjóöina og bilamenningin hinn helminginn. Fólk loftar ekki sjálfu sér og er úthalds- laust. Þaö skortir alhliöa hreyf- ingu og útivist. Viö viljum leggja mikla áhersiu á útiveru, hún skiptir miklu máli. Margir kaupa sér alls kyns æfingatæki en það er miklu betra aö nota sjálfan likamann. Allt of mikil áhersla er lögö á aö ná upp kröftum meö lyftingum og alls kyns tólum, sem eiga aö hjálpa en svo veldur fólk ekki eigin likama, hreinlega vegna leti. — Ég hef heyrt því fleygt að sjúkraþjálfarar séu ekki bein- linis hressir yfir 10 gira reið- hjólunum sem fólk situr keng- bogiö á, er þaö rétt? Viö könnumst nú ekki við miklar kvartanir út af þeim, en þaö eru margir sem sitja mjög vitlaust á þessum hjólum, beygja sig þannig aö kryppa kemur á bakiö, i staö þess aö vera meö beint bak og beygja sig i mjaðmarliönum. — Hvað um annars konar mistök sem gerð eru t.d. varð- andi skófatnað? Þaö skiptir miklu máli aö eiga góöa gönguskó sem halda vel aö fætinum ef fólk stundar göngur, og aö kaupa sér þar til geröa hlaupaskó til aö skokka á. Þaö dugar ekki aö fara I götuskónum sinum i gönguferö. Góö áreynslu fyrir fótinn fæst ekki meö þvi og þaö er hollt aö skipta um skó. Margir telja sig fá næga hreyfingu i vinnunni af þvi að þeir eru á þeytingi fram og aftur allan daginn, en þaö er mikill misskilningur. Hreyfingar á jafnsléttu og höröu gólfi eru of einhliöa. Annars hefur litiö ver- iö gert til aö skapa aölaðandi umhverfi til gönguferöa og sama gildir um aöstööu fyrir hjólreiöamenn. Þó er fullt af góöum stööum hér innanbæjar til gönguferöa, eins og Klambratúniö, öskjuhliöin, Sel- tjarnarnesið og viöar. Þaö er Spjallaö við sjúkraþjálf- ara hjá Sjálfsbjörgu Offíta og leti er að drepa okkur \ bara viljann sem vantar. Marg- ir setja fyrir sig veöriö, en þeir dagar eru fáir hér sem vinna leggst niöur utanhúss. Þaö er engum vorkunn aö klæöa sig vel og vera úti, fólk getur alveg eins keypt sér rétt föt sem hæfa is- lenskri veðráttu eins og alian tiskufatnaöinn. — Hvaða meiðsli eru algeng- ust á trimmurum og iþrótta- fólki? Tognanir i liöböndum og vöövum, mar eftir spark og svo brot. Ofreynsla kemur oft fram hjá þeim sem fara of geist af staö, og veldur þvi stundum aö fólk kemur aldrei nálægt lik- amsþjáifun meir. Þegar fólk er farið aö finna verulega fyrir hreyfingarleysi og jafnvel verkjum vegna vöövabólgu, tekur þaö sig til og fer aö æfa sig meö þeim afleiöingum aö of- reynslan keyrir um þverbak og vanliöanin vex. Þaö á aö biöa þar til kastiö er afstaöið og byrja þá hægt og bitandi. — Er eitthvað til skrifað á is- lensku um likamsþjálfun fyrir almenning? Þaö er litið um þaö, þó hefur ISl gefið út smáleiöbeiningar, en þaö stendur til aö gefa út bækling á vegum Iþróttasam- bandsins. — Hvernig er aðstaðan til sjúkraþjálfunar getur almenn- ingur komist aö hjá sjúkraþjálf- ara? Það er enginn staöur til þar sem hægt er aö ganga beint inn og fá þjálfun. Viö tökum viö fólki samkvæmt tilvísunum frá Líkamsrœkt og mannamein læknum. Viö erum alltaf aö fást viö skaöann eftir aö hann er skeöur, en getum litt sinnt fyrir- byggjandi aögeröum. Hér er þriggja mánaöa biölisti. — Erlendis er viða tiðkað á vinnustööum að gefa fólki kost á likamsþjálfun, leikfimi i hléum eða hópæfingum eins og i Japan, mætti ekki koma á ýmsum úr- bótum á vinnustööum til aö bæta likamsástand vinnandi fólks? Þaö verður aö segjast aö lifn- aðarhættir hér gefa ekki kost á mikilli þjálfun. Þaö veröur hver og einn aö bera ábyrgö á sinum likama og vinna bug á eigin leti. Á vinnustööum vantar allt skipulag tengt likamsþjálfun og eins má viöa bæta aöstööuna, fá rétta hæö á stóla, góöa stóla og fleira slikt, en það dugar litiö aö bæta vinnustaöinn ef fólk nennir ekkert aö gera sjálft. Þaö ættu að vera tvenns konar trúnaöar- menn á vinnustööum, einn sem sinnir launamálum og annar sem sér um öryggisatriöi, þar meö talin vinnuvernd. — Er afstaðan til likamsrækt- ar ekki aö breytast? Umræöur eru aö vakna en þaö þarf aö fræða fólk og fá þaö til aö taka ábyrgö á eigin likama. Einnig aö leggja áherslu á aö sú þjálfun sem menn stunda, bein- ist aö þvi aö auka úthaldiö og teygja vöövana, ekki aö safna kröftum, aö vera sterkur er ekki hiö sama og aö vera i góöri þjálfun. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.