Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981 Við vitum ekki vel hver við erum og af hverju við getum verið stolt sem þjóð, segir fræðakona f rá Ástralíu, Robin Burns, sem hér gerði stuttan stans. Og er í samtalinu komið nokkuð víða við: spurt um vinstristjórn og hægrisveiflur, glímu um yfirráð yfir auðlindum álfunnar, herstöðvamál og fleira, sem getur komið íslendingum kunnuglega fyrir sjónir, enda þótt breið vík sé milli vina. að kengúrum slepptum Viðtal Á.B. við Robin Burns um mannfólk og pólitík hinumegin á hnettinum Robin Burns starfar við háskóla i Melbourne, hún er mannfræöingur og kennslu- fræ&ingur, veit margt um innrás nýrra tima i svonefnd frumstæð samfélög á Nýju Guineu og viðar-, einnig um þær hugmyndir sem á Vestur- löndum, ekki sist i Sviþjóö.hafa verið uppi haföar um umbætur á sviði menntamála. Ekkert sjálfstraust Hún hafði minnst á þau um- mæli ástralska nóbelshöfundar- ins Patricks White aö Ástralíu- menn hefðu ekkert sjálfstraust. Hvers vegna? Við vorum áöan að tala um þaö, að sumt væri líkt með Islandi og Astraliu og gaman aö bera þessi lönd saman. Stór ey- lönd, strjálbýl, lengi einangruð. En hér stendur islensk sérsta&a djúpum rótum, segir Robin. Astralir hafa hinsvegar veriö aö bræöast saman I þjóö á 200 árum. Og þeir hafa lengst af verið öðrum háðir, bresk nýlenda, nú háðir efnahags- risum eins og Bandarlkjunum og Japan. Þeir eru núna 15 miljónir, en af þeim eru 2 miljónir ekki fæddar I Astralíu og ekki af engilsaxneskum upp- runa. I Melboúrne eru t.d. 400 þúsund Grikkir, það eru hvergi fleiri Grikkir saman komnir á einum stað annarsstaöar en i Aþenu. Stolt? Ung þjóö, skortur á menningarlegu sjálfstrausti, þjóöablanda- allt þetta leggur sitt fram til þjóöerniskreppu. Ef að spurt er hvað það er, sem helst telst veita Astraliu- mönnum þjóöernisstolt þá verð ég fyrst aö nefna Gallipoli- orrustuna i fyrri heimsstyrjöld — þá börðust ástralskar og nýsjálenskar sveitir fyrst i breska hernum sem sérstakar einingar. Það er haldið upp á þetta „sérstaka framlag” Astralíumanna enn i dag — svo hlálegt sem þaö nú er, þvi Gallipoliævintýriö var hið mesta slys og ósigur. Liklega koma iþróttir I öðru sæti sem tilefni ‘ jóöarstolts, enda eru stjórnvöld ekki sink á aö fjárfesta i iþróttasigrum. Dýrðin komi að utan — En hvað um að eignast nóbelsskáld eins og Patrick White? — Menn sætta sig viö hann vegna þess aö hann hefur fengið Nóbelsverðlaun — hans dýrö kemur að utan. En jafnvel menntamenn munu segja eitt- hvaö á þá leiö, að hann sé ekki meira en svo ástralskur, enda skilji menn hann ekki. Þetta stafar sumpart af þvi aö Patrick White gerir gys að ýmsu þvi sem ástralskt er; þá kjósa menn aö skilja ekki. Við Astraliumenn kærum okkur ekki um há tré, viö metum það ekki aö menn skari fram úr — nema þá i þvi að græða peninga. Altént er þaö erfitt fyrir lista- mann eöa menningarvita að veröa þjóðhetja. Það er lika svo mikill munur á svonefndri vin- sældamenningu og hámenn- Whitlam: þeir héldu þvi fram að hann stæði að „sósiaiisma á harðastökki”. ingu. Það er gamla sagan: heldur skaltu vera dægurlaga- söngvari en óperusöngvari. Og fyrst þarftu aö fá viðurkenningu erlendis, helst I Evrópu, áöur en þú ert einhvers metinn heima. Og margir afreksmenn i listum eru reyndar starfandi erlendis, t.d. söngkonan Joan Sutherland, pianistar ágætir, rithöfundar, sem kannski koma sér fyrir i Grikklandi vegna þess að þar er ódýrara aö lifa. En þessar sálarkreppur eru ekki alfarið okkur sjálfum aö kenna. Margt verður rakið til þess, aö Bretar hafa löngum litiö niður á okkur og haft með yfirburöatilburðum sinum nei- kvæö áhrif á aö við kynnum aö meta okkur eins og við erum. óháð stefna Ég sagöi áðan aö við ættum erfitt með að sætta okkur við þá garpa sem skara fram úr. Þetta gerist líka á sviöi stjórnmála. Tökum dæmi af valdatima Gough Whitlam, sem var leið- togi Verkamannaflokksins. Hann var fyrsti stjórnmála- maöurinn um langan tima sem lagði fram áætlun um óháöa stefnu í utanrlkismálum fyrir Astrali'u. Hann var hátt yfir aöra pólitikusa hafinn og vissi reyndar vel af þvi — enda var töluverö óánægja með hann einnig I hans eigin flokki meðan hann var við völd. Auðvitað var honum svo bolað frá. Þaö geröist með þessum hætti: Viö höfum einkennilegt kerfi, þaö er ekki kosiö sam- timis til beggja deilda þingsins. Whitlam haföi stjórnaö i 18 mánuði, þegar hann I kosn- ingum til efri deildar þingsins missti meirihlutann þar. Efri deild gerði honum svo ýmsar skráveifur i sambandi við af- greiðslu fjárlaga. Þá kom land- stjórinn, fulltrúi Bretadrottn- ingar, til skjalanna og þvingaði fram nýjar kosningar. Þetta var árið 1975 og það er deilt um þaö enn i dag hvort þetta hafi verið I anda stjórnarskrárinnar eða ekki. Of hratt? 1 raun var hér um að ræða einskonar samsæri gegn þvi sem ihaldssamir Astraliumenn köllu&u „sósialisma á har&a- stökki”. Whitlam fór of hratt, sögðu menn. — Hvað þýðir það i Astralíu, aö Verkamannafloksstjórn „geysist of hratt”? — Þaö þætti varla mikið á Norðurlöndum. En Whitlam haföi I fyrsta sinn komið á fót heilsugæslukerfi fyrir alla. Smávegis þjóðnýtingar var hann með — nokkrar járn- brautir og þesslegt. Félagsleg a&stoð var aukin verulega, t.d. var i fyrsta sinn fariö að aðstoða einstæðar mæöur (þaö taldi ihaldið vera stu&ning viö laus- læti). Skattar á efnafólk voru hækkaðir. Herstöðvar og auðlindir A sviði utanrikismála gerðist það, að Whitlam lét verða sitt fyrsta verk að kalla heim þær áströlsku sveitir sem höfðu verið sendar til Vietnam. Hann dirfðist aö gagnrýna Bandarikin á ýmsum sviöum, en slíkt hafði ekki fyrr heyrst til ástralsks leiðtoga. Hann vildi þoka okkur út úr þvi að vera jafn háðir Bandarikjunum og við erum. Hann hafði áhuga á að breyta stöðu bandariskra herstöðva i Astraliu, en ekki einu sinni ást- ralskir ráðamenn vita hverju þar fór fram eða hvað þar var geymt. En hann haföi ekki tima til að breyta miklu i þeim efnum. Þá tók Whitlam og flokkur hans upp baráttuna fyrir þvi, að Astralir heföu 51% eignaraöild aö fyrirtækjum þeim sem nýta hinar miklu auölindir landsins. Mér skilst aö þið tslendingar hafið áhuga á svipuöum hlut- föllum. Þetta var einkar mikil- vægt: okkur hefur fundist að verið væri að grafa upp Astralíu og selja hana til Japans og Bandarikjanna. Hann fór einnig aö spyrja spurninga sem áöur höfðu ekki veriö á dagskrá — t.a.m. um nýtingu úrannáma og stefnumótun i þeim efnum. Whitlam vildi og auka vald alrikisstjórnarinnar á kostnaö héraðsstjórna, t.d. i fræðslu- málum. Honum gekk það gott til aö vilja m.a. koma á ákveönu námsfyrirtækjakerfi, en æsti hreppapólitikusa óspart upp gegn sér. Þessi „vinstristjórn” var ekki nema I þrjú ár við völd, en hún var merkilegt timabil. Þvi miöur hefur ýmisleg sundrung háð Verkamannaflokknum fyrr og siöar — t.d. stóð það honum lengi fyrir þrifum aö reynt var að hafa kaþólska verkamenn 1 sérstökum flokki (Democratic Labour Party). Sá flokkur á ekki iengur menn á þingi, en hann hefur dregiö úr mögu- leikum Verkamannaflokksins þar eð viö höfum kerfi ein- menningskjördæma. thaldstími Siöan 1975 höfum við haft ihaldsstjórn sem trúir á Milton Friedman og vill sem allra minnst opinber umsvif. Sú stjórn hefur unnið óspart aö þvi að skera niður félagsmálastefnu Whitlams. Heilsugæslukerfið er fariö veg allrar veraldar og nýtur enginn ókeypis læknis- þjónustu nema þeir fáu sem eru feiknaðir undir fátæktar- mörkum. Upp voru tekin aftur skólagjöld fyrir framhaldsnám. Afnuminn var húsaleigustyrkur viö hina efnaminni (eða nánar tiltekið: veröi hleypt upp á leiguhúsnæði I eigu hins opin- bera). Þaö á meira að segja að reyna aö selja flugvellina einka- fyrirtækjum. Hægriöflum tekst aö fylgja fram slikri stefnu m.a. vegna þess að verkalýðsstéttin er I raun mjög ósamstæö, og mjög eimir eftir af þvi viöhorfi land- nemans aö hann geti leyst sin mál upp á eigin spýtur, þurfi litt á samstöðu að halda — og sé þar aö auki á leiö „upp úr” verka- lýðsstétt. Þetta er mjög ólikt þeim viðhorfum sem maöur kynnist i Evrópu... En menn eru samt ekki dauðir úr öllum æöum. Til dæmis hafa menn áhyggjur af bandarisku herstöövunum, sem eru eins og lokuö riki i rikinu, og berjast gegn þeim. Þar hafa komið saman fjórir straumar: umhverfisverndarmenn, menn sem taka upp hanskann fyrir frumbyggjana sem i ýmsum til- vikum verða að þoka fyrir hernaðarmannvirkjum; þá koma friðarvinir og kjarnorku- andstæðingar — og á vettvangi Verkamannaflokksins er svo unnið að þessum málum eftir pólitiskum leiðum... — AB Námavinnsla i Vestur-Ástraliu: okkur fannst þaö væri verið aö skófla landinu til Japan og Bandarikjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.